Morgunblaðið - 10.05.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.05.1978, Blaðsíða 12
44 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ 1978 UTAMbJL „Kristileg lýðræðisstefna er borgaraleg og hófsamleg. Hún er ,'kki andlaus hentistefna, dýrkun meiri hlutans, dans í kringum gullkált.“ eftir Hannes Hólmstein Gissurarson Maðurinn og málefnið „Hver er eftirlætisstjórnmálamaður þinn?“ Þessi spurning kom mér í nokkurn vanda, þegar ég var spurður hennar af áhugamanni um stjórnmál. Eg svaraði þó eftir nokkra umhugsun: „Konrad Adenauer". Svarið kom spyrjandanum á óvart. Eftirlætisstjórnmálamaður hans var John F. Kennedy. Aðrir dæmigerðir eftirlætisstjórnmálamenn eru Charles de Gaulle, Winston Churchill, Franklin Delano Roosevelt og aðrir stjórnskörung- ar, stórmenni og glæsimenni, sem hafa vakið von eða hrifningu fjöldans. Hvers vegna varð Adenauer fyrir vali mínu, en ekki einhver þeirra? Til þess eru nokkrar ástæður. í fyrsta lagi er ég ekki mjög næmur fyrir því, sem Max Weber kallar „náðarvald" eða „charisma“ foringjans. í stjórnmálum eiga menn að vera alls gáðir, en ekki í hrifningarvímu. Ég tek málefnin fram yfir mennina, held, að almenn eftirsókn eftir „sterkum mönn- um“ í lýðræðisríkjunum sé tilraun almennings til að kasta af sér ábyrgðinni, sem frelsinu er samfara. Ég reyni að dæma menn eftir verkum þeirra, en ekki viðmóti. í öðru lagi er Adenauer sá, sem hafði í samvinnu við frjálslynda hagfræð- inginn Ludwig Erhard forystu um siðferðilega og efnahagslega viðreisn Þýzkalands eftir heimsstyrjöldina síðari. Menn muna heldur eftir þeim, sem leggja allt í rústir, en hinum, sem reisa það við, þeir muna heldur eftir Hitler en Adenauer. í þriðja lagi voru verk hans til marks um rétt viðhorf að mínum dómi. Stjórnmálastefna hans var kristileg lýðræðisstefna, borgaraleg, hófsamleg. Hún var ekki andlaus hentistefna, dýrkun meiri hlutans, dans í kringum gullkálf, eins og flestra nútímastjórnmálamanna, heldur stefna frelsis og siðferðilegs aðhalds, hvorki of né van. Ég held, að í ólgusjó nútímans sé sú kjölfesta frelsis- ríki án réttlætis annað en stofnun stigamannahóps?" — eins og Ágústinus kirkjufaðir. Þeir telja, að vald ríkisins takmarkist af rétti einstaklinganna, fylgja réttarstefnunni. Skarpskyggnustu kennimenn réttarstefnunnar eru að mínu viti miðaldaheimspekingurinn heilagur Tómas frá Akvínó, samtímamaður Snorra Sturlusonar, þýzki heimspeking- urinn Immanúel Kant, samtímamaður Skúla fógeta Magnússonar, og heimspek- ingurinn, hagfræðingurinn og lögfræð- ingurinn Friedrich A. von Hayek (nóbels- verðiaunahafi í hagfræði 1974). Allir skilja þeir það, að lögin eiga að lúta siðferðinu, að frelsi hvers einstaklings takmarkast af sama frelsi annarra einstaklinga (Er nokkur stjórnmálavandi til á ey Róbins ns Krúsos?) og að úrlausnarefni stjórnmálanna er að draga mörkin á milli þeirra. 1 Markaðskerfið og lýðræðisskipulagið Markaðskerfið er réttlátt, það er reglukerfi utan um sjálfsákvörðunarrétt einstaklinganna (en hann er ekki hægt að rökstyðja vísindalega, hann er kominn undir trúnni). Markaðskerfið er hagkerfi, þar sem einstaklingarnir taka sjálfir ákvarðanir (og ásinn kostnað) um framleiðsluna, neyzluna og fjárfesting- una, ríkið tekur þær ekki fyrir þá, einstaklingarnir ákvarða þarfir sínar og fullnægja þeim sjálfir. Þær ákvarðanir einar, sem einstaklingarnir geta ekki tekið sjálfir af einhverjum ástæðum, á að taka með atkvæðagreiðslu að dómi sannra lýðræðissinna. Vegna þeirra einna og hinnar almennu reglu er ríkið nauðsynlegt. Sannir lýðræðissinnar reyna ekki að auka vald meiri hlutans yfir minni hlutanum, heldur vald ein- staklinganna, hvers og eins, yfir sjálfum sér, dreifa valdinu eins og hægt er til þeirra. Frelsið á að ráða, en ekki meiri hlutinn (nema í því, sem nauðsynlegt er): sá er munurinn á frjálsræðisstefnu („libertarianism") og meirihlutaræðis- stefnu („majoritarianism"), sem báðar eru þó taldar lýðræðisstefnur. sinni, Einstaklingshyggju og hagkcrfi („Individualism and Economic Order“): „Við þá alménnu kristilegu skoðun, að einstaklingurinn eigi að hafa frelsi til að fylgja samvizku sinni í siðferðilegum efnum, ef athafnir hans eigi að hafa eitthvert gildi, bæta frjálslyndu hagfræð- ingarnir þeirri kenningu sinni, að hann eigi að hafa frelsi til að nota sjálfur sérþekkingu sína, verksvit og hugvit." Kristin trú og alræðisstefna Frjálshyggja og kristin trú fara saman, þótt menn geti að vísu verið frjálslyndir Marx getur ekki farið saman við kristna trú: Hún er önnur trú. Maður getur ekki verið hvort tveggja, múhameðstrúar og kristinnar trúar, og hann getur ekki heldur verið bæði marxtrúar og kristinn- ar trúar. Kenning Marx er heimsskoðun og söguskoðun, skoðun á tilgangi manns og heims. Húner keppinautur kristinnar trúar. Fylgismenn ennar hljóta að hafna því, sem gerir kristna trú að kristinni trú. Sjálfur sagði Marx (í grein sinni, Gyðingavandanum. árið 1843), að trúin væri „vímugjafi almennings" og átti við það, að hún dræpi allar umbætur í dróma, með því að trúaðir menn horfðu einungis til himna. Sá var dómur hans um kristna trú. En kristnir menn eru athafnasamir umbótamenn — ef þeir eru sannkristnir. Ólíkar siðaskoðanir Eru siðaskoðanir marxsinna og krist- inna manna líkar? Öðru nær. Marxsinnar stofna himnaríki á jörðu, sem verður reyndar helvíti, en kristnir menn vita, að himnaríki finna menn einungis í hjörtum sínum. Marxsinnar halda, að maðurinn verði fullkominn í „fyrirmyndarríkjum" þeirra, en kristnir menn vita, að einstaklingurinn getur aðeins fundið fullkomnun í Guði — með því að fullkomna siðgæði sitt. Marxsinnar draga menn í stéttardilka og reyna að efna til ófriðar með þeim, en kristnir menn telja alla menn bræður. Marxsinnar viður- kenna ekki rétt einstaklinganna, en kristnir menn viðurkenna engan annan rétt en einstaklinganna. Það er engin tilviljun, að í alræðisríkjum kommúnista og fasista hefur kirkjan verið rammasti andstæðingur valdsmannanna. Alræðis- stefna, hvort sem hún er kennd við kommúnista eða fasista, er tilraun til að gera stjórnmálin að trúmálum (enda minna kommúnistaflokkar mjög á sértrú- arsöfnuði í öllum háttum). Alræðissinnar vilja ráða öllu, einnig siðgæði og trú einstaklingsins. Þess vegna stunda kommúnistar „heilaþvotta" og „endur- hæfingar". En frjálslyndur maður kann að gera greinarmun á trúmálum og KRISTILEG LÝÐRÆÐISSTEFNA ins nauðsynleg, sem siðakenning krist- innar trúar er, og því ætla ég að ræða um kristilega lýðræðisstefnu i þessari grein — ræða um málefnið, en ekki manninn. íslendingar geta margt lært af Þjóðverj- um, sem hafa gert mikil mistök á þessari öld. Kristin trú og lýðræðisstefna Sú skoðun er alltof algeng, að siðakenn- ing kristinnar trúar fari ekki saman við stjórnmálakenningu frjálslyndra manna, stuðningsmanna markaðskerfisins (kapí- talismans), frjálshyggju. Hún er röng, því að siðakenning kristinnar trúar er í rauninni forsenda markaðskerfisins. Kenning Krists er skýr: „Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig!“ Maðurinn á með öðrum orðum að gera alla aðra menn jafngilda sjálfum sér. Hann á að Ieggja sama mælikvarðann á alla menn. „Dæmið ekki, til þess að þér verðið ekki dæmdir, því að með þeim dómi, sem þér dæmið, verðið þér dæmdir,“ sagði Kristur í Fjallræðunni. Bræðralagshugsjón kristinnar trúar er sú, að enginn eðlismunur sé á mönnum eftir kynþáttum, þjóðum eða stéttum. Þeir eru allir menn, hafa allir sál (hvort sem flokka ber þá „yfirmenni" eða „undirmenni“, „öreiga eða „borgara", eftir flokkunarreglum farísea nútímans, róttæku menntamannanna). Hvaða stjórnmálalegu ályktun ber að draga af þessari siðferðilegu forsendu? Þá álykt- un, að allir menn hafi sama réttinn til frelsis Og að þetta réttarhugtak sé frumhugtak stjórnmálanna: Manngildið felur í sér mannhelgina. Krafan um réttlæti — en það er, að einstaklingarnir njóti allir sama réttar að lögum, að almenn mannréttindi séu virt af valdhöf- um — er sú krafa, sem frjálslyndir menn gera til ríkisins. Þeir spyrja: „Hvað er Réttarsinninn veit, að einstaklingarnir hafa rétt og að ríkið eða „þjóðfélagið" hefur engan rétt. „Félagslegt“ réttlæti er ekki til, engin réttlát skipting lífsgæðanna er til, aðeins réttlát skipti einstaklinganna á þeim, enda er enginn mælikvarði til á rétt verð vöru, á efnahagsleg verðmæti, annar en markað- urinn, eins og heilagur Tómas frá Akvínó gerði sér fulla grein fyrir. „Félagshyggja" eða „samhyggja" (sósíalismi) er af þessum sökum órökrétt. Andstæðingar hennar, frjálsh.vggjumenn, hafna hóp- hyggjunni og velja einstaklingshyggjuna. Einstaklingshyggja er kristileg mann- h.VKgja: Eiga menn ekki að elska sjálfa sig eins og náunga sinn, ef þeir elska náungann eins og sjálfan sig? Slík sjálfsást er ekki eigingirnd, heldur sjálfsvirðing. Eins'taklingshyggja er í rauninni sú skoðun, sem Immanúel Kant kom orðum að, að einstaklingurinn eigi ekki einungis að vera tæki í höndum annarra, heldur einnig tilgangur í sjálfum sér. „Hvíldardagurinn er manns- ins vegna, en maðurinn ekki hvíldardags- ins vegna,“ sagði Kristur.Fátt er frelsinu hættulegra en sú skrípamynd af ómann- úðlegri frjálshyggju, sem andstæðingum hennar héfur tekizt að draga upp í huga almennings með aðstoð þeirra stuðnings- manna hennar, sem eru moðhausar. Jónas Haralz sagði eins og satt var í ræðu sinni á landsfundi Sjálfstæðisflokksins 1973, að „lýsing sósíalista og annarra skipulagshyggjumanna á starfsemi markaðskerfisins væri framúrskarandi einhliða og byggðist raunar að miklu leyti á hreinum skilningsskorti.“ Aflvél markaðsbúskaparins er ekki ágirndin, heldur friðsamleg samvinna frjálsra manna þannig að þeim sé ekki meinað af ríkinu að skipta við \>á, sem bjóða hagkvæmustu kjörin að þeirra mati. (Frelsið er einnig frelsi til að taka öðrum boðum, telja annað meira virði en peninga.) Friedrich von Hayek reit í bók án þess að vera kristnir. En geta þeir verið kristnir og þó fylgt alræðissinnum, fasistum eða kommúnistum? Því hafa fáeinir menn haldið fram. Kenning Marx er vinsælasta kenning alræðissinna nú á tímum, og Erich Fromm og öðrum marxsinnum hefur orðið skrafdrjúgt um „mannúðlega samhyggju" (húmanískan sósíalisma) og dregið kristna trú (og zen-búddisma!) inn í umræðuhring hans. Minni spámennirnir á Islandi, til dæmis Guðsteinn Þengilsson og Hjalti Krist- geirsson, hafa í ræðu og riti kallað margt líkt með kenningum kristinna manna og marxsinna, talið sáttargerð kristinnar trúar og kenningar Marx æskilega. Skáldið Jón Helgason orti ágæta vísu um óvelkomna gesti í gullsölum himnanna. ... En ég ætla þó aö gefa máli þessara manna örlítinn gaum. Marx var trúmaður með vissum hætti. Hann var mannkyns- frelsari, sem þrumaði yfir syndugum lýðnum, steig á stól og steytti hnefa eins og spámaður úr Gamla testamentinu, enda Gyðingur að ætt: Dómsdagur var heimsbyitingin, öreigarnir voru þjóðin útvalda, þeir voru verkfæri Guðs (en Guð heitir „Sagan“ á máli marxsinna), og guðsríki var stéttlaust sælulandið. Fylg- ismenn Marx eiga bæði helgirit og smyrlinga í grafhýsum, þeir hafa klofnað í „kirkju“deildir, ein er í Moskvu, önnur í Peking og villutrúarsöfnuðir á Vestur- löndum, og þeir deila um skilning helgiritanna. Heimspeki þeirra er í sumu lík heimspeki fylgismanna heilags Tóm- asar frá Akvínó (eins og heimspekingur- inn Brynjólfur Bjarnason bendir á í bók sinni, Lögmáli og frelsi). Og afltaug marxsinna er sú tilfinning, að mennirnir lifi ófullkomnu lífi og það verði að bæta, en henni deila þeir með kristnum mönnum. Þeir hafa sumir samúð með lítilmagnanum, minnsta bróður okkar. Vissulega er margt líkt með kristinni trú og kenningu Marx — eða narxtrú. En það er nákvæmlega þess vegna, sem kenning stjórnmálum, á því, sem er Guðs, og hinu, sem er keisarans. Honum er það í sjálfsvald sett, hvort hann kallar sig kristinn eða ekki. Guð sinn finnur hann sjálfur. Frjálshyggja er stjórnmálaskoðun. sem er að sönnu kristinnar ættar, en kenning Marx er trúarskoðun. Það gerir gæfumuninn. Stefna Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokknum svipar að mínu viti til kristilegu lýðræðisflokkanna á meginlandi Norðurálfu. Á landsfundi hans 1977 var þessi samþykkt gerð: „Kristin kirkja hefur um aldir mótað að miklu leyti hugsunarhátt íslenzku þjóðar- innar. Einn fegursti samfélagslegi ávöx- urinn af áhrifum kristinnar trúar er lýðræðið með mannhelgi sinni, frelsi og gagnkvæmri ^b.vcgðarskyldu þegnanna. Lýðræðið trv'ggir h siðferðisþroska þegn- anna or er sprottið upþ af kristnu hugarfari. Það er jafnsterkt því hugarfari og stendur og fellur með því. Þess vegna ber að styrkja kristna kirkju og efla áhrif kristinnar trúar í öllum uppeldisstörfum á heimilum og í skólum. Þar er undirstaðan lögð. Hlutverk stjórnmála- manna á að vera útfærsla kristinnar grundvallarhugsjónar á sem flestum sviðum samfélagsins." Ég tek undir þessa samþykkt, Stjórnarfarið í lýðræðisríkjum er komið undir hugarfari borgaranna. Og enn á það við, sem Gunnar Gunnarsson skáld sagði í ræðu sinni, Vestrænni mcnningu og kommúnisma, á fundi Heimdallar, samtaka ungra Sjálfstæðis- manna í Reykjavík, árið 1954: „Enginn, sem eitt sinn hefur áttað sig á því, mun tilleiðanlegur að láta Fjallræðuna í skiptum fyrir feigðargaldra þeirra manna, sem á vorum dögum öllum öðrum fremur eru haldnir ergi gerræðis og grimmdaræðis.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.