Morgunblaðið - 23.08.1977, Side 25

Morgunblaðið - 23.08.1977, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. AGUST 1977 33 fclk í fréttum Slðasta starf Powers var að fljúga lágt yfir hraðbrautum umhverfis Los Angeles I lltilli flugvél og leiðbeina ökumönnum hvaða leið væri greiðfærust. Nú á sannleikur- inn að koma í Ijós Árið 1960 var amerlsk U-2 njósnaflugvél skotin niður yfir Sovétrlkjunum, og olli sá at- burður þvl að kalda strlðið varð enn kaldara. Flugmaðurinn var Francis G. Powers, sem fórst nýlega I þyrluslysi. Aður en hann dó sagði hann frá atburð- inum eins og hann I raun og veru var, og samþykkti að hann yrði festur á filmu. Verður kvikmyndin sennilega frum- sýnd I haust. H:nn vann á veg- um CIA og átti að fljúga yfir Sovétrlkin og Ijósmynda hern- aðarmannvirki og herflutn- inga. Hann hóf slfkt flug árið 1956 og hafði bækistöðvar I Pakistan. Njósnaflug þetta stóð þvi yfir I 4 ár, en Rússar höfðu upphaflega ekki nógu lang- dræg vopn til að skjóta flugvél- ina niður. En svo kom að þvl að Nú er verið að gera mynd uh atzðe. Powers var ráðgeendi um gerð hennar. þeir framleiddu eldflaugar, sem voru nógu langdrægar og skutu U-2 vélina niður. Powers var dæmdur I 15 ára fangelsi, en var látinn laus árið 1962 I skiptum fyrir Sovétnjósnara. Þegar hann kom heim til Bandaríkjanna fékk hann held- ur óblfðar viðtökur og var yfir- heyrður hvað eftir annað. Hon- um var m.a. álasað fyrir að hafa ekki eyðilagt myndavélarnar, sem voru um borð I vélinni. Þó hann væri frábær flugmaður fékk hann ekki vinnu við sitt hæfi. En slðasta starf hans var að fljúga Iftilli flugvél yfir hraðbrautum umhverfis Los Angeles og gefa ökumönnum upplýsingar um hvaða leiðir þeir ættu að velja til að komast til vinnu sinnar á sem skemmstum tlma. Francis G. Powers stendur hér vló flak U-2 vélarinnar. Þessi sfðasta njósnaferð hans bætti ekki samskípti Bandarlkjamanna og Rússa. Svipmyndir á svipstundu Svipmyndir í hvert skírteini Svipmyndir sf. Hverfisgötu 18 ■ Gegnt Þjóóleikhúsinu jr JáT jr *r j>r jr jr jr jr Jfr j>r jr Sérstakur afsláttur fyrlr félaga í: Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja. Landssambandi íslenskra samvinnumanna Sambandi íslenzkra bankamanna og Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur. SamvinnuferÖir Austurstræti 12 Rvk. simi 27077 LEGO

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.