Morgunblaðið - 20.10.1977, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 20.10.1977, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. OKTÓBER 1977 21 Vilhjálmur Hjálm- "W" r I • ^ arsson, mennta- I OlllTM ¥71 / ■ málaráóherra: « # I/U. 1.11 V Ivf svo búið standa” sattct iilum arendingum izt á meginatriði þess, þó með þeirri breytingu, sem Sverrir Hermannsson nefndi. í 15 ára ráðherratíð minni, er ég fór með menntamál, komu aldrei tilmæli, hvorki frá málvís- indamönnum né kennurum, um breytingu á islenzkri stafsetn- ingu, sem kennd er við árið 1929. Ef slík tilmæli hefðu komið til mín þá hefði ég farið líkt að og lagt er til i þessu frumvarpi. Með þessu er ég þó ekki að draga í efa hefðbundinn rétt Magnúsar Torfa Ólafssonar, fyrrv. menntamála- ráðherra, til að fara eins að og hann gerði 1974, þó ég væri efnis- lega andvígur breytingum hans á stafsetningu móðurmálsins. Ég tel sem sé rétt að til séu lög um meðferð þessara mála, er kveði á um ráðgjafarnefnd fræðimanna og áhugamanna og endanlega staðfestingu Alþingis á ráðherra- ákvörðun. Ég tel hins vegar ekki rétt að sjálfri stafsetningunni sé skipað með lögum. En skipan ráð- gjafarnefndar vil ég breyta frá þvi sem segir i frumvarpinu, að ís Torfi Jónas on. Árnason. ábendingum Sverris Hermanns- sonar. Gylfi vék að ráðstefnu málvís- indamanna, íslenzkukennara o.fl. um stafsetningarmál. Þar hefðu skiptar skoðanir komið fram. Halldór Halldórsson, prófessor, hefði, eins og fyrr væri nefnt, varpað fram þeirri sáttahugmynd að zetu væri haldið í stofni orða en felld niður í miðmyndarend- ingum. Ég hefi verið og er fylgj- andi stafsetningarreglum frá 1929, en tel, eftir atvikum, að hægt sé að sættast á þessa mála- miðlun. Að henni fenginni kemur frumvarp menntamálaráðherra og málflutningur fyrir því heim og saman. Þakkar undirtektir Vilhjálmur Hjálmarsson, menntamálaráðherra, þakkaði undirtektir við frumvarpið. Al- þingi getur, ef vilji er fyrir hendi, breytt skipan ráðgjafanefndar- innar, breikkað hana. Ráðherra vék síðan sterkri andstöðu gegn z-unni, einkum meðal kennara, en einnig meðal málvisindamanna. Hann treysti sér ekki til að leggja til afturhvarf til z-unnar. Um stjórnsýslulegan rétt menntamálaráðherra til að gefa út auglýsingar um stafsetningar- reglur vitnaði ráðherra til orða Gylfa Þ. Gíslasonar um hefðbund- inn, óvéfengjanlegan rétt. Þings- ályktun væri að vísu viljayfirlýs- ing en hefði ekki lagagildi og hlyti að vikja fyrir gildandi lög- um, utan þingsályktanir, er nefndar eru í stjórnarskrá og hafa lagagildi. Blindir fá sýn Magnús Torfi Olafsson (SFV) fagnaði tvennu i upphafi máls síns: 1) aö frumvarp menntamála- ráóherra um setningu reglna um íslenzka stafsetningu skuli á ný fram komið og 2) að þeir tveir þingmenn (Gylfi Þ. Gíslason og Sverrir Hermannsson), sem blindastir hafi verið í stafsetning- armálum, séu snúnir af villigöt- um, lagasetningu um stafsetn- ingu, inn á skárri brautir. Megi bati þeirra halda áfra, sagði þing- maðurinn. Magnús vék sfðan að ráðstefnu um stafsetningarmál á vegum menntamálaráðuneytis. Þar hafi vísir inenn, sem voru andvígir breytingum er gerðar voru 1973 og 1974, varað við, úr því sem komið væri, að hverfa enn frá núgildanði starsetningarreglum. Þá sneri Magnús Torfi sér að Sverri Hermannssyni sérstak- lega: deildi á það gervi er hann kæmi fram í, fyrst sem siðameist- ari, síðan sem sáttasemjari — og loks aðfinnslur hans um flámæli, sem rakið væri til Austfirðinga, umbjóðenda þingmannsins. Uppruni máls og gildi þjódtungu Jónas Árnason (Abl) sagði ekki óeðlilegt, þó að mikið gengi á í þjóðfélaginu, að menn ræddu meðferð móðurmálsins, bæði í rit- uðu og mæltu máli. Mönnum ætti að vera óg væri annt um þjóð- tunguna. Þótt skoðanir væru skiptar vekti þó fyrir öllum, sem um málið fjölluðu, að vernda hana. Gildi móðurmálsins fyrir ís- lendinga sem þjóð, framtið þeirra og sálarheill væri ómetanlegt. Mér finnst ekki ámælisvert, held- ur ánægjulegt, að maður í stöðu Sverris Hermannssonar (togara- útgerð og framkvæmdastofnun) og með lífsskoðanir hans (rammur íhaldsmaður) skuli hafa jafn ríkan málsmekk og jafn mikla viðingu fyrir þjóðtungu sinni og hann. Það tala ekki aðrir þingmenn litríkari íslenzku úr þessum ræðustól en Sverrir Hermannsson, sagði Jónas. Síðan vék Jónas aó z-unni sem kennslutæki um uppruna orða, til að auðvela skilning á og tilfinn- ingu fyrir því, hvern veg orð, sem nýtt eru í mæltu máli, væru til komin. Hann, sem vinstri maður, hefði verið kallaður óvinur alþýð- unnar vegna þess að hann vildi viðhalda z-unni, á þeim fors- endum, að z væri aðeins fyrir menntamenn — og stuólaði að stéttaskoptingu! Hann sagðist hafa annað mat á viðhorfi ís- lenzkrar alþýðu til þjóðtung- unnar og hæfni hennar til að Framhald á bls. 22. Hér fer á eftir framsaga Vilhjálms Hjálmarssonar. menntamálarád- herra. fyrir frumvarpi um reglur um íslenzka stafsetningu. Ég vil fylgja þessu frumvarpi úr hlaði með nokkrum orðum Það kom fljótt í Ijós, þegar íslending- ar tóku að skipa stafsetningarmálum >ínum með opinberum auglýsingum, 3ð landsmenn létu sig þau mál miklu i/arða Nægir að minna á, að áratugir liðu frá útgáfu auglýsinga 1929 þar til t.d öll dagblöð höfðu tekið upp þá stafsetningu, sem þar var notuð því menn voru alls ekki sáttir við hana fyrst lengi vel Svo fór um síðir, að allur þorri landsmanna tók upp þessa staf- setningu og batt raunar við hana all- mikla tryggð, eins og siðar kom á daginn. Einstök atriði stafsetningarinnar frá 1929 sættu þó gagnrýni — að sjálf- sögðu. En nærri hálf öld leið, áður en til breytinga kæmi af opinberri hálfu. Breytingarnar sem gerðar voru 1973 og 1974 vöktu mikið umtal, miklar deilur má raunar segja Voru þær gagnrýndar harðlega af sumum en nutu ákveðins stuðnings annarra Kom þannig enn glöggt í Ijós mjög mikill og almennur áhugi á þeim þætti islensks máls. er stafsetninguna varðar — og e.t.v miklu meiri en margan hafði órað fyrir. Mér virðist þeir atburðir, þær um- ræður, er orðið hafa í tengslum við breytingarnar 1 929 og svo aftur 1 974 benda eindregið til þess að það sé ósk hins almenna borgara, að sem mestur stöðugleiki sé í stafsetningarmálum Einn alþingismaður, Ingi Tryggvason hefur komist svo að orði, að hæfilegt sé að breyta íslenskri stafsetningu einu sinni á öld! Ég geri nú ekki ráð fyrir að Ingi Tryggvason hafi meint þetta bók- staflega, en mér er þó nær að halda, að þeir séu ekki svo fáir, sem innst inm hugsa á þessa leið Og ég skal játa það hreinskilningslega, að ég hallast frekar á þá sveifina! S.l vetur efndi menntamálaráðu- neytið til allfjölmennrar ráðstefnu um íslenska stafsetningu hér í Reykjavík í samræmi við ábendingar frá Alþingi vorið áður Þessi ráðstefna var vel sótt Þar mættu málvísindamenn og móður málskennarar og fleiri áhugamenn í byrjun ráðstefnunnar lagði ég fram hugmynd að eins konar málamiðlun, en lærðir menn og ágætir islensku- menn ræddu þær hugmyndir og þó miklu fremur málið almennt af vits- munum og hófsemi og mikilli þekk- ingu í framhaldi af ráðstefnunni ræddi ég svo stafsetningarmálin i þrengri hóp með málvísindamönnum og móður- málskennurum Kom glöggt i Ijós, að menn voru síður en svo sammála um einstök atriði, þrátt fyrir yfirgripsmikla og trausta þekkingu margra viðmæl- enda minna á islensku máli Nokkrir vildu hverfa alfarið*til stafsetningarinn- ar frá 1 929 eins og raunar er kunnugt meðal annars af málflutningi hér á Alþingi Aðrir vildu enga breýtingu gera frá því sem komið var í þeim hópi virtust kennarar mjög fjölmennir Og mörg önnur sjónarmið komu fram á ráðstefnunni og i nefndum viðræð- um Satt að segja man ég nú ekki eftir neinu veigamiklu afmörkuðu atriði, sem allir væru sammála um! En eins og ég sagði áðan leikur ekki á tveimur tungum, að mjög margir þeirra er þarna lögðu orð í belg eru ágætlega vel að sér um islenskt mál og málnotk- un Má nærri geta, að manni með mína menntun móðurmálskunnáttu eða ámóta situr kaka við rass að segja hér til um, hvað rétt sé og hvað rangt Get ég tekið mér ? munn orð viðmæl- anda Jóns Indiafara á knæpunni i Kaupmannahöfn og segi. að það má Óðinn gera en ég aldrei! Þó virðist mér augljóst eftir ráðstefn- una og þær umræður, sem fylgdu ? kjölfar hennar og raunar af fleiri sólar- merkjum að dæma að sú breyting, sem flestir athylltust var, að taka aftur upp fyrri reglu og venjur um hversu rita skuli stóran staf og litinn Og höfð andstaða gegn breytingu í þá stefnu virtist alls ekki vera fyrir hendi Þessi orð ber þó ekki að skilja svo, að um þetta væru allir málvisindamenn og móðurmálskennarar sammála sbr það sem áður sagði Að þessari niðurstöðu fenginni Vilhjálmur Hjálmarsson, mennta- málaráðherra. ákvað ég að breyta með auglýsingu reglum um stóran og litinn staf til samræmis við fyrri háttu, en láta við svo búið standa að öðru leyti Aug lýsing um þetta efni var svo útgefin 28.6.77. — Það er min skoðun að nú sé tvimælalaust timabært að hugleiða meðferð stafsetningarmálanna i fram- úðinni og taka ákvarðanir um það Óánægjan frá 1929 og 1974 gefur til kynna, að æskilegt sé að breyta nokkuð aðferðum til töku ákvarðana um íslensk ritmál, íslenska stafsetn- ingu Það atriði var nokkuð hugleitt í menntamálaráðuneytinu veturinn 1975 til 1976 Varð þá og þar til frumvarp til laga um setningu reglna um islenska stafsetningu Fyrstu drög þess frumvarps gerðu þeir að beiðni minni Árni Gunnarsson deildarstjóri og Runólfur Þórarinsson fulltrúi Við Birg- ir Thorlacius ráðuneytisstjóri fjölluðum einnig um málið og raunar fleiri Það frumvarp. sem þá varð til i menntamálaráðuneytinu var lagt fram á Alþingi 1975—1976 Ekki var grundvöllur fyrir því, að flytja það sem stjórnarfrumvarp og flutti ég þá frum varpið sem menntamálaráðherra Al- þingismenn tóku frumvarpinu sæmi- lega Gagnrýndu þeir einkum skipun eða samsetningu stafsetningarnefndar, sem þeir töldu helst til þrönga Nú er best að segja hverja sögu eins og hún gegnur þrátt fyrir nokkra yfir- vegun hefur mér og okkur félögum i menntamálaráðuneytinu ekki tekist að bæta um búnað frumvarpsins sem ég áðan nefndi og er það flutt hér óbreytt og að öllu með sama hætti og fyrr Vil ég nú leitast við að gera grein fyrir efni þess Eins og fyrirsögn frumvarpsins ber með sér, frumvarp til laga um setningu reglna um islenska stafsetningu, er hér um að ræða fyrirmæli um verklag, ekki um það, hvernig rita skuli í fyrstu grem frv er kveðið á um að menntamálaráðuneytið setji reglur um islenska stafsetningu Þar er og skil- greint gildissvið slikra reglna og er þar í engu vikið frá þvi sem nú gildir hvað þetta atriði varðar í annarri grein er kveðið á um skipun nefndar, sem leita skal tillagna frá áður en stafsetningarreglum er breytt í þessari nefnd skulu sitja menn með sérþekkingu á islenskri tungu og með reynslu á kennslu móðurmálsins Emn nefndarmanna skal tilnefndur af deildarráði heimspekideildar Háskóla íslands og vera úr hópi fastra kennara Háskólans i islenskn málfræði Einn skal skipaður af íslenskri málnefnd úr hópi nefndarmanna, sem yfirleitt eru málvisindamenn Og loks tilnefnir stjórn Félags ísl. fræða þriðja hefndar- manninn og skal hann vera úr hópi móðurmálskennara á grunnskóla- eða amhaldsskólastigi Þegar þetta frumvarp var til umræðu Alþingi i fyrstu var, eins og ég gat um, skipan þessarar nefndar nokkuð gagnrýnd og einkum að hún skyldi ekki vera fjölmennari Ég hef nokkuð hugleitt þetta atriði en min mðurstaða var sú, að breyta ekki þeirri tilhögun, sem hér er lagt til að höfð verði Hvort tveggja er, að ég tel skipan þessarar nefndar þannig undirbyggða i frumvarpinu að hún ætti að tryggja nokkura breidd i viðhorfum Inn i nefndina koma fulltrúar frá málvisinda- mönnum og svo frá kennurum og þetta tel ég mikilvægt Einnig hitt, að i lok annarar greinar, siðustu málsgrein er að því vikið að ráðuneytið geti leitað umsagnar um tillögur nefndarinnar hjá öðrum sérfróðum aðilum um íslenska tungu og móðurmálskennslu ems og þar segir Ég tel því að auðvelt eigi að verða að koma á framfæri öllum sjónarmiðum i gegnum störf þessarar nefndar En svo sem af sjálfu leiðir þá er það á valdi Alþingis að hafa hér annan hátt á og breyta akv 2 gr I þriðju grein segir, að við fram- Framhaid á bis. 22. Mælt fyrir frumvarpi um ís- lenzkar stafsetningarreglur LJÓSABÚNAÐUR bifreiða er eitt mikilvægasta öryggistækið í umferðinni. Framundan er svartasta skammdegið og því er ekki úr vegi að rifja upp nokkur atriði um ökuljós og notkun þeirra. í 2 grein umferðarlaganna segu svo ..Ljósatimi ökutækja er timinn frá hálfri klukkustund eftir sólarlag til hálfrar klukkustundar fyrir sólar upprás Ákvæði laganna um Ijósa tíma gilda einnig þótt á öðrum tima sé við þoku og önnur svipuð birtu skilyrði '' Sólarlag i Reykjavík var í gær klukkan 17.55 og sólarupprás i morgun var klukkan 8 32 Ökumenn geta þvi reiknað út hvenær Ijósatimi er, en það ber að hafa i huga, að hér er átt við Ijósa tíma v.ð góð akstursskilyrði og góða birtu, en ef dimmt er yfir eða ringing. lengist Ijósatimmn að sjálf- sögðu Ökuljósin eru ódýrasta líf- tryggingin í rökkri og dimmu og þv? er ökumönnum ráðlagt að tendra þau frekar fyrr en seinna og i mesta skammdeginu er ökumönnum ráð lagt að nota ökuljós allan daginn Og að sjálfsögðu á að nota full ökuljós, stöðuljós á aldrei að nota i akstri. en það er útbreiddur mis- skilningur að það eigi að gera fyrst eftir að birtu tekur að bregða í 5 grein umferðarlaganna stendur ..Ljósker skulu vera á bifreið sem lýsi fram fyrir bifreiðma. og eitt rautt Ijós, sem lýsi aftur fynr bifreiðina Ljósker skal vera til að lýsa^upp aftara skrásetnmgarnúmer bifreiðar Ennfremur skulu vera rauðleit glitaugu aftan á bifreið og báðum pöllum vörubifreiða að aftan Sama gildir þó pallurinn sé yfir- byggður loks et að þess að geta <ið Ijósa stilling stendur nú sem hæst og eiga allar bifreiðar að vera Ijósastilltar fyrir 3 1 október n k

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.