Morgunblaðið - 23.02.1979, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.02.1979, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1979 23 Margir fagna þeirri ráðstöfun Sameinuðu þjóðanna, að helga barninu heilt ár — árið sem er að hefjast — árið 1979. Enginn er í vafa um, hvað gera skal og gera þarf fyrir börn hins svonefnda þriðja heims, vannærð, hungruð, veik og deyj- andi, og unglinga sem lifa af, ólæs, umkomulaus, landflótta og hatandi. En sumir hugsa: Þarf nú einhverju að bæta við handa allsnægtarbörnum Vesturlanda, með öllu eftirlæti, dekri og óhófi, sem þeim er veitt? Og atkvæðasmalar og rauðsokkur eru þar ekki í vafa: Fleiri og stærri vöggustofur, uppeldis með foreldra í fjar- lægð, ástúðina utangarðs, nema þá í fordildarfullum leik, höfum við séð í sjónvarpinu í vetur. En þannig hefur slíkt uppeldi alltaf verkað og verið til allt frá Róm til Parísar, íran til Kambodíu. Slíkar sýningar eru hræðileg- ar, hryllilegar og voðalegar. En þær eru sannleikur og þess vegna nauðsynlegar, þrátt fyrir allt. „Til þess eru vítin að varast þau.“ Ennþá setur að manni hroll við minningar frá lestri íslendingasagna og rímnakveð- skapar á kvöldvökum í torfbað- stofu. En þær voru ekki lesnar án Ár bamsins fleiri og stærri dagheimili, leik- velli, gæzluvelli og garða, full- komnari skólahús, lærðari gæzlukonur, meiri og lengri skólagöngu. Og síðar betri löggæzlu, fleiri lögregluþjóna, fleiri upptöku- heimili, fullkomnari fangelsi, heppilegri rannsóknarlögreglu. Allt er þetta auðvitað ákaf- lega mikilsvert og á ýmsan hátt sjálfsagðar fylgjur svonefndrar „menningar." En samt eru það fremur umbúðir en kjarni. Umbúðir um það, sem óskað var að geyma og varðveita, en týndist á leiðinni. Við höfum kannske ekki veitt þyí athygli, að uppeldi síðustu áratuga á Vesturlöndum líkist stöðugt meira og meira uppeldi heldra fólks á fyrri öldum. Kóngar, keisarar, drottningar og yfirleitt „fínt fólk“ þátímans og nútímans, „úrval“ í stjórn- málum og veraldarvafstri, skeinir ekki sín börn sjálft. Nú á „ríkið“ að vinna slík verk. Það notaði þar til sitt vinnu- fólk, þjóna og þræla og síðar fræðimenn og „kennara“. Ógeðslegasta toppbrum slíks umtals og skýringa um orsök og afleiðingar heimsku og grimmd- ar. Uppeldisgildi og listgildi hrollvekjanna þarf að útskýra af vísum mönnum, eins og gert var þá og þar af góðum hús- bændum og foreldrum. Það ætti ekki fræðimönnum nútímans að verða nein skotaskuld. En nóg um það í bili. Það sem Vesturlandabúar þurfa að athuga strax í upphafi barnaársins til bóta fyrir nútíð og framtíð, er einmitt sú hætta, sem börn ríka fólksins, heldra fólksins og volduga fólksins væru þá stöðugt umleikin, og gerði þau mörg að undrum og afhrökum áður en náðu fullorðinsaldri. Það var uppeldi óhófs hið ytra og kærleiksleysis hið innra. Ekki er þó svo, að við stöndum í sömu sporum og þetta „heldra fólk“ fortíðarinnar. En við höfum blindandi og sjálfselsk í blindingsleik leti og sjálfselsku, kröfu og hjarta- kulda auðshyggjunnar nálgast sömu mið. Þannig hafa börn Vestur- landa verið alin upp sem utan- garðsfólk jafnvel auðugra og lærðra foreldra og orðið hermdarverkafólk. Það hefði getað orðið óafmáanleg kærleiksminning, ef mamma hefði haft eða gefi sér tíma til að skeina þau sjálf, eða leyft þeim að sofna í hjónarúm- inu, rísla sér við köttinn niðri í kjallara í stað þess að láta þau vakna og sofna eftir föstum reglum á fína og góða barna- heimilinu eða vöggustofunni. Alltof mörg börn jafnvel auðugra foreldra eiga hvorki afa né ömmu í þeirri merkingu orðanna, sem áður var. Samt er djúpur sannleiki í orðum barns, sem á ljúfar minn- ingar frá því sem annars er nefnt allsleysi liðinna daga og segir þó: „Enginn var betri en amma mín.“ „Fáir, já, enginn jafnaðist við afa minn,“ segir íslenzkur listamaður í samtalsbók um sitt uppeldi, sem sjáanda dásemda tilverunnar. Ekki geta neinir leikvellir jafnast við náttúruna sjálfa við fótskör fjalls og stranda í fjöru eða hlíð. Það hljómar furðulega. En uppeldi barna á Vesturlöndum hefur um nær hálfa öld verið fátækt af foreldrum, öfum, ömmum, leikjum í eðlilegu um- hverfi. Fátækt af gróandi lífi, hollri umhyggju, hlýlegri ástúð. Góðar myndir eru hollar og skemmtilegar. En samt eru þær ekki lífið sjálft. Myndir úr fjöru eru fallegar. En fjaran sjálf er þó margfalt meira. Hlíðin, brekkan, lindin, lækurinn, lambið, kálfurinn, fol- aldið, náttúran sjálf er sannasta uppspretta sannleikans og áhrifamikillar þekkingar. Eg fagna hvern dag, þegar ég mæti hópi barna í gæzlu góðrar fóstru við dyr strætisvagnsins. Hópurinn er að leggja af stað út í lífið undir vernd og hand- leiðslu brosandi leiðsögumanns. Borgin, umhverfið, náttúran bíður snertingar, heimsóknar nýrrar kynslóðar, nýrrar bernsku og æsku. Heill þeirri mömmu, ömmu eða pabba, sem hefði tíma til slíkrar leiðsögu, sem yrði enn nær en ágætustu fóstru, sem þarf að sjá um heilan, stóran hóp í bandi. I upphafi barnaárs ættum við að strengja þess heit á okkar óhófsama „lúksús“-landi hjá okkar kröfuþjóð, að gefa börn- unum og barnabörnunum heim- ilið aftur. Heimilið með pabba og mömmu, afa og ömmu, bæn og hljóðum stundum. Skólann með námi, en líka leik og söng, sögum og ljóðum. Samband við náttúru landsins á ferð, leik og störfum. Kirkju með krjúpandi hnjám, beygðu höfði og bænarstaf, lotn- ingu, auðmýkt og þakklæti. Vernd gegn eitri í öllum þess útgáfum og hvaða nöfnum sem það nefnist. Vernd gegn ofríki og styrjaldarhættu. Virðingu og jafnrétti við full- orðna í allri umgengni daglegs lífs, skilning og vinsemd í við- móti og háttum. Vinnu og viðfangsefni til fjölbreyttra starfa ekki síður en bóknáms, strax þegar kraftar og löngun leyfa. Sú kúgun til bóknáms, sem nú ríkir gagnvart börnum, og þó einkum unglingum, sem eru fráhverf skólanámi, getur bein- línis verið hættuleg sál barns og aðstöðu þess gagnvart samfélag- inu. Sem betur fer þurfum við hér á íslandi ekki að horfast í augu við hermdarverkafólk. Samt lá þar nærri í upphafi og á fyrri helmingi þessa ára- tugar. Einasta ráðið til að losa Vesturlönd við hermdarverka- fólk í framtíðinni er breytt aðstaða í uppeldi og umgengni við börn og unglinga. Þar eru öfgarnar hættulegast- ar: Óhóf, eftirlæti, kröfur og græðgi annars vegar. Allsleysi, umkomuleysi, landflótti og hungur hinsvegar. Gefið því börnunum dýrmæt- ustu gull mannlífsins í framtíð- inni: Ástúð, nærgætni og virðingu í umgengni. Eflið þakklæti, auð- mýkt og elsku til Guðs og manna í þeirra eigin vitund. Byrjum á ári barnsins. Árelíus Níelsson. Valborg Elísabet Gröndal - Minning Fædd: 9. nóvember 1902. Dáin: 11. febrúar 1979 Hún Valborg er dáin eftir langa og stranga sjúkdómslegu. Ég man alltaf eftir því þegar Valborg kom í heimsóknir til móður minnar Ragnhildar en þær voru góðar vinkonur. Þessi glæsilega og fágaða kona, sem bar með sér sérstakan virðingarsvip. Alltaf var hún jafn glæsileg hvar sem á hana var litið. Svo mikið þótti mömmu til þessarar vinkonu sinnar komið að hún lét mig, dóttur sína, heita í höfuðið á henni. Ég hef alla tíð litið upp til þessarar konu og dáðst að því, hve allt var fínlegt og smekklegt í fari hennar. Hún var mikið fyrir hannyrðir og bar heimili hennar vott um þann mikla og góða smekk, sem Afmælis- og minningar- greinar ATHYGLI skal vakin á því. að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verð- ur grein. sem birtast á í miðvikudagshlaði. að berast í síðasta lagi fvrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfs- formi eða hundnu máli. Þær þurfa að vera vólritaðar og með góðu línubili. hún hafði fyrir öllu sem var fínlegt og glæsilegt. Valborg giftist Ólafi Jónssyni rakara og eignuðust þau eina dóttur, Ragnheiði Fríðu, sem var augasteinn foreldra sinna. Ragnheiður giftist ung og fluttist út til Afríku og hefur búið erlendis síðan. Það voru mikil viðbrigði fyrir þau hjónin er einkadóttirin fluttist svo langt í burtu frá þeim. Þó var alltaf mikið samband milli þeirra og Valborg dvaldi lang- tímum saman hjá dóttur sinni og barnabörnum. Hún og Ólafur bjuggu t.d. í Nairobi hjá dóttur sinni og tengdasyni mikið til á árunum 1952—1957 meðan eldri telpurnar þrjár voru litlar. En Ragnheiður Fríða er búin að búa í Nairobi í 27 ár og eignast 6 börn, 5 dætur og einn son. Valborg hafði mikið yndi af barnabörnum sínum og fylgdist vel með þroska þeirra og uppvexti þó oft væri langt á milli þeirra. En barnabörnin komu einnig í heimsókn til Islands á sumrin og Lísa elsta dóttirin dvaldi oft hjá ömmu sinni og afa um langan tíma. Nú er fjölskyldan flutt til Ameríku og búa þau í Kaliforníu. Ólafur maður Valborgar hefur verið konu sinni mikil stoð í veikindum hennar og stutt hana á allan hátt, og veit ég að veikindin voru henni bærilegri, því alltaf kom Ólafur á hverjum degi meðan hún lá, bæði á Vífilsstöðum og Landspítalanum. Vil ég votta honum og Ragnheiði dóttur þeirra samúð mína, ásamt barnabörnunum og nánustu ættingjum og vinum, um leið og ég flyt sérstakar kveðjur og þakkir frá aldraðri móður minni Ragn- hildi Jónsdóttur. Valborg Soffía Böðvarsdóttir. Minning: Karl Anton Carlsen Fæddur 9. júní 1954. Dáinn 7. febrúar 1979. Man ík alla ástúö þfna. öll þín tryKKÖar bönd, yfir barnabrosti mína breiddirðu milda hönd, stundum vildi ók vera kööut vænsta yndiö þitt. baö er svo gott að eiga móöur, sem elskar barnið sitt... (K.J.) Mér dettur í hug að þessar ljóðlínur gætu verið frá Tona til móður hans, sem honum þótti svo vænt um. Ég veit að hann vildi vera hjá henni núna og hugga hana og dóttur sína. Það er skammt á milli lífs og dauða, ef dauða skyldi kalla, því að flest trúum við á eilíft líf. En áðskilnað- urinn er sár og við óttumst það sem við sjáum ekki og þekkjum ekki, ástvinum okkar sem farnir eru kannski til hryggðar. Við ættum þess vegna að gleðjast með þeim sem fá að fara eftir að hafa þjáðst mikið og biðja fyrir þeim sem fara snögglega, því að aðskiln- aðurinn getur verið jafn sár fyrir þá og okkur. Ég bið því algóðan guð um að vera leiðarljós Tona í hinu ókunna landi og vera foreldr- um hans og dóttur styrkur í þeirra miklu sorg. S. KVENNADEILD Reykjavíkurd. R.K.Í. Fræösla um sjúkravlnastarf kvennadeildarinnar hefst Þriðjudaginn 27. febrúar kl. 20.30, í kennslusal Rauða Kross íslands, Nóatúni 21. Flutt verða erindi um eftirfarandi efni: 1. Rauöi krossinn og starfsemi kvennadeildar. 2. Störf í sölubúöum sjúkrahúsa. 3. Föndurstörf. Væntanlegum sjúkravinum er næstu daga gefið tækifæri til Þess að kynnast starfsemi sjálf- boðaliða á sjúklingabókasöfnum, sölubúðum og öðrum starfsgreinum deildarinnar, en fræðslunni lýkúr Þriðjudaginn 13. mars kl. 20.30 með erindum um: 1. Störf í heimsóknarþjónustu. 2. Störf í sjúklingabókasöfnum. 3. Framkomu í starfi. Þátttaka tilkynníst í síma 28222 eða 14909 í síðasta lagi 26. febrúar. Konur ath: Sjálfboðaliða vantar. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.