Morgunblaðið - 23.02.1979, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.02.1979, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1979 Albert Guðmundsson, alþ.m.: Fr jáls vinnumark- aður og opinber Hér fer á eftir ræða Alberts Guðmundssonar í nýlegri um- ræðu á Alþingi um skipan launa- greiðslna, sjúkdóms- og slysatil- felli o.fl. Ræðan er svar við framsögu Magnúsar H. Magnús- sonar, félagsmálaráðherra, í sama máli. Það, sem kemur mér til að standa upp, er tónninn í upphafs- orðum hæstvirts ráðherra þegar hann tók til máls í fyrra skiptið. Hann talaði með þvílíkri fyrirlitn- ingu um umsögn Vinnuveitenda- sambands Islands, að ég verð að segja að ég varð furðu lostinn, Albert Guðmundsson, alþ.m. enda — eins og hann sagði — ekki við öðru að búast úr þeirri átt en neikvæðri umsögn! Ég harma það, að ráðherrann sjálfur skuli ekki finna að hann á að vera samnefn- ari aðila vinnumarkaðarins þegar hann á annað borð skiptir sér af vinnumarkaðinum eða samkomu- lagi sem verið er að reyna að koma á milli aðila vinnumarkaðarins, — nema hann vilji staðfesta að Vinnuveitendasambandið sé orðið það lítils megnugt að það taki því ekki að líta á það og þá aðila, sem standa að þeim samtökum, sem aðila vinnumarkaðarins. Kannske sósíalisminn eða kommúnisminn sé kominn á það stig, að aðilar vinnumarkaðarins frá þeirra sjónarmiði séu eingöngu ríki og sveitarfélög. Það er rétt, að þetta eru orðnir langstærstu vinnuveit- endur í landinu, og þar af leiðandi telur ríkisstjórnin sér ekki skylt að eyða miklum tíma i að tala við þá aðila vinnumarkaðarins sem tilheyra Vinnuveitendasamband- inu, sem sagt hina frjálsu atvinnu- rekendur. Þetta er sjónarmið út af fyrir sig. Það er þá rétt að þjóðin geri sér ljóst að við erum komnir þetta langt í að drepa af okkur frjálst framtak. En það getur vel verið að einn góðan veðurdag vakni ríkisstjórn- in upp við vondan draum. Það er ekkert víst að hún geti leyft sér að ganga fram hjá vinnuveitendum almennt, vegna þess að ég held að ríkisstjórnin springi og það kerfi, sem hún er búin að byggja upp á nokkuð mörgum undanförnu.m ár- um, springi á sínum eigin vinnu- markaði. Ríkisstjórnin er ekki tilbúin, langt frá því að hún sé undir það búin að taka við því vinnuafli sem gæti skapast við atvinnuleysi á hinum frjálsa vinnumarkaði. Og þó að sá skömmtunarseðill til hinna frjálsu vinnuveitenda, sem hér er lagður fram á þingskjali 273, nái fram að ganga og vinnuveitendur í Vinnu- veitendasambandi íslands fái þar engu um ráðið og ekkert tillit verði tekið til umsagna þeirra sem þeir veita að beiðni opinberra aðila, þá getur vel verið að það verði til þess að atvinnurekendur loki í enn ríkari mæli en þegar er orðið fyrirtækjum sínum — og hvað ætlar ríkisstjórnin þá að gera við það fólk sem kemur á vinnu- markaðinn? Ég get ekki betur séð en það sé samdráttarstefna, sem ríkistjórn- in rekur, og þá samdráttarstefna náttúrlega á þeim vinnumarkaði, sem hún ræður best við, og ætlast þá til að hinn frjálsi atvinnurek- andi taki við því vinnuafli sem kemur á frjálsan markað af þeim vinnumarkaði sem ríkisstjórnin ræður yfir, á sama tima og hún er að knésetja hinn frjálsa atvinnu- rekanda með íþyngjandi aðgerð- um. Ég harma það, að ríkisstjórnin skuii ekki taka meira tillit til umsagna samtaka vinnuveitenda, þó svo að ríkisstjórnin beri ekki meiri virðingu en raun ber vitni fyrir þeim samtökum. Ég álít að hér sé um valdboð að ræða sem setur hinn frjálsa vinnuveitanda ogþann vinnumarkað í hættu. Ég lýsi furðu minni á því, að ekki skuli vera vilji fyrir því að skipa sameiginlega nefnd manna, bæði frá verkalýðshreyfingunni og frá ríkisstjórninni sjálfri og frá samtökum frjálsra vinnuveitenda, yinnuveitendasambandi Islands. Ég er hræddur um að endanlegur kostnaður og langmesti kostnaður- inn við það frumvarp sem hér er á dagskrá, lendi á ríki og sveitar- félögum sjálfum sem langstærstu vinnuveitendunum. Á sama tíma sem þessár íþyngj- andi aðgerðir eru samþykktar gagnvart hinum frjálsa vinnuveit- anda eða vinnumarkaðinum í heild má segja, þá vitum við að fyrir- tæki eru fjárvana. Það er rétt, sem hefur komið fram hjá guðföður LÁNSFJÁRÞÖRF opinberra aðila á þessu ári, 1979, er talin 27.760 milljónir króna, þar af 22.585 milljónir króna erlend ián og 5.175 milljónir króna innlend lán, í heildaryfirliti yfir fjáröflun og ráðstöfun lánsfjár á fjárfestingar- og lánsfjáráætlun ríkisstjórnar- innar 1979. Þetta kemur fram í greinargerð með stjórnarfrum- varpi, sem lagt var fram á Alþingi í gær um heimild til lántöku, ábyrgðarheimiidar og aðrar ráðstafanir vegna fjár- festingar- og lánsfjáráætlunar 1979. Innlend fjáröflun er þannig: Sala ríkisskuldabréfa og spari- skírteina 4.200 m.kr., en innheimta eldri spariskírteina að frádreginni innlausn skír- teina nemur 975 m.kr. Erlend lánsfjáröflun vegna Fram- kvæmdasjóðs íslands er alls 3.950 m.kr. og til Byggðasjóðs Stokkhólmi. Frá fréttaritara Mbl. Önnu Bjarnadóttur. Jafnaðarmenn, sem eru óánægðir með stefnu Jafnaðarmannaflokks- ins undir forystu Olofs Palme, hafa myndað nýjan flokk og munu bjóða fram eigin lista í þingkosningunum í september nk. Stofnendur flokks- ins, sem hefur hlotið nafnið „Nýi flokkurinn," eru Eva Asbrink og Gösta Söderlund. Bæði eru þau „gamlir" kratar og hafa unnið mörg trúnaðarstörf fyrir flokkinn, en tilheyrðu þó ávallt hægri væng hans. Eva Asbrink var þingmaður Jafn- aðarmannaflokksins fram til ársins 1976 og hefur einnig setið í sveitar- stjórn fyrir flokkinn. Gösta Söder- lund var lengi ritstjóri dagblaðsins Dala Demokraten, sem fylgir Jafn- aðarmannaflokknum að málum. As- brink segir, að myndun nýs flokks hafi lengi verið í deiglunni, en að undanförnu hafi fjöldi óánægðra krata, sem stungið hafi upp á við hana að mynda nýjan flokk, aukizt, svo að hún ákvað að láta til skarar skríða. Stefnuskrá Nýja flokksins er mun íhaldssamari en stefnuskrá Jafnað- armannaflokksins, og hefur leiðara- höfundur Dagens Nyheter skipað flokknum milli Miðflokksins og Ihaldsflokksins að skoður.um. þessarar ríkisstjórnar, að almenn- ur rekstur þolir ekki fjármagns- kostnað þann sem í dag hvílir á hinum almenna frjálsa rekstri. Þessi frjálsi rekstur getur hvorki hækkað álagningu né getur hann skattpínt fólk, eins og ríkisstjórn- in gerir til þess að standa undir ráðstöfunum sínum. Hann verður að taka af rekstri sínum og eign- um eða bara keyra sig í strand á lánum til að fresta því að loka fyrirtæki sínu. Hér er sem sagt um að ræða annaðhvort vísvitandi eyðileggingu á hinum frjálsa vinnumarkaði eða hreina eigna- upptöku, sem er í gangi þar sem l. 480 m.kr., til greiðslu á fjár- magnsútgjöldum við byggða- línu. Sem fyrr segir ganga þessi lán til ráðstafana skv. fjárfest- ingar- og lánsfjáráætlun ríkis- stjórnarinnar. Lántökuheimild- ir og ríkisábyrgðir ná einnig til hitaveituframkvæmda ein- stakra sveitarfélaga, Orkubús Vestfjarða og Reykjavíkur- borgar, vegna Rafmagnsveitu Reýkjavíkur og Hafnarsjóðs Reykjavíkur, og annarra ótil- greindra opinberra lántakenda, skv. síðari ákvörðunum. Frumvarpið felur einnig ísér ákvæði um kaup lífeyrissjóða á verðtryggðum skuldabréfum, m. a. af Framkvæmdasjóði og Byggðasjóði ríkisins, og húsnæðismálastjórn veiti Fram- kvæmdasjóði Islands lán af skyldusparnaði ungmenna. I 3. gr. frv. eru ákvæði um að líf- eyrissjóðir á samningssviði ASI kaupi skuldabréf Byggingasjóðs Klofningur í sœnska Jafnaðar- manna- flokknum —„Nýi flokk- urinn ” stofnaður Flokkurinn viil hamla gegn sósíal- isma, en stuðla að frjálsu jafnrétti og manngildi. Hann vill styrkja merkingu menntunar og spyrna á móti fyrirlitningu á þekkingu og dugnaði. Nýi flokkurinn er gegn launþegasjóðum, sem Jafnaðar- mannaflokkurinn hefur lengi barizt fyrir og var eitt helzta kosninga- málið 1976. Flokkurinn telur, að launþegasjóðir stuðli að valdi ör- ríkið ætlar sér það hlutverk að verða endanlega eini vinnuveit- andinn ásamt sveitarfélögum á Islandi. En það er óþarfi að ráðamenn, eins og t.d. í þessu tilfelli hæstvirt- ur ráðherra, láti kné fylgja kviði og tali í lítilsvirðingartón um Vinnuveitendasamband Islands og umsögn þess í þessu dauðastríði, sem vinnuveitendur eiga nú í, því að það er barátta annars vegar á milli opinberra aðila og hins vegar hins frjálsa vinnumarkaðar sem á sér stað. Spurningin er: Deyr hinn frjálsi vinnumarkaður út áður en ríkisstjórnin er öll? ríkisins fyrir 20% af ráðstöfunarfé, innan þess ramma er lögin setja. Skyldu- sparnaður ungmenna skiptist þannig: Byggingarsjóður ríkisins 2.500 m.kr., Fram- kvæmdasjóður 2.000 m.kr. og Stofnlánadeild landbúnaðar 400 m.kr. I 11. til 19. gr. laganna er fjallað um skerðingu á fram- lögum til ýmissa fjárfestingar- sjóða „að markaðri stefnu í fjárlögum". I 21. gr. frv. er gert ráð fyrir því að fjármálaráð- herra geti, í samráði við fjár- veitinganefnd tekið lán til greiðslu annarra lána sé slíkt talið heppilegt. Þetta ákvæði er sagt til komið „vegna ástands á erlendum fjármagnsmörkuðum hefur yfirleitt ekki verið völ á erlendum lánum til nægilega langs tíma, miðað við eðlilegan afskriftatíma þeirra fram- kvæmda, sem með þeim hafa verið fjármagnaðar." fárra, en geri vald óbreyttra starfs- manna þýðingarlaust. Nýi flokkur- inn hefur ekki tekið ákveðna af- stöðu í kjarnorkumálum, sem var þýðingarmesta málefnið í kosning- unum. Möguleikar Nýja flokksins eru ekki taldir miklir. Til að fá mann kjörinn á þing þarf flokkurinn 4% atkvæða, en það hefur nýjum flokk- um á síðasta áratug ekki tekizt. Alls hafa að minnsta kosti þrír komm- únistaflokkar, einn kristilegur flokkur og einn lítill hægri flokkur boðið fram lista í undanförnum kosningum, en enginn þeirra hefur fengið mann kjörinn. Nýi flokkurinn gæti þó haft þau áhrif, að óánægðir kratar hugsuðu sig tvisvar um áður en þeir veita Jafnaðarmannaflokknum atkvæði sitt. Þeir geta greitt Nýja flokknum atkvæði, einhverjum borgaralegu flokkanna eða setið heima. Svenska dagbladet hefur bent á, að hræring- ar innan Jafnaðarmannaflokksins hljóti að valda forystu flokksins áhyggjum. Stofnendur Nýja flokks- ins eru ekki þeir einu, sem hafa gagnrýnt stefnu flokksins að und- anförnu heidur hafa aðrir fyrrum tryggir stuðningsmenn eins og Gunnar Myrdal, Assar Lindbeck, Astrid Lindgren og Per Olof Edin látið í ljós efasemdir um stefnu forystu Jafnaðarmannaflokksins. Tillaga á Alþingi: Matvæli til þróunarlanda Friðjón Þórðarson (S) og þrír aðrir þingmenn Sjálf- stæðisfl. hafa lagt fram á Al- þingi tillögu til þingsályktunar um könnun á því, hvort hægt sé að auka stuðning við þróunar- lönd þann veg, að íslenzka ríkið kaupi búvöru af framleið- endum, svo sem mjólkurduft, og sendi þangað sem þörfin er brýnust fyrir matvæli. I greinargerð er minnt á aðild landsins að Sameinuðu þjóðun- um og FAO, sem m.a. hafi það hlutverk að útrýma hungri í heiminum. Öldum saman hafi íslenzka þjóðin haft náin kynni af hungurvofunni, þó hún búi nú að offramleiðslu matvæla, eink- um búvöru, umfram neyzluþarf- ir innanlands. Vakin er athygli á grein sr. Gunnars Gíslasonar í Mbl. um þetta efni þar sem segir m.a.: „Það má kalla ömurlegt hlutskipti þjóðar, sem svalt um aldir og hafði ekki að öllu í sig og á fyrr en um miðbik þessarar aldar, að brjóta heilann í vöku og draumi um það, hvernig megi draga úr framleiðslu matvæla í veröld, þar sem hundruð milljóna manna búa við skort og hungur." Loks er vitnað til þeirrar samþykktar S.Þ., sem Islendingar eru aðilar að, sem fjallar um aðstoð þeirra þjóða, sem betur mega sín, við hinar þurfandi. Stjórnarfrumvarp: Tæplega 28 milljarða lán- taka opinberra aðila 1979 Ráðgerð erlend lán ^^V^milljarður króna Fréttabréf frá Svíþjóð:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.