Morgunblaðið - 20.10.1977, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.10.1977, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. OKTÓBER 1977 Guðmundur H. Garðarsson alþingismaður; Frumvarp um frjáls- an útvarpsrekstur „Heimilt er menntamála ráðherra að veita sveitar- félögum, menntastofnunum og einstaklingum leyfi til út- varpsrekstrar," enda fullnægi viðkomendur tilteknum skil yrðum," segir í frumvarpi um frjálsan útvarpsrekstur, sem Guðmundur H. Garðarsson, alþingismaður, hefur endur- flutt í neðri deild Alþingis. „Útvarpsstöð merkir í lögum þessum fyrirtæki eða stofnun sem annast útsendingar til viðtöku almennings á tali, tónum, myndum eða öðru efni, hvort sem er þráðlaust, með þræði eða á annan hátt." Gert er ráð fyrir að rikisútvarpið starfi áfram með svipuðum hætti og verið hef- ur. Fyllsta óhlutdrægni. Tjáningarfrelsi virt. Þriðja greinin í frumvarpi Guðmund- ar H Garðarssonar, alþmgismanns, hljóðar svo \ „Útvarpsstöðvar skulu stuðla á al- mennri menningarþróun þjóðarinnar og efla íslenska tungu Þær skulu m a flytja efni á sviði lista, bókmennta, visinda og trúarbragða, efla alþýðu- menntun og veita fræðslu í einstökum greinum. þ.á.m umferðar- og slysa varnarmálum Þær skulu kappkosta að halda uppi rökræðum um hvers konar málefni, sem almenning varða, á þann hátt, að menn geti nert sér nrein fyrir mismunandí skoður.um um þau Þær skulu halda uppi fréttaþjónustu og veita fréttaskýrmgar Þær skulu flytja fjölbreytt efri við hæfi fólks á öllum aldri Útvarpsefni skal miða við fjöl- breytni íslensks þjóðlifs svo og við þarfir og óskir minni hluta sem meiri hluta Veita skal alla þá þjónustu sem unnt er með tækni útvarpsins og al Fuglafriðun; Margskota haglabyssur bannaðar — skv. framkomnu lagafrumvarpi JÓNAS Árnason (Abl) flytur frumvarp til laga um breyt- ingu á lögum um fuglaveið- ar og fuglafriðun. í greinar- gerð er vitnað til þess að íslendingar gerðust aðilar að Alþjóðasamþykkt um vernd- un fugla fyrir 20 árum í lögum nr. 33/1966 sé í stórum dráttum höfð hlið- sjón af framangreindri al- þjóðasamþykkt Þó sé eitt atriði, sem enn hafi ekki komizt ínn í fuglafriðunar- lögin: e-liður 5. gr. sam- þykktarinnar, þar sem aðilar skuldbinda sig til að banna haglabyssur, sem taka fleiri én tvc skothylki, marghlaðn- ar eða sjálfhlaðnar byssur Notkun slíkra vopna hafi far- ið i vöxt hér. Séu þær m.a í höndum viðvaninga sem bæti sér upp takmarkaða skotfimi með þvi að skjóta mörgum skotum á rjúpu- eða gæsahópa. Margur fugl- inn fljúgi særður frá þeim leik. Nágrannalönd hafa bannað þessi skotvopn. Lagt er til að við gerum slikt hið sama menningi má að gagni koma Utvarps- stöðvar skulu í öllu starfi sínu halda i heiðri lýðræðislegar grundvallarreglur Þær skulu virða tjáningarfrelsi og gæta , fyllstu óhlutdrægni gagnvart ölfum flokkum og stefnum i opmberum mál- um, stofnunum, félögum og emstakl- ingum Guðmundur H. Garóarsson, alþin^ismaður. Vestrænar lýðræðishefðir í gremargerð segir m a „Hið alvar- lega ástand, sem skapazt hefur, við verkfall opinberra starfsmanna, undir- strikar enn frekar þörfina fyrir að af- nema þá einokun og rjúfa þá fjötra, sem þjóðin býr við i rekstri hljóðvarps og sjónvarps, ef hérlendis á að ríkja frjáls og óheft skoðanamyndun „Með frumvarpi þessu er lagt til að emkaleyfi ríkisins á útsendingum til viðtöku almennings á tali, tónum, myndum og öðru efni, hvort sem er þráðlaust, með þræði eða á annan hátt, verði afnumið Jafnframt verði ráðherra heimilað að veita öðrum leyfi til útvarpsrekstrar að fullnægðum ákveðnum skilyrðum, er ráðherra setur í reglugerð Eigi þarf að fjölyrða um eðli og tilgang frumvarpsins Stjórnarskrá ís- lands felur i sér að fullt tjáningarfrelsi skuli ríkja í landinu Hefur svo verið að því er hið prentaða mál varðar Hver maður á rétt á að láta í Ijós hugsanir sínar á prenti, en þó verður hann að ábyrgjast þær fyrir dómi Ritskoðun og aðrar tálmanir fyrir prentfrelsi má aldrei i lög leiða Akvæði islenskra laga um tjáningar- frelsi eru í samræmi við vestrænar lýðræðisvenjur En þó hefur ísland dregist aftur úr á einu sviði og bemlinis lagt hömlur á tjáningarfrelsið umfram það, sem þekkist i öðrum lýðræðisríkj- um. Er það i sambandi við rekstur hljóðvarps- og útvarpsstöðva í eigu annarra aðila en ríkisins Enn búa Is- lendmgar við tæplega hálfrar aldar fyr- irkomulag í þessum efnum — fyrir- komulag sem var i sjálfu sér eðlilegt á bernskuskeiði þessa rekstrarforms hér á landi, þegar fjármagn var af skornum skammti og reynsla lítil í framkvæmd þessara mála Er óhætt að segja, að Ríkisútvarpið, hljóðvarp og sjónvarp, hafi gegnt hlutverki sinu af mikilli prýði, og er frumvarp þetta ekki flutt til að kasta neinni rýrð á þessa fjölmiðla né starfsemi þeirra.” „Óhlutdrægni gagnvart flokkum og stefnum." Enn segir i greinargerð „Tímar eru nú hins vegar gjörbreyttir frá því er einkaleyfi Ríkisútvarpsins var ákveðið árið 1 930 og kröfur fólks allt aðrar og meiri í flestum lýðræðisrikj- um eru nú starfræktar margar útvarps- og hljóðvarpsstöðvar Eru þær ýmist í eigu hins opmbera eða félaga og ein- staklinga Reynslan af þessu fyrir- komulagi hefur verið góð Notendur þessara fjölmiðla hafa notið meiri fjöl- breytni i efnisvali vegna aukinnar sam- keppni á sama tíma sem fleiri hafa fengið tækifæri til að verða virkir þátt- takendur á þessu sviði Á síðasta áratug hafa orðið ótrúlegar tækniframfarir i útsendingu á tali, tón- um og myndum Hið sama gildir um viðtökutækni þess eðlis er hér um ræðir Sem dæmi má nefna. að án mikils tilkostnaðar má koma upp stað- bundnum útsendingum á sviði hljóð- varps og sjónvarps, sem mundu auka mjög á fjölbreytni i efnisvali, auk þess sem unnt er með fjölgun stöðva að fullnægja kröfum um aukna fræðslu á sviði almennra og staðbundinna mála Áhersla er lögð á að fyllsta hlutleysis sé gætt í stjórnmálum við útsendingu efnis með svipuðum hætti og nú tíðk- ast í útsendingum Rikisútvarpsins Skulu hinar frjálsu útvarpsstöðvar stuðla að almennri mennmgarþróun þjóðarinnar og efla íslenska tungu Þær skulu m a flytja efni á sviði lista, bókmennta. vísinda og trúarbragða, efla alþýðumenntun og veita fræðslu um hin fjölbreytilegustu efni Þá skal þeim heimilt að halda uppi fréttaþjón- ustu Útvarpsstöðvarnar skulu i öllu starfi sinu halda í heiðri lýðræðislegar grundvallarreglur Þær skulu virða tjánmgarfrelsi og gæta fyllstu óhlut- drægni gagnvart öllum flokkum og stefnum i opinberum málum Hið sama gildir gagnvart stofnunum, félög- um og einstaklingum Um rekstrarréttindi og skyldur út- varpsstöðva í eigu emstaklmga og fé- laga fer að öðru leyti eftir islenskum lögum Með reglugerð setur ráðherra nákvæmar reglur um fyrirkomulag og framkvæmd þessara mála, þ.á.m. ákvæði er heimila útvarpsstöðvunum að selja auglýsingar eða útsendingar- tíma, m a vegna fræðslu- og kynning- arefnis sem innlendir aðilar kynnu að vilja koma á framfæri Þá er nauðsyn- legt að setja ákvæði er girða fyrir að erlent fjármagn renni til rekstrar slíkra útvarpsstöðva Með frumvarpi þessu eru lögð drög að því, að á íslandi ríki hliðstætt tján- mgarfrelsi og þekkist í vestrænum lýð- ræðisrikjum á sviði hljóðvarps og sjón- varps Það er spor í áttina að auknu frelsi fólksins frá miðstýringarvaldi embættis- og stjórnmálamanna á þessu sviði ' Tvö gömul, traust hús... Tvö gömul og traust hús í miðborginni: dómkirkjan og alþingishúsið. Þau eru órjúfanlega tengd sögu borgar og þjóðar. Enn gerist sagan að hluta til i þessum húsum. Einstaklingar eru bornir til skírnar í dóm- kirkjunni, sækja þangað fermingu, eru þar gefnir saman í hjónabönd, kveðja þar vini hinzta sinni — eða eru kvaddir hinzta sinni. — Saga þjóðarinnar er að hluta til samin innan veggja Alþingis, þó að hver og einn semji sín æviörlög að nokkru. Höfundar þjóðar- sögunnar í þinghúsinu eru á stundum ósammála um forskriftina, eins og gengur. . . En hin öldnu hús standa af sér skoðanaleg átök innanhúss (hér er átt við Alþingishúsið að sjálfsögðu) og veðrabrigði utan- húss. Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokks: 99 Úttekt á skipu- lagi og aðstöðu út- flutningsverzlunar” Stefnan í skatta- og tolJamálum auð- veldi samkeppni á erlendum mörkuðum TVEIR þingmenn Sjálfstæðis- flokksins, Lárus Jónsson og Sverrir Hermannsson, flytja tillögu til þingsályktunar um samræmingu og eflingu út- flutningsstarfsemi, svohjóð- andi: „Alþmgi ályktar að fela ríkis- stjóminni að gera úttekt á skipulagi og aðstöðu útflutningsverslunar landsmanna og leita leiða til þess að efla og samræma útflutningsstarf- semi fyrir islenzkar framleiðsluvörur og þjónustu. Um úttekt þessa, sam- ræmingu og eflingu útflutningsstarf- semi skal hafa samráð við þá aðila sem nú annast útflutning og mark- aðsstarfsemi. í þessu sambandi skal áhersla lögð á eftirfarandi: 1. að kanna hvort rétt sé og hag- kvæmt að koma á fót samstarfi allra aðila, sem vinna að út- flutningsstarfsemi, m.a. í því skyni að stuðla að á skipulegan hátt almennri kynningu á íslensk um vörum og þjónustu erlendis og þjálfun starfsfólks, sem vinna mun að hvers konar útflutnings starfsemi; 2. að marka enn frekar þá stefnu i skatta- og tollamálum, svo og annarri opinberri fyrirgreiðslu, sem auðveldar íslenskum útflytj- endum samkeppni á erlendum mörkuðum; 3. að kanna hvort rétt sé og hag- kvæmt að samræma eða sameina starf utanrikis- og viðskiptaráðu- neytis á sviði útflutningsstarf- semi og efla starf utanrikisþjón- ustunnar i markaðsmálum." í greinargerð er höfðað til þess fyrir- komulags sjálfstæðrar útflutningsstarf- semi og samstarfs aðila „i skipulegu formi á sviði almennrar kynningar framleiðslu viðkomandi landa og opin- ber fyrirgreiðsla við útflutningsstarf- semi", sem gefizt hefur vel með öðrum þjóðum Hér sé ekki kleift að fara nákvæmlega sömu leiðir í endurskipu- lagningu og eflingu útflutningsstarf- semi, vegna sérstæðra aðstæðna og einhæfni í útflutningsvöru, segja þeir, en mikið megi af öðrum læra. Vitnað er til erindis Pétur Thorsteins- sonar, sendiherra, sem hann flutti á ráðstefnu um utanrikisþjónustu í utan- ríkisviðskiptum, þar sem hann bendir m a á eftirfarandi efnisatriði til athug- unar: 1 Athuga þarf vandlega hvort ekki væri rétt að sameina utanríkisráðu- neytið og viðskiptaráðuneytið á sama stað Nánari tengsl þessara ráðuneyta mundu m a skapa möguleika á meiri kynnum sendi- ráðsmanna af viðskiptamálum og meiri starfsemi sendiráðanna á við- skiptasviðinu 2 Þó að ekki sé ástæða til að stofna af viðskiptaástæðum fleiri sendiráð í bili, hvort sem þau yrðu undir stjórn sendiherra eða viðskiptafull- trúa. þá getur verið ástæða til að hafa við núverandi sendiráð okkar sérstaka viðskiptafulltrúa Og ég held, eins og fyrir 10 árum, að við eigum að hafa slíka fulltrúa vestan- hafs og í Evrópu Við höfum nú viðskiptafulltrúa i Bandarikunum. þ e aðalræðismaður okkar í New York er jafnframt tilkynntur sem viðskiptafulltrúi við sendiráðið i Washington En ég held, að áður en langt um líður ættum við að hafa annan viðskiptafulltrúa við sendiráð okkar i Brússel. í höfuð- borg Efnahagsbandalags Evrópu Hlutverk slíkra viðskiptafulltrúa er m a að auðvelda stofnun við- skiptasambanda. margvíslegar fyrirgreiðslur í sambandi við við- skipti, vörusýningar og ráðstefnu- höld og markaðsrannsóknir og skýrslugerð En hafa verður í huga, að kaup og sölur geta fulltrúar þessir ekki annast Það verða fyir- tækin sjálf aðframkvæma 3 Ég held að athuga ætti vandlega, hvort ekki ætti að setja á stofn á vegum útflutningsyfirvaldanna, hvort sem það yrði viðskiptaráðu- neytið eða sameinað utanrikis- og viðskiptaráðuneyti. sérstaka við- skiptaskrifstofu. þ e upplýsmga- skrifstofu fyrir útlfutninginn, eins óg ég talaði um áðan 4 Mjög er athugandi að koma á fót útflutningsráði Her á ég ekki við sams konar stofnun og útflutnings- ráð Noregs, þ e sérstaka stofnun með eigin skrifstoum og útsendum viðskiptafulltrúum, heldur nefnd skipaða fulltrúum atvinnuveganna útflutningsyfirvöldum til ráðu- neytis, sem kæmi saman reglulega og yrði kölluð til aukafundar þegar sérstaklega stendur á "

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.