Morgunblaðið - 10.05.1978, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.05.1978, Blaðsíða 8
40 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ 1978 Jón Þ. Árnason: Lífríki og lífshættir XV Lænmeisiannni iviarcuse. Líftrygging frelsisins Afbrot eru samfélagsleg fyr- irbæri, sem þjóðfélagiö skýr- greinir, og dæmir og refsar hinum brotlegu í samræmi við gildandi hegningarlög. En þau eru auk þess annað og kannski ekki veigaminna. Þau eru dómur þjóðfélagsins um sjálft sig, sér í lagi sökum þess, að þau eru afdrifaríkustu tilræðin við hefð- og lögbundið siðgildamat, sem þjóðfélagsþegnarnir hafa geng- izt undir að hlýta og halda í heiðri. Þau eru því vel nothæfur mælikvarði þess, er þjóðfélagið hefir annars vegar einsett sér að gera og vera, og hins vegar þess, sem það í raun og veru er og megnar. Af eðli manneskjunnar leiðir, að ávallt hlýtur að verða eitthvert misræmi þar á, en hversu alvarlegt það er, fer að mestu eftir siðgæði einstakling- anna, kostum laganna og styrk réttargæzlunnar, að ógleymdum uppeldisáhrifum heimila, skóla og kirkju. En þetta bil er víðast hvar orðið tilfinnanlega breitt. A Vestiirlöndum, þar sem réttarríkið hefir um langan aldur staðið á traustum grunni aldagamallar menningararf- leifðar, virðist ástandið fyrir alllöngu vera orðið nokkurn veginn jafn hörmulegt og örg- ustu fjendur þeirra gat dreymt um. Um það eru daglegar fréttir órækastur vitnisburður, þannig að þess gerist ekki þörf að nefna dæmi. Göfugasta markmið vest- rænna réttarríkja hefir ævin- lega verió að styðja einstakling- inn í heiðarlegri hamingjuleit, Við framhaldsnám. í anda fornra laga Meginmarkmið refsinga var því hefnd, réttarríkið hafði tekið að sér að reka hefndarréttar þess, sem brotið hafði verið framið gegn. Réttarríkið eitt mátti fangelsa og þrælka, hengja og hálshöggva, og á meðan það var og hét, hafði það þá einurð og hreinskilni til að bera að vísa á bug allri væmni og öllu væli um að þjóðfélaginu bæri skylda til að hlynna að drepkýlum sínum, því að enn var í fullu gildi, það sem íslenzkt stórskáld og þjóðskáld orðaði svo fagurlega: „Fyrirmæluni furnra laga fylgdu mcnn í gamla daga. ' hitu á jaxlinn. hlósi kalt. þá var okki þj<>Alogt ordið ad þakka fyrir sonarmordid og fyrirgofa öllum allt.“ Á meðan „fyrirmælum fornra laga“ var hlýtt í réttargæzlu- og dómsmálum, réttur hins lög- hlýðna og ríkistrygga einstakl- ings til sjálfstæðis og sjálfsvirð- ingar virtur meira en mataræði milljónaþjófa, einkalíf einstakl- „Versta meinsemdin, sem hrjáir heiminn, er ekki styrkur illmenna, heldur Jrrekleysi valmenna.“ Sjúkdómseinkenni Misferli, afbrot og glæpir eru að því leyti til nokkurs þarfa, þótt andstyggð séu og óþolandi, að tíðni þeirra gefur til kynna, hversu veikburða, úrkynjað eða sjúkt þjóðfélagið er orðið, og þess vegna í hættu. Fráhvarfið frá heilbrigðum lífsháttum gegnir því svipuðu hlutverki, hvað heildina snertir, og sárs- auki eða verkir í líkamanum og eirðarleysi eða hugarvingl í sálarlífi einstaklingsins, að því er hann varðar. Osiðafólk og glæpalýður eykur umsvif sín því hvatlegar, þeim mun þróttminni sem þjóðfélagið gerist; kvöl og pína einstaklingsins fara oftast vaxandi eftir því sem sjúkling: urinn nálgast skapadægur sitt. í báðum tilvikum er um sjúk- dómseinkenni að ræða, sem boða harmkvæli eða dauða, ef vikizt er undan að gera nauð- synlegar gagnráðstafanir. Ekkert samfélag fær staðizt og dafnað nema innan þess ríki almennt viðurkenndar um- gengnisreglur og siðvenjur, sem taka af tvímæli um, hvernig þegnum þess beri að haga sambúðarháttum sínum. Ymist helgast þessar reglur af viðtekn- um, og virtum venjum, sem einstaklingarnir hafa lært af reynslu genginna kynslóða og oft erfiðri lífsbaráttu, ellegar að þær hafa hlotið formlega stað- festingu í skuldbindandi laga- bálkum. Ef eða þegar þessi varnargarður bilar eða brestur, þá er samfélagið, sem honum var ætlað að vernda, úr sögunni í bókstaflegurrf skilningi um leið. Hrun þjóðfélaga gerast með mismunandi hætti, á stund- um skyndilega, hins vegar hægt og sígandi, en alltaf, þegar þegnárnir segja í sundur lögin með sér, telja sig óbundna af sameiginlegum boð- og bann- reglum, er fram að því hafa skorið úr um samskipti þeirra sín á milli og mótað afstöðu þeirra til réttarríkisins. — Romain Rolland. eða að láta hann að minnsta kosti afskiptalausan í þeirri viðleitni hans; vernda líf hans og limi, frelsi og réttmætar eignir, hvort heldur sem var gegn yfirgangi hrokafullra stjórnvalda eða ófyrirleitni og hrottaskap náungans. Að þessu takmarki var m.a. stefnt með þvi að leitast við að tryggja svo sem verða mátti, að allir ein- staklingar, er eins var ástatt fyrir, nytu sama réttar að lögum gagnvart dómstólum og yfir- völdum, og bæru sömu ábyrgð. Á það var m. ö. o. litið eins og sjálfgefið mál, að réttindi og skyldur fylgdust að. Þegar Vesturlandafólk tók sér orðið „glæpur“ í munn, var venjulega átt við þjófnað, rán, limlestingar eða morð, sem einn eða fleiri einstaklingar frömdu á öðrum. Lögum Vesturlanda var ætlað það hlutverk að hindra slíkt eftir föngum, lög- reglu að leita og handsama hina seku, ef út af brá, dómstólum að dæma til refsinga og fangelsis- yfirvöldum, eða eftir atVikum böðlum, að fullnægja dómum, þegar málsbætur heimiluðu ekki sektir og/eða fjármunalegar skaðabætur. Fyrstu sporin. Til þess eru lög, að boðorð skulu haldin Réttur án máttar er réttleysi - „MaImúðarmenn,, ógna frelsinu - Gróðrarstíur hryðjuverkalýðs ingsins friðheilagt og réttmæt sjálfsbjargarviðleitni hans talin sjálfsögð mannréttindi, fyrir- hyggja og hófsemd hærra metin en hraðgróðabrall og ofát, og glæpamaðurinn talinn vera nákvæmlega það, sem hann var, þ.e. glæpamaður, þá var þjóð- félagslegt andrúmsloft á Vesturlöndum heilnæmt og hressandi. En svo snerist allt til vinstri Allt hefir þetta breytzt á aðeins hálfum mannsaldri eða þar um bil. Öfgafull agaleysis- og sið- flóttahyggja, sem engu líkist fremur en sálsýkislegu bráða- fári, hefir heltekið óhugnanleg- an fjölda fólks á nær öllum Vesturlöndum. Undir vöru- merkjum „umbóta", „mannúð- ar“ og „framfara" var tekið til við að naga kjarna laganna, slaka á réttargæzlu og þrengja athafnasvigrúm lögreglu, binda hendur dómara, draga úr refsi- þyngd og nema refsiákvæði úr lögum, ofbeita náðunarheimild- um, afskræma refsimarkmið og smyrja óhróðri á refsivist og aðbúnað fanga, stimpla fangelsi sem „gróðrarstíur" afbrota og glæpa, o.s.frv. — allt í „mannúðarskyni" og til þess að uppræta orsakir óæskilegar hegðunar misyndislýðs. „Umbótalistinn" er langur og á enn eftir að lengjast, ef „mannúðarfólk“ fær að leika sér með öryggi saklatrs’ra borgara öllu lengur en orðið er, því að óþarft er að taka fram, að „mannúðin" nær aldrei til þeirra, sem um sárt eiga að binda eftir dekurbörn þess. Síðan „mannúðarmenn" gengu með sigur af hólmi í styrjöld sinni gegn réttarríkinu, er liðinn meira en nógu langur tími — upp undir 40 ár — til þess að hinn fyrirheitni af- bragðsárangur af iðju þeirra og eljusemi væri skráður leiftrandi letri í afbrota- og sakamálabæk- ur, sem sýndu svart á hvítu, að löghlýðni hefði blómstrað, dreg- ið hefði úr misferli, afbrotum og glæpum — já, að slíkur ófögnuð- ur væri aðeins þungbærar endurminningar eldra fólks. Verkin tala En því er nú verr og miður, hagskýrslum hörmunganna ber hvarvetna saman um, að glæp- um og öðrum voðaverkum hefir fjölgað í réttu hlutfalli við umsvif og athæfi taumleysis- sinna. Sérhverri ívilnum og fyrirgreiðslu, sem lögbrjótum hefir verið látin í té, öllum „endurbótum" í dómsmeðferð og refsivist, hefir fylgt rishærri alda óbótaverka, aukinn yfir- gangur illvirkja. Götur og torg ýmsra stórborga — og reyndar ekki allra svo afskaplega stórra — hafa orðið hættusvæði um hábjartan dag, þar sem friðsamt fólk kemst naumast ferða sinna án þess að verða fórnarlömb óargalýðs. Glæpamenn fagna auknu frelsi og njóta meiri hlunninda, en almenningur verður að sama skapi að sætta sig við minna frelsi og skert réttindi. Og í því sambandi ber að leggja ríkt á minnið, að „mann- úðarmenn" staðhæfðu með tár- vot augun að útkoman yrði öllum til góðs — ekki sízt friðsömu fólki. En það er alls ekki nóg með að glæpaverkum hafi fjölgað gífurlega miðað við fólksfjölda, þau hafa jafnframt orðið við- bjóðslegri með degi hverjum. Og enn eitt, sem máski er skelfileg- ast af öllu: börnum og ungling- um fer stöðugt fjölgandi í hópi afbrotafólks. Milljónir ung- menna verða eiturefnum að bráð, sumir þegar á barna- eða Framhald á bls. 63.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.