Morgunblaðið - 20.10.1977, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 20.10.1977, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. OKTÖBER 1977 39 ÞAÐ tók FH-inga um stundar- fjórðung að komast í gang í leik sfnum við Ármann í 1. deildar keppni Islandsmótsins f hand- knattleik í Laugardalshöllinni f fyrrakvöld. Staðan var þá 2—2, en eftir að Janus Guðlaugsson skor- aði þriðja mark Hafnarfjarðar- í STurru máli LAUGARDALSHÖLL 18. OKT. Islandsmótió 1. deild (Jrslit: Armann — FH 16—23 (6—10) Gangur leiksins: MlN ARMANN FH 2. FriArik 1:0 12. 1:1 Janus 14. 1:2 Guðmundur M 15. Björn (v) 2:2 19. 2:3 Janus 19. 2:4 Þórarinn 20. 2:5 Guðmundur A 21. 2:6 Valgarður 23. 23. Pétur 2:7 3:7 Þðrarinn 24. 3:8 Tómas 25. 3:9 Janus (v) 27. Þráinn 4:9 28. 4:10 Arni 28. Þráinn 5:10 29. Þráinn 6:10 HALFLEIKUK 35. Friðrik (v) 7:10 38. 7:11 Guðmundur A 39. 7:12 Þðrarinn 41. 7:13 Þðrarinn 32. Friðrik 8:13 43. 8:14 Geir 47. 8:15 Tómas 48. 8:16 Sæmundur 49. Þráinn 9:16 49. Þráinn (v) 10:16 50. 10:17 Geir 51. 10:18 Geir 52. Þráinn 11:18 53. 11:19 Sæmundur 54. Þráinn 12:19 54. 12:20 Janus 57. 12:21 Janus 57. Jón A. 13:21 57. 13:22 Þðrarinn 58. Óskar 14:22 59. Björn 15:22 60. Pétur 16:22 60. 16:23 Þfirarinn MÖRK ARMANNS: Þráinn Asmunssson 7, Friðrik Jóhannsson 3, Pétur Ingólfsson 2. Björn Jóhannesson 2. Öskar Asmundsson. 1, Jón Astvaldsson 1. MÖRK FH Þórarinn Ragnarsson 7, Janus (lUÓIaugsson 4, Geir Hallteinsson 3, Tómas Hansson 2. Sæmundur Stefánsson 2, Guðmundur Arni Stefánsson 2. Valgarður Valgarðsson 1. Guðmundur Magnússon 1. Arni Guðjónsson 1. BROTTVlSANlR AF VELLI: Tómas Hans- son FH. í 2 mfn. MISHEPPNAÐ VlTAKAST: Pétur Ingólfs- son skaut yffir úr vítakasti á 60. mín. og Sverrir Krist jánsson. FH. varði vítakast Jóns V. Sigurðssonar á 57. mín. DÖMARAR: Kristján Örn Ingihergsson og Kjartan Steinbach. Þeir dæmdu vfirleitt vel. en Kristján var þó stundum of fljótur á sér að dæma frfköst. þannig að hrotlegi aðilinn hagnaðist. — stjl. Stórleikur í kvöld 1 KVÖLD fara fram tveir leik- ir í 1. deildar keppni lsfands- mótsins f handknattleik og má hiklaust fullyrða að annar þessara leikja sé einn af úr- slitaleikjum mótsins. Er hann milli Víkings og FH, en bæði þessi lið hafa unnið leiki sína f mótinu til þessa og eiga á að skipa ágætum liðum. Hefst þessi leikur kl. 20.00, en strax að honum loknum leika KR og Fram og má þar einnig búast við jöfnum og spennandi leik. Körfuknattleikur 1 KVÖLD fara fram tveir leikir f mfl. f Reykjavfkurmótinu í körfu- knattleik. Kl. 18.45 leika í mfl. kvenna KR og IS og um kl. 21.45 hefst leikur KR og IR f mfl. karla. BLAK í VOGASKÓLA A MORGUN, föstudag, fara fram tveir leikir í Reykjavfkurmótinu í blaki. Verður leikið f Vogaskóla- húsinu og hefst fyrri leikurinn kl. 20.00. Keppa þá kvennalið Vík- ings og Þróttar, en strax að þeim leik Ioknum keppa karlalið sömu félaga. var treg í gang liðsins í leiknum urðu f honum algjör þáttaskil og sigur FH-inga var næsta auðunninn. 23—16 urðu úrslit leiksins, eftir að stað- an hafði verið 10—6 í hálfleik. Armenningar gripu þegar í upphafi leiksins til þess ráðs að taka Geir Hallsteinsson úr um- ferð og riðlaði það mjög öllu spili FH-liðsins til að byrja með. Var sóknarleikur FH næsta máttlitiil og án ógnunar, eóa þar til að Þórarinn Ragnarsson birtist þegar fyrri halfleikur var um það bil hálfnaður. Strax og Þórarinn kom inná breyttist spil FH-liðsins til batnaðar. Vallarbreiddin var betur nýtt, en framan af höfðu FH-ingar hnoðað endalaus inn á miðjuna, þar sem Ármannsvörnin gekk vel að berjast. Þegar á heild þessa leiks er ltiið verður ekki annað sagt en að hann hafi verið heldur slakur. Armenninga vantar greinilega mjög svo afgerandi skyttur í lið sitt — aðeins fáir leikmenn þess geta skotið að utan og allur sóknarleikur liðsins byggðist upp á því að reyna að brjótast í gegn- um FH-vörnina, og var það alls ekki auðgert. í þau skipti sem reynt var að skjóta að utan, fór oftast svo að FH vörnin hálfvarði skotin og eftirleikurinn var þvi auðveldur fyrir Birgi Finnborga- son, sem lengst af stóð í FH- markinu. Öhætt er þó að segja að leikur FH hafi lofað góðu um frammi- stöðu liðsins í vetur. Vörnin var góð og hreyfanleg allan leikinn, með þá Þórarin Ragnarsson og Sæmund Stefánsson sem beztu menn. Augljóslega hafa FH-ingar svo æft það upp að Geir Hall- steinsson sé tekinn úr umferð, og eftrr að Þórarinn var kominn, gekk flest af því sem reynt var að gera upp. Þórarinn átti beztan leik FH-inga í fyrrakvöld og er greinilega að ná sér vel á strik aftur, en hann virkaði þungur og óöruggur í fyrstu leikjum liðsins í haust — slíkt var raunar ekki að undra, þar sem hann meiddist í fyrravor og hefur því lítið getað æft fyrr en nú rétt fyrir keppnis- tímabilið. I leiknum urðu FH- ingar fyrir þvf óhappi að fyrirlið- inn, Auðunn Öskarsson, meiddist og er líklegt að hann verði frá í bili. Munar um minna fyrir FH- liðið, sem verður sennilega bæði án hans og Geirs Hallsteinssonar í seinni leiknum við finnska liðið Kiffen í Evrópubikarkeppninni. Þráinn Asmundsson átti beztan leik Armenninga í fyrrakvöld. Hann hafði það hlutverk að gæta Geirs Hallsteinssonar og gerði það svo vel að komið var fram í seinni hálfleik er Geir tókst loks að rífa sig lausan og skora. Þá var Þráinn drjúgur við að stinga sér i gegnum FH-vörnina og skora. Aðrir leikmenn Ármannsliðsins sýndu ekki umtalsverða getu, en áberandi var hversu taugaóstyrk- ir margir piltanna voru. Þeir þurfa að losna við skrekkinn og virðinguna fyrir andstæðingun- um, fyrr er varla mikils árangurs aó vænta. — STJL. Valgarður Valgarðsson, FH-ingur kominn f gott færi, en Egill Stein- þórsson f Armannsmarkinu varði skot hans. Elnkunnagiölln ÁRMANN: Ragnar Gunnarsson 1, Friðrik Jóhannsson 2, Þráinn Asmundsson 3. Björn H. Jóhannesson 1, Einar Eiriksson 1, Vilberg Sigtryggsson 1, Pótur Ingólfsson 2. Óskar Ásmundsson 2. Einar Þórhallsson 2, Jón V. Sigurðsson 2. Jón Ástvaldsson 1, Egill Stein- þórsson 2. FH: Birgir Finnbogason 3, Sverrir Kristjánsson 1, Geir Hallsteinsson 2, Þórarinn Ragnarsson 3. Janus GuSlaugsson 2, ValgarSur Valgarðsson 2. Tómas Hansson 2, Sœmundur Stefánsson 2, Auðunn Óskarsson 2, GuSmundur Magnússon 2, GuSmundur Ámi Stefánsson 2. Ámi GuSjónsson 2. Yogin: 23. sept. — 22. okt Litur: Blátt Steinn: Safír LykilorS: Jafnvægi Sam^inna Vogarmaðurinn er rómantízkur en traust ur og fékk í vöggugjöf meiri lífskraft en í meðallagi getur talist. Hann getur leyst úr flest öllum vandamálum annarra með réttsýni og rökhyggju en hans eigin LÆKJARGÖTU 2 - SÍMI FRÁ SKIPTIBORÐI 28155 Hvenær ert f a^4? tæddur •

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.