Morgunblaðið - 12.11.1977, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.11.1977, Blaðsíða 17
MORQUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1977 17 Nótastöðin, sem trúlega verður fyrirmynd stöðv- arinnar á Norðurgarði EINS og skýrt var frá í Mbl. á sunnudaginn, í samtali blaðsins við hafnarstjórann í Reykjavík, Gunnar B. Guðmundsson, telur hafnarstjóri og hafnarstjórn það aðkallandi mál fyrir Reykjavíkurhöfn, að hér verði riðið á vaðið með að reisa á hafnarbakkanum nótastöð til viðhalds og við- gerða fyrir nótaskipaflota landsmanna. Engin slík viðunandi stöð er til í höfnum landsins núna og telur hafnarstjóri að hægt sé að koma upp á Norðurgarðinum í fiskihöfn Reykjavíkurhafnar slíkri nótastöð á tveimur árum — með nauðsynlegu athafnasvæði Útgerðarmenn og netagerðarmenn hafa sýnt fram- gangi þessa máls áhuga, enda vita þeir bezt um hina miklu þörf fyrir slíka stöð. Mynd þessi er af norskri nótastöð í námunda við Bergen Ekki er talið ósennilegt að^ hin væntanlega nótastöð Norgurgarði verði svipuð að útliti. Nótaskipin geta lagzt upp að hafnarbakkanum framan við stöðina, er þá nánast leikur einn að taka nótina beint úr skipi og inn í stöðina — og um borð í skipið aftur að lokinni vinnu við nótina Loðnunæturnar, sem nótaskipin eru með, vega þurrar milli 18—20 tonn Þegar þær eru teknar úr skipi til viðgerðar blautar munu þær vera nær 25 tonn á þyngd Fluttir inn 6.187 bílar fyrstu níu mánuði ársrns HAGSTOFA Isiands hefur senl frá sér skýrslu um bifreiðar sem tollafgreiddar hafa verið mánuð- ina janúar til september 1977 eft- ir tegundum o.fl. Kemur þar fram að alls hafa verið fluttar inn á þessu tfmabili 6.187 bifreiðar, þar af 400 notaðar, en á sama tfma í fyrra 3.490 þar af 290 notaðar. Verða hér á eftir raktar nokkrar tölur úr skýrslunni og eru tölur f svigum frá fyrra ári. Alls hafa verið fluttar inn 5.430 fólksbifreiðar (2.940) þar af 121 með dieselhreyfli (118). Notaðar bifreiðar 325 (235). Þá voru flutt- ar inn 168 nýjar sendibifreiðar (129) og 7 notaðar (8), 173 vöru- bifreiðar (111) þar af 96 með dieselhreyfli (68) og 46 notaðar vörubifreiðar (27). Aðrar bifreið- ar alls 38 (40) þar af 16 nýjar (20). Sé litið aðeins á mánuðina júlí til september kemur i ljós að inn hafa verið fluttar 2.038 nýjar fólksbifreiðar, 136 notaðar, 45 sendibifreiðar nýjar og 3 notaðar, 83 nýjar vörubifreiðar og 15 not- aðar, aðrar bifreiðar 6 og 8 notað- ar. Af einstökum tegundum hefur mest verið flutt inn af Skoda, alls 513, i öðru sæti er Lada 315 og í þriðja sæti Ford Cortina 226. Af tólf tegundum hefur verið flutt meira inn en 100 bilar. Flestar vörubifreióar sem hafa verið fluttar inn eru af gerðinni Datsun 31 og Mazda 20 þ.e. bílar undir 10 tonnum og 19 af gerðinni Scania af bilum sem eru yfir 16 tonn. Flestar sendibifreiðar eru af gerðunum Ford Econoline, Renault og Volkswagen, 28 af hverri gerð fyrir sig. Listkynning á Húsavík og Akureyri LISTASAFN íslands efnir til fyr- irlestra á Húsavík og Akureyri um helgina. Fyrirlesturinn „Staf- róf myndarinnar“ verður fluttur i félagsheimilinu á Húsavik föstu- daginn 11. nóv. kl. 20.30. í Menntaskólanum á Akureyri verða haldnir tveir fyrirlestrar, sá fyrri ,,Að skoða og skilgreina myndir" laugardaginn 12. nóv. kl. 14.00 og sá seinni „Upphaf abstraktlistar á islandi" sunnu- daginn 13. nóv. kl. 16.00. Fyrirlestari er Ólafur Kvaran listfræðingur. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Stuðningsmenn Jóhönnu Sigurðardóttur í prófkjöri Alþýðuflokksins vegna n.k. alþingiskosninga, sem fara fram í dag og á morgun, hafa opnað skrifstofu prófkjörsdagana að Kleppsvegi 33, (skrifstofa Kassagerðar Reykjavíkur), þar sem allar upplýsingar og aðstoð eru veittar varðandi prófkjörið. Simi 38383 STUÐNINGSMENN Opið hús í dag frá kl. 10—16. Komið og skoðið hin ýmsu fram- leiðslustig við gerð leirmuna. Matar- og kaffisett, blómapotta, skrautlampa, vasa, platta, ösku- bakka og m.fl. GLIT HÖFÐABAKKA 9. SÍMI 85411. ■\ Happdrætti Sjálfstæðisflokksins DREGIÐ í KVÖLD Afgreiðslan í Sjálfstæðishúsinu, Háaleitisbraut 1 eropin í dag til kl. 23.00. Sími 82900 GREIÐSLA SÓTT HEIM EF ÓSKAÐ ER

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.