Morgunblaðið - 20.10.1977, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 20.10.1977, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. OKTÓBER 1977 Miðið hefur greinilega verið I lagi hjá Asgeiri Sigurvinssyni f leiknum f Aþenu í gærkvöldi. Ljðsm Mb AlJ. Asgeir skoraði tvisvar og Standard náði jöfnu ASGEIR Sigurvinsson átti stór- góðan leik með liði sfnu Standard Liege f gærkvöldi, þegar það lék gegn gríska liðinu AEK Aþenu í Aþenuborg. Leikurinn var liður í UEFA-keppninni og lauk honum með jafntefli, 2:2. Asgeir skoraði bæði mörk Standard og sam- kvæmt fréttaskeytum var hann bezti maður vallarins. Eru :llar líkur á því að jafntefiið dugi Standard til áframhaldandi þátt- töku í keppninni. Mörk Asgeirs f leiknum í gærkvöldi komu á 14. og 42. mínútu og hafði Standard yfir í hálfleik 2:0. 1 seinni hálf- leik tókst Grikkjunum að jafna metin. í gærkvöldi voru leiknir fyrri leikir 2. umferðar Evrópumqt- anna í knattspyrnu. Helzta keppn- in er Evrópukeppni meistaraliða og þar skýrðust linur allnokkuð í gærkvöldi. Það er til dæmis nokk- uð víst að úrslitaliðin frá I vor, Evrópumeistarar Liverpool og Borussia Mönchengladbach, kom- ast áfram i 8-liða úrslitin. Þótt seinni leikirnir séu eftir. Liver- pool sigraði Dynamo Dresden stórt, 5:1 á heimavelli sínum og var það sanngjarn sigur. Og Vest- ur-Þjóðverjarnir gerðu enn betur, sigruðu Red Star frá Júgóslavíu á útivelli 3:0 og skoraði góðkunn- ingi okkar, Daninn Allan Simon- sen, þriðja markið i seinni hálf- leik. Juventus sigraði mótherja Vals í 1. umferðinni, Glentoran í Belfast 1:0, og ætti að vera öruggt áfram og sömuleiðis ætti Ajax að eiga mikla möguleika á áfram- haidandi þátttöku eftir góðan úti- sigur 2:1, gegn Levski Spartak. Annað marka Ajax skoraði Rud Geels, sá sem var svo iðin við að skora gegn islenzka landsliðinu i HM-keppninni, m.a. sigurmarkið á Laugardalsvellinum. Þrátt fyrir misjafnt gengi á heimaslóðum að undanförnu sigraði Celtic austur- ríska liðið Innsbruck á heimavelli 2:1 og ætti að eiga töluverða möguleika á því að komast áfram. Jóhannes Eðvaldsson lék með Celtic en skoraði ekki mark. Belgísku meistararnir Brugge fara með tveggja marka forskot í seinni leikinn gegn hinum gríska mótherja Panathianaikos, sem öll- um á óvart komst í úrslit keppn- innar árið 1971, en tapaði þá fyrir Ajax. Mörk Brugge i gærkvöldi skoruðu Englendingurinn Davies, sem var áður hjá Derby, og gamla kempan Lambert. I Evrópukeppni bikarhafa urðu þau óvæntu úrslit, að Anderlecht sigraði Hamburger SV í uppgjöri þessara tveggja úrslitaliða keppn- innar frá í vor og það á útivelli 1:2. Má telja harla litlar líkur á því að meistararnir frá í vór, Hamburger, komist áfram í keppninni, en liðið hefur átt erf- itt uppdráttar að undanförnu, ekki sizt vegna þess að hin nýja stórstjarna liðsins, Englendingur- inn Kevin Keegen, hefur átt við veikindi að stríða. Öðru vestur-þúzku liði, sem hef- ur átt misjöfnu gengi að fagna upp á siðkastið, Bayern Múnchen, gekk vel í UFEA-keppninni í gær- kvöldi. Liðið lagði að velli liðið Marek Stanke frá Búlgariu 3:0 og ætti að vera öruggt í 3. umferð keppninnar. Gamla kempan Gerd Muller skoraði eitt markanna, en fáir eða engir leikmenn hafa skor- að jafn mörg mörk og hann í Evrópumótunum á undanförnum árum, i hinni nær óslitnu sigur- göngu Bayern. Ensku liðin Ipswich og Aston Villa unnu nauma sigra, einkum þó Ipswich og verður ekki auðvelt fyrir liðið að mæta Las Palmas i seinni leik liðanna á Spáni. Athygli vekur sigur PSV Eind- hoven í Póllandi, 5:3 sigur á úti- velli eru óalgengar tölur í Evrópukeppninni og telja má ör- uggt að liðið komist áfram í 3. umferð. Athygli vekur sigur norska liðs- ins Start yfir vestur-þýzka liðinu Eintrackt Brunswig, en eins og menn eflaust muna vann Start Framara með yfirburðum í fyrstu umferð keppninnar. ÖVÆNTUSTU úrslit kvöldsins voru stórtap Manchester United í Portúgal, og má nú nánast af- skrifa alla möguleika liðsins í Evrópukeppni bikarhafa. Hér til hliðar birtast úrslit þeirra leikja, sem kunn voru fyrir miðnætti. Valur sigraði ÍS í spennandi leik - OG FRAM SIGRAÐIÍR VALUR sigraði IS í Reykjavíkur- mótinu í körfuknattleik á þriðju- dagskvöld með 72 stigum gegn 68. Leikurinn var allan tímann jafn og skemmtilegur á að horfa, og höfðu Valsmenn ávallt frum- kvæðið. Þeir áttu stórgóðán leik í fyrri hálfleik og um miðjan hálf- leikinn höfóu þeir náð 8 stiga forskoti, 19:11. Upp frá þvi fóru stúdentar að saxa á forskotið og náðu þeir að minnka muninn i 1 stig fyrir leikhlé, en þá var staðan 31:30 fyrir Val. I siðari hálfleik komust Valsmenn mest 13 stig yfir er 6 minútur voru til leiks- loka. Þá tóku stúdentar mikinn kipp og minnkuðu muninn niður i 4 stig er 2 minútur voru eftir og gat allt gerst, en vafasamur dóm- ur gerði vonir stúdenta um sigur að engu. Eins og fyrr sagði lauk leiknum með sigri Vals 72:68, og meó þessum sigri halda Valsmenn enn i vonina um að sigra i mótinu, en þeir hafa tapað einum leik eins og ÍS. Valsliðið sýndi á köflum ágætan leik og beztu menn liðsins voru Rick Hockenos, Rikharður Hrafnkelsson og Kristján Ágústs- son. Þá sýndi Torfi Magnússon góðan leik i fyrri hálfleik. Stiga- hæstir voru Hockenos með 24 stig og Rikharður með 19 stig. I lið IS vantaði Dirk Dunbar, en hann meiddist á æfingu fyrir skömmu. Ekki er nákvæmlega vitað hve alvarleg meiðslin eru, en Dunbar verður frá keppni í a.m.k. mánuð. Beztir stúdenta voru Bjarni Gunnar Sveinsson og Jón Héðins- son. Steinn Sveinsson og Kol- beinn Kristinsson áttu einnig þokkalegan leik. Bjarni Gunnar skoraði 22 stig og Kolbeinn 13 stig. Fram—IR 80:63. Á undan Ieik Vals og IS léku Fram og IR og var sá leikur vægast sagt lélegur. Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn og í léikhléi var staðan 32:23 Fram í vil. Svipaður munur hélst mest allan siðari hálfleikinn og Fram sigraði með 80 stigum gegn 63. Leikur þessi bauð upp á Itila skemmtun og var á köflum nánast leikleysa. Hjá IR var Erlendur Markússon langbeztur og skoraði 29 stig. Þorsteinn Guðnason átti þokkalegan leik og skoraði 12 stig. Hjá Fram skaraði enginn fram úr og er ljóst, að bakvarða- skorturinn á eftir að há liðinu i vetur. Stigahæstir voru Þorvald- ur Geirsson með 19 stig og Slmon Ölafsson með 18 stig. Evrópukeppnin Keppni meistara- liða IJRSLIT urðu þessi í Evrópukeppni meist- araliða f gærkvöldi, fyrri leik 2. umferðar: Liverpool (Englandi) Dynamo Dresden (A-Þýzkalandí) 5:1 (3:0). Mörk Liverpool: Hansen, Case (2). Neal (víti) og Kennedy. Mark Dynamo: Haefner. Ahorfendur: 39,835. Levski Spartak (Búlgaríu) — Ajax (Hol- landi) 1:2 (0:1). Mark Levski: Voinov, vfti. Mörk Ajax: (ieels og Erkens. Ahorfendur: 75.000. Red Star (Júgóslavfu) — Borussa Mönehengladhaeh (V-Þvzkalandi) 0:3 (0:2). Mörk Borussia: Seheffer, Heynekes og Allan Simonsen. Ahorfendur: 90.000. Celtie (Skotlandi — Innsbruek (Austur- ríki) 2:1 (0:0). Mörk Celtie: Craig og Burns. Mark Innsbruek: Kriess. Áhorfendur: 30.000. Clentoran (N-lrlandi) — Juventus (Ital- íu) 0:1 (0:1). Mark Juventus: Causio. Ahorfendur: 30.000. FC Brugge (Belgíu) — Panthinaikos (Crikklandi) 2:0 (1:0). Mörk Brugge: Davies og Lambert. Ahorfendur: 30.000. Nantes (Frakklandi — Athletieo Madrid (Spáni) 1:1 (0:1). Mark Nantes: Laeombe. Mark Athletieo: Martial. Ahorfendur: 20.000. Benfiea (Portúgal) — B 1903, (Dan- mörku) 1:0 (0:0). Mark Benfiea: Piera, víti. Áhorfendur: 70.000. UEFA-bik- arkeppnin Úrslit f keppni Evrópusambandsins f knattspyrnu (EUFÁ-keppnin) urðu þessi í gærkvöldi: Widzew Lodz (Póllandi) — PSV Eindhoven (Hollandi ) 3:5 (1:2). Mörk Widzew: Rozborski, Kowenieki og Boniek. Mörk PSV Eindhoven: Deacy, Deykers (2), Van der Kuylen og Francois. Áhorfendur: 40.000. Start (Noregi) — Eintracht Brunswiek (V-Þýzkalandi) 1:0 (0:0). Mark Start: Helge Haugen. Áhorfendur: 7.917. Magdeburg (A-Þýzkalandi) —Schalke 04 (V-Þýzkalandi )4:2 (2:0). Mörk Magdeburg: Sparwasser (3) og Steinbacii. Mörk Sehalke 04: Demange og Abramczik. Ahorfendur: 40.000. Inter Bratislava (Tékkóslóvakfu) —Gras- hoppers (Sviss) 1:0 (0:0). Mark Inter: Sajanek. Ahorfendur: 8.000. AEK Aþenu (Grikkl.ndi) — Standard Liege (Belgfu) 2:2 (0:2). Mörk AEK: Mavros og Nikoloudis. Mörk Standard: Asgeir Sigurvinsson (2). Ahorfendur: 22.000. Dinamo Moskva (Sovétríkin) — Universitea Craiova (Rúmeníu) 2:0 (2:0). Mörk Dinamo: Kazaehonok og Mínaev. Áhorfendur: 5.000. Ujpest Dozsa (Ungverjalandi ) — Athle- tie Bilbao (Spáni) 2:0 (1:0). Mörk Ujpest: Toeroeesik og Viezko. Ahorfendur: 15.000. Ipswieh (Englandí) — Las Palmas (Spáni) 1:0 (1:0). Mark Ipswieh: Gates. Ahorfendur: 22,249. Aston Villa (Englandi) —Gornik Zabrze (Póllandi) 2:0 (1:0). Mörk Aston Villa: MeNaught (2). Ahorfendur: 34,138. RWD Molenbeek (Belgfu) — Carl Zeiss Jena (A-Þýzkalandi) 1:1 (1:1). Mark Molenbeek: Wellens. Mark Jena: Lindemann. Ahorfendur: 8.000. F.C. Zúrich (Sviss) — Eintraekt Frank- furt (V-Þýzkalandi) 0:3 (0:1). Mörk Eintrackt: Hölzenbeín og Wenzel (2). Ahorfendur: 17.000. Az‘67 (Hollandi) — Barcolona (Spáni) 1:1 (1:0). Mark Az*67: Nygaard. Mark Bareelona: Neeskens. Ahorfendur: 21.000. Torino (Italfu) — Dinamo Zagreb (Júgóslavíu) 3:1 (2:0). Mörk Torino: Puliei, Sala og Peeei. Mark Dinamo: Cerin. Ahorfendur 40.000þ Bastia (Frakklandi) — Neweastle (Eng- landi) 2:1 (0:1). MörkBastia: Papi (2). Mark Newc&stle: Cannel. Ahorfendur: 10.000. Lezio (Italfu — Lenz (Frakkiandi) 2:0 (2:0). Mörk Lazio: Wilson og Diordano. Ahorfendur: 50.000. Be.vern Munchen (V-Þýzkalandi) — Marek Stanke (Búlgarfu 3:0 (1:0). Mörk Bayern: Múller og Rummenigge (2). Ahorfendur: 15.000. KB (Danmörku) — Dynamo Tiblisi (Sovétrfkjunum) 1:4 (0:2). Mörk KB: Laudrup. Mörk Dynamo: Tjivadze, Kipiani, Tjelde- badze og Sjenekiya. Áhorfendur: 6.400. Keppni bikarhafa ÚRSLIT f Evrópukeppni bikarmeistara urðu þessi f gærkvöldi: Diosgyoer (Ungverjalandi ) — Hadjuk Spit (Júgóslavíu) 2:1 (0:1). Mörk Diosgyoer: Tatar og Varadi. Mark Hadjuk: Muzinie. Ahorfendur: 13.000. Hamburger SV (V-Þýzkalandi) —Ander- lecht (Belgfu) 1:2 (0:1). Mark Hamhurger: Keller. Mörk Anderleeht: Coeek og Rensenbrink. Áhorfendur: 54.000. Lokomotive Leipzig (A-Þýzkalandi) — Real Betis (Spání) 1:1 (1:1). Mark Lokomotive: Groebner. Mark Real Betis: Lopez. Ahorfendur: 18.000. Twente Ensehade (Hollandi) — Brann (Noregi) 2:0 (1:0). Mörk Twente: Griter (2). Ahorfendur: 12.000. Porto (Portúgal) — Manehester United (Englandi) 4:0 (2:0). Mörk Porto: Duda (3) og Oliveira. Áhorfendur: 75.000. Vejle (Danmörku) — Salonika (Grikk- landi ) 3:0 (1:0). Mörk Vejle: Jaekuet, östergaard og sjálfs- mark. Áhorfendur: 7.700. Lyftíngamenn komast ekki LYFTINGAMENNIRNIR sterku, Guðmundur Sigurðsson og Gústaf Agnarsson, ætluðu i vikunni til Póllands til að taka þátt í þjálf- aranámskeiði þar í iandi. Sakir verkfallsins hafa þeir enn ekki komist utan og er það mjög baga- legt fyrir lyftingaíþróttina i land- inu, þar sem þessir okkar fremstu lyftingamenn áttu þarna kost á að komast á viðurkennt þjálfara- námskeið, en námskeið sem þessi eru ekki haldin nema á nokkurra ára fresti. Þeir Gústaf og Guðmundur hafa sett sig í samband við verk- fallsnefnd BSRB og beðið um að mega fara utan með handknatt- leiksmönnum úr Val og FH og kvennalandsliðinu, sem fengið hafa undanþágu. I gær var ekki komið svar við beiðni þeirra fé- laga, en verði svarið jákvætt er vandi þeirra leystur, lyftinga- iþtóttinni til heilla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.