Morgunblaðið - 23.02.1979, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.02.1979, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1979 JMorjjn Útgefandi nXiTatiiti hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guómundsson. Fróttastjóri Björn Jóhannsson. Augiýsingastjóri Baldvin Jónsson Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22480. Eignakönnun fyrr og nú Aron Guðbrandsson skrifar mjög athyglisverða grein í Morgunblaðið sl. þriðjudag, sem fjallar m.a. um reynslu og afleiðingar eignakönnunar, sem hér var framkvæmd á árinu 1947. I ákvörðun og framkvæmd þeirrar eignakönnun- ar hafi skynsemin og stjórnmálin ekki átt samleið. Niðurstöður þeirrar könnunar hafi m.a. orðið þær, að almenningur hafi misst traust á gjaldmiðlinum, peninga- stofnunum og stjórnmálamönnum. Bankarnir, sem vóru og eru eðlilegir farvegir fjármagnsins, frá sparifjármyndun um æðar atvinnulífsins, hafi tapað því trausti, sem þeim er nauðsynlegt til að sinna hlutverki sínu. Þá víkur Aron Guðbrandsson að þeirri sparifjármyndun, sem ríkisvaldið hafi beitt sér fyrir í formi sparifjárskírteina og sé undanþegin framtalsskyldu og skattlagningu að lögum. Þessar undanþágur séu prentaðar á sjálf spariskírteinin. Þessi sparifjárleið hafi tryggt framkvæmdafé til margra hluta. En þegar af þeirri ástæðu, að þessi skírteini séu seld með lögbundnum skilmálum, þess efnis, að þau eru ekki framtalsskyld, sé ekki hægt að krefjast eignakönnunar á þeim. Með slíkri eignakönnun sé krafizt framtalsskyldu. Slíkt framtal megi heldur ekki nýta til skattlagningar, því þau séu undanþegin skattiagningu. Ef þessar tvær megin- forsendur þess að fólk kaupir þessi sparifjárskírteini eru hunzaðar hve langt er þá í að þriðja forsendan, vísitölu- bæturnar, fari sömu leið? Verði eignakönnun framkvæmd án þess að virða þessar forsendur, þarf að leita umsagnar dómstóla um þessi atriði, segir Aron Guðbrandsson. Fyrri eignakönnun reyndist um flest til óþurftar, segir hann, og spyr: „Er nú nauðsynlegt að detta aftur í sama pyttinn?“ Bóndinn og rekstrarlánin Halldór Þórðarson, bóndi á Laugalandi, ritar um rekstrar- lán bænda í Tímann sl. miðvikudag. Hann spyr: „Hvers vegna mega ekki sauðfjárbændur fá rekstrarlán greidd beint — a.m.k. meðan þeir eru taldir fjárráða?“ Halldór Þórðarson segir ennfremur: „Rekstrarlán til sauðfjárbænda verða að stórhækka, en áður en það gerist verður að sjá svo um, að þeir, en ekki einhverjir aðrir, fái þá upphæð, sem um er að ræða í dag, hver svo sem hún er. Þá gætu dreifbýliskaup- félögin tekið upp staðgreiðslukerfi sem bætti bæði hag þeirra og viðskiptamanna þeirra...“ Enn segir greinarhöfundur: „I lok sláturtíðar á vafningalaust að færa 95% af andvirði sláturfjárins inn í bankareikning viðkomandi bónda, ef hann hefur ekki gert aðrar ráðstafanir áður. Það er ekki nóg að gera afurðasölufélögum kleift að gera þetta. Það verður að koma þeirri skipan á að það verði gert undanbragðalaust. Verzlun, skipaútgerð, ferðaskrifstofur og flugfélag verður að fjármagna á annan hátt en gegnum sauðfjárframleiðendur." Þetta vóru orð bóndans í Tímanum sl. miðvikudag. Þau eru beinn rökstuðningur við tillögu Eyjólfs Konráðs Jónssonar á Alþingi um meðferð rekstrarlána til bænda. Marxískir kynþáttafordómar Ihugleiðingu Hannesar H. Gissurarsonar, Á rökstólum, sem birt var í Morgunblaðinu fyrir skemmstu, er vitnað til greinar Karls Marx um gyðingdóminn, þar sem segir að „lausn úr álögum kaupmangs og peninga", „eða með öðrum orðum úr hinum veraldlega gyðingadómi," eins og Marx orðar það, sé hvorki meira né minna en „frelsun aldar vorrar“. Þá er vikið að skrifum Karls Marx um íslendinga. Hann segir m.a.: „Norðurlandahugsjónin er ekkert annað en hrifning af hinni ruddalegu, óþrifnu, fornnorrænu sjóræn- ingjaþjóð", sem aðeins gat sýnt „óskapnað hugsana og tilfinninga" — eins og Marx orðaði það — „með ruddalegri framkomu við konur, sífelldu ölæði, væmnisgráti og berserksgangi til skiptis...“ Þar segir og að „íslendingar hafi talið allar þrjár Norðurlandaþjóðirnar (þ.e. Norðmenn, Dani og Svía) úrkynjaðar, enda er sú þjóð auðvitað mest Norðurlandaþjóð, sem er frumstæðust og líkust hinni fornnorrænu í öllum siðum og háttum.“ Þannig er hin marxíska kenning um baksvið og menningararfleifð íslenzku þjóðarinnar. Undanfarna mánuði hefur mikill fjöldi rúmenskra menntamanna flúið iand, vegna þess að þar í landi eru menn almennt farnir að bera sívaxandi kvíðboga fyrir því, hvað framtíðin kunni að bera í skauti sér. Hinn óvenjulcgi fjöldi menntamanna, sem gerst hafa landflótta frá Rúmeníu, hefur verið mikil bióðtaka fyrir rúmenskt menn- ingarlíf og vi'sindastörf unnin í landinu. Margir af þeim mönnum, sem nýlega hafa farið úr landi hafa verið á meðal fremstu sérfræðinga á sínu sviði. í ágústmánuði síðastliðnum flýðu þrír helztu stærðfræðingar Rúmeniu, þegar þeir tóku þátt í alþjóðlegri ráðstefnu í Helsingfors, þetta voru þeir Ciprian Rois, Solian Alexandru og Cornea Aurel. Um svipað leyti ákvað Constantine Corduneanu að snúa ekki aftur heim eftir stutta dvöi erlendis, en Corduneanu er víðkunnur vísindamaður og fyrrverandi rektor háskólans í Jassy, elzta háskóia Rúmeníu. Fyrir skömmu greip George Baranescu, einn af fremstu verkfræðingum landsins og meðlimur Rúmensku akademíunnar, tækifærið við áþekkar aðstæður og ákvað að verða um kyrrt erlendis eftir að hafa vcrið á stuttu ferðalagi f útlöndum. Flótti hans úr landi átti sér stað næstum því nákvæmlega á sömu stundu og landflótti hins afburðagóða píanóleikara Calalin Ilea og konu hans, Marilenu, sem er sellóleikari, en þau hjónin báðust hælis í Vestur-Þýzkaiandi. En það eru ekki aðeins þessi frægu nöfn rúmenskra flóttamanna, sem athygli vekja, heldur engu si'ður hinn mikli f jöldi Rúmena, sem að undanförnu hefur gripið til þess ráðs að flýja land. Hægt væri að nefna miklu fleiri kunn nöfn í þessum hópi. komnar, og þeir, sem ekki eru flokksbundnir félagar í Kommúnistaflokki Rúmeníu, geta, að sögn, ekki hlotið prófessorsstöður eða orðið aðstoðarprófessorar. Doktors- ritgerðir verða nú á dögum að hljóta samþykki sérstakrar nefndar frá kommúnistaflokkn- um, sem hefur aðsetur sitt í Búkarest, þannig að unnt er að koma í veg fyrir að menn hljóti menntagráðu af ástæðum, sem ekkert eiga skylt við kunnáttu þeirra og hæfileika í sínu fagi. Afstaöa Sovétmanna Háskólamenn verða líka að taka til hendinni við fram- leiðslustörf landsins, og því er ekki fátítt, að prófessorar séu settir um stundarsakir til, þess að líta eftir stúdentum sínum, sem eru að vinna við fram- leiðslustörf í verksmiðjum eða þá prófessorarnir eru látnir halda ræðu um kommúnisma. Fjórir af fjörutíu skiluðu sér heim Tala hinna minna þekktu rúmensku sérfræðinga á ýmsum sviðum, sem flúið hafa land, er þegar orðin há, og mjög margir þessara manna hafa hagnýtt sér samninga Rúmeníu við erlend ríki um margháttaða samvinnu á sviði vísinda, tækni og lista til þess að hverfa úr landi. Svo aðeins sé nefnt eitt dæmi um slíkar leiðir til flótta, þá sneru aðeins fjórir sérfræðingar heim aftur til Rúmeníu af 40 manns, sem Verkfræðistofnun Rúmeníu sendi til Afríku á síðasta ári. Þeir, sem nú eru sendir frá Rúmeníu innan ramma slíkrá samninga um samvinnu við erlend ríki, eru valdir af ýtrustu nákvæmni. Nicolae Ceausescu, forseti Rúmeníu, skellir greinilega skuldinni á Vesturlönd. í viðtali, sem ég átti við hann fyrir nokkru, fullyrti hann, að sum kapitalistaríki — hann nefndi engin nöfn — gerðu sig sek um að „tæla á brott" sérfræðinga sína. En margir af hinum rúm- ensku menntamönnum mundu menntamenn bún harðneita því, að það væri velmegunin á Vesturlöndum, sem væri orsök þess, að þeir flýðu land. Orsök landflóttans er miklu fremur hið stranga og ósveigjanlega pólitíska eftirlit, sem Ceausescu lætur hafa með öllu og öilum innanlands, og einnig sú framtíðarsýn Rúmena, að engar verulegar breytingar verði á núverandi ástandi í Rúmeníu næsta áratuginn. Þannig eiga þeir menn, sem gjarna vilja njóta hæfileika sinna og getu að fullu, einskis annars úrkosta en að hverfa úr landi. Hinir sjö viðurkenndu hæfi- leikamenn, sem nýlega flúðu land, eru allt framúrskarandi listamenn og vísindamenn, sem vildu öðlast þann rétt að fá að vinna frjálsir að grein sinni, án pólitískrar íhlutunar yfirvalda. Ceausescu og Vesturlönd En að einu leyti hefur Ceausescu forseti þó rétt fyrir sér, þegar hann ásakar Vestur- lönd fyrir að valda þessum landflótta frá Rúmeníu; rúmenskir menntamenn eru teknir að örvænta æ meir yfir þeirri stefnu sem málin hafa tekið innanlands, á sama tíma og skoðanir Vesturlandabúa á ástandi mála í Rúmeníu hafa breytzt til batnaðar. Rúmenar hafa hingað til vonað, að vest- ræn ríki yrðu sá aðilinn utan- lands, sem myndi beita Ceausescu forseta þvingunum til þess að láta hann koma á meira frjálsræði í stjórnarháttum. Það ir eykur því Rúmenum aðeins hug- arvíl og vonleysi, þegar þeir sjá að erlendir forsetar taka á móti Ceausescu forseta með pomp og pragt, þegar hann kemur í opin- berar heimsóknir til Vestur- landa, þar sem honum er ekið í konunglegum viðhafnarvögnum um höfuðborgirnar eins og virtri þjóðhetju eða þá að þeir sjá hann taka á móti háttsettum erlendum sendimönnum í Búkarest. En aðaláhyggjuefni rúmenskra menntamanna er þó hin stöðugt auknu stjórnmála- legu afskipti af listum og vísind- um í landinu. Eftir heimsókn Ceausescus til Kína árið 1971, kom hann á menningarbyltingu í smækkuð- um stíl heima í Rúmeníu eftir kínverskri fyrirmynd, en hann hefur hins vegar ekki látið þau straumhvörf, sem nýlega hafa orðið í stjórn innanríkismála Kína, sig neinu varða, heldur hefur stöðugt gengið lengra og lengra í þá átt að blanda sinni eigin pólitísku flokksstefnu inn í öll svið þjóðlífsins í Rúmeníu. Allur frami og allar stöðu- hækkanir innan raða háskóla- manna eru undir pólitísku mati Eftir Peter Ristic nóg Sérfræðingar á Vesturlöndum í málefnum Sovétríkjanna hafa að undanförnu velt mjög mikið fyrir sér, hver ástæða sé til þess, að Sovétríkin hafi látið sér standa nær alveg á sama um hina þverúðarfullu andstöðu Rúmena gegn sovézkum tillög- um um aukin útgjöld landsins til hermála og um meiri sam- vinnu og samstöðu um stjórnun og eftirlit með he’-jum allra Varsjárbandalagsríkjanna, auk svo hinnar ögrandi sjálfstæðu utanríkisstefnu, sem Rúmenía hefur tekið upp. Svarið við þessum spurningum kann að vera fólgið einmitt í þessum fjöldaflótta, sem brostinn er á meðal rúmenskra mennta- manna, og í hinni auknu óánægju með stefnu Ceausescus í innanríkismálum. Það kann nefnilega vel að vera, að það vekji einlægan fögnuð meðal ráðamanna Sovét- ríkjanna og fylgifiska þeirra í Austur-Evrópu að rúmenskir menntamenn flykkjast úr landi, því það hefur einmitt verið hið hefðbundna hlutverk mennta- manna í hverju landi að ganga fyrstir fram fyrir skjöldu og krefjast aukins frjálsræðis í innanríkismálum. Þá er ekki ólíklegt, að það veki fögnuð í Mosvku, að Vesturlönd skuli sýna síaukna samstöðu með hinum afar óvinsælu stjórnvöld- um Rúmeníu. að fá Tilstandið kringum Ceausescu, þegar hann er að heimsækja aðra þjóðhöfðingja, veikir vonir rúmenskra borgara um meira frjálsræði í stjórnarháttum. Hér er rúmenski leiðtoginn í heimsókn hjá Carter. Rúmenskir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.