Morgunblaðið - 23.02.1979, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.02.1979, Blaðsíða 22
22 MOROUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1979 Eiginkona mín, móðir og dóttir, HELGA PÁLSDÓTTIR, Urðargötu 9, Patraksfirði, lézt í Landspítalanum 21. febrúar. Jaröarförin auglýst síöar. Hjalti Gfalaaon, Páil Ragnaraaon, Stefanía Áamundadóttir. t Móöir okkar og tengdamóöir, SIGRÍÐUR SIGTRYGGSDÓTTIR, lést 21. þ.m. í Sjúkrahúsi Skagfiröinga á Sauöárkróki. Sigrún Péturadöttir, Hanna Péturadöttir, Hannaa Péturaaon, Árni Porbjörnaaon og Ingibjörg Haukadöttir. t Hjartkær eiginkona mín, KRISTÍN JÓHANNESDÓTTIR, Seléai 3, lést á gjörgæsludeild Landspítalans fimmtudaginn 22. febrúar. Fyrir mína hönd og barna okkar, Filippua Guömundaaon. t Faöir minn, tengdafaöir og afi, JÓHANN LÚTHER GUÐMUNDSSON, Álftamýri 34, veröur jarðsunginn frá Fossvogskirkju, mánudaginn 26. febrúar kl. 3. Sveinbjörn Jöhannaaon Þördía Bjarnadöttir Hildur Sveinbjörnadóttir Geir Gunnarsson rit- stjóri—Minning Góðvinur minn og frændi, Geir Gunnarsson ritstjóri, lést á Landakotsspítalanum 10. júlí s.l. eftir stutta legu, aðeins 62 ára að aldri. Þar sem ég hefi hvergi séð á prenti annað en dánartilkynningu hans í blöðum langar mig til að minnast hans nokkrum orðum þótt fjölmarga ritfæra menn ætti hann að vinum og kunningjum en kannski kemur þar best fram hinn gamli en sígildi málsháttur: „Þá ölið er af könnunni þá er vin- skapurinn úti.„ Á ég þar ekki við, að Geir hafi verið fremur veitandi en þiggjandi til hinstu stundar, en þar kom fleira til, en það er nð einu sinni lífsins gangur, ég í dag og þú á morgun. Ég var erlendis er hringt var til mín, og gat þess vegna því miður ekki fylgt honum síðasta spölinn, og eftir að heim kom annir og amstur dagsins tóku við hefur þetta dregist miklu lengur en ég hefði óskað. Geir var sonur frú Sigríðar Siggeirs, Torfasonar kaupmanns í Reykjavík og Gunnars Sigurðsson- ar lögfræðings, sem um ára bil var þingmaður Rangæinga, bjó stórbúi á Selalæk og var jafnan kenndur við þann stað. Geir var elstur af 5 börnum þeirra hjóna, Gerður sem var næst elst lést hér í Reykjavík 1961, aðeins 44 ára að aldri, öllum harmdauði sem þekktu hana. Geir Gerður og Helga og Gylfi, sem eru tvíburar, fæddust í Lands- höfðingjahúsinu við Skálholtsstíg, en Sigurður sem er yngstur fæddist á Selalæk. Sigríður og Gunnar flytjast að Selalæk 1924 og búa þar við mikla rausn til 1929, en þaðan flytjast þau svo alfarinn til Reykjavíkur. Öll þau ár sem þau bjuggu á Selalæk var ég þar á hverju sumri, það þótti þá sjálfsagt að unglingar væru sendir í sveit væri nokkur leið að fá pláss fyrir þá, en ásókn mikil, en hvað mér viðvék voru hæg heimatökin þar sem mæður okkar eru systur, en gestagangur var alltaf mikill en Gunnar ekki mikið heima þar sem hann sat á Alþingi og í allskonar nefndum og mæddi því mikið á húsmóðurinni með stóran barnahóp, mikið af kaupafólki og gestagangurinn eftir því. Man ég eftir mörgum mönnum sem annað hvort voru eða urðu þjóðkunnir menn sem komu með Gunnari að Selalæk þegar þinghlé var, en alltaf var nóg húsrými, og veitt með rausn. Gekk þá áætlunarbíil tvisvar í viku austur að Múlakoti, en bíl- stjórinn var beðinn að setja mann af við 100 kílómetra steininn hjá Varmadal, en þaðan var svo gengið á 2 jafnfljótum að Selalæk, sem var um hálftíma gangur, en þegar að Selalæk var komið með nesti og nýja skó að ógleymdu sælgætinu sem við skiptum bróðurlega á milli okkar, og treindum okkur í nokkra daga, þá var ekki til siðs eins og nú tíðkast og hefur gert lengi að senda vikulega pakka með bílum og flugvélum, og þó aðeins væri 100 kílómetrar að Selalæk komu foreldrar í þann tima einu sinni á sumri og keyrt til baka um kveldið og þótti það löng dagleið i þá daga en jafnan var stöðvað á Ölfusá í báðum leiðum og fengið sér kaffi eða mjólk með meðlæti, því þá voru Cocacola og súkkulaðikex ekki komið í tísku, en sítrónupúlv- er selt í bréfum og hellt út í kalt vatn og þótti gott. I þessum glaðværa systkinahópi elst Geir upp til 16 ára aldurs, en + Innilegar þakkir (ærum viö öllum þeim er veitlu okkur samúö og vinarhug + vegna andláts og útfarar systur okkar Móöir mín og tengdamóöir, HANSÍNA HANSDÓTTIR, ÞÓRHILDAR HELGASON, hjúkrunarkonu. Veeturgötu 20, Annie Helgaaon Cecilía Helgaeon Guöbjörn Jakobeeon lést í Landspítalanum þann 21. febrúar. Inger Helgaeon Anna Krietmundedóttir og aórir vandamann. Gunnar Þorkeleeon Erla Egiladóttir + Þökkum auösýnda samúö viö andlát og jaröarför móöur okkar, tengdamóöur, ömmu, langömmu og langalangömmu, GUÐNÝJAR EYJÓLF8DÓTTUR, Sérstakar þakkir til starfsfólks Hraunbúöa Vestmannaeyjum og Sjúkrahúss Vestmannaeyja. Aöstandendur. + Þðkkum auösýnda samúö og vináttu vegna andláts fööur okkar, JÓHANNESAR LAXDAL, Tungu, Svalbarösstrond Öllum sem heiöraö hafa minningu hans, sendum viö hugheilar þakkir, Theódór, Helena, Anna, Esther, Björn og Henrý Laxdal. t Innilega þökkum viö auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför ÁSLAUGAR M. ÓLAF3DÓTTUR, Bústaöarvegi 69. Viö þökkum hjúkrunarkonum á Landspítalanum, þeirra góöu hjúkrun og innilega viömót. Ólafur Ingi Árnaaon Guörún Ólafsdóttir Friðrik M. Friöleifsson Guömundur Ólafsson Guörún Vigfúsdóttir Unnur Ólafsdóttir Alfreö Eymundsson Alexía M. Ólafsdóttir Jens M. Halldórsson Árni Ólafsson Elsa K. Jónsdóttir Jón Ingi Ólafsson Helga Ólafsdóttir og systkinabörn + Faöir minn, HÖSKULDUR ÞÓRHALLSSON, veröur jarösunginn frá Kópavogskirkju mánudaginn 26. febrúar kl. 10.30. Gunnlaugur Þ. Höskuldsaon. + Okkar innilegustu þakkir fyrir hlýhug og samúö viö andlát og útför fööur okkar, tengdafööur, afa, langafa, fósturbróöur og mágs, SIGURÐAR ÁRNASONAR, Stóragerði 13, Aöalsteinn Sigurösson, Árni Sigurösson, Sigríöur Svava Guömundsdóttir, Hjördis Þorbjðrg Siguröardóttir, Kristinn Þorleifur Hallsson, Bryndfs Ágústa Siguröardóttir, Finnur Eyjólfsaon, Jórunn Björnsdóttlr, Sigurjón Hikfibrandsson. barnabörn og barnabarnabörn. + Okkar innilegustu þakkir fyrir hlýhug og samúö vlö andlát og útför móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og systur MÖGDU E. KRISTJÁNSSON, fadd R0NNE, Laugarésvegi 1. Úlf Gústafsson, Erla Gjermundsen og barnabörn, örn Gústafsaon, Sólrún Ragnarsdóttir og baröaböm, Björn Gúatafsson, Hrafn Gúatafsson, Erik Rsnne, Mogens Renne, Else Renne. þá flytjast þau til Reykjavíkur og bjuggu lengst af á Laugavegi 73, Geir fer að vinna fyrst hjá Lárusi Jóhannessyni hrl. í Suðurgötu 4 og er þar i nokkur ár, en fer síðan að vinna með föður sínum, og höfðu þeir um þriggja ára skeið fast- eignasölu í Veltusundi. Eftir að til Reykjavíkur kom hélst alltaf samband mitt við þau systkin og svo árið 1941 erum við Geir komnir í nábýli þar sem við höfðum hvor sinn helminginn á miðhæðinni á Laugavegi 19, en Helga systir hans bjó á efri hæðinni ásamt móður sinni og fór alltaf vel á með okkur. Hann var þá byrjaður að gefa út Heimilisrit- ið, sem var mjög vinsælt um árabil ásamt öðrum mánaðarritum, því hann var mjög bókhneigður, kunni vel við sig við skriftir og var þýðandi góður úr dönsku og ensku. Síðar gaf hann út Ný vikutíðindi í mörg ár, en samhliða því gaf hann alltaf út Kaupsýslutíðindi og er það hið besta heimildarit um alla dóma sem dæmdir eru í Bæjar- þingi Reykjavíkur. Fyrir 3 árum varð Geir fyrir því hræðilega slysi, að hús, sem hann bjó í við Þingholtsstræti og var einnig hans vinnustaður, varð eldi að bráð og var Geir naumlega bjargað á síðustu stundu og bar hann ekki barr sitt eftir það, þó fékkst hann alltaf við skriftir og gaf út Kaupsýslutíðindi til dauða- dags. Eftir að hann kemur úr 6 mánaða spítalalegu, fær hann íbúð hjá frænda sínum á Hverfisgötu 28, og erum við þá aftur komnir í nábýli, þó ekki værum við eins nálægt hvor öðrum og á Lauga- veginum, en eitthvað var Geir orðin breyttur, við sáumst að vísu vikulega eða svo og þá á förnum vegi eða hann kom og heimsótti mig, en áður fyrr hringdi hann alltaf til mín nokkuð reglulega, og var þá rætt um allt milli himins og jarðar en hann var fróður um margt, og eins og fyrr segir vel kunnur mörgum blaðamönnum. Geir var greindur vel og drengur góður, og með glæsilegri mönnum á sínum besta aldri, en síðustu æviárin hafa kannski verið honum þungbærari og erfiðari en margan grunaði, og má því ætla að hann hafi verið hvíldinni feginn. Það má segja um Geir, að hann væri mannblendinn, hann gat ver- ið stirður í skapi á stundum, en í góðum og glöðum vinahópi var hann skemmtilegur, kunni vel að segja frá og gat hlegið innilega smitandi hlátri. Ég persónulega sakna hans sem frænda og vinar, en einnig sem skemmtilegs félaga, og þá ekki síst símahringinga hans, sem alltaf voru nokkuð reglulegar, þar til síðustu mánuðina. Frú Sigríður, sem nú er öldruð kona, á nú á bak að sjá elsta syni sínum, sem bjó í sama húsi og hún síðustu árin. Eru þá eftir 3 af þeim systkin- um, Helga, Gylfi og Sigurður. Svo að endingu kveð ég Geir vin minn, þakka honum órjúfandi tryggð og vináttu frá því við vorum strákar á Selalæk og fram á hinsta dag. Móður hans, börnum og systkinum sendum við hjónin okk- ar innilegustu kveðjur, í þeirri von að honum líði nú betur en honum kannski leið síðustu árin sem hann lifði. II.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.