Morgunblaðið - 10.05.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.05.1978, Blaðsíða 2
34 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ 1978 FYRIR ckki ýkja lönKU kom út bók eða hefti. sem lætur ekki mikið yfir sér og ber hinn hógværa titil Textar 1. Þar hefur borvarður Helgason safnað á einn stað leikþáttum og útvarpsleikritum. alls fjór- um verkum en Letur prentar og gefur út. bótt hávaðalaust hafi verið um útkomu bókar- innar. þótti Mbl. engu að síður ástæða til að hitta Þorvarð að máli ok grennslast hjá honum um þessa útgáfu og sitthvað fleira sem hann er að sýsla við um þcssar mundir. „Ef útgefandinn treystir sér til og þessi útgáfa gengur eitthvað kann svo að fara að Rabbað við Þorvarð Helgason rithöfund um nýtt rit- safn og ný viðfangsefni manneskja," svarar hann. „Kveikjan til dæmis að fyrsta einþáttungnum er myndin af þessum andstæðu persónum, annars vegar manneskjunni sem hefur staðið í stað og beðið átekta og hins vegar manninum er leitar lífshamingjunnar eða gamansins i lífinu. Mig langaði þarna til að nálgast þetta viðfangsefni á dálítið nýstár- legan hátt, ekki eins og venju- legur leikritahöfundur heldur með svolítið öðrum listrænum aðferðum. Manneskjan segir ekkert, bregst aðeins við frá- sögninni en síðan er reynt að lýsa viðbrögðum hennar, hvernig hún losnar við þessa áþján og hverfur aftur í tíman- verið sýndir þar til skamms tíma ef ekki ennþá. Nú segja sumir að absúrdisminn sé að syngja sitt síðasta — ég skal ekkert segja um það en eitt er víst að hann hefur í það minnsta opnað leikritaskáldum ýmsa nýja möguleika og skilur þannig spor sín eftir. Annars er vert að hafa í huga að það er ákaflega erfitt að setja allt undir einn hatt sem skrifað hefur verið í nafni absúrdismans, þeir eru til að mynda ákaflega ólíkir skáld- bræðurnir Becket og Ionesco þótt jafnan séu settir á sama bás í bókmenntasögunni." En hvers vegna er fjarstæðu- leikhúsið á undanhaldi? Þor- varður bendir á að absúrdism- minna mæli en aðrar þjóðir held ég, vorum svona svolítið stikkfrí eða utangarðs, eins og við erum reyndar meira og minna í öllu því sem er að gerast í heiminum enn í dag“. Þorvarður tekur samt fram í þessu sambandi að af þeim 4 sviðsetningum er hann hafi séð á Beðið eftir Godot, hafi honum þótt sýning Baldvins Halldórs- sonar hjá Leikfélagi Reykjavík- ur næstbest þeirra. „En þessi sýning gekk ekki neitt hér, því að fólkið hafði ekki þörf fyrir þessa nýlundu — því hafði liðið alltof vel.“ Hann heldur því fram á hinn bóginn að í öðrum þáttunum sem í bókinni eru, sé hann búinn „Við þurfum að komast býsna katastrófunni til hún komi að framhald verði á,“ sagði Þor- varður þegar hann var að því spurður hvort tölustafurinn í titli bókarinnar gæfi til kynna að hann ætti fleira í fórum sínum. „Það sem ég hef tekið í þessa bók eru tveir einþáttungar fyrir leiksvið og er annar þeirra, Rósamunda, reyndar elzta verk- ið í bókinni og skrifað á árunum 1%2—63 en hinn þátturinn — Síðasta viðtal dagsins er frá síðasta ári. Útvarpsleikritin eru bæði skrifuð einhvern tíma á árunum 1965—68 og Afmælis- dagurinn var það fyrsta sem flutt var eftir mig árið 1969 en Sigur hefur bæði verið fluttur í útvarpi og síðan sjónvarpi." Um hvað fjalla svo þessi verk Þorvarðs? „Úm iífið sennilega og hvernig er að vera um. Ég er ekki að segja að þetta sé snjöll eða sérlega frumleg hugmynd, en hún sýnir að á þessum árum lágu ýmsir hlutir í loftinu, draumar og alls kyns fjarstæðukenndir hlutir." Þorvarður viðurkennir einnig að í flestum fyrstu verkum sínum sé hann nokkuð hallur undir absúrdismann, fjarstæðu- leikhúsið. „Þetta var sú bók- menntastefna sem bar auðvitað mest á þegar ég var ungur maður," segir hann. „Ég stæri mig líka oft af því að hafa séð Beðið eftir Godot í fjórum þjóðlöndum og þar á meðal fyrstu sviðsetninguna í París. Það var ansi mikil reynsla fyrir mann. Um líkt leyti gengu einþáttungar Ionesco í leikhúsi þarna skammt frá og hafa víst inn sé sprottinn af reynslu mannkyns í stríðinu og ein- kennist af vissum þunga í tilfinningalegri afstöðu. „En svo breytist þetta með tímanum eftir því sem nýjar kynslóðir komá til sögunnar, ungt fólk sem orðið hefur fyrir öðrum vonbrigðum eða á eftir að verða fyrir annars konar von- brigðum," segir Þorvarður. Blaðamaður hefur orð á að honum þyki absúrdisminn aldrei hafa náð verulegri fót- festu hér á landi. „Nei, það er áreiðanlega rétt. Þar kemur vafalaust til bæði landfræðileg og söguleg sérstaða íslands í seinni heimsstyrjöldinni. Þessi beina reynsla af styrjaldar- átökunum og hörmungum þeirra, við fengum hana í miklu að yfirvinna þessi áhrif frá absúrdismanum og hann kominn á önnur mið. „Hinn einþátturungurinn fyrir leiksvið er allt öðru vísi — um mann sem er ofurnæmur fyrir sjálfum sér og heyrir fólk segja ýmislegt um sig sem það segir alls ekki. I Afmælisdegi er lýst vissri til- raun til að öðlast frelsi í lífsbaráttunni, en þar er kannski á ferð eitthvað sem íslendingar skilja, því að hér hafa menn verið að þræla og puða og týna sér í brauðstritinu alveg frá því að kreppunni lauk og herinn kom til landsins." Þorvarður á í handraðanum fleiri leikrit en hann segist samt hafa meiri áhuga á því að birta smásögur í Textum 2 ef af þeirri útgáfu verður og þá fremur , ,Kúgunin jafnmikil og á tímum Stalíns” Eftirfarandi viðtal birtist í bandariska vikuritinu „News- week“ hinn 27. marz síðastlið- inn. bað er blaðamaður „News- week“ Steven Shabad sem ræðir við Sovétmanninn Pyotr Grigorenko hershöfðingja, en hann var sviptur sovéskum ríkisborgararétti í febrúar. SHABAD: Sovésk yfirvöld sviptu þig ríkisborgararétti í fyrri mánuði. Nú hafa þau einnig svipt Rostropowich og Vishnevskaya ríkisborgararétti. Hvaða' augum lítu þú þessar aðgerðir ráðamannaanna í Moskvu? GRIGORENKO: Ég er reiður. Mjög reiður. Vegna þess að það er óleyfilegt að svipta menn ríkisborgararétti. Sovétríkin eru opinberlega að snúa baki við þeim skilyrðum, sem þau lofuðu 1 að fullnægja er þau gerðust meðlimir í Sameinuðu þjóðun- um. Þau haga sér líkt og hernámsstjórn, — hernáms- stjórn er óttast þá er berjast gegn henni. Hvaða miska hafa Rostropovish og Vishnevskaya gert Sovétríkjunum? Þeir veg- sömuðu þau. Ég óttast að þetta sé fyrirboði um meiri kúgun í Sovétríkjunum. Hvað þýðir svipting ríkisborg- araréttinda fyrir þig? Það er ekki til verri refsing en að vera afneitað af eigin landi. Ég kysi heldur að eyða ævidög- um mínum á geðveikrahæli (í Sovétríkjunum) en að búa við þau góðu lífsskilyrði, sem eru í Bandaríkjunum. Þess vegna hef ég farið þess á leit við ráðamenn í landi mínu að þeir leyfi mér að snúa aftur til Sovétríkjanna og verja mál mitt í opnum réttar- höldum. Mér er sama þó þeir dæmi mig, þó ég dvelji ailt mitt líf í fangelsi eða á geðveikar- hæli. En ég vil að almenningur fái að sjá í opinberum réttar- höldum, að ég var sviptur ríkisborgararétti mínum án dóms og laga. Áttir þú von á því þegar þú yfirgafst Sovétríkin að þú fengir ekki að snúa þangað aftur? Nei. Hefði mig grunað það, hefði ég aldrei farið þaðan. Mér voru gefnar upplýsingar um hvernig sovéskir þegnar eiga að haga sér er þeir bregða sér til útlanda, og ég fylgdi þeim reglum í einu og öllu. Hvernig útskýrir þú aðgerðir Sovétstjórnarinnar í sambandi við mál Anatolys Shchar- anskys? Að mínu mati er ekkert vit í því að handtaka Shcharansky. Hann er ekki njósnari, það er ég sannfærður um. Sovétstjórninni tekst aldrei að sanna að hann sé njósnari, hvorki í opnum réttar- höldum né með opinberri rann- sókn. Eina leiðin til að bjarga honum er að halda áfram baráttunni fyrir að KGB (sovéska leynilögreglan) sleppi honum úr haldi. KGB dæmir hann ekki, ef hún verður fyrir miklum utanaðkomandi þrýst- ingi, hún kemur sér einhvern veginn hjá því að kveða upp dóm í máli hans. Ert þú ánægður með stefnu Bandaríkjanna í málefnum Sovétríkjanna? Carter Bandaríkjaforseti markaði skýra stefnu í byrjun, þegar hann ákvað að siðalögmál skyldu vera aðalmælikvarðinn í alþjóðlegum samskiptum. Én þegar hann vék frá þeirri stefnu sinni hætti ég að skilja hvað hann væri að fara. Á Bel- grað-ráðstefnunni gerðu Banda- ríkin allt sem í þeirra valdi stóð til að móðga ekki Sovétríkin. Lokayfirlýsing ráðstefnunnar þurfti ekki að hljóða eins og raun bar vitni (Vesturveldin létu undan kröfu Aust- ur-Evrópuríkjanna og ekki var minnzt á mannréttindamál í henni). Mér finnst einnig að Vesturveldunum beri skylda til að vernda félaga í sovésku Helsinki-mannréttindanefndinni Af 40 félögum hennar situr 21 í fangelsi og tveir hafa þegar verið dæmdir. Þeir gerðu sig ekki seka um neina glæpi, utan hvað þeir létu frá sér fara yfirlýsingu um mannréttinda- ákvæði Helsinki-sáttmálans. Hvað mikið hefur áunnizt í mannréttindamálum síðan Stalín var við völd í Sovétríkj- unum? Núna eru engar fjölda- hreinsanir í gangi, en í raun er kúgunin jafnmikii og hún var þá, , yfir apdófsmenn ná engin lög í Sovótríkjunum. Sem fyrr hefur KGB ótakmörkuð völd. Ef þau völd verða ekki skert, getur svo farið að fjöldahreinsanir verði aftur teknar upp. Nútíma- þjóðfélagið í Sovétríkjunum er sjúkt, mjög sjúkt. Ég held að ef efnahagslegt og lagalegt frelsi yrði leyft í landinu batnaði þjóðfélagið mikið. Og yrði frjáls blaðamennska leyfð í landinu batnaði þjóðfélagið mun fyrr. Þannig tel ég að hægt yrði að bæta sovéskt þjóðfélag: eftirlát- ið íbúunum frelsi til að leysa þau vandamál, sem ósanngjarn- ir leiðtogar hafa skapað. Komist ung stjórn til valda í Sovétríkj- unum álít ég að hún skilji hvað gera þurfi. Éf til vill lifi ég ekki til að sjá von mína rætast. En að mínu mati verður fósturland mitt senn í fremstu röð þróunarlanda heims.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.