Morgunblaðið - 23.02.1979, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.02.1979, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1979 Kröfur í þrotabú Breiðholts hf. orðnar rúmar 460 milljónir: „Efnahagur Breiðholts h£ mjög góður þegar við hættum aðild” KOMNAR eru íram 115 kröfur í þrotabú byggingarfyr- irtækisins Breiðholts hf. Kröfurnar eru frá 80 aðilum og eru þær samtals að upphæð kr. 460.489.440.- Innköllunarfrestur er ekki liðinn og er búist við fleiri kröfum í búið. í allmörgum tilvikum eru vextir og kostnaður ekki meðreiknað og kann fyrrnefnd upphæð að hækka eitthvað upp fyrir hálfan milljarð króna. Aður hefur komið fram að samkvæmt bráðabirgðaeignalista, sem Sigurður Jónsson forstjóri Breiðholts h.f. hefur lagt fram í skiptarétti telur hann eignir fyrirtækisins á moti skuldum vera kr. 250.911.649.- Mbl. fékk uppgefið hjá Unn- steini Beck skiptaráðanda hvaða aðilar hafa lýst kröfum í búið og hve háar þær kröfur eru. Nýlega hefur tveimur mjög stórum kröfum verið lýst í búið, frá Sementsverksmiðju ríkisins samtals að upphæð kr. 75.169.844.- og kröfu frá Raftækjaverk- smiðjunni hf. í Hafnarfirði að upphæð kr. 40.000.000.- Sements- verksmiðjan tekur fram í sinni kröfu að veð séu fyrir hendi fyrir stærstum hluta kröfunnar en þau veð eru í þremur íbúðum í Krummahólum 8, sem eru í eigu einstaklinga og eru Breiðholti hf. óviðkomandi og í húseigninni Háa- leitisbraut 68, sem er eign Rafha. Rafha hefur mótmælt réttmæti veðanna og er það mál til meðferðar dómstóla. Krafa Rafha er vegna kaupa fyrirtækisins á fyrrnefndri húseign af Breiðholti hf. Skuldar gjaldheimtunni tæpar 168 milljónir_____________ Eftirtaldir aðilar hafa lýst kröfum, sem eru hærri en ein milljón króna. Gjaldheimtan í Reykjavík kr. 149.166.878.- vegna skatta Breiðholts hf og kr. 18.713.210.- vegna vangoldinna skatta starfs- manna eða samtals kr. 167.880.088.-. Sementsverksmiðjan kr. 52.790.584.- vegna sementsskulda og kr. 22.379.260.- vegna vaxta og kostnaðar eða samtals kr. 75.169.844,- Tollstjórinn í Reykjavík vegna vangoldins söluskatts kr. 41.928.937.-. Raftækjaverksmiðjan í Hafnar- firði kr. 40.000.000.-. Þessi tala er áætluð. Lífeyrissjóður byggingarmanna kr. 24.553.861,- Ríkisféhirðir f.h. -TÍkissjóðs kr. 20.818.141.- Trésmiðafélag Reykjavíkur f.h. sjóða félagsins. kr. 6.833.129.- Bæjarsjóður Vestmannaeyja kr. 6.249.352,- Timburverzlun Arna Jónssonar hf. kr. 6.206.774,- Hrefna Loftsdóttir Hólmgarði 42 vejfna sín og tveggja dætra kr. 4.292.000,- Skútan h.f Hafnarfirði kr. 3.140.026.-, bætur vegna slyss samkvæmt dómi Hæstaréttar. Gunnar Guðmundsson hf. þungaflutningafyrirtæki, kr. 2.951.026.- Plast og stálgluggar hf., kr. 2.899.213,- Steinull hf. Reykjavík kr. 2.813.021.- Gunnlaugur Jónsson kranaeig- andi kr. 2.304.557.- Malarnám Njarðvíkur kr. 2.225.504,- Plastgerð Suðurnesja hf. kr. 1.963.406,- Jóhannes Viggósson verkstjóri, kr. 1.720.954.- Valgarður Magnússon hf. kr. 1.385.306,- Verzlunarsambandið hf. kr. 1.308.435.- Sigurbjörn Þorbjörnsson kr. 1.200.000.- Guðni Sigfússon kranastjóri kr. 1.199.821,- Magnús Hallsson kr. 1.149.922.- Póstur og sími kr. 1.126.876.- Þá er þess að geta að tveir íbúðareigendur í Krummahólum 6 hafa gert þá kröfu í búið að þeir fái afsal fyrir íbúðunum. Þeir hafi staðið við sína samninga en Breið- holt hf. ekki gengið frá afsali eins og um var samið. Ennfremur gerir einn íbúðareigandi í Krummahól- um 8 þá kröfu að veð vegna sementsskulda verði leyst af íbúð- inni eins og tilskilið hafi verið í samningi við Breiðholt hf. Segir íbúðareigandinn að byggingar- fyrirtækið hafi ekki staðið við gerða samninga og hafi þar með verið framið réttarbrot. „ÁRIÐ 1968 var heildarstarfslið Orkustofnunar að jarðborunardeild meðtalinni samtals 30 en er um þessar mundir 100. Almennt talað þá veldur aukning í þessu hlutfalli erfiðleikum nema hún sé gaumgæfi- lega skipulögð og má sjá þessa merki í sumu hjá Orkustofnun um þessar mundir,“ segir R.S. Bolton, nýsjálenzki sérfræðingurinn sem var fenginn hingað til lands að tilhlutan iðnaðarráðuneytisins til að kynna sér vandamál Kröfluvirkj- unar og í ftarlegri skýrslu um athuganir sínar víkur hann sér- staklega að Orkustofnun og þætti hennar í vandamálum Kröfluvirkj- unar. Bolton segir það eftirtektarvérðast að aukningin í starfsliðinu hafi nær eingöngu verið á sviði tæknimennt- aðra manna en hins vegar hafi fjöldi þeirra sem fást við stjórnunarstörf sáralítið aukizt. Megináhrifin verði þau að elztu starfsmennirnir beri meginþunga aukinna stjórnunar- starfa og afleiðingarnar verða þær að hlutverki þeirra við að leiða verkefnin riðlist. Þetta hafi einnig í för með sér að ýmis þau stjórnunar- störf, sem þarf að vinna, séu alls ekki unnin eða ekki með þeim hætti sem nauðsynlegt sé. Bolton nefnir sem dæmi að það verði t.d. að teljast stjórnunarlegt hlutverk að tryggja viðunandi fjármagnsstreymi, þegar verkáætlanir hafi einu sinni verið staðfestar. Þá kemur fram, að skyndileg aukning, sérstaklega hjá stofnun er byggi starf sitt á verkefnum tækni- legs eðlis, hafi í för með sér að starfsliðið verði aðallega skipað ungu fólki, sem sé vissulega mjög hæft á sínu sviði, en í mörgum tilfellum skorti það nægilega — segja fyrr- verandi eigendur vegna tillögu um að rannsókn fari fram á eigenda- skiptum í félaginu Eigendaskiptin rannsökuð Skiptafundur var haldinn í þrotabúinu mánudaginn 19. febrú- ar s.l. Á þeim fundi lagði Jón Finnsson hrl., lögmaður Rafha, fram eftirfarandi tillögu og var hún samþykkt. „Skiptafundur í þrotabúi Breið- holts hf. 19. febrúar 1979 beinir því til skiptaráðanda að sérstök áhersla verði lögð á að rannsaka sem fyrst með hvaða hætti eig- endaskipti fóru fram í félaginu er fyrirtækið Scanhús hf. hóf starf- semi sína. I þessu sambandi verði meðal annars upplýst: 1. Hverjir keyptu hluti þeirra sem ábyrgðartilfinningu gagnvart hópn- um, sem reynslan hafi fært hinum er lengur hafi starfað innan stofnunar- innar. Bolton bendir á ýmsar leiðir til úrlausnar varðandi vanda Orku- stofnunar. Hann telur að styrkja þurfi stjórnunarþátt Orkustofnunar, aðallega með því að útvega allri stofnuninni stuðning en leggja sér- staka áherzlu á að verða elztu starfsmönnunum úti um aðstoð. Þá bendir hann á að innan jarðhita- deildar séu tvö samverkandi starfs- svið, annað fræðilegs eðlis en hitt framkvæmdalegs eðlis. Þetta séu eðlilegir starfshættir og grund- vallaratriði þegar mörg mismunandi fræðisvið séu tengd sama verkefni. Hins vegar bendir Bolton á að yfirmaður verkefnisins sé síðan val- inn úr einni hinna mismunandi fræðigreina, þar sem hann haldi áfram að gegna störfum samhliða. Hann sé þannig með tvöfalda vinnu- skyldu, annars vegar gagnvart verk- efninu sem hann leiði og hins vegar gagnvart sérfræðisviði sínu. Þá segir Bolton að ákjósanlegra væri að hafa færri verkefnisstjóra og gera þá ábyrga fyrir fleiri en einu verkefni en án nokkurrar ábyrgðar gagnvart þeirra eigin sérfræðisviði. Einnig segir hann, að þótt ætíð þurfi að vera náin tengsl milli verkfræð- innar og hinnar vísindalegu sérþekk- ingar í verkefni af stærðargráðu Kröflu, þá sé það eðlilegri háttur að vísindastörfin séu innt af hendi sem þjónusta. Meginástæðan fyrir þessu sé að þegar um sé að ræða verk- fræðilegt viðfangsefni þurfi að nálg- ast það á nokkuð annan hátt en þegar um vísindalegt verkefni sé að ræða. „Ég hef það sterklega á til- gengu úr félaginu, hvernig voru þeir metnir og hvernig greiddir. 2. Hvort þeir sem gengú úr félag- inu voru skuldugir því, hvort þær skuldir hafi verið greiddar og hvernig. 3. Hvort félagið var löglegt eftir skiptin. Jafnframt beinir fundurinn því til skiptaráðanda að hann tilkynni nú þegar hlutaðeigandi aðilum að þrotabúið áskilji sér allan rétt til þess að krefjast riftunar á þeim ráðstöfunum sem gerðar voru í sambandi við skiptin og til þess að krefjast endurgreiðslu á þeim fjármunum sem teknir kunna að hafa verið út úr Breiðholti h.f., ef rannsókn gefur tilefni til þess“. Yfirlýsing fyrrverandi eigenda__________ Vegna þessarar tillögu leitaði Morgunblaðið til þriggja fyrrver- andi eigenda og stjórnarmanna Breiðholts hf., þeirra Björns J. Emilssonar, Hafsteins Baldvins- sonar og Páls Friðrikssonar. Svör þeirra fara hér á eftir: I dagblöðum undanfarna daga hefur verið skýrt frá því, að kröfuhafi í þrotabúi Breiðholts h.f. finningunni að í Orkustofnun hafi þessir tveir þættir ekki verið greini- lega aðgreindir og vegna þess hversu stofnunin er byggð upp með tilliti til vísindastarfa, hafi á stundum viljað brenna við að hin vísindalega hlið viðfangsefnisins bæri hina verk- fræðilegu ofurliði," segir Bolton í skýrslu sinni í lauslegri endursögn. í lok úttektar sinnar um Orku- stofnun varpar Bolton fram róttækri tillögu um skipan mála, stjórnvöld- um til íhugunar. Hann leggur þar til að hin verkfræðilegu og vísindalegu starfssvið Orkustofnunar verði algjörlega aðskilin með því að setja á stofn tvær nýjar stofnanir, þar sem önnur tæki að sér öll verkfræðistörf á vegum stjórnarinnar en hin annað- ist alla vísindalega rannsóknarstarf- semi, svo og iðnaðarrannsóknir, sem fram færu á vegum ríkisins. Bolton gerir þar ráð fyrir að jarðborunar- deildin muni falla undir verkfræði- stofnunina, ef farið yrði eftir þessari tillögu. hafi á skiptafundi Þ. 19. þ.m. látið bóka tilmæli til skiptaráðanda um „að rannsaka sem fyrst með hvaða hætti eigendaskipti fóru fram á félaginu, er fyrirtækið Skanhús h.f. hóf starfsemi sína“. Af þessu tilefni sjáum við undir- ritaðir, fyrrverandi hluthafar í Breiðholti h.f., ástæðu til að taka fram eftirfarandi: 1. Hlutfélagið Skanhús h.f. var stofnað og skráð á árinu 1975. Aðild okkar að Breiðholti h.f. lauk hinsvegar í maímánuði 1977. Það er því misskilningur, sem fram kann að koma í bókuninni á skiptafundinum, að þetta tvennt hafi gerzt á sama tíma. 2. Þegar aðild okkar að Breiðholti h.f. lauk, lá fyrir, að efnahagur félagsins var mjög góður, og eignir þess voru þá miklu meiri en skuldir.. Hvað síðan hefur gerzt í rekstri félagsins, sem nú hefur valdið því, að það hefur verið úrskurðað gjaldþrota, er okkur óviðkomandi, enda utan okkar vandsviðs að hafa áhrif á. 3. Hlutabréf okkar í Breiðholti h.f. seldum við Sigurði Jónssyni með kaupsamningi dagsettum 11. maí 1977, þar sem við m.a. sam- þykktum, að Sigurður aflaði nýrra hluthafa i okkar stað. Var auðvit- að eðlilegt, að Sigurður segði til um, hverjir kæmu inn í félagið sem nýir hluthfar, þar sem það var hann, sem hugðist starfrækja félagið áfram. Á hluthafafundi í félaginu þann 9. júní 1977 með hinum nýju hluthöfum mun hafa verið kosin ný stjórn fyrir félagið, skv. tilkynningu hinnar nýju stjórnar til hlutafélagaskrár, dags. 24. júní 1977. Nýir hluthafar komu því í okkar stað. Reyndar kom okkur í sjálfu sér ekkert við, hvort Sigurður kaus að halda rekstri félagsins áfram á þessum tíma og áfla þá nýrra hluthafa eða hvort hann kaus að slíta því. Samkvæmt 1. mgr. 38. gr. laga nr. 77/1971 um hlutafélög þurfti hann að afla nýrra hluthafa innan 3. mánaða frá því að við gengum úr félaginu, en slíta því ella. Fresturinn, sem hann hafði til þessa samkvæmt samningum við okkur var reyndar ennþá skemmri en 3 mánuðir, eða til 1. júní 1977. Hvort Sigurður héldi áfram rekstri félagsins eða sliti því, var að sjálfsögðu algjörlega hans mál og okkur óviðkomandi. Hann kaus hinsvegar að halda áfram félaginu og gekk frá nauð- synlegum atriðum í því sambandi innan þeirra tímamarka sem lögin setja. 4. Ekki er ástæða til þess að gera opinberlega frekari grein fyrir efni samnings okkar við Sigurð Jónsson frá í maí 1977 en hér hefur verið gert, né heldur að fjalla um, hvernig efndum hans hefur verið háttað. Hitt er meginatriði málsins, að eftir brottför okkar úr félaginu átti það að verulegum mun meiri eignir en skuldir. Fæst þetta væntanlega staðfest við þá könnun, sem nú er sögð fara fram um það efni hjá skiptaráðanda. Reykjavík, 22. febrúar 1979. Björn J. Emilsson Hafsteinn Baldvinsson Páll Friðriksson Menningarverðlaun Dag- blaðsins tilkynnt í gær MENNINGARVERÐLAUN Dagblaðsins voru tilkynnt í gær. Úrslit þeirra urðu þau að fyrir bókmenntir hlaut Ása Sólveig verðlaunin og þá aðallega fyrir skáldsögu sína Einkamál Stefaníu; fyrir myndlist hlaut Gallerí Suðurgata 7 verðlaunin fyrir framlag sitt til kynningar nýlistar og þrautseigju, fyrir byggingarlist hlaut Gunnar Hansson verðlaunin fyrir strætisvagnaskýlið á Hlemmi, fyrir tónlist hlaut Þorgerður Ingólfsdóttir, stjórnandi kórs Menntaskólans í Hamrahlíð, verðlaunin, og fyrir leiklist hlaut Stefán Baldursson verð- launin fyrir þátt sinn í því að innleiða hópvinnu í íslenzku leikhúsi. Róttækar tillögur nýsjálenzks sérfræðings: Orkustofnunverðibreytt í tvær nýjar stofnanir • • Onnur annist verkfræðileg viðfangsefni á vegum ríkisins en hin vísindarannsóknir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.