Morgunblaðið - 23.02.1979, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.02.1979, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1979 11 Anna Bjarnadóttir skrifar frá Svíþjóð: Deilt um kvenpresta á kirkjuþingi Það er ekki óalgengt á íslandi að eftir prestkosningar hef jist umræður um hvort ekki sé rétt að breyta skuli vali presta á þann veg að komizt verði hjá hita kosningabaráttunnar. Leikmönnum finnst oft að þjónar kirkjunnar eigi að vera hafnir yfir veraldlega samkeppni og að kirkjan setji niður við þá hörðu baráttu presta um brauð sem oft á sér stað í kosningum. íslenzkar prestkosningar eru þó hreinn hégómi í samanburði við þær umræður sem hafa átt sér stað innan sænsku kirkjunnar að undanförnu. Christina Odenberg eini kvenpresturinn á þinginu. Kirkjuþing sænsku kirkj- unnar sem haldið er á fimm ára fresti hófst í Stokkhólmi 20. janúar s.l. og stendur til febrúarloka. Helztu mál þingsins eru frumvörp ríkis- stjórnarinnar um rétt kven- presta innan kirkjunnar og breytt samband ríkis og kirkju. Þessi mál hafa verið til umræðu innan og utan kirkj- unnar á undanförnum árum og sýnist sitt hverjum. Réttur kvenpresta Svíar hafa löngum hampað jafnréttisstefnu sinni en þó var það ekki fyrr en með samþykkt krikjuþingsins 1958 að konur fengu rétt til prest- vígslu lögum samkvæmt. Vegna þeirra sem stóðu gegn rétti kvenna til prestvígslu af trúarástæðum var lagabók- stafurinn skrifaður með þeim fyrirvara að biskupar þyrftu ekki að vígja konur til prests ef það gengi gegn trú þeirra og að karlprestar þyrftu ekki að starfa með kvenprestum ef samvizka þeirra leyfði það ekki. Þessi fyrirvari sem kall- aður er „samvizkuklausan" var gerður til þess að koma í veg fyrir klofning innan kirkj- unnar og samkvæmt hinni mikilvægu hefð kirkjunnar að beita engan valdi í trúmálum. Samvizkuklausan hefur komið í veg fyrir að jafnrétti kynjanna ríki innan kirkjunn- ar. Kvenprestar sem eru um 275 talsins af 3000 sænskum prestum hafa ekki sætt sig við misréttið og hafa átt samúð meirihluta sóknarbarna. Frumvarpi ríkisstjórnarinnar er ætlað að veita konum fullan starfsrétt í kirkjunni án þess að þröngva þeim karlprestum sem ekki viðurkenna kven- presta til að starfa með þeim. Kirkjuþingið hefur nú sam- þykkt frumvarp ríkisstjórnar- innar, með fáeinum breyting- um, með 59 atkvæðum gegn 37. Ef þjóðþingið samþykkir einn- ig frumvarpið verða svo kall- aðar „samstarfsreglur" að lög- um 1. júlí n.k. Samstarfsreglurnar breyta stöðu kvenpresta á þann veg Bertil Hansson kirkjumálaráð- herra. að karlprestur sem getur ekki starfað með kvenpresti getur ekki hindrað starf hennar heldur verður sjálfur að víkja. Ekki verða sérstakar prest- vígslur fyrir þá karlpresta sem vilja ekki taka vígslu um leið og konur og verða þeir að bíða eftir að leita að kvenlaus- um prestvígslum. í frumvarpi ríkisstjórnarinnar sagði að allir nýir biskupar yrðu að vera reiðubúnir að vígja bæði kynin til prests. Nefnd sem Olof Sundby, erkibiskup, veitti forystu breytti frumvarpinu þannig að allir biskupar verða að vera reiðubúnir að starfa með prestum af báðum kynj- um í framtíðinni. Þeir sem greiddu atkvæði gegn samstarfsreglunum vildu að kirkjuþingið samþykkti að allir prestar sem tækju vígslu eftir 1983 gætu ekki neitað að starfa með kvenprestum. Þeir óttast að ef samstarfsreglurn- ar verða að lögum verði til tvö prestembætti, eitt sem allir viðurkenna og annað sem er ekki viðurkennt af öllum. Hætta er á að þegar sóknar- börnin sjá að karlprestur get- ur ekki starfað með kvenpresti hætti þau að líta á kvenpresta sem fullgilda kirkjunnar þjóna og því nái konur aldrei jafnrétti í preststörfum í sænsku kirkjunni. Breytt samband ríkis og kirkju Annað frumvarp ríkis- stjórnarinnar fyrir kirkju- þinginu hefur vakið mikla athygli en þar er lagt til að kirkjan verði sjálfstæðari stofnun í framtíðinni og að ríkið taki við færslu kirkju- bóka sem eru þjóðskrá Svía og Kirkjugörðum. Ef frumvarpið fær stuðning meiri hluta kirkjuþingsins sem virðist vera allt að því útilokað munu Svíar ekki lengur fæðast inn í kirkjuna heldur verða að ger- ast meðlimir með skírn. Kirkj- an missir skatttekjur sínar en fær í staðinn fjárhagsaðstoð og styrki frá ríkinu og eigið ákvörðunarvald í trúmálum og stjórn kirkjunnar. Meiri hluti nefndarinnar sem fjallar um frumvarpið á kirkjuþinginu er á móti því. Hann segir að frumvarpið leggi til aðskilnað kirkju og ríkis og loki þannig dyrunum fyrir öllum þeim sem ekki vilja opinbera trú sína en líti þó á kirkjuna sem vin og máttarstólpa og vilji þess vegna tilheyra henni. Meiri hluti nefndarinnar telur einn- ig að kostnaðarauki og verri þjónusta hljótist af því ef ríkið tekur við kirkjubókunum og jarðarförum. Nokkrir í nefnd- inni vilja að kirkjuþingið sam- þykki frumvarpið en að kirkj- an haldi þjóðskránni og kirkjugörðunum og að sam- band kirkju og ríkis breytist ekki strax 1. janúar 1984 eins og ríkisstjórnin leggur til í frumvarpi sínu. Ríkisstjórnin mun ekki ákveða hvort hún leggur frum- varpið fram í þjóðþinginu fyrr en að lokinni atkvæðagreiðslu um það á kirkjuþinginu sem er í þessari viku. Kirkjumálaráð- herra> Bertil Hansson, hefur sagt að hugsunarháttur nefnd- arinnar beri vitni um vantrú á styrk kirkjunnar og vonar að meiri hluti þingsins fylgi nefndinni ekki að málum. Þjóðþingið og ríkisstjórnin taka lokaákvörðun um sam- band ríkis og kirkju. Meiri áhugi en nokkru sinni Almenningur hefur aldrei sýnt kirkjuþingi jafnmikinn áhuga og nú. Ahuginn á rætur sínar að rekja til tveggja mikilvægra málefna en kannski ekki síður til mikilla blaðaskrifa og deilna um frumvörpin sem liggja fyrir þinginu og aðferðinni við val fulltrúa á þingið. Þingið sitja alls 96 manns en þar af eru 39 prestar. Af þessum eru 26 kosnir í sóknun- um. Þeir sem eru á móti fullum rétti kvenna í prestem- bættum höguðu kosningalist- unum þannig að nöfn þeirra sem eru þeim hliðhollir voru í efsta sæti á listunum og voru þannig líklegri til kjörs en þeir sem neðar voru. Þannig jukust líkurnar á því að prestar gegn konum yrðu í meiri hluta á þinginu. Tilraunin tókst og aðeins 4 af 26 kosnum prestum á kirkjuþingið voru öruggir stuðningsmenn jafnréttis meðal presta í starfi. Athygli hefur einnig vakið að prestar og leikmenn í Lund- arsókn ætla að halda sitt eigið kirkjumót sunnudaginn 25. febrúar þar sem þeir telja að kirkjuþingið í Stokkhólmi gefi ekki rétta mynd af sænsku kirkjunni. Þeir eru hlynntir kvenprestum og sjálfstæðíi kirkju og telja að meiri hluti sænskra presta og sóknar- barna sé sama sinnis. ab 19/2 kyrko- mötet Á útsölunni okkar í lönaöarmannahúsinu v/Hallveigarstíg höfum viö á boöstólum allskonar fataefni, herra-, dömu- og barnafatnaö sem vert er aö skoöa. Einnig mikiö úrval af hljómplötum á hlægilega lágu veröi. yL Bætum við nýjum vörum í dag ^ KOMIÐ OG GERIÐ GEYSILEGA HAGSTÆÐ KAUP Saumastofa Karnabæjar ★ Belgjageröin ★ Karnabær ★ Björn Pétursson heildverzlun ★ Steinar h.f.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.