Morgunblaðið - 22.06.1977, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.06.1977, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JUNÍ 1977 Alþýðutónlist í Ósló SAMKÓR Trésmiðafélags Reykjavíkur og Lúðrasveit Verkalýðsins verða fulitrúar tslands á samnorrænu tónlistar- móti, sem haldið verður í Ósló dagana 30. júní tii 3. júlí næst- komandi. Þetta mót er haldið á vegum Norræna Alþýðutónlistarsam- bandsins. Innan þessa sambands eru allir tónlistariðkendur innan vébanda verkalýðshreyfinga Norðurlanda, alls um tíu þúsund manns. Norræna Alþýðutónlistarsam- bandið var stofnað árið 1947 og hefur síðan haldið tónlistarmót fjórða hvert ár. Það er í fyrsta sinn nú í ár að íslendingar taka þátt í þessu móti, enda var íslenskt alþýðutónlistarsamband stofnað í þessum mánuði. Samkór Trésmíðafélagsins hefur nú starfað í fimm ár. Félagar i kórnum eru nú 50 talsins, aðallega trésmiðir og eig- inkonur þeirra. Kórinn heldur hljómleika fyrir styrktarfélaga sina á morgun, fimmtudag, kl. 20.30 i sal Menntaskólans við Hamrahlíð. Þessir hljómleikar eru siðasti liður í undirbúningi kórsins fyrir Noregsferðina. Stjórnandi er Guðjón Böðvar Jónsson. Lúðrasveit Verkalýðsins var stofnuð árið 1953 og hefur gengið á ýmsu á ferli hennar. Starfsemi sveitarinnar hefur aukist á siðustu árum og nú eru félagarnir 26 talsins. Lúðrasveitin heldur hljómleika í Austurbæjarbíói næstkomandi laugardag og eru Framhald á bls. 21 Hlaut þridja sætið á al- þjóðlegu móti í Noregi SKÓLAHLJÓMSVEIT Kópa- vogs hreppti þriðja sætið á alþjóðlegu móti lúðrahljóm- sveita sem fram fór í Hamri í Noregi í fyrradag, en alls tóku 48 hljómsveitir þar þátt f þessari keppni. Mót þessi eru haldin annað hvert ár og var þetta í fimmta skipti sem það var haldið. Fór hljómsveitin utan sl. laugardag en hún fékk til þess nokkurn styrk frá menntamálaráðuneytinu. Skömmu áður en hljómsveit- in hélt utan kom á markaðinn ný hæggeng hljómplata, þar sem hljómsveitin leikur tón- verk eftir innlend og erlend tónskáld undir stjórn Björns Guðjónssonar, en hljómsveitina skipa 50 hljóðfæraleikarar. Gefur Skólahljómsveitin sjálf út plötuna en dreifinguna ann- ast SG-hljómplötur. Ágóðanum af þessari plötu verður fyrst og fremst varið til að standa undir áðurgrendu móti lúðrasveita í Hamri, en þaðan hélt hljóm- sveitin til Þrándheims, sem er vinabær Kópavogs. Skólahljómsveit Kópavogs: Karl Hjelm með ljósmyndasýningu í Neskaupstað Neskaupstað 20. júnf Myndin sýnir 50. stúdentaárganginn sem er útskrifaður frá M.A., alls 114 manns. 50. stúdentahópurinn frá M. A. DAGANA 18.—21. júni heldur Karl Hjelm ljósmyndasýningu í félagsheimilinu Egilsbúð. Allar myndirnar eru litmyndir, og eru stækkaðar af litskyggnum. Myndirnar eru stækkaðar i Noregi og hefur Ólafur H. Jóns- son í Neskaupstað rammað þær inn. Karl, sem er áhugaljósmynd- ari, sýnir 35 myndir á sýningunni, en þær eru teknar á siðustu árum. Þetta er fyrsta einkasýning Karls. Fréttaritari Akureyri, 17. júní. Menntaskólanum á Akureyri var slitið í morg- un, og fðr athöfnin fram að vanda í Akureyrarkirkju. í upphafi athafnarinnar iék blásarakvartett, en síðan flutti Tryggvi Gíslason skðlameistari yfiriit um skólastarfið á liðnum vetri og úrslit prófa. Síðan brautskráði hann 114 stúdenta, og er það 50. stúdentaárgangurinn, sem Séra Skírnir í Hjarðarholts- prestakalli TALIN voru atkvæði á skrjfstofu biskups í gær frá prestskosningu í Hjarðarholtsprestakalli í Snæfellsness- og Dalaprófasts- dæmi, sem fram fór 12. júní s.l. Einn umsækjandi gaf sig fram, séra Skírnir Garðarson, settur sóknarprestur. Á kjörskrá voru 405, þar af kusu 216. Umsækjandi hlaut 215 atkvæði og einn seðill var auður. Kosningin er lögmæt. kemur frá Ménntaskólan- um á Akureyri (hin fyrsti tók stúdentspróf árið 1928). 35 stúdentar komu úr máladeild, 15 úr eðlis- fræðideild, 15 úr félags- fræðideild, 49 úr náttúru- fræðideild og 6 úr öldunga- deild, hinir fyrstu, sem hafa stundað nám sitt ein- göngu þar. Þeir hafa stund- að máladeildarnám. Hæstu einkunn á stúdentsprófi hlaut Áskell Harðarson (E) I. ág. 9,31. Aðrir hæstu menn í hverri deild voru Aðalheiður E. Jóns- dóttir (F’) 7,18, Bragi Skúlason (M) og Geirþrúður Pálsdóttir (M) 8.00, Hólmfríður Þorgeirs- dóttir (N) 8,31 og Guðlaug Her- mannsdóttir (Ö) I. ág. 9,12. Af hálfu þeirra 6 stúdenta frá 1927, sem hlutu kennslu í M.Á. (sem þá hét Gagnfræðaskólinn á Akureyri, en hlaut rétt til að brautskrá stúdenta haustið 1927 og breytti þá um nafn), en luku prófinu frá Menntaskólanum í Reykjavik, talaði Jón Guðmunds- son. Af hálfu 40 ára stúdenta tal- aði Birgir Finnsson og afhenti að gjöf frá þeim málverk af Her- manni Stefánssyni kennara, mál- að af Sigurði Sigurðssyni, sem er einn í hópi 40 ára stúdenta. 25 ára stúdentar gáfu fjárhæð f sögusjóð M.A, en ætlunin er að gefa út sögu skólans í þremur bindum á aldarafmæli hans haustið 1980. Höfundar verða Gísli Jónsson, Steindór Steindórsson og Tryggvi Gíslason. Stefán Stefánsson bæjarverkfræðingur afhenti gjöf- ina með ræðu. Fulltrúi 10 ára stúdenta, sr. Jakob Hjálmarsson, tilkynnti um gjöf þeirra, sem er húsbúnaður í fundarherbergi Hugíns, nemendafélags M.A. Þá talaði Þórunn Jónsdóttir, ekkja Kristjáns heitins Jónssonar, lög- fræðings, sem lauk stúdentsprófi frá M.A. fyrir 40 árum, og afhenti skólanum að gjöf málverk eftir Gunnlaug Scheving til minningar um mann sinn. Skólameistari'þakkaði gjafirn- ar og hlý orð í garð skólans og gat þess í ræðu sinni, að ákveðið hefði veriðað koma upp skála Mennta- skólans í stað gamla Utgarðs, þar sem nemendur geta notið útivist- ar og komist í snertingu við náttúru landsins. Skálanum hefir ekki enn verið valinn staður, en hins vegar ráðið, að skálinn beri heiti, sem með einhverjum hætti verður tengt nafni Hermanns Stefánssonar. í tilefni skólaslitanna er þessa dagana opin málverkasýning i Möðruvöllum, raungreinahúsi M.A., þar sem sýnd eru verk eftir Hring Jóhannesson listmálara. Sv.P. Norrænir gistíhúsa- eigendur á afmælis- þingi hér á landi SAMBAND Norrænna veitinga- og gistihúsaeigenda hélt þing sitt hér á landi á dögunum, en fund- inum lauk I Revkjavík sl. mið- vikudag. Sambandið átti 40 ára afmæli á þessu ári. Að sögn Þor- valds Guðmundssonar veitinga- manns, sem verið hefur formaður sambandsins tvö slðustu starfs- tfmabil, gerðust íslendingar aðil- ar að þessum samtökum 1 kring- um 1950, og var fyrsti fundur samhandsins hér á landi haldinn þegar árið 1951. Tilgangur samtakanna er að ræða ýmis sameiginleg vandamál og hagsmunamál, svo sem áfeng- islöggjöfina, notkun kreditkorta, samvinnuna við ferðaskrifstofur og menntunarmál þeirra sem vinna á þessu sviði þjónustu, en Þorvaldur sagði að menntunar- málin væru mjög áberandi þáttur i starfi samtakanna. íslendingar hefðu lengst að verið meiri þiggj- endur en veitendur í þessu nor- ræna samstarfi og notið mjög góðs af þvi, þegar þeir hefðu sjálfir farið að byggja upp sín veitinga- og gistihússaumsvif. Hann benti á, að þetta væri í raun mjög ung starfsgrein hér á landi, því að á tímabiiinu 1930—60 hefði ekki verið reist neitt gistihús hér á landi og það hafi ekki verið fyrr en kringum 1960 að gistihús á alþjóðlegan mælikvarða hafi aftur verið byggð, fyrst Hótel Saga, þá Hótel Holt og Loftleiðir. Hafi íslending- um þá verið mikilvægt að geta leitað til Norðurlandanna um menntun og þjálfun starfsfólks og það hafi ekki verið hvað sízt aðild- inni að norræna sambandinu að þakka hversu vel hefði til tekizt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.