Morgunblaðið - 20.10.1977, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 20.10.1977, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. OKTOBER 1977 5 Lögbannsbeiðninbyggð á lög- banni frá 1961, sem staðfest var með Hæstaréttardómi ’64 LÖGBANNSBEIÐNI þá, sem Sjávarútvegsráðuneytið, fyrir hönd Hafrannsóknastofnunar- innar, hefur lagt fram hjá Borgarfógeta vegna verkfalls- vörzlu við Hafrannsóknaskipið Arna Friðriksson á mánudaginn, byggir Páll S. Pálsson hrl., lög- maður Hafrannsóknastofnunar, á lögbannsmáli frá árinu 1961. Verkamannafélagið Dagsbrún beitti þá verkfallsvörzlu gegn starfsmönnum Kassagerðarinnar og var niðurstaða málsins sú á endanum að lögbannið var staðfest með Hæstaréttardómi árið 1964. í yfirliti yfir Hæstaréttardóma segir svo um mál Dagsbrúnar og Kassagerðarinnar: „I maí- og júnímánuði 1961 var háð verkfall af hendi Verkamannafélagsins Dagsbrúnar gegn atvinnurek- endum i Reykjavík. Kassagerð Reykjavíkur er iðnfyrirtæki, sem hafði starfsstöðvar á tveimur stöðum í Reykjavík og flutti efnis- vörur í milli þeirra staða með eigin bifreiðum. Starfsmenn iðn- fyrirtækis þessa voru að mestu eða öllu leyti félagsmenn í Iðju, félagi verksmiðjufólks, er eigi var í verkfalli. En fyrirsvarsmenn Dagsbrúnar töldu ökumenn bif- reiðanna tilheyra þvi félagi og á tímabilinu frá 29. maí til 21. júni 1961 hindruðu þeir nefnda flutninga. Hinn 21. júni s.á. fékk iðnfyrirtækið Iagt lögbann við at- ferli verkfallsmanna, er greint var. Lögbannið var staðfest, enda veittu hvorki lög um stéttarfélög og vinnudeilur nr. 80/1938 né aðr- ar réttarreglur heimild til þeirrar valdbeitingar af hendi verkfalls- manna sem um var að tefla." FRJÁLS UMFERÐ _________HINDRUÐ_____________ Páll S. Pálsson hrl., er lög- maður Sjávarútvegsráðuneytis- ins, eins og áður sagði, en Guðmundur Yngvi Sigurðsson, fer með málið fyrir hönd BSRB. Yfirborgarfógeti skipaði Ölaf Sig- urgeirsson fulltrúa til að fara með málið fyrir hönd embættisins. Var málið þingfest síðdegis á þriðjudag og tekið fyrir í gær- morgun. í upphafi greinargerðar sinnar með málinu segir að þess sé óskað að lögbann verði Iagt gegn því að stjórn B.ndalags starfsmanna ríkis og bæja „hindri eða láti aðra félagsmenn eða aðra menn i þeirra þjónustu hindra að hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson RE 100 láti úr höfn til síldarleitar, m.a. með því að koma i veg fyrir frjálsa umfeð Jakobs Jakobssonar fiskifræðings og annarra, sem á skipið eru ráðnir og þurfi að gegna þar skyldustörf- uin sínum, allt samkvæmt fyrir- mælum Sjávarútvegsráðuneytis- ins til forstjóra Hafrannsókna- stofnunarinnar hinn 14. október s.l. Þá er og krafist málskostnaðar úr hendi gerðarþola Bandalags starfsmanna riis og bæja. Gerðin fari fram á ábyrgð gerðarbeið- anda gegn þeirri tryggingu er þér kunnið að telja hæfilegar." Eru málavextir síðan raktir, en þar sem þeir og forsaga þessa máls hefur þegar komið fram í Morgunblaðinu er ástæðulaust að rekja þá hér að nýju. í niðurlagi greinarinnar segir Páll S. Pálsson síðan: Umbjóðandi minn telur að þarna sé skýlaust um að ræða ólögmæta athöfn sem sé hvort tveggja byrjuð og yfirvofandi og sé því skilyrðum lögbannslaga fullnægt til þess að lögbann verði á lagt gegn fullnægjandi trygg- ingu. Það er sannað í máli þessu og eigi verður móti mælt, að persón- ur þær sem röðúðu sér upp á bryggjunni komu i veg fyrir að vísindamaðurinn gæti farið um borð i Árna Friðriksson, báru all- ar merkið BSRB, sem mun vera skammstöfun fyrir heiti gerðar- þola máls þessa. Hvergi í lögum er mönnum sem merkja sig verkfallsverði eða öðr- um heimilt að stöðva frjálsa um- ferð og koma i veg fyrir að opin- berir embættismenn eða aðrir geti gegnt skyldustörfum sinum. Þessu hefur verið slegið föstu með Hæstaréttardómi sbr. Hrd. 1964 bls. 596 — 606. Þar var lög- bann á lagt og staðfestingardóm- ur í héraði staðfestur af Hæsta- rétti að óbreyttum forsendum en i dómsforsendum héraðsdóms sagði: „Í þessu máli er það atriði eigi til úrlausnar hvort stefnandi hafi brotið gegn ákvæðum laga nr. 80/ 1938 um stéttarfélög og vinnu- deilur, heldur það, hvort „verk- fallsverðirnir" hafi haft laga- heimild til þess að hafa réttar- vörslu i því efni. Eigi verður séð af 18. gr. laga nr. 80/1938 né heldur 4. gr. laga nr. 50/ 1940 um lögregiumenn veiti aðiljuin að vinnustöðvun rétt til þess að taka i sinar eigin hendur réttarvörslu. Framangreindar aðgerðir verk- fallsvarðanna voru þvi ólögmæt réttarvarsla af þeirra hálfu." Hér er um alveg hliðstætt dæmi að tefla. Miklir hagsmunir fyrir íslenska ríkið og þegna þess eru í veði ef hafrannsóknaskipið kemst ekki úr höfn um ófyrirsjáanlegan tima. Þess vegna er þess óskað að lögbannið verði lagt á án nauðsyn- legrar tafar. Reykjavík, 18. okt. 1977 Páll S. Pálsson’* Á þessari mynd RÁX má sjá iðnaðarmenn og sjálfboðaliða, en myndin er tekin hátt uppi f turni Hallgrímskirkju. Frá vinstri: Ágúst Einarsson smiður, Magnús Brynjólfsson verkstjóri, Halldór Áxelsson menntaskólanemi, systurnar Þóra og Edith, Guðlaugur Davíðsson múrari og aftast sést f Stefán Bjarnason múrara. Handlang í Hallgrímskirkju UM ÞESSAR mundir er verið að vinna að múr- húðun turns Hallgríms- kirkju og gengur verkið vel í haustblíðunni, sem verið hefur að undan- förnu. Smiðir vinna að því að smíða mót kór- hjálmsins og múrararnir hafa fengið aðstoð að undanförnu þar sem sjálfboðaliðar eru. Hermann Þorsteins- son, formaður byggingar- nefndar Hallgrímskirkju sagði að þessi sjálfboða- vinna kæmi sér vel og yrði haldið áfram meðan veður héldist gott og gætu þessir sjálfboðalið- ar flýtt fyrir við múrverk og smíðar. — Það er til athugunar fyrir röskar námsstúlkur og pilta og kannski einnig fyrir ein- hverja opinbera starfs- menn, sem gætu hugsað sér að hvíla sig á verkfall- inu eða verkfallsvöktun- um að grípa í handlangið, sagði Hermann. Hvenær ert þú fædd? ' Stjömumar ráda klæðnaði þínum jaKuÉk VOGIN: 23. sept. — 22. o Litur: Blátt. Steinn: Safír. Lykilorð: Jafnvægi — Samvinna Vogin er rómantísk, þægileg og skemmtileg. Heimili vogarkonu býður alla velkomna, því hún hefur hæfileika til að skapa þægilegt, hvílandi andrúmsloft í kringum sig. Hún á þaðtilaðlifa í rómantískum draumaheimi Hún getur snúið karlmönnum um fingur sér, því hún rífst ekki til að ná fram vilja sínum, w en tekst það samt oftast. Mjúk silki, fínlegar blúndur og yfirleitt allir kvenlegir hlutir heilla hana. ^ Hún á mjög erfitt með að ákveða hvað hún vill, þegar um fatakaup er að ræða, ^ eitt er smart, annað fallegt og hún * velur oftast það fallega pip mjjsM i wg&m i-áP iiitlll PHÉM ínmmm ' -.*. • wmm 7 :*V: ■ V-' > 1 ; ■/: wmm íJsSSSiiSí’

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.