Morgunblaðið - 10.05.1978, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 10.05.1978, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ 1978 39 Einar Þ. Guðjohnsen: Tjaldgjöld — Aðstöðugjöld Fyrir skömmu gerði Jón Ar- mann Héðinsson alþingismaður fyrirspurn á Alþingi um það hvar hafi verið innheimt gjaid á ferða- mannastöðum á fjöllum, hve mikið hefði innheimzt og hvernig fénu hafi verið varið. Samgönguráð- herra svaraði, að hann hefði ekki sett á neitt slíkt gjald en Náttúru- verndarráð kynni að hafa gert það. Þessi yfirlýsing ráðherra er geysi- lega mikilvæg, eins og nánar verður skýrt hér á eftir. í lögum nr. 60/ 1976 um skipulag ferðamála segir svo í 36. grein: „Ráðherra er heimilt að ákveða, að fenginni umsögn Ferðamálaráðs, að greitt skuli sanngjarnt gjald fyrir þjónustu, sem veitt er á stöðum í umsjá ríkisins, enda sé fé það, sem þannig safnast, að frádregnum innheimtukostnaði eingöngu notað til verndar, fegr- unar og snyrtingar viðkomandi staðar, og til að bæta aðstöðu til móttöku ferðamanna. Ákvæði þessi taka þó ekki til þjóðgarða eða annarra svæðá á vegum Náttúruverndarráðs, nema sam- þykki þess komi til.“ Eins og fyrr segir, hefur samgönguráðherra ekki nýtt þeSsa heimild, og að sjálfsögðu er það aðeins hann, sem getwc mírt þessa gjaldtöku mögu- lega. Það er á'iigljónt, að mennta- málaráðherra og Náttúruvernflur- ráð geta ekki beitt ofangreindri lagaheimild um gjald fremur en t.d. landbúnaðarráðherra getur veitt fiskveiðiheimildir eða utan- ríkisráðherra ráðskast með heil- brigðismál. I lögum um náttúruvernd nr. 47/ 1971 er hvergi minnst á gjaldtöku- heimildir, ekki einu sinni í þjóð- görðunum. Samkvæmt upplýsing- um, sem ég fékk í menntamála- ráðuneytinu, sem Náttúruverndar- ráð heyrir undir, er ekki um neinar gjaldtökuheimildir að ræða í lögum um náttúruvernd. Vísað var til laganna um ferðamál, sem heyra undir samgönguráðherra. Til er samstarfsnefnd um fjöl- sótta ferðamannastaði. Nefndina skipa þrír menn, einn frá Náttúru- verndarráði, einn frá Samgöngu- ráðuneytinu og einn frá Ferðafé- lagi Islands. Ég átti sæti í þessari nefnd fyrir hönd Ferðafélagsins frá upphafi hennar til marzloka 1975. Oft var minnst á gjaldtökur á ferðamannastöðum en ekki framkvæmdar. Náttúruverndar- ráð setti hinsvegar á tjaldgjöld í Skaftafelli. Meðan ég var framkvæmda- stjóri Ferðafélagsins komst á ' gjald fyrir tjöld í Langadal i Þórsmörk, enda hafði Ferðafélagið sjálft kostað og komið upp veglegri hreinlætisaðstöðu í Langadal. Þessi tjaldgjöld í Langadal voru sett í samráði við Skógrækt ríkisins, sem hefur yfirumsjón og umráð yfir Þórsmörk. Ef einhver neitaði að greiða þetta gjald var ekkert hægt við því að gera. Yfirleitt allir greiddu fúslega, nema einn hópur á vegum Ágústar Björnssonar, prentara, sem neitaði og slapp við gjaldið. Annar maður, Jón E„ ísdal, kom í minn stað í ofangreinda nefnd, sem að öðru leyti var skipuð þeim Olafi S. Valdimarssyni og Árna Reynissyni fyrir hönd Samgöngu- ráðuneytisins og Náttúruverndar- ráðs. Strax um sumarið (1975) var farið að taka tjaldgjöld á ýmsum stöðum til fjalla svo sem Þórsmörk allri, Landmannalaugum, Hvera- völlurn, Kerlingarfjöllum, Nýjadal og Herðubreiðarlindum. Jókst þetta mjög næstu tvö sumur (1976 — 1977). Á öllum þessum fjölsóttu ferðamannastöðum, sem hér hafa verið nefndir, eru sæluhús Ferða- félagsins. Húsverðirnir hafa nú í nokkur ár verið launaðir af Náttúruvendarráði að hálfu a.m.k. Síðasta ár, sem ég færði reikninga Ferðafélagsins, var 1974, og það ár nam framlag Náttúruverndarráðs til staðarvörzlu 550 þús. kr. Síðan hefur þetta framlag ekki verið sýnt í reikningum félagsins, en hefur þó að sjálfsögðu aukizt verulega. Síðan 1975 hafa húsverð- ir Ferðafélagsins innheimt tjald- gjöld á ofangreindum stöðum og gefið kvittanir merktar Ferðafé- laginu eða Náttúruverndarráði sitt á hvað. Þessar upphæðir renna Umræður í borgarstjórn — leiðrétting — í frásögn af umræðum í borgarstjórn um smábátahöfn sl. laugardag féll smáhluti út úr handriti, þannig að frásögnin brenglaðist. Rétt er hún þannig: „Björgvin sagðist telja, að skapa mætti góða framtíðaraðstöðu í Eiðisvík og hann vildi láta fresta málinu og láta athuga þann möguleika betur. Alfreð borsteinsson (F) kvaðst ósammála Björgin um að fresta bæri málinu því það væri til skammar, að þessi aðstaða væri ekki til í Reykjavík. Hann styddi eindregið þessa tillögu. Markús Örn Antonsson ítrekaði, að fyrir lægju allar upplýsingar sem til þyrfti vegna ákvörðunarinnar. Óþarfi væri að fresta málinu nú. Skynsam- legra væri að velja ódýrari kostinn og þar að auki væri hann nátengdur stærsta framtíðarútivistarsvæði í Reykjavík. Á þetta atriði bæri að leggja þunga áherzlu. Kristján Benediktsson spurði hvaða vit væri fyrir smábátaeig- endur að sækjast eftir aðstöðu í Elliðavogi og eiga yfir sér að svæðinu yrði lokað fyrirvara- laust á bezta tíma ársins. Kristján sagði það mikið ólán fyrir borgarstjórnarmeirihlut- ann, að þegar loksins eitthvað gerðist í málinu væri höfnin sett niður á umdeildum stað, þetta væri mikið slys og ráðleysi til lengdar." beint og ómældar í sjóð Ferðafé- lagsins, og ekki er tilgreint í reikningum félagsins hve háar upphæðirnar eru. Þar er allt fært sem gestagjöld af sæluhúsum. í þessum „gestagjöldum" eru líka greiðslur Náttúruverndarráðs vegna staðarvörzlu. Allt fer í eina súpu. Gestagjöld þessi voru árið 1975 kr. 2.474.112, 1976 kr. 6.666.258 og 1977 kr. 6.566.876 eða samtals kr. 15.707.256. Hve stór hluti af þessari upphæð er framlag Náttúruverndarráðs og hve stór hluti er vegna tjaldgjalda get ég ekki fullyrt, enda kemur það ekki fram í reikningunum, en ég áætla, að þarna geti verið um þónokkrar milljónir að ræða. Rétt væri, að sundurliðun á þessum reikningslið komi frá Ferðafélaginu og endur- skoðanda þess. Át framansögðu virðist það augljóst, að engin lagaheimild er til fyrir þessari innheimtu, eins og hún er fram- kvæmd, heldur er aðeins skákað í skjóli valds Náttúruverndarráðs. Undanfarin 3 ár hafa á þennan hátt runnið einhverjar milljónir í sjóð Ferðafélagsins frá ferðahóp- um og einstaklingum, innheimtar á fölskum forsendum og ekki í samræmi við lögin um ferðamál. Er ekki réttmætt að krefjast endurgreiðslu? Út af fyrir .sig er það kannski réttmætt, að lagaheimildinni um gjaldtöku sé beitt, en gjaldið á þá að leggjast jafnt á alla dválargesti, líka Feröafélagið með sína farþega í tjöldum og sæluhúsum. Gjaldið má alls ekki renna ómælt beint í sjóð Ferðafélagsins, aðeins ríkið getur séð um innheimtuna og ráðstöfun fjárins í samræmi við lögin, og að sjálfsögðu með vitund og samþykki samgönguráðherra. Ef við lítum betur á reikninga Ferðafélagsins undanfarin 4 ár kemur í ljós, að Samgönguráðu- neytið og Náttúruverndarráð hafa greitt svo milljónum skiptir í ýmsar framkvæmdir í og við sæluhúsin, svo sem snyrtiaðstöðu, brennsluofna osfrv. Árið 1974 voru þessar greiðslur kr. 2.004.618, árið 1975 kr. 4.769.195, árið 1976 kr. 675.275 og árið 1977 afmælismillj- ónin, sem er þó nokkuð annars eðlis. Samtals eru þessar upphæðir kr. 7.449.088 (afmælismilljónin ekki meðtalin). Ég er ekki að lasta það, að fé skuli varið til að bæta ailskyns ferðaaðstöðu á fjöllum uppi, en það er ekki alveg sama hvernig á málum er haldið, þegar um opin- bert fé er að ræða. Ekki má hlaða undir einka- og einokunaraðstöðu til tekjuöflunar, heldur verður að gæta hlutleysis. Þessi uppbygging verður að vera fyrir aila. I upphafi minntist ég á svör samgönguráðherra eða öllu heldur svaraleysi á Alþingi. Hér eru það Árni Reynisson, framkvæmda- stjóri Náttúruverndarráðs, og Ferðafélagið sem eiga að upplýsa málin og leggja spilin á borðið, það eru þessir aðilar, sem hér hafa hlaupið á sig og ekki gætt þess, að réttum leikreglum væri fylgt. Eíri mynd- in er af 18 íbúða húsi Áshamars. Áshamri 57-63, en neðri mynd- in er af eig- endum hlutafélagsins, bórarni Sigurðssyni, Erlendi Péturssyni og Grétari bórarinssyni. Ljósmyndir Mbl. Sigurgeir. Áshamar í Eyjum með fyrstu íbúðirnar ByggingarfélagiÖ Ásham- ar í Vestmannaeyjum hefur nú lokið við 9 íbúðir í 18 íbúða fjölbýlishúsi í Vest- mannaeyjum, en reiknað er með að síðari hluti bygg- ingarinnar verði fullgerður á næstu 2—3 ríiánuðum. Þá hefur fyrirtækið lokið við að steypa grunna að tveim- ur öðrum stigahúsum með jafnmörgum íbúðum, en allar verkframkvæmdir Ás- hamars hafa staðist tíma- áætlun. Hlutafélagið var stofnað í febrúar 1977 og hófust byggingarfram- kvæmdir þá þegar. Tveggja herbergja íbúðir í húsinu eru seldar á 6,6 millj. kr., en þriggja herbergja á 8,1 millj. kr. Hjá Áshamri starfa nú 27 menn, en alls hafa 30—35 menn unnið að byggingarframkvæmdunum. Markmið Áshamars er að byggja sem ódýrast en hagkvæmast og hefur fyrir- tækið m.a. sótt hugmyndir til Akureyringa. Weleda- kynningarvika 25% afsláttur Weleda jurta snyrtivörurnar óviðjafnanlegu sem fást í Þumalínu eru unnar úr jurtum og blómum, sem ræktuð eru á lífrænan hátt. Engin gerfiefni, engin gleymslu, lyktar eða litarefni. í Þumalínu er einnig að finna mikið úrval sængurgjafa á góðu verði og allt fyrir ungbarnið m.a. landsins ódýrustu bleyjur. Sjá auglýsingu í þriöjudagsblaöi. Næg bílastæöi við búöarvegginn. Sendum í póstkröfum. Sími 1236. ÞUMALÍNA DOMUS MEDICA.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.