Morgunblaðið - 22.06.1977, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.06.1977, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 1977 Er Idi Amin blevet mjrdet? Berlingur og B.T. koma nú út á ný Kaupmannahöfn 21. júní —Frá Erik Larsen, fréttaritara Morgunblaðsins. KLUKKAN 00,37 byrjuðu pressurnar f byggingu Berlingske hus aftur að snúast eftir 141 dags hvíld, sem þð hafði fjórum sinnum verið rof- in með útgáfu neyðarblaða. Einnar og hálfrar klukkustund- ar seinkun hafði orðið þegar prentsmiðjan fór í gang, en svipuð seinkun varð einnig þeg- ar hefja átti prentun sfðdegis- blaðsins B.T. Hafa því tvö blaða Berlingske hus, Berlingske tidende og B.T., aftur hafið göngu sfna. I grein í fyrsta tölublaði Berlings eftir verkfallið, segir Anker Jörgensen, forsætisráð- herra, að hann líti ekki á vinnu- deilu eins og Berlingskedeiluna sem tilræði við málfrelsið. Blaðadauðinn er hættulegri segir hann. Louis Schandorff, varafor- maður starfsmannafélags B.T., segir að ástæðan fyrir seinkun- inni sé fækkun starfsmanna, samkvæmt innanhússsamning- um, en vildi ekki útiloka að tæknilegir erfiðleikar hefðu ráðið þar nokkru um. Hins veg- ar hefði ekki verið um neinar aðgerðir prentara að ræða. Starfsmenn Berlingske hus eru almennt ánægðir með að hafa hafið störf að nýju, en ný vandamál geta skotið upp koll- inum, þar sem aðaldeiluefnið er enn óleyst, sem er ný prent- tækni. OPEC hættir við olíuverðhækkunina Amman. 21. júní. m Keuter. ELLEFU aðildarríki samtaka olíuútflutningslanda OPEC hafa frestað framkvæmd áætlana um hækkun á olíuverði hinn 1. júlí, samkvæmt því sem útvarpið í Riyadh hermir. Hafði útvarpið það eftir Ahmed Zaki Yamani, olfuráðherra Saudi Arabiu, að hann hefði fengið bréf frá orku- ráðherra Venezuela, Valentin Hernadez Acosta, þar sem segir að engar hækkanir verði fyrr en að loknum ráðherrafundi OPEC. Á fundi í desember í fyrra sam- þykktu öll aðildarlönd OPEC að Saudi Arabiu og Sameinuðu ara- bisku furstadæmunum undan- skildum að hækka verð á olíu um 10% 1. janúar og aftur um 5% 1. júlí. Saudi Arabia og SAF ákváðu að hækka olíuverð um 5% í janúar. Saudi Arabiu og SAF sýndu lit á að brúa bilið fyrir þrem dögum síðan, þegar Yamani tilkynnti að löndin tvö væru reiðubúin að hækka olíuverð sitt um 5% í júlí ef önnur OPEC lönd féllu frá sínum áformum um 5% hækkun. Þessi málamiðlun bindur endi á tveggja verðflokka kerfið, sem verið hefur við lýði síðan eftir fundinn í Doha í desember. Ráð- herrafundur OPEC verður hald- inn í Stokkhólmi 12. júlí. Sjónvarpsmynd- in í fyrrakvöld: London21 júnf— AP BREZKA „fréttamyndin" þriðji kosturinn, sem ís- lenzka sjónvarpið sýndi á mánudagskvöldið, um leið og hún var frumsýnd í Bret- landi og öðrum löndum, reitti marga brezka sjón- varpsáhorfendur til reiði. í myndinni, sem gaf f skyn að endalok Iffs á jörð- inni væru í nánd, var sýnt „Þriðji kosturinn” vakti gremju Breta að Bandaríkjamenn og Sov- étmenn ynnu saman að áætlun um flótta frá jörð- inni. Áætlunin fól f sér stofnun nýlendu banda- rfskra og sovézkra vfsinda- manna á Marz. Myndin er síðbúið aprílgabb, sem virðist hafa misst marks ef dæma má af þeirri gremju, sem hún vakti meðal fjölda brezkra áhorfenda Það var ekki fyrr en í lok myndarinnar, sem Anglia Television stóð að, að vísbending var gefin um að efni myndarinnar væri skáldskapur, en þá var sagt f texta, að hún hefði verið gerð 1. apríl 1977 Skelkaðir áhorfendur ollu öng- þveiti f símaborðum dagblaða, frettastofa og sjónvarpsstöðva, þeg- ar þeir komust að raun um að ..vís- mdalegar staðreyndir' , sem þeir höfðu verið að horfa á, væru ekki annað en gabb „Ég var virkilega hrædd. það var aldrei gefið til kynna að myndin væri gabb,' sagði frú Jane Jones. ung móðir í Hampshire, sem var ein margra áhorfenda, sem létu í sér heyra Annar áhorfandi, George Forde í Peterborough, sagði á þeir sem hefðu gert myndina hlytu að „vera sjúkir á sinninu. Til hvers að sýna aprflgabb f júnf? Ég hef aldrei á ævi minni vitað annað eins ábyrgðar- leysi.” Talsmaður yfirvalda, sem fylgjast með óháðum sjónvarps- og útvarps- stöðvum f Bretlandi, sagði að fallizt hefði verið á sýningu myndarinnar athugasemdalaust „Við héldum að brezkir sjónvarps- áhorfendur væru veraldarvanari en raun ber vitni,' sagði talsmaðurinn Klofningur á hval- veiðaráðstefnunni Kanberra, 21. júní. Reuter. FUNDI Alþjóða hvalveiðinefndarinnar, sem 16 þjóðir eiga sæti á, var lokað I dag fyrir fréttamönnum og eru fregnir um að meiriháttar ágreiningur sé á milli fulltrúa um hve marga hvali og hvaða tegundir megi veiða á næsta ári. Við setningu fundarins I gær kom ( ljós klofningur á milli hvalveiðiþjóða með Sovétmenn og Japani 1 forystu og þjóða, sem ekki stunda hvalveiðar, sem Bandarfkjamenn hafa forystu fyrir. Japanir og Sovétmenn, sem veiða 75% af þeim 28.000 hvölum, sem heimilt er að veiða á ári, hafa lagst gegn tillögu um 19 ára bann við hvalveiðum og verulega minnkun kvóta. Ástralskur nátt- úruverndarfrömuður sagði í kvöld að sterkar Iíkur væru á þvi að Japanir og Rússar gengju af fundinum, ef verulegur niður- skurður verður samþykktur á kvótum. Richard Jones, fulltrúi Jonah verkefnisins, sem eru samtök hvalverndarmanna, hefur skýrt frá þvi að visindamenn hafi mælt með þvi við nefndina að búrhval- veiðikvótar i Kyrrahafi verði minnkaðir um 90%. Er það vegna mikillar fækkunar búrhvala. Símamynd AP. LEONID BREZHNEV, aðalritari sovézka kommún- istaflokksins og forseti Sovétríkjanna, flytur ávarp við komu sína til Parísar í gær. Við hlið hans stendur Valery Giscard d’Estaing, forseti Frakklands. Talsmenn hvalveiðinefndarinn- ar hafa ekki viljað staðfesta þessi ummæli Jones, en segja að nýjum aðferðum hafi verið beitt i ár við talningu búrhvalastofnsins. Samkvæmt upplýsingum emb- ættismanna nefndarinnar buðust Ástraliumenn til að aðstoða við að teknar verði upp mannúðlegri að- ferðir við aflífun hvala. Búist er við þvi að tilkynnt verði um nýja veiðikvóta á föstudag við lok fundarins. Aðeins sjö af 16 aðild- arlöndunum stunda enn hvalveið- ar: Ástralía, Danmörk, Brasilia, Island, Japan, Noregur og Sovét- rikin. Önnur aðildarlönd hafa hætt hvalveiðum. EBE setur Amin kosti Luxemborg 21. júni — Frá fréttaritara Morgunblaðsins, Ole WUrtz. UTANRÍKISRÁÐIIERRAR Efnahagsbandalagsríkja gáfu Idi Amin, forseta Uganda, hryssings- lega aðvörun í dag: ÖIIu samstarfi EBE og Uganda er lokið, ef Uganda tekur ekki upp nýja stefnu í mannréttindamálum. Náið samband er á milli Efna- hagsbandalagsins og Uganda vegna svokallaðrar Lomé- samþykktar. EBE hefur þannig góða aðstöðu ti! að beita Amin efnahagslegum þvingunum. Full- trúar EBE sögðu í dag, að Amin yrði að hætta að ofsækja og myrða fólk ef framhald ætti að verða á sambandi EBE og Uganda. Utanrikisráðherrarnir gerðu samþykkt þar sem harmað er virðingarleysi Amins fyrir mann- réttindum. Frú Trudeau vill mann sinn úr embættinu New York 21. júní — Reuter. FRU Margaret Trudeau segist bfða eftir þeim degi, að eiginmað- ur hennar hætti að vera forsætis- ráðherra Kanada svo að hún geti orðið „ástfangin af honum að nýju.“ í grein i síðasta tölublaði Ladie’s Home Journal segir frú Trudeau, að hún hafi aldrei átt ástarsamband við annan en eigin- mann sinn, og að hann hefði aldrei kippt sér upp við orðróm um framhjáhald hennar. „Ég hef alla tíð verið trú,“ segir hún í grein, sem ber fyrirsögnina „Eigin saga Margaret Trudeau”. Eftir þrálátan orðróm um að hjónabandið væri að fara út um þúfur féllust Trudeauhjónin á þriggja mánaða samvistarslit til reynslu. Hvað yrði eftir þann tíma sagðist frú Trudeau ekki get- að sagt fyrir um. 16 fórust við Hawaii Honolulu 21. júní — Reuter. C-130 HERCULES flugvél banda- ríska flughersins með 16 manns innanborðs sprakk og hrapaði í sjó 1.6 kílómetra frá flugbrautar- enda á Wake-eyju á Hawaii rétt eftir flugtak. Bátar voru strax sendir til að leita að mönnum, sem hugsanlega hefðu komizt af, en enginn fannst. ERLENT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.