Morgunblaðið - 23.02.1979, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 23.02.1979, Blaðsíða 32
Tillitssemi kostar ekkert i0r0nwil>Iliííjií5i> Verzlið í sérverzlun með litasjónvörp og hljómtæki. HLC' Skipholti 19, BUOIN sími ' 29800 FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1979 Skýrsla nýsjálenzka sérfræðingsins R.S. Bolton: Vandamálin allt eins stjórnunarlegs eðlis og tæknileg í Kröflu „MEÐAN tæknileg vandamál hafa vafalaust átt sinn þátt í erfiðleikunum í Kröflu, þá stafar grundvallarvandinn af skiptingu ábyrgðar varð- andi stjórn fjármála og verklegar framkvæmdir,“ segir í skýrslu R.S. Bolton, nýsjálenzka verkfræð- ingsins eftir að hann hafði kynnt sér aðstæður hér við Kröflu sl. sumar. Skýrsla þessi fékkst þá ekki birt en Mbl. hefur nú skýrslu þessa undir höndum. Baknefnd var falið efnahagsfrumvarpið Miðstjórn Alþýðusamhands íslands kom saman til fundar f gær ok var efnahagsmálafrum- varp Olafs Jóhannessonar meðal mála sem þar voru á dagskrá. Litlar umræður urðu á fundin- um um frumvarpið en niðurstaðan varð sú að vísa frumvarpinu til baknefndar, sem í eiga sæti þeir Snorri Jónsson, framkvæmda- stjóri ASÍ, Eðvarð Sigurðsson, Jón Agnar Eggertsson, Karl Steinar Guðnason, Björn Þóhallsson, Óskar Vigfússon, Guðmundur J. Guðmundsson og Jón Helgason. Nefndin á að vinna að áliti um frumvarpið en síðan er gert ráð fyir að miðstjórnin komi saman að nýju í næstu viku til að taka formlega afstöðu til frumvarpsins. TRÚNAÐARMANNARÁÐ Félags ísl. atvinnuflugmanna samþykkti á fundi í gærkvöldi að verða við tilmælum félagsmálaráðherra og fresta boðuðum verkfallsaðgerðum sem áttu að hef jast í dag, allt fram til 7. marz nk. en ráðherra gaf FÍA-mönnum fyrirheit um að vel og rösklega yrði unnið að þvf að finna lausn á deilumálinu í millitfðinni, að þvf er Björn Guðmundsson, formaður FÍA tjáði Mbl. f gær. Tilmæli félagsmálaráðherra, Magnúsar H. Magnússonar, bárust forsvarsmönnum FÍA síðdegis í gær eftir að báðir aðilar, félagar innan FÍA og stjórn Flugleiða, höfðu fellt sáttatillögu sáttnefndar í flug- mannadeilunni. Örn Ó. Johnsson, forstjóri Flugleiða sagði í samtali við Mbl. að stjórn Flugleiða hefði fellt tillöguna vegna þess að hún hefði ekki talið hana leiða til lausnar á þeim heildarvanda, sem þarna væri um að ræða, því að sáttatillaga í þessu máli, að svo miklu leyti sem hún snerti starfsaldurslistamálið yrði að ná til beggja flugmanna- félaganna og að öðrum kosti þjónaði hún engum tilgangi. „Við teljum að reyna verði að leysa allt málið í heild við bæði flugmannafélögin, svoleiðis að breytingar á samningum hjá öðru leiði ekki til frekari krafna frá hinu.“ Björn Guðmundsson, formaður FIA, kvað félagsmenn hafa fellt sáttatillöguna í atkvæðagreiðslu með 52 atkvæðum og 2 heföu verið auðir. Um sáttatillöguna sagði Björn að varðandi launajöfnunarstefnuna hafði í henni þokast verulega í rétta átt en þó ekki nóg til að unnt hefði verið að samþykkja þann lið, þó svo að annað hefði verið í lagi. Varðandi leiðaskiptingarkröfu FÍA þá hefði í sáttatillögunni ekki falist nein ný úrlausn heldur tillaga þess eðlis að gengið yrði til þess að sameina starfsaldurslistana og kveðið á um hvernig staðið skyldi að því. Þetta væru algjörlega ófullnægjandi tillögur fyrir FÍA. Ákvörðun um kaup á DC-8 þotu í næstu viku STJÓRN Flugleiða mun í næstu viku taka ákvörðun um það hvort félagið kaupir DC-8 þotu sem stendur til boða að kaupa af bandaríska fyrirtæk- inu Seabord en það hefur haft milligöngu um öll kaup Loft- leiða á flugvélum. Samkvæmt upplýsingum sem Örn 0. Johnson forstjóri Flug- leiða gaf Morgunblaðinu í gær kostar DC-8 vélin hátt í 13 millj. dollara, en hann kvað vélina í góðu standi. Eins og sagt hefur verið frá í Mbl. hefur stjórn Flugleiða hætt við staðfestingu á pöntun nýrrar DC-10 breiðþotu til afhendingar 1980, en taka varð ákvörðun um það fyrir skömmu. Sigling á sundunum. Ljósm. óskar Sæmundsson. Bolton segir í skýrslunni að megin- vandinn við Kröflu stafi af dreifingu ábyrgðar við framkvæmd verksins ásamt skorti á samhæfðri áætlun fyrir verkefnið í heild sinni. Telur Bolton hagkvæmustu lausnina vera þá að koma á fót stofnun eða fyrirtæki til að fara með stjórn Kröflu, en hins vegar sé ólíklegt að slíkt takist í tíma til að koma verkefninu þegar að notum. Nýsjálenzki verkfræðingurinn segir ennfremur, að hin tæknilegu vandamál, sérstaklega í sambandi við veggi borholanna, hafi valdið efasemdum um gildi framkvæmdar- innar, en telur að þessi vandkvæði megi yfirstíga og að hann telji þessi vandkvæði alls ekki réttlæta skoðan- ir um að Krafla sé tæknilega mis- heppnuð framkvæmd. Bolton rekur síðan ýmsa þætti er átt hafi þátt í því ástandi sem upp er Breiðholt hf.: Kröfur í þrotabúið eru orðnar 460 milliónir KRÖFUR í þrotabú byggingaríyrirtækisins Breiðholts hf. nema nú rúmum 460 milljónum króna. Innköllunar- frestur er ekki liðinn og má búast við því að fleiri kröfur herist í búið. Samkvæmt bráðabirgðayfirliti forstjóra fyrirtækisins telur hann eignir þess á móti skuldum vera rúmar 250 milljónir króna. Stærstu kröfuhafar eru Gjald- heimtan í Reykjavík með samtals tæpar 168 milljónir, Sementsverk- smiðja ríkisins með rúmar 75 milljónir, Tollstjórinn í Reykjavík með tæpar 42 milljónir, Rafha hf. í Hafnarfirði með 40 milljónir, Líf- eyrissjóður byggingarmanna rúm- ar 24 milljónir og ríkisféhirðir f.h. ríkissjóðs með tæpa 21 milljón króna. Á skiptafundi í þessari viku var samþykkt tillaga þess efnis að rannsókn fari fram á eigenda- skiptum í Breiðholti hf. á árinu 1977. Vegna þessarar tillögu hafa þrír fyrrverandi eigendur og stjórnarmenn í fyrirtækinu, Björn Emilsson, Hafsteinn Baldvinsson og Páll Friðriksson sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að hagur fyrirtækisins hafi verið mjög góð- ur þegar þeir seldu hluti sína í því og eignir þess hafi þá verið miklu meiri en skuldir. Sjá „Efnahagur Breiðholts hf...“ á bls. 14. Vilja íslenzka verkfræðinga til Saudi-Arabíu Almenna verkfræðistofan auglýsti í Morgunblaðinu í gær eftir verkfræðingum til starfa í Saudi Arabíu og hafði blaðið samband við forsvarsmann stofunnar, Svavar Jónatansson til að spyrja hann hvers eðlis verkefni þetta væri. Svavar kvað verkfræðistofuna vera í sambandi við þýzkt fyrirtæki, sem stæði fyrir miklum fram- kvæmdum á vegum hersins í Saudi Arabíu en þarna væri um að ræða að reisa heilar herbúðir með tilheyrandi þjónustu- byggingum. Svavar tók fram að ekkert væri afráðið hvað snerti hlutdeild verkfræðiskrifstof- unnar í þessu verkefni en hún hefði engu að síður verið beðin að kanna möguleika á því hér að fá verkfræðinga til eftirlits- starfa með framkvæmdinni. Alls þyrfti 38 eftirlitsmenn með verkinu og gæfi það nokkra vísbendingu um umfang þess. komið í Kröflu og nefnir í fyrsta lagi áæflunargerðina, fjármálahliðina og sambandsleysi milli aðila en hann segist bæði í viðræðum við aðila og eftir eigin athuganir orðið þess greinilega var að samskipti milli aðila voru erfið og þetta hafi lagt sitt af mörkum til að auka á vandræðin. Þá víkur hann að Orkustofnun og segir að gífurlegur vöxtur í fyrirtæk- inu ásamt megináherzlu á að auka tæknimenntað starfslið stofnunar- innar hafi leitt til ójafnvægis í stjórnun hennar, og að honum virð- ist þetta ójafnvægi einnig hafa haft sitt að segja um ríkjandi ástand í Kröflu. Þá víkur Bolton að samræm- ingu aðgerða, sem hann telur mjög hafa skort á við Kröflu. Að vísu hafi iðnaðarráðuneytið séð þörfina á slíku með því að setja á laggirnar nefnd til að annast samræmingu aðgerða, en valdsvið hennar virðist ekki nægilegt og þar af leiðandi vanti enn á samræmdar aðgerðir við framkvæmdina. Með því að veita nefndinni nauðsynlegt vald megi bæta ástandið en því aðeins að aðilar viðurkenni það vald. Bolton segir í skýrslu sinni að sú lausn sem einna helzt virðist blasa við sé sú að Kröflunefnd taki að öllu leyti við stjórn framkvæmdarinnar og semji um þjónustu Orkustofnunar ef nauðsyn krefur. Hefði ábyrgðinni verið komið fyrir á þennan hátt þegar Kröflunefnd var skipuð, telur Bolton að ríkjandi ástand hefði verið mun auðveldara viðfangs. Sjá „Róttæk tillaga, bls. 14. FÍA frestaði aftur verkfalls- aðgerðum — nú til 7. marz nk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.