Morgunblaðið - 20.10.1977, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.10.1977, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. OKTÓBER 1977 Leyndardómar Rey kj avíkurborgar Hafliöi Vilhelmsson: LEIÐ TÓLF HLEMMUR FELL. 200 bls. Örn og Örl. hf. Rvík. 1977. LEIÐ tólf HLEMMUR FELL er skemmtileg skáldsaga, kjörin til að lesa sér til afþrey- ingar: viðburðarík, spennandi, raunsæ. Spennandi — er þetta þá eldhúseyfari? Öðru nær. Ef til vill er öruggara að taka fram að orðin »skemmtileg« og »spennandi« eru ekki sögð sög- unni til lasts. Northrop Frye segir að göð list eigi að gleðja, geri hún það ekki hafi eitthvað brugðist. Aðrir telja að smekk- ur almennings sé svo lágur að góðir höfundar geti ekki lotið svo lágt að beygja sig undir hann. í hvoru tveggja felst sannleikskorn. Hitt svo annað mál að það er ekki aðeins ein- staklingsbundið hvort og hvenær skrifaö er fyrir hinn almenna lesanda heldur líka stefnubundið. Mergurinn máls- , ins er sá að abstraktlisf og framúrstefna, sem- gat virst nokkuð lpftkennd fyrir sjónúm hins almenna lesanda, er ekki lengur i tísku heldur realismi sem höfðar til almenníngs: ungu skáldin telja sér skylt að skrifa fyrir »fólkið«. Það er í anda þeirrar stefnu sem Hafliði Vilhelmsson skrifar bók sína. Stefna getur verið hvati og örv- að til innblásturs en henni ber aldrei heiður að bók heldur höfundi. Hafliði er hress og kát- ur ungur höfundur, ódeigur, ófeiminn, hreinn og beinn og að mínu viti hleypidómalaus. Saga hans geymir lífssannindi. Sögusvið hans er Reykjavik með sínu fjölbreytilega mann- lífi. Sagan gerist inni í húsum, á götum úti, inni á skemmti- stöðum, í strætisvögnum, auk þess sem vinnustaður einn kemur talsvert við sögu. Per- sónur eru gríðarmargar — á öllum aldri og af öllum mann- gerðum, og að því leyti er þetta breið skáldsaga. En í megin- dráttum er þetta saga af ungu fólki, lífsstíl þess og lifnaðar- háttum. Aðalsöguhetjan, Þor- lákur, er ungur stúdent; nennir þó hvorki að nema í háskóla né vinna fyrir sér — dæmigerður ábyrgðarlaus ungur gepill. Hann vill aðeins slæpast og slugsa, drekka, stunda Klúbb- inn, sofa hjá. Framtíðin veldur honum síður en svo áhyggjum, hún er naumast til i hugskoti hans. Félaga velur hann í sam- ræmi við áhugamál. Hann hef- ur verið til heimilis hjá móður Bókmenntlr eftir ERLEND JÓNSSON sinni, ekkju; á enda engan ann- an að. Möðirin á gamalt og yfir- gefið hús vestur í bæ. Þangað flyst Þorlákur með dræmu leyfi móður sinnar — i þeim vænd- um að lifa lifinu eins og hann helst kýs; auk þess sem kerling- in fer í taugarnar á honum. Fluttur í gamla húsið tekur hann til óspilltra málanna að njóta fengins frelsis og eyða peningum sem hann hafði unn- ið í happdrætti. Kunningjarnir hópast að honum. Þarna er haldið parti á hverju kvöldi, drukkið, hass reykt að minnsta kosti einu sinni, alltaf plötur á fóninum. Svo er haldið í Klúbb- inn, reynt að húkka steipu til að sofa hjá. En það gengur nú mis- jafnlega, stundum tekst það en oftar ekki. Þrá Þorláks til veikara kynsins er þvi síður en svo fullnægt þrátt fyrir frelsið og fyrir kemur að hann öfundar þá sem eiga kærustu. Pen- ingarnir taka nú að eyðast og dag einn neyðist stúdentinn til aó fá sér vinnu — í verksmiðju. Þar tekur hann að skjóta sér í simastúlkunni og fær ástleitn- ina endurgoldna. Samdráttur- inn þróast og brátt eru þau far- in að vera saman »á föstu«. Stúlkan flyst heim til hans með saumavél sina og annað kven- legt dót sem húshaldi viðkem- ur. Sýnir hún þá á sér annan flöt en Þorlákur hafði þekkt á ungum stúlkum þvi hún reynist bæði frek og ráðrík, sparsöm og yfirhöfuð hin mesta búkona, en að sama skapi lítil sekskaps- dama. Fyrri félagar hröklast á braut og þegar komið er upp i rúm á kvöidin er tekið að ræða fjármál — íbúðarkaup og því um líkt sem Þorlákur hefur minni er engan áhuga á. Vanda- málin spretta nú fram hvert á fætur öðru. Ungi maðurinn reynir allt hvað hann má til að slíta af sér þessa fjötra sem atvikin hafa óforvarandis lagt á hann, fer i Klúbbinn með göml- um vini sem hann má ekki leng- ur bjóða heim til sín, eltir stelpu upp í Breiðholt, verður meira að segja ástfanginn eins og rímantískur ungur maður í gamla daga, óvænt og furðu- legt! — reynir sem sagt allt hvað hann getur, sjálfrátt og ósjálfrátt, til að fleygja sam- býliskonunni á dyr. Hún gerír að sínu leyti ýtrustu tilraun til að hemja og temja þetta óstýri- láta mannsefni. Nú er best að segja ekki meira en láta lesandanum eftir sögulokin. Hér hefur meginþráðurinn verið rakinn en ekki meir. Því auk stóru atriðanna úir og grúir þarna af smáatriðum. Ungur maður, sem er alinn upp i borg- inni og kemur jafnvfða við og Þorlákur, hlýtur að hafa af henni meira en meðalnasasjón. Borgarlifið er runnið honum í merg og bein. Svipur fólksins í Strætisvögnunum greypist inn í vitund hans. Orðbragð strák- anna og stelpnanna i Breið- holtsvagninum sem eru »nýbú- in að uppgötva að mannkynið Hafliði Vilhelmsson er tvenns konar« festist honum í minni. Klúbburinn með sínu litrika mannhafi er stórt númer i sögunni. Þó er kannski merki- legast hvernig höfundur gerir grein fyrir skoðunum og lífsvið- horfum unga fólksins og því hversu t.d. mismunandi pöli- tískar skoðanir hafa áhrif á lífs- stíl þess, klæðaburð hvað þá annað. Þetta er ekkí nýtt og mun hver kynslóð hafa sína sögu að segja af því, en vissu- lega breytist það eins og önnur tíska með áranna rás. En það er ekki aðeins hinu ýtra sem vel er lýst i þessari sögu heldur líka hinu innra lífi, geðbrigðum og sálarflækjuifi söguhetjanna. Eins og hver annar dæmigerður nýgræðing- ur í veraldarinnar ljónagryfju lítur Þorlákur fyrst á yfirborð- ið, falleg stúlka hlýtur t.d. einn- ig að vera blið, góð, fullkomin og ástar verð. En með tímanum uppgötvar hann að margt ófag- urt leynist undir fögru skinni; að litnum, eins og fornmenn nefndu það, er ekki ávallt treystandi. Þann stutta tíma sem sagan segir frá Þorláki verða tvær gerbyltingar í lífi hans. Hin fyrri er hann hverfur frá móöur sinni og tekur að haga lífi sínu að eigin vild og hin siðari er sambýliskonan flyst inn til hans og tekur að stjórna honum á sama hátt og móðir hans hafði áður gert. Og í raun og veru meir en svo því hún leitast við að venja hann af öllu sínu fyrra liferni og þar með flæma frá honum fyrri kunningja. Dæmigert fyrir all- ar kynslóðir, ekki svo? Þetta er nú allt saman gott og blessað. Sagan ber með sér ferskleika frumraunarinnar. Höfundur- inn dansar af frásagnargleði. En hinu ber svo ekki að leyna að sagan ber jafnframt með sér byrjandaágalla; höfundurinn á ýmislegt ólært ef hann ætlar að halda áfram að senda frá sér skáldsögur. Þó frásögnin sé fjörleg er ekki mikið um fín- lega undirtóna, understate- ment, hálfsagðar ábendingar. Sum staðar skortir fyndni höf- undar aðeins herslumuninn til að verða að listrænum húmor. Stöku orð vafðist fyrir mér andartak áður en skilningsljós- ið kviknaði eins og þegar aðal- söguhetjan ákallar »Ö Kræst«. Höfundur notar daglegt mál, bæði gott og illt, en hlífir þó lesandanum við hinu síðar talda í stærri skömmtum en nauðsyn krefur — oftast en þó ekki alltaf. Til dæmis er síður en svo stilprýði að barnamáli eins og »hann mætti fullt af glaðværu fólki.« Stafsetningarvillur eru all- margar í bókinni, sumar likast til prentvillur en tæpast allar. Ef höfundur hefði fengið að- stoð verulega góðs handritales- ara hefði mátt stórbæta bókina. Útlit bókarinnar er i sam- ræmi við innihald hennar. Út- gefanúi hefur valið þann kost- inn að gefa hana út sem kilju. Það tel ég rétt og bókinni sæm- andi. Þetta er einmitt bók til að taka með sér hvert sem farið er — út á sjó, upp í flugvél. eða í bólið á kvöldin. Þvílíku hlut- verki gegndu bókmenntirnar í gamla daga, þær voru daglegt brauð, skemmtun. Nú — að liðnu nokkurra áratuga sam- bandsleysi skálda og dægra- styttingar lesenda sýnist mér aftur stefna í sömu átt og fyrr- um og er ekkert nema gott um það að segja svo fremi ekki verði um leið slakað á listrænu kröfunum. Erlendur Jónsson. Magnús Kjartans- son sýnir í Solon Nýlega er lokið sýningu Sig- urðar Örlygssonar í Gallerí Solon. og nú hefur vinur hans og samstarfsmaður tekið við og komið fyrir sýningu á nýjum verkum sinum. Hér er um klippmyndir að ræða, eins og hjá Sigurði; en mjög svo ólíkar með öllu. Vinnubrögð Magn- úsar takmarkast að miklu við svart/ hvitt, og má með sanni segja, að hann sé spar á litinn að þessu sinni. Það er erfitt að takmarka litameðferð, svo að vel fari, og hefur mörgum orðið hált á þvi, en ef það tekst. verð- ur árangur á stundum svo sann- færandi, að ekki verður að fundið. Má nefna sem dæmi Kúbistana á sinum tíma, sem urðu að takmarka litameðferð verulega, svo að sjálft formið fengi þá fyllingu, sem nauðsyn- leg var til að meistaraverkið yrði til. Nú hefur önnur þróun átt sér stað sem byggíst á anarri efnismeðferð og breyttri heims- niynd seinustu þrjátiu ár eða þar um bil. og það er i þeim anda, sem Magnús Kjartansson vinnur þau verk. er hann nú sýnir í Gallerí Solon. Hann hef- ur áður haldið sýningar, sem verið hafa nokkuð í þessum dúr, en nú kemur í Ijós breyt- ing, frá því, er hann hefur áður gert. Nú er það ekki lengur vörumerki Sláturfélagsins, sem trónar í hverju verki; þvi bregður aðeins fyrir á þessari sýningu, svona eins og að mínna mann á fyrri tima og horfin vinnubrögð. Á þessari sýningu spilar Magnús einnig miklu meir á teiknaða linu en áður var, og hann nær vissri spennu i flest þessara verka, sem eingöngu eru í svart/ hvitu með ofurlitlum innslætti i lit, sem fellur vel að þeirri hug- mynd, er hann fæst við. Það er sjálfsagt einhver sym- bolismi i þessum verkum Magn- úsar Kjartanssonar, en ég verð að játa. að sumt af því fer bæði fyrir ofan garð og neðan hjá mér. Sannleikurinn er sá, að mér er tamast að líta á mynd sem heiid, er stendur og fellur með sjálfri sér, ef svo mætti að orði kveða. Það verður því ætið það grundvallaratriði, sem um- sagnir minar byggjast á. Ég er ekki í neinum efa um, að lengi má hugleiða þetta viðhorf, en þegar litið er um öxl og athugað hvernig tíðin hefur höndlað listína, rekst maður sí og æ á Myndllst eftir VALTÝR PÉTURSSON þann óyggjandi sannleik, að ekkert gefur listaverki merk- ingu né lif nema innri kraftur þess, sem það er skapað úr, og meðferð listamannsins á efni. Það er mikið sagt, þegar látið er í ljós, að ungur listamaður byggi verk sín fyrst og fremst á þessum staðreyndum, og ég held, að Magnús geri það í þess- um verkum. Máli minu til sönn- unar bendi ég á verk No. 4, 8, 17, 28 og 40. Það gefur auga leið, að ekki er allt jafn gott á þessari sýn- ingu, enda er Magnús það ung- ur listamaður, að ég er ekki í nokkrum vafa um, að hann eigi eftir að þroskast á listabraut- inni. Ekki spái ég hér neinu um, í hvaða áttir hugur hans leitar, en að mínum dómi má hann vel við una eins og stend- ur. Stundum heyrir maður því fleygt, að þessir ungu menn, séu alltaf höggvandi i sama far- ið, það er ekki rétt, það sannar þessi sýning Magnúsar, og það sannaði sýning Sigurðar Ör- lygssonar einnig. Hítt er svo ofmælt að mínu áliti, að kalla þá meistara. Það er annaðhvort grín eða hreinn barnaskapur, sem þjónar engum tilgangi nema þeim einum að gera skrif um listír í islensk dagblöð að enn meira viðundri. Nóg er nú um lýsingarorðin samt. Yfir fjörutíu verk eru á þess- sýning, sem ég hvet fölk til að ari sýningu Magnúsar Kjartans- sjá og vonast tíl að vel gangi. sonar i Galleri Solon. Þetta er Valtýr Pétursson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.