Morgunblaðið - 10.05.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.05.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ 1978 55 Ævar R. Kvaran: Hvers á mælt mál að gjalda? Erindi flutt á leiklistarþingi í Þjóðleikhúsinu Myndin er tekin á íslandsmótinu, sem nú er nýlokið. Spilararnir við borðið talið frá vinstrii Jóhann Jónsson, Karl Sigurhjartarson, Stefán Guðjohnsen og Guðmundur Pétursson. Maðurinn sem réttir Stefáni spilabakkana er keppnisstjórinn, Agnar Jörgensson. Meðal áhorfenda eru margir þekktir bridgeáhugamenni Hans Nielsen, Jón Björnsson, Magnús Sigurjónsson, Halldór Aðalsteinsson, Örn Scheving og Ólafur Karlsson. eftir ARNÓR RAGNARSSON Bridgefélag Kópavogs Fimmtudaginn 27. apríl lauk barometerkeppninni hjá Bridge- félagi Kópavogs. Keppni um efstu sætin var mjög hörð og lauk þannig að tvö pör, Guðbrandur — Jón Páll og Óli Már — Asmundur urðu efst og jöfn að stigum með 265 stig. Guðbrandur og Jón Páll báru sigurorð af Óla Má og Asmundi í innbyrðis viðureign þeirra í keppninni og eru þeir því sigurvegarar. Röð 8 efstu para varð þessi: Stig. Guðbrandur Sigurbergsson — Jón Páll Sigurjónsson 265 Óli Már Guðmundsson — Asmundur Pálsson 265 Bjarni Pétursson — Sævin Bjarnason 232 Bridge Guðmundur Pálsson — Sigmundur Stefánsson Haukur Hannesson — 177 Ragnar Björnsson Oddur Hjaltason — 169 Jón Hilmarsson Jónatan Líndal — 154 Þórir Sveinsson 79 Guðmundur Jakobsson - Valgerður Bára Guðmundsdóttir 79 Næstkomandi fimmtudag verður spilaður 1 tvímenningur. kvölds Tafl- og breidgeklúbburinn Þegar ein umferð er eftir í parakeppni TBK er staða efstu para þessi: Stig. Sólveig — Finnbogi 462 Osk — Dagbjartur 461 Sigríður — Jóhann 458 Halldóra — Sigurður 456 Guðrún — Rafn 451 Kristín — Jón 435 Síðasta umferðin verður spil- uð fimmtudaginn 11. maí kl. 20.00 í Domus Medica. Bridgedeild - Breiðfirðingafélagsins Tveimur umferðum af fjórum er lokið í tvímenningskeppni hjá félaginu og er röð efstu para þessi: -Stig. Mangús — Magnús 409 Anton — Sverrir 391 Óskar — Guðlaugur 380 Ingibjörg — Sigvaldi 377 Ásta — Sigríður 362 Brandur — Jón 362 Sveinn — Guðríður 359 Þriðja umferð verður spiluð fimmtudagskvöld í Hreyfilshús- inu þriðju hæð og hefst keppnin klukkan 20 stundvíslega. Ökunnugum manni sem kæmi til Englands og spyrði þarlendan mann, hvar heyra mætti fegurst talaða enska tungu, kynni að vera ráðlagt að gera eitt af þrennu: fara í kirkju og hlýða á predikun, bregða sér í leikhús, eða hlusta á þuli eða fyrirlesara brezká út- varpsins. Sá sem hefur sæmilega kunn- áttu í enskri tungu getur sam- stundis heyrt á máli Englendings, hvort hann hefur hlotið skóla- menntun eða ekki. Framburður móðurmálsins segir til um það. Þetta stafar vitanlega af því, að hver menntaður maður ber svo mikla virðingu fyrir móðurmáli sínu, að hann leggur rækt við framburð þess, enda yrði hann sér fljótlega til athlæis ella. Þetta þykir hverjum Englendingi svo Ævar R. Kvaran sjálfsagt, að honum kemur ekki i hug að ræða það. Sjálfsagður skilningur á þessu rikir vitanlega einnig hjá stjórn kennslumála og kennarastéttinni; enda finnst sá menntaskóli ekki i öllu landinu, þar sem framsögn er ekki tekin alvarlega sem sjálfsagður hluti af námi nemenda. Þetta gildir vitan- lega um allar þjóðir sem kenna sig við menningu. Erlendum vini íslenzkrar menningar brygði alvarlega í brún og ætti vafalaust efritt með að trúa þvi, væri honum sagt, að fagur framburður íslenzkrar tungu væri ekki námsgrein í ein- um einasta«kóla á islandi. Hér á Islandi virðist orðin „íslenzk tunga“ einungis tákna ritmálið. Orðið ,,tunga“ ætti þó að minna okkur á það, að þetta mál má einnig nota til þess að tala það. En í umræðum um íslenzku virðist mælt mál yfirleitt alls ekki vera til umræðu. Ég verð að viðurkenna það, að þetta hefur ævinlega verið mér undrunar- efni. Hér snýst allt um ritað mál. Og gengur það svo langt um þess- ar mundir, að á alþingi halda menn 40 klukkustunda ræður um einn staf! Það virðist því ekki skorta áhugann á ritmálinu. Við eigum ágæta málfræðinga og málvísindamenn, sem hafa rit- að talsvert um íslenzku frá ýms- um sjónarmiðum, enn allt er það helgað rituðu máli. I skólum eru réttilega gerðar til okkar strangar kröfur um kunnáttu í islenzkri málfræði, bragfræði setninga- fræði o.s.frv. og er vitanlega ekki nema gott um það að segja. Eg hef gengið í gegn um allt íslenzka skólakerfið: barnaskóla, mennta- skóla og háskóla, en aldrei minnist ég þess að hafa orðið var við að kennari skipti sér af fram- burði nemenda á máli þjóðarinn- ar. tslenzk skáld hafa í fögrum ljóðum vegsamað móðurmálið og með réttu. Við erum af skiljanleg- um ástæðum hreykin af því að hafa getað varðveitt hina fornu tungu Norðurlandaþjóða. En samt er svo að sjá að þessi ást okkar á tungunni nái einungis til -itaðs máls, a.m.k. ef dæma má af því virðingarleysi sem hingað til lefur verið sýnt töluðu máli íslenzku. Mér er ekki kunnugt um hvað kann að hafa verið skrifað og skrifað um íslenzkan framburð fyrr á öldum, en ekki er mér grunlaust um að það sé sáralítið. A þessari öld má segja að hljótt hafi verið um þetta mál frá því Guðmundur heitinn Björnsson, landlæknir skrifaði merka grein í Skólablaðið árið 1912, sem hann nefndi Réttritunarheimska og framburðarforsmán, og þangað til dr. Björn Guðfinnsson, hóf há- skólafyrirlestur sinn um fram- jurð og stafsetningu haustið 1946. Að vísu má segja að gretn Guðmundar hafi aðallega fjallað um stafsetningu, en þar er þó að finna þessi athyglisverðu orð um framburð á íslenzku: „Ég fæ ekki betur séð en það væri ofurhægt að semja nákvæm- ar framburðarreglur og laga og fegra framburðinn að miklum mun; þessi reglubundni fagri framburður ætti að vera spari- búníngur málsins; þannig ætti að kenna málið i öllum skólum landsins og þannig ættu allir menntaðir menn að tala það. Réttmæli er undirstaða réttritun- ar.“ Þessi orð hins gáfaða landlækn- is eru enn í fullu gildi. Vert er að vekja athygli á síðustu setning- unni: „Réttmæli er undirstaða réttritunar". Við þurfum ekki að leita lengi til þess að finna rök- stuðning fyrir þessari skoðun. Hver hefur ekki einhverntima fengið bréf þar sem auðveldlega má lesa úr rithættinum fram- burðargalla • höfundar, svo sem flámæli, linmæli o.s.frv. Sé því skoðun Guðmundar Björnssonar rétt, aó réttmæli sé undirstaða réttritunar, Iiggur i augum uppi, hve réttur og fagur framburður móðurmálsins er nauðsynlegur hverjum manni. Þótt þeim sem kenna islenzku í skólum okkar ætti ekki að verða skotaskuld úr því að leiðrétta meinlegustu villur í framburði nemenda sinna, ber hins að minnast, að hér á landi hefur engin samræming islenzks framburðar enn átt sér stað. Má reyndar segja, að hún hafi ekki verið framkvæmanleg sökum skorts á nauðsynlegum undir- búningi. Einn kennari notar þennan framburð, annar hinn, og fer það venjulega eftir því, hvaðan menn eru ættaðir af land- inu. Og sama máli gegnir vitan- lega um okkur leikara, presta, þingmenn, útvarpsþuli og aðra þá, sem skilyrði hafa til að móta framburð öðrum fremur. Það er satt að segja ekki vanda- laust fyrir erlendan stúdent sem kemur hingað til Islands til þess að læra að tala málið. Af kennslu- bókum fyrir útlendinga hefur a.m.k. til skamms tíma ekki verið um anpað að ræða en bók drs. Stefáns Einarssonar, prófessors annars vegar og hins vegar bók Sigfúsar Blöndals bókavarðar og orðabókarhöfundar. En guð hjálpi þeim stúdent sem ætlar að notfæra sér báðar bækurnar, því þá Stefán og Sigfús greinir á um aðalatriði þessa máls. Hefur hvor sinn framburð. Er þetta gott dæmi um ósamræmið og óreiðuna sem rikir í þessum efnum á Is- landi. Þeim sem hafa haft eðlilegar áhyggjur af þessu ófremdar- ástandi tungunnar var því óbland- ið gleðiefni, þegar dr, Björn Guðfinnsson hóf rannsóknir sínar á íslenzkum framburði. En upp- haf þess máls var það, að á haust- þinginu 1939 hafði verið áætlað nokkurt fé á fjárhagsáætlun ríkis- útvarpsins „til málfegrunar eftir fyrirmælum kennslumála- stjórnarinnar“, eins og komist var að orði. Þetta var í fyrsta sinn sem fé var veitt til mállýzkurann- sókna á tslandi. Tveim árum síðar eða 1941, eft- ir að rannsóknir voru hafnar, kom í Ijós að frekari fjárveitingar væri þörf, en þáverandi forsætisráð- herra, Hermann Jónasson, sem einnig fór með kennslumálin. hljóp þá undir bagga og veitti aukinn styrk til ferðakostnaðar við mállýzkurannsóknirnar og ár- ið 1916 kom svo út fyrsta bindi drs. Björns um mállýzkur, þar sem saman voru teknar niður- stöðurnar af rannsóknum hans. Má segja að rit þetta hafi ekki verið byggt á sandi, þvf dr. Björn og aðstoðarmenn hans rannsök- uðu framburð um það bil 10.000 íslendinga, viðs vegar um land, og var framburður hvers hljóðhafa skráður á sérstakt spjald. Dr. Björn hugsaði sér þetta fyrsta bindi af þrem, en hann var lengst af heilsuveill maður og lést fyrir aldur fram áður en hann fengi lokið þessu mikla menningar- starfi. Það var stórskaði þessu merka máli, að hann féll svo snemma frá, þvi hann hafði sterk- an áhuga á samræming islenzks framburðar og var manna best til þess faliinn að stjórna hinum um- fangsmiklu og tímafreku rann- sóknum, sem nauðsynlegar eru til undirbúnings þess, að við eign- umst skynsamlegan og fagran fyrirmyndarframburð á islenzku máli. Ég hef i annarri ritgerð gert nokkra grein fyrir tillögum dr. Björns Guðfipnssonar, en tel þó rétt að geta hér helstu tillagna hans um samræmingu íslenzks framburðar, en þær eru í stuttu máli þessar: I. Samræma skal í aðal- atriðum islenzkan nútimafram- burð, enda grundvallist sam- ræmingin á úrvali úr lifandi mál- lýzkum en ekki endurlífgun forns framburðar, sem horfinn er úr málinu með öllu. II. Velja skal til samræmingar að svo stöddu 1) réttmæli sérhljóða 2) hv-framburð, kringdan og ókringdan 3) harðmæli, en hafna skal þá jafnframt flámæli, kv-framburði og linmæli. Samkvæmt þessu skal t.d. bera fram a) lifa, muna, vera, för, en ekki lefa, möna, vira, fur. b) Hvalur, hvltur, hvolpur, en ekki kvalur, kvftur, kvolpur. c) tapa, láta, sækja, aka, en ekki taba, láda, sægja, a-ga III. Jafnhliða þessari sam- ræmingu skal stuðla að varðveizlu ýmissa fornra og fagurra mál- lýzkna, sem enn ber nokkuð á i landinu og komið gæti til greina, að siðar yrðu felldar inni hinn samræmda framburð. Siðan ég hóf að kenna leik- listarnemum og öðrum framsögn hef ég jafnan lagt áherzlu á þetta þrennt, sem einmitt kemur fram i tillögum drs Björns, þ.e. réttmæli sérhljóða, hv-framburð og harð- mæli. En það sem mér kann að hafa tekizt að kenna í þessum efnum hefur fljótlega gleymst, þegar nemendur héldu áfram námi i öðrum skólum eða tóku að leika í leikhúsum, þar sem enginn skeytti um fagran framburð íslenzkrar tungu. Það liggur vitanlega lika í augum uppi, að í þessu stórmáli fá einstakir kennarar ekki rönd reist við til- hneigingunni til að Iina og fletja framburðinn. Það er skylda þeirra sem stjórna menningar- málum þjóðarinnar að taka nú þegar ákveðna afstöðu til þessa máls. Þetta er menningarmál sem þolir enga bið. Það hefur dregist alltof lengi. Hér er hætta á ferð- um sem nauðsynlegt er að horfast í augu við, þróun sem þarf að stöðva, sökum þess að að óbreyttu ástandi er aðeins timaspursmál hvenær t.d. harður framburður er horfinn með þjóðinni og sama er að segja um hv-framburðinn. Rannsóknir drs Björns hafa sýnt, svo ekki er um að villast, að hvort- tveggja framburðurinn er á und- anhaldi. Sú skoðun er að sjálfsögðu hugsanleg, að láta eigi þróun mælts máls afskiptalausa og á hún rétt á sér, engu síóur en aðrar skoðanir. En eins og ljóst er orðið af þvi sem ég hef hér sagt fylli ég ekki þann flokk. Eg vil vernda það sem ég tel fagurt og eftir- sóknarvert í mæltu ináli og hef byrjað á sjálfum mér, því ég er ekki alinn upp við þann fram- burð, sem ég vil styðja að tekinn verði upp í samræmt mælt mál. Mælt mál er plógur og sverð íslenzkra leikara, í senn verkfæri þeirra og vopn. Það er farið að slá ryði á þetta vopn, sökum sinnu- leysis. Ég tel það því verðugt verkefni íslenzkra leikhúsmanna að vera í fararbroddi, þegar um verndun talaðs orðs er að ræða. Það má ekki spyrjast um okkur að við látum okkur engu skipta eða vanrækjum mælt mál á Islandi. Látum það verða stolt okkar i framtiðinni að mönnum sé visað í leikhús til þess að heyra fegurst talaða íslenzku á Islandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.