Morgunblaðið - 20.10.1977, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.10.1977, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. OKTÖBER 1977 Mannránafaraldurinn á Ítalíu að breiðast út? ÞEGAR Graxiellu Ortiz-Patino var sleppt i síðustu viku hafði hún verið á valdi barnsræningjanna í 11 daga. Hún er fimm ára að aldri og var rænt fyrir utan heimili sitt í þann mund er bifreiðarstjóri fjölskyldunnar var að leggja af stað með hana í skólann. Óstaðfestar heimildir herma að foreldrar telpunnar hafi greitt yfir eina milljón dala — eSa sem svarar um 210 milljónum íslenzkra króna — i lausnargjald. Að fyrirmælum barnsræningjanna var lausnargjaldið skilið eftir á bif reiðastæði við veginn milli Genfar og Lausanne á miðviku- daginn i siðustu viku. Um sólarhring siðar fannst Graziella litla grátandi á bifreiðastæði gistihúss eins við Gen- farvatnið. En þótt þessi sorgarsaga hafi feng- ið farsælan endi þá hafa mann- og barnarán vakið sivaxandi óhug. Rán Graziellu Ortiz Patino var fyrsti glæpur sinnar tegundar i Genf í ald- arfjórðung, og þvi er ekki að undra að þeir, sem hafa leitað til þessarar friðsælu borgar, séu nú uggandi. í Genf búa fjölmargir auðmenn og margir þeirra hafa flutzt þangað á undanförnum misserum frá ítaliu til að flýja mannránafarganið, sem rikir þar i landi. Sama dag og Graziellu var rænt átti sér stað sextugasta mannránið á ítaliu á þessu ári. Fórnarlambið var Giorgio Garbero, fjögurra ára gamall dóttursonur Orfeo Pianelli, sem er auguður iðnrekandi i Torino. Barnið var hrifsað úr kerru þar sem amma hans ók honum heimleiðis eftir að hafa verið með hann i skemmtigarði i nágrenni heimilis fjölskyldunnar. Áður en öryggisvörður, sem var i fylgd með þeim, fékk ráðrúm til að snúa sér við og miða byssu sinni á barnsræningjana, sem voru tveir, var hann sleginn með kylfu og siðan blindaður með efni, sem úðað var framan i hann. Sjónarvottar segja að við svo búið hafi árásarmennirnir dregið drenginn grátandi með sér inn i bil, sem síðan var ekið á braut með ofsahraða. Nokkrum klukkustundum siðar bárust boð frá bamsræningjun- um þar sem þeir gáfu til kynna að drengnum yrði sleppt lifandi þegar timi væri til kominn. Krafa var sett fram um lausnargjald, en fjölskyldur fórnarlambanna eru jafnan tregar til að gefa upplýsingar um upphæðir. Þó er talið að lausnargjaldskrafan vegna Giorgis Garbero sé sú hæsta sem hingað til hefur komið fram — yfir 11 milljónir bandaríkjadala Daginn eftir að Giorgio litla var rænt kom lögreglan þar að sem 21 árs læknastúdent, að nefni Giuseppe Luppino, var í prisund i kofaræfli í útjaðri þorps eins á Suður-ítaliu. Hann hafði verið þar i mánuð, en skömmu eftir að honum var rænt fengu foreidrzr hans óskemmtilega sendingu. Vinstri eyrnasnepill sonar þeirra hafði verið sniðinn af og sú orðsending fylgdi að yrði 500 milljón lira greiðsla ekki innt af hendi mættu foreldramir búast við þvi að fá höfuð sonar sins sent i heilu lagi Þetta mál leiddi óhjákvæmilega hugann að því þegar sonarsyni Paul Ghettys var rænt fyrir fjórum árum. Ræningjar hans skáru af honum hægra eyrað og sendu það til dag- blaðs eins í Róm. Þegar svo var komið féllst Ghetty á að greiða lausnargjald, sem nam nálægt 3 milljónum dala. Giuseppe Luppino var tiltölulega heppinn þegar þess er gætt að frá þvi að Ghetty hinum unga var rænt á sinum tima hefur 218 menns verið rænt á ítaliu. Af þessum fjölda hafa 27 aldrei skilað sér. Lausnargjald fyrir fórnarlömbin hefur hækkað verulega á þessum fjórum árum, og i ár nema samanlagðar kröfur mann- ræningja um 56 milljónum bandaríkjadala, þannig að hér er um að ræða arðbæran „atvinnuveg". Mannræningjarnir snúa sér jafnan beint til fjölskyldna fórnarlambanna Graziella Ortiz-Patino var föl og syfjuleg eftir að hafa verið undir áhrifum svefnlyfja, sem barnsræn- ingjarnir byrluðu henni, þegar hún hjúfraði sig upp að móður sinni i síðustu viku eftir að lausnargjaldið hafði verið greitt. og vara stranglega við því að lögregl- unni verði blandað i málið. Fjöl- skyldumar eiga ekki annars úrkosta en að ganga að kröfum glæpamann- anna, enda yrðu þeir foreldrar vand- fundnir sem ekki væru reiðubúnir að greiða eina milljón dala gegn því að endurheimta barnið sitt þegar samanlagður auður fjölskyldunnar er áætlaður um 300 millj. dala, eins og þegar Ortiz-Patinofjölskyldan á i hlut. Amnesty ásakar stjóm Indónesíu N«*w Vork. 19. októbor. Houtor AMNESTY Inlernatiunal hefur ásakað stjórn Indónesfu um aó hafa síóastlióin 10 ár haldió meira en 100 þúsund pólitískum fönnum í fanKelsum landsins og þá flestum án þess aó mál þeirra hafi komió fyrir dómstóla. Á blaóamannafundi f I.ondon í gær meó mannréttindahreifinf’unni. sem hlaut friðarverðlaun Nóbels 1977, var þaö tilk.vnnt, aó hreyf- inKÍn væri aó skipulegf'ja alþjóð- lega herferö til aö fá þessa fanga lausa. Haft er eftir Huang wen Hsien, yfirmanni Asíudeildar Amnesty, „að í engu öðru landi hefðu svo margir pólitískir fangar verið hafðir i haldi í svo langan tíma án þess að mál þeirra væri tekið fyrir hjá dómstólum.“ Embættismenn Amnesty lögðu fram 150 blaðsiðna skýrslu sem þeir sögðu gefa fyrstu nánu upp- lýsingarnar um aðstæður þessara pólitísku fanga. Þeir sögðu ennfremur að skýrslan væri byggð á frásögnum indónesískra manna og erlendra en stjórn Indónesfu hefði komið í veg fyrir að Amnesty fengi að heimsækja þessa fanga. 1 tilkynningu Amnesty segir, að margir þessara fanga hafi verið handteknir frið 1964 eftir mis- heppnaða tilraun liðsforingja í indónesíska hernum til að steypa stjórn landsins. Mannræningjar teknir á Ítalíu Livwrno 19. októbcr Reutí*r. ÍTALSKA lögreglan handtók i dag þrjá menn, sem voru að reyna að ræna syni auðugs eiganda skipasmíðastöðvar í Livorno. Maður- inn, Tito Neri, særðist á brjósti, en er ekki i lífshættu. Að sögn lögreglunnar komu tveir lögreglumenn aðvífandi i bíl, þar sem ræningjarnir voru að reynað troða Neri inn í bifreið og hófst mikill eltingarleikur, sem endaði með handtöku þremenninganna en hinn fjórði komst undan. Sagði lögreglann að mennirnir væru féiagar í öfgasamtökum vinstrimanna, sem hefðu staðíð fyrir mörgum mannránum og sprengjutilræðum á N-Italíu á undan- förnum tveimur árum. British Airways: Býður mun lægri fargjöld á flugleiðinni Ástralía-Evrópa Sydney 19. október. Reuter FARGJALDASTRlÐIÐ á milli flugfélaga á alþjóðlegum flugleiðum hefur færzt til Astralíu og er útlit f.vrir tilboð lágra fargjalda til og frá Evrópu Bjartsýni ástralskra ferða- manna og reiði Mans Internation- al flugfélagsins var vakin, þegar British Airways tilkynnti aó félagið hefði í hyggju að bjóða ódýrari fargjöld í beinu flugi á milli Evrópu og Astralíu. Tilboð félagsins er tæpum 40 þúsund ísl. krónum lægra en venjulegt gjald á þessari flugieið fyrir fólk sem pantar far með 90 daga fyrirvara og ætlar sér að ferðast utan há- ferðamannatímans. Það er Ijóst að þetta tilboð er svar við boði brezka flugfélagsins sem er i eign Lakers, sem frægt er fyrir lág fargjöld. Flugfélög f Evrópu og Asíu höfðu strax uppi mótmæli. For- ystumenn þeirra héldu því fram, að áætlun British Airways væri byrjun þess að þeir yíirtækju allt flug á milli Ástralíu og Evrópu. Evrópsku flugfélögin eins og Lufthansa hafa áhyggjur af því að ferðamenn muni taka sér feró á hendur til Bretlands og notfæra sér þessi lágu fargjöld og fljúga síðan þaóan á ákvörðunarstað annars staðar í Evrópu. Tals- maður Lufthansa flugfélagsins sagði þegar hann frétti um þetta, að Lufthansa væri fjórða stærsta flugfélagið í heiminum og það væri þvi ljóst að hvorki það né vestur-þýzka stjórnin myndi þola slíkt ástand sem þetta lengi. Rikisstjórn Ástraiíu gerðíst einnig aðili að þessari deilu, þegar hún tilkynnti að stefna þeirra í alþjóðaflugi hefði verið tekin til endurskoðunar. Áætlað er að þeirri endurskoðun ver. lokið í marz á næsta ári, en niður- staða hennar hlýtur að skipta máli fyrir ákvörðun flugfélag- anna um aðgerðir gegn þessu nýja tilboði British Airways. Peternixon, samgöngumálaráð- herra Ástralíu, hefur látið hafa það eftir sér að hann telji, aó stjórnin muni fremur hallast að lægri fargjöldum. Það væri bæði áströlskum og erlendum ferða- mönnum í hag. Flugfélögin styðja mótmæli sín þeim rökum, að það væri aðeins hægt að bjóða lág fargjöld, þegar farþegafjöldinn væri mikill, eins og á flugleið Lakers á milli Bret- lands og Bandaríkjanna. Þeir segja ennfremur að ef boð British Airways stæði leiddi það til þess, að aðeins örfá félög gætu haldið uppi flugi á milli Evrópu og Ástralíu. Fyrsta Concorde- þotan lenti í New York í gær New York 19. október Reuter FYRSTA Concordeþotan lenti á Kennedyflugvelli í New York kl. 15.00 að ísl. tfma, 18 mánuð- um eftir að Air France og British Airways lögðu fram umsókn um lendingarleyfi þar. Var það upphaf mikilla mála- ferla, sem lauk sl. mánudag, er hæstiréttur Bandaríkjanna staðfesti úrskurð áfrýjunar- réttar að ekki væri hægt að neita þotunni um lendingar- leyfi 16 mánaða reynslutíma. Engar mótmælaaðgerðir voru haldnar í New York í dag, eins og andstæðingar Concorde höfðu hótað, en talið að til slíkra aðgerða muni koma, er reglubundið áætlunarflug hefst milli London og Parísar og New York 22. nóvember nk. Frönsk og brezk áhöfn var á þotunni, sen lenti í dag og var flugið ekki farþegaflug heldur merki um sigur stuðnings- manna Concorde. Þotan flaug frá Toulouse í Frakklandi til New York á 3lA klukkustund. Lenti hún með 257 km hraða á klst., sem er svipaður hraði og venjulegar farþegaþotur landa á. Létu flugumferðarstjórar þotuna koma inn til lendingar yfir lítið byggt svæði við Jamaieaflóa. Mun þotan æfa flugtök og lendingar á morgun, þar sem hávaðinn frá henni verður mældur. Castro á Jamaica Kongston, 17. októbrr. Reuter. FIDEL Castro, forseti Kúbu, kom í gær i opinbera heimsókn til Jamaica og stjórnarandstaðan ákvaó að viróa heimsóknina að vettugi. Castro kom í æfingaskipi kúbanska sjóhersins og strangar iryggisráðstafanir voru gerðar vegna komu hans. Stjórnarandstæðingar segj að Jamaicabúar hafi ekki efni á að :aka á móti Castro svo stuttu eftir heimsókn Samora Machel, forseta Mozambique, sem var á Jamaica fyrir einni viku. Þeir telja heim- sóknina líka of mikið álag á her og lögreglu landsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.