Morgunblaðið - 10.05.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.05.1978, Blaðsíða 14
46 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ 1978 Vidtal vid Baldur Brjánsson Baldur sker upp í sjónvarpssal. flögraði náttúrlega upp úr kassan- um, en ég leiddi það alveg hjá mér, fleygði kassanum aðeins til hliðar og byrjaði á næsta atriði. Var ekki að sjá að hin óvænta uppljóstrun gestsins hefði nokkur áhrif á aðra viðstadda. Hefði þurft að flýja land Hvaða töfrabrögð þykir þér skemmtilegast við að eiga? „Án efa sígarettutöfrabrögð," segir Baldur, og handleikur síg- arettupakka á borðinu af mikilli ákefð. „Margir reykja og því er þetta mjög nátengt almenningi. Galdurinn sjálfur er í því fólginn að láta sígarettur hverfa og koma aftur, draga logandi sígarettur út úr loftinu, upp úr vösum og af gestum. Hins vegar hafa áhorfendur mest gaman af að sjá krassandi töfrabrögð með góðlátlegu gríni. Helzt þarf fólkinu að hrylla við göldrunum, þannig að það geti með herkjum horft á þá. Þá muna áhorfendur betur eftir brögðunum og hafa gaman af að segja frá þeim. Núna er ég til dæmis með töfrabrögð þar sem ég gleypi rakvélarblöð, og ég veit að fólk hefur mjög gaman af þannig brögðum. Um daginn stóð kona úti í sal upp og signdi sig þegar ég var búinn að gleypa eitt blað, og hún var svo alvarleg að engum kom til hugar að hlæja að henni.“ Nú komst þú um daginn fram í sjónvarpi og skarst sjúkling upp, var erfitt fyrir þig að gera þann uppskurð? „Eg hef aldrei lent í annarri eins lífsreynslu," svarar töframaðurinn og glottir. „Þegar ég kom fram í Kastljósi gerði ég mér enga grein fyrir hvað ég var að segja, og það var ekki fyrr en eftir á að ég sá hvernig í pottinn var búið. Sjón- varpið hringdi í mig á laugardegi og bað mig að koma fram í þætti sem átti að taka upp næsta miðvikudag. Nú, ég hafði ekki minnstu hugmynd um hvernig ég átti að fara að þessu, enda þótt ég kannaðist við handbrögð anda- skurðlæknanna. Allan laugardag „Atvinnusvindlarar og töframenn eru heiðar- legustu menn í heimi” þetta hafi verið illa gert. Náttúr- lega varð ég að hafa eitthvert grín í uppskurðinum og þvi ákvað ég^ið nema burt egg úr manninum, hitt sem ég tók burtu var súpukjöts- tægja. Áður en ég skar upp í sjónvarps- sal var mikið talað um andaskurð- lækningar, en síðan þá hefur ekkert heyrst um andaskurðlækn- ingar. Andalækningasinnar eru alveg mát.“ Af hverju komstu fram í sjón- varpinu? „Nú, andaskurðlækningar og annað kukl eru efni sem höfða mikið til mannsins. Mig langaði bara til að sýna fram á að menn þurfa ekki að hafa neina yfirnátt- úrulega hæfileika til að geta skorið mann upp. Þegar maður veit hve mikið er af alls konar gabbi og plati í heiminum, fer ekki hjá því að maður sé tortrygginn. En það er með andaskurðlækning- ar eins og annað, að þegar fólk bítur þær í sig, er erfitt að koma því ofan af skoðunum sínum. Ég trúi sjálfur auðvitað ekki á andaskurðlækna og huglækna, og ekki heldur á miðla og drauga. Það mun ég ekki gera fyrr en ég verð fyrir einhverri dulrænni reynslu." Laddi var leiðinlegur Hefur þú aldrei verið með dáleiðslu á dagskrá þinni? „Nei, ég hef lítið gert af því, og aldrei hef ég dáleitt áhorfendur. Það er ósjaldan sem ég skemmti fólki undir áhrifum áfengis og þá geta eftirköst dáleiðslu verið nokkuð slæm, viðkomandi geta fengið höfuðkvalir og fundið til vanlíðunar. En ég hef stundum dáleitt aðra skemmtikrafta sem hafa komið fram með mér. Á þriðjudaginn ætlaði ég t.d. að dáleiða Halla og Ladda. Það gekk þó ekki nægilega vel, Halla var ekki hægt að dáleiða, en með Ladda gekk betur og hann fór í trans. En þó Laddi væri dáleiddur var hann ekkert skemmtilegur, hann var bara leiðinlegur, áreið- anlega í fyrsta sinn á ævinni. Laddi var alveg grafalvarlegur, en ætlaði þó að fara að klæða sig úr buxunum, en því tókst að afstýra. Þó sagði Laddi einn skemmtilegan hlut, sem gestirnir því miður fóru á mis við. Ég spurði hann hvað pabbi hans héti, og hann svaraði Sigurður Jónsson Haraldsson, og sagði að Jónsson væri eftir ömmu hans,“ segir Baldur og hlær við. „Gestirnir höfðu hins vegar ekki minnstu hugmynd um hvað var að gerast og tóku þessu flestir illa. Ég hafði hins vegar Iúmskt gaman af dáleiðslunni." Það er mjög auðvelt fyrir töframann að dáleiða fólk. Þegar hann fer að galdra, þá finnst fólki „Fólk vill láta blekkja sig og borgar fúslega stórfé til að sjá töframenn, hafi þeir eitthvað frambærilegt upp á að bjóða. Sjálfur hef ég alltaf gaman af að hrekkja aðra, og hef haft það allt frá því að ég var stráklingur og lék mér að því að binda snæri í veski og kom því fyrir á gangstétt. Þegar fólkið ætlaði svo að ná í veskið, dró ég í spottann og lét fólkið elta veskið á gangstéttinni góða stund.“ Það er Baldur Brjánsson, töframaðurinn góðkunni, sem hefur orðið, en Mbl. spjallaði við hann fyrir skömmu um hans sérstæða starf. „Ég hafði snemma gaman af spilagöldrum," segir Baldur, er við spyrjum hann hvenær þessi ábugi hans hafi kviknað. „Eg sýndi félögum mínum galdrana og þeir tóku það ekki illa upp þótt ég plataði þá, en spurðu aðeins hvernig ég færi að þessu. En ég kenndi þeim aldrei galdrana og hef heldur aldrei kennt neinum töfra- brögð. Auðvitað las ég líka mikið um galdra og töfrabrögð í blöðum og bókum, t.d. las ég um Houdini og hans brögð og hafði gaman af. Ég kom aldrei fram í skólum eða afmælisveizlum og sýndi töfra- brögð mín, heldur æfði ég mig aðeins á vinum og kunningjum. Smám saman var ég búinn að æfa upp dálítið af göldrum, en ég hafði þó ekki mikinn hug á að koma fram opinberlega." Hvenær byrjaðir þú að fremja galdur á skemmtunum? „Það var árið 1974. Smári Valgeirsson var þá að halda dansleik og þar sem hann vissi um mig og mína iðju og vantaði eitthvert skemmtiefni á ballið bað hann mig að galdra fyrir gestina. Mér leið ákaflega illa á sviðinu," segir Baldur og brosir, „en ég held að ekkert hafi mistekist hjá mér, allt blessaðist þetta einhvern veginn. Nú, síðan hef ég haft þetta að öðru starfi, ég kem yfirleitt fram um helgar, og svo á árshátíð- um og öðrum skemmtunum. Þegar ég var að byrja á þessu stóð fólki einhver stuggur af mér, og ég man eftir því að eitt sinn er ég hafði lokið dagskrá minni og var að fara heim kom ung stúlka til mín, og bað mig að breyta litnum á bílnum sínum. Stúlkan var grafalvarleg og greinilegt var að hún meinti þetta i fúlustu alvöru." Og upp koma rakvélablöðin, líkt og á færihandi. Ljósmyndir: Rax. Hefur þér aldrei mistekist? „Nei, ég held ekki,“ segir Baldur og horfir þungt hugsi út í loftið. „Og þó. Ég var um tíma með atriði, þar sem ég lét dúfu hverfa. Ég stakk henni ofan í kassa, með tvöföldum botni, og þegar ég opnaði kassann, var dúfan horfin. Eitt sinn sem oftar þegar ég var búinn að láta dúfuna hverfa, stóð gestur úti í sal á fætur og gekk til mín og opnaði kassann. Nú, dúfan og sunnudag lokaði ég mig því inni og hugsaði ráð mitt og eftir að hafa brotið heilann um þetta datt ég niður á lausnina. Þá var eftir að æfa galdurinn upp og var ég að því næstu þrjár nætur, því ég vinn aðra vinnu. Mistækist mér væri ég búinn að vera, sennilega hefði ég þurft að flýja land, en til þess kom þó ekki, því að allt gekk þetta eins og í sögu. Ég hef ekki ennþá heyrt einn einasta mann tala um að að hann hljóti að búa yfir yfirnáttúrulegum hæfileikum, þó það viti fullvel innst inni, að aðeins er verið að leika á það. Það eina sem dáleiðandinn verður að gera; er að vera sjálfsöruggur, vera viss um að hann geti dáleitt. Hér má enginn efi grípa um sig hjá dáleiðandanum, því að dá- leiðsla er í raun ekkert annað en trú,“ segir Baldur og horfir hvössum augum á blaðamann Mbl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.