Morgunblaðið - 10.05.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.05.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ 1978 45 A/Klæðning er fáanleg í mörgum fallegum litum sem eru innbrenndir og þarf því aldrei að mála. A/Klæðning er úr áli sem má beygja án þess það brotni og ef það verður fyrir miklu höggi tognar á því en það rifnar ekki. Annars er álið í A/Klæðningu svo þykkt að það þolir töluvert högg án þess að á því sjáist. Fáanlegir eru ýmsir fylgihlutir með A/Klæðningu sem hefur þurft að sérsmíða fyrir aðrar klæðningar. <>■■■»■■■■■■ A/Klæðning er auðveld í uppsetninqu oq #wrXl*váA*//IIk hefur reynst vel í íslenskri veðráttu. _^^BSSSSSBSSSSSB Afgreiðslufrestur er alveg ótrúlega stuttur. Leitið upplýsinga og kynnist möguleikum A/Klæðningar. Mh|<^ Sendið teikningar og við munum reikna xjáSí efnisþörf og gera M(| verðtilboð yður að kostnaðarlausu. INNICAUP HE ÆGISGÖTU 7, REYKJAVÍK - SÍMI 22000 - PÓSTHÓLF 1012 TELEX 2025 - SÖLUSTJÓRI: HEIMASÍMI 71400. RílÆíðmng J6n Ármann Héðinsson, alþ.m.: Bann við erlendum fjárhagsstuðningi við stjórnmálaflokka Dreifibréf Alþýduflokksins gagnrýnt EINN AF þingmönnum Alþýðuflokksins, Jón Ármann Héðinsson, var meðflutningsmaður að frv. um bann við fjárhagslegum stuðningi erlendra aðila við íslenzka stjórnmálaflokka, sem nú er orðið að lögum (m. nokkrum breytingum). Hér á eftir verður lauslega rakinn efnis- þráður úr máli JÁH, er frv. Stuðningur við Alþýðublaðið JÁH. minnti m.a. á það, að hann hefði fyrir fjórum árum, ásamt nokkrum öðrum stuðnings- mönnum Alþýðuflokks, safnað rúmlega fjórum milljónum króna til stuðnings Alþýðublaðinu. Ég hefi talið það rétt og skylt, sagði þingmaðurinn, þegar fyrir hendi er sannfæring á réttmæti kenninga og stefnumörkunar, að fylgja skoðunum og hugsjónum eftir með hvers konar stuðningi, líka fjárhagslegum. Hins vegar er ég andvígur því að haldið verði áfram á þeirri braut að bjarga rekstri Alþýðublaðsins með erlendu fjármagni, þó í formi pappírsgjafa sé. Jafnvel „hinn eftirsótti" frambjóðandi, Vilmundur Gylfason, hefur tekið svipaða afstöðu gagnvart erlendu fjármagni til Alþýðublaðsins. Því til viðbótar telur hann Alþýðu- blaðið það lélegt, að það færi bezt á því að lóga því, og hefur ekki farið leynt með þá skoðun. Ég vil hins vegar að blaðið lifi áfram — með frjálsum stuðningi hérlendra velunnara og eigin framtaki. var til umræðu í efri deild. Dreifibréf Alþýðu- flokks í Reykjavík JÁH vék síðan að árás formanns Alþýðuflokksins á sig í dreifibréfi, dagsettu 13. marz 1978. Þar kemur fram að umrædd aðstoð er tvíþætt. Vorið 1976 „stofnaði framkvæmdastjórn flokksins norrænan fræðslusjóð og hafa jafnaðarmannaflokkar hinna Norðurlandanna lagt nokkurt fé í hann“. Þá bauð A-pressan, sem alþýðusamböndin eru aðilar að, bráðabirgðahjálp varðandi Alþýðublaðið, sem „vonandi dugar til aö fresta örlagaríkum ákvörðunum um blaðið fram yfir kosningar." I dreifibréfinu er síðan vikið að ýmiss konar rök- stuðning til réttlætingar þessum fjárstuðningi. Jafnaðarstefnan og verkalýðshreyfingin séu alþjóðleg- ar hreyfingar og fjárhagsleg aðstoð þeirra á milli algeng. I hvert sinn sem íslenzk verkalýðs- félög hafi gert stórverkfall, hafi þau eða ASI óskað eftir norrænum stuðningi. Alþýðubandalagsmenn hafa staðið að sliku og aldrei gagnrýnt. Aðstoðin er þegin fyrir opnum tjöldum. Útilokað sé annað en Þjóðviljinn fái erlenda aðstoð. Hann hafi tapað 26 m. kr. 1976. Mun meiru 1977. Á sama tíma hafi glæsilegt blaðhús. fyrir marga tugi milljona. verið reist. „Ilafa þeir ekki í áratugi fengið stórfellda aðstoð, ólöglega og leynilega?“ Síðan segir í dreifibréfinu: „Ef þetta frv. væri í dag lög á Islandi, væri formaður Alþýðufl. í varðhaldi og flokkurinn sektaður um milljónir (hér birt eins og JÁH las úr bréfinu). Ég krafðist þess, sagði JÁH. að þetta yrði dregið til baka, því þó ég hafi aðrar skoðanir en form. flokksins, vil ég ekki liggja undir þeirri staðhæf- ingu að ég stefni að því að koma honum í milljónasektir og fang- elsi. Svona fullyrðing er og ekki sæmandi flokksformanni. Ég gaf formanninum ákveðinn frest til að draga þessa staðhæfingu til baka. Sá frestur var ekki nýttur. Rammalöggjöf um stjórnmálaflokka JÁH sagði stjórnmálaflokkana hluta af lýðræðislegu skipulagi. Eðlilegt væri að um þá gilti sérstök rammalöggjöf, sem fylgt yrði eftir með reglugerð um framkvæmdaatriði. Eðlilegt sé að Jón Ármann Héðinsson. alþingismaður. stuðningsmenn flokka leggi þeim fjárframlög, eftir því sem vilji þeirra stendur til. Ég geri þá kröfu til flokksmanna, ef þeir vilja hafa Alþýðublaðið að brjóstvörn í flokkslegri baráttu, að þeir leggi því lið. En ég vil ekki þiggja erlent fjármagn til að halda blaðinu úti. Fleiri voru á sama máli og ég í flokknum um það efni, þó mér hafi hins vegar verið reiknuð sú afstaða til „dauðasyndar“. „Það er mat manna að bezt sé að losna við mig og þar við_ stendur." Síðan vék JÁH að opinberum stuðningi við blöð og flokka. „Ég man ekki betur en gegnum Alþingi komi 16.5. m.kr. til flokkanna og um fjárlög fari 40 m. kr. til blaðanna. Þetta hefi ég talið réttlætanlegt. Jafnvel gegnum skattafrv. nú er auglýsingakostn- aður frádráttarbær. Þetta kemur niður á skatttekjum ríkissjóðs. JÁII minnti og á, að þegar verið var að koma Blaðaprenti á fót, hafi hann verið 1. flm. um ríkisábyrgð að kaupum á vélum. Af hverju var mér þá ýtt fram. Vóru máske ýmsir aðrir of fínir og feimnir til að standa við „hugsjón sína". Þá vék JÁH að ýmsum þáttum opinbers stuðnings við blaðaútgáfu erlendis. Krefst rannsóknar Þá vék JÁH að leiðara í Alþýðublaðinu miðvikudaginn 26. apríl 1978, undirrituðum Ó. Þar var fjallað um Kröfluframkvæmd- ir, m.a. þátt Rafals sf. — og stórar sakir bornar á orkuráðherra. Ég geri þá kröfu, sagði JÁH, þegar svo stórar ásakanir eru fram bornar, m.a. á Alþingi og ráða- menn, að málið verði rannsakað, fullyrðingar og staðreyndir. Jón las leiðarann upp, svo hann mætti varðveitast í Alþingistíðindum. Síðan vék hann að boðsferð þingmanna að Sigöldu og Hraun- eyjafossvirkjun. Undirtektir blaða við þessa för hefðu verið með ólíkindum. Þær hefðu fyrst og fremst valdið því, að hann ákvað að þiggja þetta boð. Jafnvel Mbl. hafi tekið frétt þessari fegins hendi og líkt stjórnarmönnum við Bocassa, einn versta einræðis- herra á jarðríki í dag. Er þetta nú hægt Matthías? Á hvaða stig er íslenzk blaðamennska komin? Undir hverju ætla alþingismenn að liggja? íslenzkt réttarfar er athyglisvert í þessu efni.Ég frábið mér ríkisstyrk handa slíkri blaða- pressu. Ég ætla blaðamönnum visst siðgæði. Ef blöð lifa ekki án slíkrar framsetningar — sem ég hefi að vikið — þá mega slík blöð deyja. JÁH sagði margt fleira hér um, sem ekki er rúm til að rekja frekar. Þó verður að drepa á það, að JÁH, minnti á baráttu sína fyrir banni við tóbaksauglýsing- um, sem hefði verið leið fyrir erlent fjármagn að íslenzkri blaða- útgáfu, en væri nú úr sögu með lögbanni. Heimskupör ollu íhlutun Sovét- manna í Angóla JOIIN Stockwell. fyrrverandi foringi í CIA, sagði í sjónvarps- viðtali á sunnudag að „ótrúleg heimskupör,, CIA hefðu valdið því að Sovétmenn og Kúhumenn hófu íhlutun sfna f Angóla fyrir rúmum tveimur árum. Stockwell sagði að CIA hefði hafið sitt „leynistríð" og haldið upplýsingum um athafnir sínar í Angóla leyndum fyrir þingnefnd- um, er rannsaka áttu aðgerðir CIA í Afríku. „CIA hafði á sínum snærum sérfræðinga og þjálfara í Angóla, þrátt fyrir skýr ákvæði frá ráðgjafarnefnd CIA, sem bönnuðu leyniþjónustunni að hafa menn þar,“ sagði Stockwell. Fyrrum yfirmaður CIA, William Colby, neitaði hins vegar ásökun- Klæðum og bólstrum gömul húsgögn. Gott úrval af áklæðunv. BÓLSTRUNi ÁSGRlMS, Bergstaðastræti 2, Simi 16807, um Stockwells og sagði að engir menn frá CIA hefðu verið í Angóla, heldur hefði állt þeirra lið verið í nágrannalöndum Angóla. Þá sagði Stockwell að CIA hefði ráðið bandarískar vændiskonur til að reyna að hafa upplýsingar upp úr sendiráðsstarfsmönnum Sovét- ríkjanna, Kína og Norður-Kóreu. Sagði Stockwell að eitt sinn hefði kvennjósnari frá CIA sofið hjá sovéskum séndiráðsmanni til að reyna að veiða upp úr honum leyndarmál. Það eina sem kven- njósnarinn hafði upp úr krafsinu var að hún komst að raun um að sendiráðsmaðurinn væri alkóhól- isti, og náttúrulaus, sagði Stockwell. Stockwell sagði einnig að þrí- vegis hefði CIA fengið málaliða til að berjast gegn herjum MPLA í Angóla. Fyrst voru franskir hermenn keyptir til að berjast í fimm mánuði í Angóla og fengu þeir 129 milljónir króna fyrir. Frakkarnir börðust þó aðeins í einn mánuð, en stungu síðan af, og fékk CIA ekkert af peningunum til baka. Næst fékk leyniþjónustan portúgalska málaliða og síðan brezka og bandaríska, en allt fór á sama veg, málaliðarnir gáfust allir upp. Stockwell sagði ennfremur að CIA hefði keypt stolnar flugvélar, og notað þær til birgða- og vopnaflutninga til Angóla. Að sögn Stockwells sóttist leyniþjón- ustan eiir vopnuðum flugvélum, og var svc komið um tíma, að hún bauð tæpar átta milljónir fyrir hverja vopnaða flugvél. Talsmenn CIA hafa hingað til ekkert viljað segja um staðhæfing- ar Stockwells, en búizt er viiy að þær geti dregið nokkurn dilk á eftir sér.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.