Morgunblaðið - 20.10.1977, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.10.1977, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. OKTÓBER 1977 Hver verður nið- urstaða um eignar- réttinn að botnverð- mætum Mývatns? Dómsins að vænta um næstu mánaðamót FöstudaRÍnn :i0. september fór fram munnlenur málflutninnur í svokulluóu „Botnsmáli" fyrir aukadómþinKÍ Þinjíeyjarsýslu í Mývatns- sveit. Agreininf'urinn í þessu máli er um eijínarréttinn yfir botni Mývatns. Setudömari í málinu er Maíínús Thoroddsen borKardómari og meödömendur eru Guömundur Jónsson borKardómari o« Lýður Björnsson sa«nfræöinKur. Páll S. Pálsson hrl. höföaöi þetta mál fyrir hönd eÍKenda ok ábúenda jaröa viö Mývatn meö stefnu útKefinni .‘I. júlí 1974, KeKn landbúnaðar- ráöherra, iðnaöarráöherra ok fjármálaráöherra fyrir hönd ríkissjóðs. SÍKuröur Olason hrl. KaKnstefndi í málinu 8. júlí s.á., fyrir hönd landhúnaöar-, iönaöar- ok fjármálaráðherra veKna ríkissjóðs. EinnÍK stefndi hann Skútustaöahreppi til réttarKæzlu inn í máliö ok hefur Stefán Pálsson hdl. fariö meö þaö fyrir hönd hreppsins. Auk þessara aðila var eÍKendum ok ábúendum lÖRbýla í Mývatns- sveit, sem ekki eÍRa land aö Mývatni, stefnt til réttarKæzlu ok hefur RaRnar SveinberKsson hrl. fariö með máliö fyrir þá aöila. Stefnendur i málinu, eÍKendur ok ábúendur jarða við Mývatn, eru um 70 aðilar og réttarskjölin i málinu eru um 170 að tölu. Málið er geysilega viðamikið og að vissu leyti prófmál um eignarrétt að botni allra vatna á Islandi utan netlaga. Málið á sér langa sögu að baki og hefur ætíð snúist um sama efni: Hver eða hverjir eiga botn og botnverðmæti Mývatns. Þessu ágreiningsefni hefur tvivegis áð- ur verið stefnt fyrir dómstólana en ekki fengist fullnaðardómur vegna galla á málsmeðferð i hvort sinn. Dómkrafa stefnenda er sú, að viðurkennt verði, að botn og botn- verðmæti Mývatns þ.á.m. kisilgúr- sandur utan netlaga sé eign þeirra jarða, sem land eiga að Mývatni og tilkall eiga til veiði- nytja þar af ströndum fram. Dómkröfur gagnstefnenda eru þær, að rikinu (ríkissjóði) verði dæmdur eignarréttur að botni Mývatns, utan netlaga einstakra jarða ásamt öllum námum og hverskyns verðmætum á, í, og undir vatnsbotninum. Sé rikinu þvi heimil, án endurgjalds, kísil- gúrtaka á botni vatnsins, utan netlaga. Skútustaðahreppur gerir þær kröfur, að botn og botnverðmæti Mývatns, þar á meðal kisilgúr- sandur utan netlaga sé eign þeirra jarða, sem land eiga að Mývatni og tilkall eiga til veiði- nytja þar af ströndum fram. Til vara gerir hreppsnefndin þá kröfu að hreppnum verði dæmd- ur eignarréttur að botni Mývatns utan netlaga þar með talinn óskoraður eignarréttur að öllum verðmætum á, i og undir vatns- botninum. Eigendur og ábúendur lögbýla í Mývatnssveit, sem ekki eiga land að Mývatni, gera þær kröfur, að öllum þessum jörðum verði dæmdur eignarréttur að botni vatnsins utan netlaga í óskiptri sameign með öðrum jörðum i Skútustaðahreppi. Stefnendur byggja kröfur sinar m.a. á því, að þeir sem eigendur að bakkajörðum Mývatns, vörzlu- hafar vatnsins, nytjendur og ræktendur með sameiginlegu átaki um hartnær 70 ára skeið, telji sig hafa aðild til þess að krefjast úrlausnar um, hvort vörzlusviptandinn, rikið, sé nú réttur eigandi að botni Mývatns utan netlaga eða þeir. Þeir stefna eígendum bújarða í Skútustaðahreppi sem ekki eiga land að Mývatni og Skútustaða- hreppi til réttargæslu, ef þeir vildu halda til streitu kröfu sinni um að dorgveiði um ís á einhverj- um tima hafi helgað þeim hlut- deild í eignarrétti að botni Mý- vatns. Jafnframt var notanda kis- ilgúrsins, sem numinn er í skjóli ríkisins af botni vatnsins, Kísiliðj- unni, stefnt til að gæta réttar sins í málinu, en hún lét ekki mæta. Þegar Alþingi setti lög nr. 22/ 1964 um Kísiliðju við Mývatn, var ríkisstjórninn i heimilað að veita sér fyrir stofnun hlutafélags, er reisi og reki verksmiðju við Mý- vatn og Námaskarð i S- Þingeyjarsýslu, til þess að vinna markaðshæfan kisilgúr úr botn- leðju vatnsins og var ríkisstjórn- inní í tilefni af þessu heimílað m.a. að selja verksmiðjunni hrá- efni úr kisilnámunni utan net- laga, eða leigja hlutafélaginu not hennar. Telja stefnendur að i þessu fef- ist, að rikissjóður álíti sig eiga botn Mývatns, en þeir telja aftur að eignarrétturinn að vatninu, þ.e. fljótandi vatnið sjálft ásamt leðjunni i botni þess og botninn, tilheyri jörðum þeirra frá önd- verðu. Jarðeigendur við Mývatn hefðu haft með sér veiðifélag frá árinu 1905 og þeir hefðu stofnað veiði- félag í samræmi við ákvæði lax- og silungsveiðilaga árið 1965. Veiðifélagið hafi siðan itrekað mótmælt kísilnámi Kisiliðjunnar h/f á botni vatnsins m.a. við iðn- aðar- og landbúnaðarráðherra, á þeim grundvelli að ætíð hafi verið viðurkennt að réttur til botns fylgdi veiðirétti vatns, og að strandeigendur einir eigi að lög- um veiðirétt við Mývatn. Að tilhlutan iðnaðarráðuneytis- ins hafi árið 1961 veríð leitað lög- fræðilegs álits Ölafs Jóhannesson- ar, þáverandí prófessors, vegna frumvarpsins um Kisilgúrverk- smiðju við Mývatn. Niðurstaða Ól- afs um eignarréttinn á kisilgúrn- um á botni vatnsins var sú, að vatnsbotn stöðuvatna utan net- laga sé almenningur landsmanna allra, þ.e. rikiseign. 1 greinargerð stefnenda er vitnað orðrétt í álits- gerð Ólafs Jóhannessonar: „Sam- kvæmt þvi virðist niðurstaðan hér hljóta að verða sú, hvort sem mönnum finnst sú niðurstaða eðlileg eða ekki og hvort sem skilningur höfunda vatnalaganna á eldri löggjöf var að þessu leyti i raun og veru réttur eða ekki, að yfir almenningi stöðuvatns eigi strandeigendur ekkj annan rétt FlóðKáttir við Mývatn. en þann, sem löggjafinn á hverj- um tima sérstaklega heimilar þeim eða kunna að hafa öðlast með langri notkun." Með tilvitnunum m.a. í Jónsbók benda stefnendur á það sem máls- rök fyrir kröfu sinní, að sam- kvæmt ævafornri venju við Mý- vatn byggðum á fornum rétti og rótgrónum skilningi á orðinu al- menningur þá sé landssvæðið sjálft, sem á hvilir veiðihugtakið „almenningur" í Mývatni, eign þeirra landeigenda, sem jarðir eiga að Mývatni. Stefnendur vitna ennfremur í greinargerð eftir Einar Arnórs- son sem gerð var að beiðni nokk- urra Mývetninga árið 1918. Þar telur prófessorinn það vera Ijóst með tilvitnunum i þargreind lög að fornu og nýju, að veiðiréttur fyrir löndum, sem land eiga að Mývatni, fylgi þeim einum að lög- um. Mývatn sé sjálft ekki almenn- ingur og liggur að því er prófess- orinn ætlar, eigi í almenningi, svo að ákvæði Jónsbókar um almenn- inga geti eigi átt við hér, en þar greinir að fiskivötn í almenning- um séu öllum jafnheimil. Stefnendur vísa ennfremur til þess, að ríkið hafi aldrei nytjað botninn í Mývatni, fyrr en það tók hann traustataki fyrir fáum árum síðan, en strandbændur hefðu nytjað hann beinlinis alla þessa öld og óbeinlinis, áður en þar var hafin silungsrækt, allt frá land- námstíð. Þeir færa rök fyrir því að ákvæði Grágásar um fjórðungsal- menninga séu óviðkomandi þessu máli, þar sem þau ákvæði eigi framar öllu við um sjávarstrend- ur. Stefnendur nefna það ennfrem- ur, að silungsveiði Mývatnsbænda sé að miklu leyti selt á markað og að þeir greiði skatta og útsvör vegna tekjuöflunar sem byggð er á afurðum miðsvæðis Mývatns. Þeir telja ennfremur, að ef sil- ungsveiði Mývatns sé rikisai- menningur, ætti öllum lands- mönnum að vera heimil veiði þar. Svo sé ekki samkvæmt lax- og silungsveiðilögum. Algjörlega skorti á að vatnalögin skilgreini hvað sé almenningur og hvernig fari um rétt yfir vötnum utan netlaga. Hljóti þar að ráða sú forna venja að ef vatn er á landa- merkjum, eigi hvor strandeigandi út í mitt vatn. Þegar vötn kyrr eða streymandi séu nefnd í landa- merkjabréfum sem mörk, fylgir vatn og vatnsbotn með, á móti eigandanum hinum megin. Þessi regla hafi nú hlotið viðurkenn- ingu í lögskiptum ríkja um eign- arrétt að hafsbotninum. Það sé hvorki rikisalmenning né byggðaalmenning að finna i nokkru veiðivatni i byggð á ís- landi. Lög hafi engin ákvæði um slika samninga og þau gætu ekki ákveðið sllka almenninga hér á landi að óbreyttri stjórnarskrá. Mývatn sé ekki almenningur frek- ar en önnur vötn sem liggja á mörkum landareigna. Stefnendur gagnrýna álitsgerð Ólafs Jóhannessonar þar sem þar sé ekki vikið að því, að rannsaka þurfi stöðu hvers vatns, svo sem sjálfsagt þyki í Noregi, hvort i eðli sínu sé það þannig að telja verði það háð eignarrétti bakka- eigandans. Ennfremur vísuðu þeir til hversu um slík mál væri faríð i Danmörku, en þar er rikið ekki talið eiga botn vatna, nema það eigi landið umhverfis þau. Stefnendur telja að Alþingi hafi með setningu vatnalaganna gerst offari gegn íslenzkum bændum við veiðivötn og eignar- rétti manna og að nú sé kominn timi til að leiðrétta það. Gagnstefnandi, rikissjóður, rök- styður gagnkröfur sinar meðal annars með eftirfarandi rökum. Gagnstefnandi byggir í fyrsta lagi á því, sem nánar er rökstutt í álitsgerð Ólafs Jóhannessonar, að landeigendur eigi ekki land út i vatnsbotn nema sem svarar 115.m., samkv. 4. gr. Vatnalaga frá 1923. Hann telur tvímæla- laust, að botn Mývatns utan net- laga sé almenningur, og þess- vegna eign rikisheildarinnar, enda mæli engar „fornar venjur" því í gegn, hvað Mývatn snertir. í öðru lagi styður gagnstefnandi kröfur sinar á fyrrgreindum lög- um, nr. 22/ 1964, þar sem beinlin- is sé ráð fyrir því gert, að rikið eigi botninn, enda sé ekki véfengt að þau hafi á allan hátt verið sett á stjórnskipulegan hátt. Flytjendur þessa máls hafi stuðst við norska fræðimenn, en i Noregi sé mikið um almenninga. Almennt muni vera litið svo á, bæði af fræðimönnum og dómstól- um þar, að ríkið sé eigandi að ai landinu, en hins vegar greini fræðimenn á Norðurlöndum á um það, hvers eðlis réttur rikisins sé, hvort um sé að ræða raunveruleg- an eignarrétt, eða eins konar ýfir- eignarrétt. I Finnlandi sé það beinlínis lög- ákveðið að rikið eigi vatnsbotna og i Sviþjóð sé svo fyrirmælt í lögum, að ríkið hafi einkarétt til jarðefna úr vatnsbotnum á al- mennum vatnasvæðum. í Noregi fari um þessi mál mestmegnis eft- ir staðbundnum venjum og lands- hlutum, en heildarreglur séu á reiki. Um aðdraganda 4. gr. vatnalag- anna visaði gagnstefnandi til þess, að bæði meiri- og minnihluti Fossanefndar 1917 hafi verið á sama máli um það, að eigendur ættu ekki vatnsbotninn nema net- lögin. Báðir hlutar nefndarinnar virðist hafa gengið ut frá því, að löggjafinn hefði frjálsar hendur, bæði hvað snertir veiðiréttindi i almenningi vatna og eignarrétt að botni þeirra. Í athugasemdum við 4. gr. laganna í lokafrumvarpi þvi sem lagt var fyrir alþingi 1921 segi m.a.: „Það virðist ekkert vera þvi til fyrirstöðu að lögleiða það, að landi fylgi ekki vatnsbotn eða vatnsréttindi lengra út i stöðu- vatn en er nú i sjó . . . enda hefir Fossnefndin öll orðið á það sátt." Greinin hefði síðan verið sam- þykkt á þinginu án athugasemda eða andmæla. Það að almenninga megi allir nota eða hagnýta sér, þýði ekki að almenningar séu eigendalausir. I svokölluðu réttarþjóðfélagi geti landssvæði ekki verið terra nullius. Samkvæmt réttri hugsun og nútimaskilningi á eðli og hlut- verki rikis, faili allt slikt undir eignarumráð ríkisvaldsins. Réttarreglan um að rikið eigi almenninga, hafi oftlega komið fram i sambandi við sérstakar op- inberar ráðstafanir. Gagnstefnandi vitnar m.a. til dóma Hæstaréttar varðandi eignarrétt að afréttum eða öræfa- landssvæðum. Hann tekur jafn- framt fram, að áiit norskra fræði- manna skeri ekki úr um almenn- inga og almenningsrétt á íslandi. En það beri að lita til þess, að álit þessara manna komi heim við það, sem islenzkir fræðimenn hafi haldið fram, þeir Ólafur Lárus- son, Einar Arnórsson og Ólafur Jóhannesson. Gagnstefnandi telur það ekki orka tvímælis, að miðhluti Mý- vatns, þ.e. vatn og botn utan net- laga, sé almenningur og þá með tilvisun til 1. gr. vatnalaganna þar sem segir: Almenningur er sá hluti vatns, sem liggur fyrir utan vatnsbelti landareignanna. Hitt sé svo til athugunar, hvort um einhvers konar (sam-)eign hafi verið að ræða. Þetta sé í raun þungamiðja málsins. Gagnstefn- andi vítnar í fornskjöl og gömul lagaákvæði máli sinu til stuðnings og telur sig komast að þeirri nið- urstöðu, að Mývatn (miðhluti þess) hafi frá öndverðu verið al- menningur, þó ekki takmarkaður við byggðarlagið, og að um einka- rétt vatnsbæjabænda sé ekki og hafi aldrei verið að ræða. Ættu Mývetningar að hafa öðlast eignarrétt að (vatninu og) botni vatnsins, yrði það annað hvort að hafa gerst fyrir nám eða hefð. Gagnstefnandi færir söguleg rök fyrir báðum þessum möguleikum og telur sig geta slegið þvi föstu, að eignartaka hinna fornu Mý- vetninga hafi ekki náð til vatnsins og því síður til vatnsbotnsins. Engar sönnur séu fyrir því fram komnar, að Mývetningar hafi nytjað botninn, hvorki fyrr né síðar og það sé þvi algerlega út i loftið að tala um nám eða hefð á honum. Stefnandi hafi haldið þvi fram, Framhald á bls. 27 Dómendur, málflytjendur, hreppsnefndar- og Veiðifélagsmenn í Mý- vatnssveit.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.