Morgunblaðið - 23.02.1979, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.02.1979, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1979 3 Timburverzlunin Völundur hf. 75 ára: ? f J * Tekurþáttíað reisa bygginga vörumarkað TIMBURVERZLUNIN Völundur hf. á 75 ára afmæli á sunnudag, 25. febrúar. í tilefni af afmælinu hefur fyrirtækið hafið útgáfu fréttabréfs, sem er ætlað að veita upplýsingar um vörur, sem fyrir- tækið hefur á boðstólum, og fylgja þeim verðlistar. Þá mun fyrirtækið á næstunni opna sýn- ingarsal f húsakynnum sfnum Klapparstíg 1 og í Skeifunni hefur fyrirtækinu verið úthlutað viðbótarlóð, þar sem ætlunin er að reisa í samvinnu við fleiri fyrirtæki byggingavörumarkað. Forstjórar Völundar, Leifur Sveinsson og Sveinn K. Sveinsson, sögðu á blaðamannafundi í gær, að ætlunin væri að fréttabréfið kæmi út nokkrum sinnum á ári, en hafa yrði þann fyrirvara á í verðbólguþjóðfélagi, að verð geti breytzt milli þess, sem fréttabréf- in koma út. I nýja sýningarsalnum, sem Opnar sýningarsal og gefur út fréttabréf verið er að útbúa í fyrrum tré- smiðjuhúsnæði fyrirtækisins, er ætlunin að hafa frammi sýnishorn af framleiðslu fyrirtækisins og innflutningi þess. Trésmiðjan er nú um þriðjungur fyrirtækisins, sem að sögn forstjóranna nær því væntanlega á þessu ári að heildar- velta þess fari í einn milljarð króna. Af framleiðslu trésmiðj- unnar eru innihurðir um helming- ur, en auk þeirra eru framleiddar útihurðir, bílskúrs- og verk- smiðjuhurðir og gluggar. Meiri- hluti timbursins er nú fluttur inn i.josin. Kristján. frá Sovétríkjunum, en það sem ekki fæst þar, er flutt inn frá Póllandi, Finnlandi og Svíþjóð. Völundur hf. hefur lagt áherzlu á timburþurrkun og nú á síðustu árum komið sér upp tækjum til að gagnverja furu og er nú eina fyrirtækið hér á landi, sem hefur tæki til að gagnverja furu undir þrýstingi, en sú meðferð er talin allt að fjórfalda endingu viðarins gegn fúa. Af nýjungum, sem Völundur hf. hefur nú á boðstólum, nefndu forstjórarnir til svonefnt límtré, sem er hentugt efni í stórar byggingareiningar og er mjög öruggt gagnvart eldi, þar sem það kolast mjög hægt í bruna. Á framleiðslusviði fyrirtækisins er smíði húseininga í athugun. I stjórn Völundar hf. eru: Har- aldur Sveinsson formaður og með- stjórnendur Bergljót Sveinsdóttir, Inga V. Einarsdóttir, Leifur Sveinsson og Sveinn K. Sveinsson. Fjöldi starfsmanna er um 50 og á sá elzti, Guðjón Guðjónsson, 53 ár að baki í þjónustu fyrirtækisins, en hann er áttræður að aldri. Sveinn K. Sveinsson og Leifur Sveinsson fyrir framan húsa- kynni Völundar hf. Klappar- stíg 1. Skorsteinninn, sem teyg- ir sig upp fyrir húsið hægra megin, var byggður í sambandi við gufuvél fyrirtækisins, sem knúði vélarnar í trésmiðjunni, en auk þess var selt frá henni rafmagn. Skorsteinninn er gerður úr 23.000 múrsteinum og er ætlunin að hann og gamlar trésmíðavélar prýði sýningarsal fyrirtækisins, sem nú er verið að útbúa. Tían í æfingaflugi í Bandaríkjunum íslenzkir flugmenn í lokaþjálfun DC-10 Breiðþota Flugleiða verður um sinn staðsett í Tucson í Arisona f Bandarikjunum vegna æfingaflugs íslenzkra flugmanna sem munu taka við flugstjórn þotunnar á næstunni 15 flugmenn hafa verið unda- farnar vikur við þjálfun í Banda- ríkjunum, eða alls 5 áhafnir, og er æfingaflug þeirra á breiðþot.unni lokaþáttur í þjálfuninni. Kemur vélin aftur í áætlunarflug um mánaðamótin og þá koma íslenzku flugmennirnar jafnframt til starfa. Fyrst um sinn verða erlendir eftirlitsflugmenn, flug- stjóri og flugvélstjóri, með íslenzku áhöfnunum eða 25 flug- stundir með hverri áhöfn. Þær 4 áhafnir sem á eftir að þjálfa á tíuna fara utan 21. marz n.k. til Kaliforníu og ljúka þjálfun 7. maí. Verðábensíni hækkar í dag BENZÍN og olíuvörur hækka í verði frá og með deginum í dag. Benzíniítrinn fer úr 181 í 205 krónur eins og Mbl. hefur áður skýrt frá og er hækkunin 13,26%. Gasolía án söluskatts hækkar úr 57,55 í 68,90 krónur eða um 19,72%. Gasolía til bifreiða frá dælu hækkar úr 79 í 93 krónur eða um 17,72%. Þá hækkar svartolía úr 39.000 í 40.500 krónur tonnið eða um 3,85%. Þessi verð eru miðuð við inn- kaupsverð 195.27 dollarar hvert tonn á benzíni, 160,26 dollarar tonnið af gasolíu og 83,45 tonnið af svartolíu. Skráð verð í Rotterdam á þessum tegundum er nú 34C dollarar á benzíni, 352,50 dollarat á gasolíu og 113 dollarar á svart- olíu, svo að sjá má að stórhækkan- ir standa fyrir dyrum á olíuvörum í .vor. Sýningarsalur/verslun Glerárgötu 26, Akureyri. Sýningarsalur/verslun Suðurlandsbraut 6, Reykjavi k. Fjölbreytt úrval eldhúsinnréttinga undir blómaheitum okkar býður upp á óteljandi möguleika. Til þess að gefa þér hugmynd um úrvalið — þá getur þú til dæmis valið spónlagðar hurðir í mörgurn viðartegundum - eða plasthúðaðar hurðir í mörgum litum - hurðir úr ,,massívum“ viði - eða jafnvel hurðir með lituðu gleri. Svo getur þú líka valið ýmsar gerðir af útdregnum skápum - fyrir potta, pakkavöru, eða hrærivél, svo eitthvað sé nefnt. Pú velur það sem þér hentar best - við uppfyllum óskir þtnar. •** H* i.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.