Morgunblaðið - 20.10.1977, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.10.1977, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. OKTÓBER 1977 23 Fyrsti íslenzki kírópraktorinn tekur til starfa Sýnishorn af meðhöndlun Tryggva Jónassonar á bakveikum sjúkl- ingi. Bekkurinn, sem unga stúlkan liggur á, er sérstaklega hannaó- ur fyrir kírópraktíska meðhöndlun. I mörgum tilfellum eru sjúkl- ingar það illa haldnir I baki að þeir geta ekki lagzt á bekkinn sjálfir og er því bekkurinn fyrst hafður í uppréttri stellingu og er síðan lagður með sjúklingnum. — Ljósm. Friðþjófur. Fyrsti islenzki kírópraktor- inn hefur tekið til starfa og opnaó stofu fyrir þá starfsemi á Klapparstíg 25 í Reykjavík. Hann heitir Tryggvi Jónasson og nam við Anglo-European College of Chiropraetic i Bournemouth, Bretlandi, sem er eini háskólinn i Evrópu fyrir þessa sérgrein. Tryggvi lauk stúdentsprófi frá Menntaskól- anum í Reykjavik árið 1971 og hélt eftir það út í nám. Hann tók lokapróf frá fyrrnefndum háskóla sumarið 1976 og hlaut þá gráðuna „Doctor of Chiro- practic". Að náminu loknu starfaði hann á sjúkrastofu kírópraktors í Bournemouth í tvo mánuði og siðan í eitt ár á sams konar sjúkrastofum bæði i Árósum og í Kaupmannahöfn. Astæðan fyrir því að hann kom ekki strax heim að námi loknu var sú að hér eru engir starf- andi kirópraktorar, en eins og fyrr segir er hann sá fyrsti hér- lendis, en einn annar íslending- ur er við nám í þessum fræðum í Bandaríkjunum. Tryggvi Jónasson opnaði læknastofu sína formlega s.l. mánudag og boðaði af því til- efni til blaðamannafundar. Skýrði hann þessa sérgrein sína fyrir blaðamönnum og sagði að enn hefði ekki fundizt íslenzkt orð yfir þetta starfsheiti en skilgreiningin gæti flokkazt undir handlækningar, því þótt hann væri ekki læknir væri nám hans að flestu leyti svipað almennu læknanámi, að frá- töldu því að hann tók ekki fyrir lyfjafræði og skurðlækningar. Tryggvi sagði m.a.: „Kíró- praktor er sá, sem án hnífs eða lyfja læknar bakveiki og kemur bakinu aftur i eðlilegt horf. Notar hann hendurnar ásamt bekk eða stól til að hnykkja í hryggjaliði. Sú hnykking kem- ur hreyfingu á liðamót, sem voru föst fyrir eða hreyfðust ekki nóg. Við hreyfisbreyting- una linast þjáningar og til að færa sönnun á mál sitt, með- höndlaði Tryggvi bæði blaða- mann og ljósmyndara, en sá síð- irnefndi kvartaði undan slæmsku í hnéskel. „Auk þess nota kirópraktorar aðrar aðferðir til lækninga, t.d. þrýstingsaðferðir, ráðleggingar um vinnuhagræðingu og vinnu- beitingu likamans. Evrópskir kírópraktorar nota helzt hnykkinguna til að lækna bakveiki og þá vanlíðan, sem hægt er að rekja til hryggjar- ins, svo sem magaverk, höfuð- verk o.fl. Greinin kírópraktí er það svið innan ramma vísindanna, sem fjallar um uppruna meina, sjúkdómsgreiningu, meðhöndl- un og hvernig koma skuli i veg fyrir hreyfingartruflanir, verki og önnur taugalífeðlisfræðileg áhrif í sambandi við hreyf- ingarleysi og eða breytingar á hreyfikerfi mannsins, sérstak- lega hrygg og mjaðmargrind. Verður kírópraktorinn að nota alía nauðsynlega sjúk- dómsgreiningu, hafa í huga þarfir og vilja sjúlkingsins til þess að meðhöndlun takist." Að því er Tryggvi segir er aðferðin eða meðhöndlunin sér- stök tækni. Upphaflega aðferð- in og aðal aðferðin er réttingin eða hnykkingin. Réttingunni eða hnykknum er ætlað að hreyfa liðamótin á annan hátt en þeim er eðlilegt án þess þó að ofbjóða þeim. Kírópraktí er í stuttu máli skilgreint þannig, að rót meins- ins sé taugavélræn og meinið þurfi að meðhöndla á sérstakan hátt að undangenginni sjúk- dómsgreiningu. Upphaf Kírópraktí Að sögn Tryggva á nútíma- kírópraktí rætur sínar að rekja til Bandaríkjanna. Frumvöðull þessarar starfsgreinar var læknir af nafni D.D. Palmer sem læknaði blökkumenn af heyrnarleysi með hnykkingu. Helgaði fyrrnefndur sig eftir' það algerlega þessari sérgrein og lagði grundvöllinn að kíró- praktíkfræðum rétt fyrir síð- ustu aldamót. Stofnaði hann skóla, sem enn er starfræktur. Breiddist kírópraktíin fljótt út um öll Bandaríkin og til Evrópu og náði fyrst til Dan- merkur um 1920. Nú eru starfræktir kíró- praktískólar í öllum enskumæl- andi löndum nema Nýja- Sjálandi. Námið, sem er lagt til grund- vallar kírópraktornáminu, er stúdnetspróf, þá helzt úr náttúrufræðideild og tekur nám þetta almennt fjögur ár. Háskóarnir eru sérskólar og sá eini í Bandaríkjunum, sem hefur kírópraktí sem sérfag, er Columbia University í New York. Tryggi Jónasson segir að tilviljun hafi ráðið því að hann í upphafi lagði út i þetta nám, en segist jafnframt hafa hugsað sér að halda smá kynningarfyr- irlestur um kfrópraktí í Háskóla íslands. „Náminu er skipt í tvennt: grunnfög og klínísk fög. Grunn- fögin eru: Anatómia, lífeðlis- fræði, eðlisfræði, efnafræði, lif- efnafræði, undirstaða kíró- praktíkfræði, tækni (þreifing á hrygg), röntgenfræði, matvæla- fræði, fósturfræði, vefjafræði, hreyfifræði o.fl. Klínísku fögin skiptast m.a. i: sjúkdómsgreiningu á meltingar- og þvagfærasjúk- dómum, hjarta- og lungnasjúk- dómum, tauga- og hormóna- sjúkdómum, beinasjúkdömum, barna- og ellisjúkdómum. fæðingarhjálp og kvensjúk- dómum, kirópraktorsstarfið og vinnusvið, sálarfræði og sálgreiningu, aflestur af röntgenmyndum og þá sérstak- Iega af hryggnum." Að lokum sagði þessi fyrsti islenzki kírópraktor, sem nú þegar er kominn með nokkra sjúklinga i meðhöndlun að stað- aldri: „Starf mitt hér er tví- þætt, viðtal og skuðun, Svo og nieðhöndlun ef þörf er á. Skoðunin er að hluta kiró- praktisk, þ.e. könnun á hryggn- um og að hluta læknisleg. Oft er nauðsynlegt að fá frekari skoðun til að útiloka að um aðra sjúkdóma sé að ræða en ein- kennin benda til, t.d. blóð- rannsókn, þvagrannsókn eða röntgenmyndataka. Meðhöndl- unin byrjar fyrst eftir skoðun- ina. Þeir sem til kírópraktors leita eru yfirleitt með verk í baki eða verki, sem stafa út frá bakinu, t.d. höfuðverki eða mjóbaksverki. Þaö er iðulega hægt að hjálpa fóiki með brjósklos, svo lengi sem slíkt er ekki komið á lokastig. Ég lofa engum að hann nái fullkomnum bata, en þori yfir- leitt aö segja um áttatíu prósent," sagði Tryggvi Jónas- son að lokum. protín.vítamíii Pú byrjar daginn vel, ef þú drekkur mjólkurglas að morgni. Því ísköld mjólkin er ekki bara svalandi drykkur, heldur fæða, sem inni- heldur lífsnauðsynleg næringar- efni í ríkum mæli, svo sem kalk, prótín og vítamín. Mjólkurglas að morgni gefur þér forskot á góðan dag. mjólkurafuiúir orkulind okkar og heilsugjafi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.