Morgunblaðið - 23.02.1979, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.02.1979, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1979 Börnum okkar, frændum og vinum sem heimsóttu mig og glöddu með gjöf- um og skeytum á 70 ára afmælinu 21. janúar. Innilegt þakklæti til ykkar allra. Guð blessi ykkur. Jónína Filippusdóttir, Grettisgötu 52. i ------------------------y ULRIKA PEDERSEN, sænska stúlku 13 ára gamla langar til aö eignast íslenzkan pennavin. Hún er skáti og eru áhugamál hennar plöntur og tónlist. Uppáhalds söngvarar hennar eru Björn Skifs, Bonnie Tyler, John Travolta og Bee Gees-bræður. Hún skrifar á ensku og sænsku. Heimilsfangið er: Ulrika Pedersen — Hástagatan 12a — 82400 Hudiksvall — Sverige. ELISABET RING, þrettán ára gömul sænsk stúlka, óskar eftir pennavinkonu á sama aldri með svipuð áhugamál og Elisabet, en húr. safnar frímerkjum, hefur gaman af að teikna og gera handavinnu. Hún hefur einnig mikinn áhuga á dýrum. Elisabet vill gjarnan, að henni sé skrifað á ensku, en heimilisfangið er: Elisabet Ring — Sveagatan 42, — S-73300 Sala — Sverige. Syst- ir Elisabetar, Anna-Karin Ring, 15 ára óskar einnig eftir penna- vinum, en hennar áhugamál er auk frímerkjasöfnunar, póst- kortasöfnun, sígild tónlist og lestur. Hún skrifar einnig á ensku. MARIA 0. KARELVAN, 26 ára kona frá Belgíu óskar eftir bréfa- samskiptum. Hefur mikinn áhuga á tungumálum, ferðalög- um með ísland sérstaklega í huga. Skrifar á ensku og langar til að læra íslenzku. Heimilis- fang hennar er: Maria 0. Karelvan — Lotharingenstrasse 26 — 3000 Leuuen Bus 14 — Belgium. VICTORIA CHIENG, nítján ára ung kona, óskar eftir íslenzkum pennavinum. Áhugamál hennar eru tónlist, ferðalög og bækur. Victoria býr í Malaysíu, en heimilisfangið er: Victoria Chieng — P.O. Box 72 — Limband, Sarawak — East Malaysia. BERTIL GUSTAFSSON, 24 ára gamall maður frá Svíþjóð langar að skrifast á við stúlku á aldrin- um 17—25 ára. Meðal annars hefur hann áhuga á tónlist, ókunnum löndum og lestri bóka. Vinsamlega skrifið á dönsku, sænsku, skandinavísku eða ensku til: Bertil Gustafsson — Kámnársvágen 8:184, S-222 45 Lund — Sverige. EROC GRIMES, 17 ára gamall Norðurlandabúi búsettur í Bandaríkjunum vill gjarnan skrifast á við íslenzka pilta á aldrinum 17—28 ára. Hann talar þýzku, ensku, sænsku og norsku. Heimilisfang hans er: Eric Grimes — 1648 Old Route 13 — Morrisville 19067 — Pennsylvania — USA. FRANCIS M.K. OSEI, 19 ára gamall Afríkubúi frá Ghana, langar að skrifast á við pilta og slúlkur á svipuðum aldri. Auk tónlistar, og íþrótta er hann myndasafnari. Vinsamlega skrif- ið til: Francis Michael Kojo Osei — D7/1 Intin Street — Cape Coast — Ghana — West Africa. Sjónvarp kl. 21.00: Sjónvarp kl. 22.00: Olíukreppa — Orku- sparnaður innanlands í Kastljósi, sem hefst í sjón- varpi í kvöld kl. 21.00, verða orkumál á dagskrá. Umsjónar- menn þáttarins að þessu sinni eru Guðjón Einarsson og Vilhelm G. Kristinsson. Leitað verður svara við því, hvernig unnt er fyrir okkur að draga úr áhrifum væntanlegra olíuverðhækkana, sem hafa verið tilkynntar, með olíu- og orku- sparnaði hér innanlands. Einkum hvað varðar fiskiskipaflotann, einkabílinn, húshitun, orkunotkun í verksmiðjum o.s.frv. Sjónvarpið brá sér í heimsókn í ýmsa staði, þar á meðal togara, og ræddi við fólk um þessi mál almennt. í sjónvarpssal verður síðan í þessu sambandi rætt við Hjörleif Guttormsson orkuráðherra, Kristján Ragnarsson, formann LÍÚ og fulltrúa frá orkuspár- nefnd. En orkuspárnefnd skilaði skýrslu nú í vikunni, spá um orkunotkunina, sem framundan er og er þá átt við olíu, ekki rafmagn. Þá verður rætt um það, hvernig við getum sparað innflutt elds- neyti þ.e. olíu og benzín, þannig, að olíukreppan verði ekki eins erfið viðfangs og annars yrði. Útvarp kl. 11.00: Það er svo margt Það er svo margt, þátt- ur í umsjón Einars Sturlusonar, hefst í út- varpi í dag kl. 11.00. Prúðuleikararnir koma aftur á skjáinn í kvöld kl. 20.35 eftir fjögurra mánaða hlé. Gestir f þessum fyrsta þætti eru leikarinn Kris Kristofferson og Rita Coolidge. Eric Eric nefnist bandarísk sjón- varpskvikmynd frá árinu 1975, sem hefst í sjónvarpi í kvöld kl. 22.00. I myndinni segir frá sautján ára gömlum pilti, Eric, og fjölskyldu hans, sem búa nálægt Seattle í Bandaríkjunum. Eric er ósköp venjulegur piltur, gengur í skóla og stundar íþrótt- ir eins og aðrir á hans aldri. Fyrir tilviljun kemur þá í ljós, að Eric þjáist af hvítblæði. Myndin lýsir því, hvernig hann og fjölskylda hans bregðast við þessari uppgötvun. Eric ákveður að reyna að njóta lífsins meðan þess er nokkur kostur. Sjúkdómurinn getur stundum blundað um tíma í Patricia Neal, John Savage og Mark Hamill í hlutverkum sínum í myndinni um Eric, sem hefst í sjónvarpi f kvöld kl. 22.00 fólki, og skotið upp kollunum honum eru reynd ýmis lyf og aftur þegar minnst varir. Eric fjölskyldan heldur í þann vonar- þarf að fara í sjúkrahús og á neista, að allt verði í lagi. Útvarp Reykjavík FÖSTUDbGUR 23. febrúar MORGUNNINN_________________ 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Tónleikar. 7.10 Leikfimi. 7.20 Bæn. 7.25 Morgunpósturinn. Um- sjónarmenn: Páll Heiðar Jónsson og Sigmar B. Hauksson. (8.00 Fréttir). 8.15 Veðurfegnir. Forustu- greinar dagbl. (útdr.) Dagskrá. 8.35 Morgunþulur kynnir ýmis lög að eigin vali. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: Arnhildur Jónsdóttir lýkur lestri sögunnar „Pétur og Sóley“ eftir Kerstin Thorvall í þýðingu önnu Valdimarsdóttur (5). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. 10.25 Morgunþulur kynnis ýmis lög; — frh. 11.00 bað er svo margt: Einar Sturluson sér um þáttinn. 11.35 Morguntónleikar: Rena Kyriakou og Sinfónfuhljóm- sveitin í Westphalen leika Píanókonsert nr. 1 í g-moll op. 25 eftir Mendelssohn; Hubert Reichert stj. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir. Fréttir. Tilkynningar. Við vinnuna: Tónleikar. SIODEGIÐ___________________ 14.30 Miðdegissagan: „Húsið og hafið“ eftir John Bojer Jóhannes Guðmundsson þýddi. Gfsli Ágúst Gunn- laugsson les (18). 15.00 Miðdegistónleikar: Fíl- harmóníusveit Berlfnar leikur „Don Quixote", sinfó- nfskt Ijóð eftir Richard Strauss; Rudolf Kempe stjórnar. 15.40 Lesin dagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.30 Popphorn: Dóra Jóns- dóttir kynnir. 17.20 Útvarpssaga barnanna: „Bernska í byrjun aldar“ eftir Erlu Þórdísi Jónsdótt- ur. Auður Jónsdóttir leikkona les (6). 17.40 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. KVÖLDIO__________________ 19.40 Frá tónleikum Útvarps- hljómsveitarinnar f Stutt- gart 10. nóv. s.l. — Einleik- ari: Mischa Dichter. Stjórn- andi: Kazimierz Kord. Píanókonsert nr. 1 í Es-dúr eftir Franz Liszt. 20.00 Heimsmeistarakeppni í handknattleik á Spáni, B-riðill Hermann Gunnars- son lýsir síðari hálfleik ís- lendinga og ísraelsmanna í Sevilla. 20.50 Umboðsmaður hús- mennskufólks og hjáleigu- bænda Hjörtur Pálsson tekur saman dagskrá um sænska rithöfundinn Ivar Lo-Johansson. Lesari með honum: Gunnar Stefánsson. FÖSTUDAGUR 23. febrúar 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Prúðuleikararnir Leikbrúðurnar koma nú galvaskar úr fjögurra ifian- aða vctrarfríi. GestiFi fyrsta þætti eru Kris Kristofferson og Rita Coolidge. Þýðandi Þrándur Thorodd- sen. 21.00 Kastljós Þáttur um innlend málefni. Umsjónarmaður Guðjón Einarsson. I ...- 22.00 Eric Bandarfsk sjónvarpskvik- mynd frá árinu 1975. Aðalhlutverk John Savage, Patricia Neal og Claude Akins. Eric er sautján ára. Hann fær að vita, að hann er með hvítblæði og á skammt eítir ólifað, en hann einsetur sér að njóta Iffsins meðan kostur er. Þýðandi Kristrún Þórðar- dóttir. 23.30 Dagskrárlok ________ ^ 21.40 Kórsöngur. Kór Menntaskólans við Hamrahlíð syngur þjóðlög frá ýmsum löndum. Þorgerður Ingólfsdóttir stjórnar. 22.05 Kvöldsagan: „Klukkan var eitt“, samtöl við Ólaf Friðriksson. Haraldur Jóhannsson skráði og les ásamt Þorsteini Ö. Stephen- sen (4). 22.30 Verðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Lestur Passíusálma (11). 22.55 Úr menningarlífinu. Um- sjón: Hulda Valtýsdóttir. Fjallað um félagið Kistiðn og rætt við formann þess, Stefán Snæbjörnsson. 23.10 Kvöldstund með Sveini Einarssyni. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.