Morgunblaðið - 23.02.1979, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 23.02.1979, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1979 VlK> MORöJKí- KAFr/NO (ö GARD Það var svei mér heppilegt að við skyldum ekki taka okkur tvo bfla á leigu? Má ég biðja um borð nærri útgongudyrunum? Hvað sögðu sorphreinsunar- mennirnir við hinum vinsam- legu ábendingum þínum? 9* Bætt lífsambönd Myndin sýnir fjarlæga vetrarbraut. BRIDGE Umsjon: Páll Bergsson Eitt leiðir af öðru eins og lesendur sjá þegar þeir mynda sér skoðun um og ákveða úrspil í fremur auðveldu a-fingarspili. Austur er gjafari, allir á hættu og austur og vestur segja báðir alltaf pass. Norður S. Á742 H. Á754 T. K6 L. D65 Suður S. DG H. DG863 T. Á93 L. ÁK4 Vestur spilar út tíguldrottningu gegn sex hjörtum og hvernig ætlar þú að haga úrspilinu? Sjálfsagt hefur þú komist að raun um, að fátt er merkilegt við þetta spil. Og þó. Hugsanlegir tapslagir eru þrír. Einn á spaða og tveir á tromp. Og það, sem gefur spilinu gildi er, að byrja þar á að athuga spaðaleguna. Staðsetning kóngsins mun ráða hvernig við spilum trompunum. Við tökum því útspilið á hendinni, spilum spaða- drotnningu og látum hana fara. Taki austur slaginn má gefa að- eins einn tromslag, sem þýðir, að vestur verður að eiga kónginn með aðeins einu smáspili. I þessu spili reynum við ekki að ná kóngnum blönkum. En takist spaðasvíningin má gefa einn slag á tromp. Þetta er ekki vandamál þegar þau skiptast 2-2 eða 3-1. Og eigi vestur öll fjögur erum við bara óheppin og töpum alltaf spilinu. En séu öll trompin á hendi austurs er alls ekki sama hvernig við spilum litnum. COSPER COSPER Þaö er ekki lengur hægt að treysta þér. Þú sagðir að þú kæmir ekki heim fyrr en klukkan 6! Á árinu 1974 minntumst við ellefu alda búsetu í landi okkar. Við minnumst hinna djarfhuga forfeðra og formæðra er beindu knörrum sínum „austan um hyl- dýpis haf, hingað í sælunnar reit“, til að varðveita þann neista, er þeim hafði verið trúað fyrir, sam- bandsneistann, sem ekki mátti slokkna. Lífsambandið við hina sælu guði skyldu hér eflast. Hér skyldi verða síðasta vígi Ása og- Ásynja. Hér skyldi varist, og velli haldið þótt ríki þeirra í norðurálfu féili. Hér skyldi lifað frjálsu lífi, sem hafið væri yfir það, er annars- staðar gerðist. Og hvernig fór? Hingað féllu öldur annars átrúnaðar og erlendrar yfirdrottnunar. Þjóðin neyddist til að lúta í lægra haldi. Hún fékk ekki rönd við reist. Hinn forni átrúnaður laut í lægra haldi. Og margar aldir, sem fóru í hönd, urðu dimmar og dapurlegar. En þrátt fyrir allt varð neistanum bjargað, þeim neista sem ekki mátti slokkna. Sambandið við Æsi rofnaði aldrei til fulls á landi okkar, Meðan hin nátengdu norrænu lönd nornin í sundur réð draga, lagðir þú, ísland, með letrandi hönd lífsfræin komandi daga. (A. Munch — Matth. Joch.) Sagnir og forn kvæði um Æsi voru skráð á bækur. Þjóðin minnt- ist þeirra, þrátt fyrir allar þreng- ingar. Á dimmum vetrarkvöldum safnaðist fólk saman á heimilum og hlýddi á hinar fornu sagnir. Og aftur rofaði til. Fyrir langa baráttu og harðfylgi bestu lands- ins sona, varð hinni erlendu áþján létt af þjóðinni. Hún rétti úr kútnum smátt og smátt bæði andlega og líkamlega. I byrjun þessarar aldar kom fram vitsnillingurinn Helgi Pjeturss og uppgötvaði líf-sam- bandið í alheimi, á þann hátt að aldahvörfum mundi valda, ef þegið yrði. Þetta samband, sem íslendingar höfðu svo lengi vitað um, þó á óljósan hátt væri, og notið af magnanar nokkurrar, það gat nú orðið öllum lýðum ljóst með náttúrufræðilegum skilningi. Lífneistanum hafði að lokum verið bjargað á öruggan hátt. Eftir var aðeins að glæða hann, svo að úr yrði sá kyndill, er lýsa mætti öllum heimi. Hér þurfti við stuðn- ings, mikils fjölda manna, og Islendingar höfðu í fyrstunni, einir þjóða, aðstöðu til að veita slíkan stuðning. Islensk þjóð varð að verða fyrst til að skilja hinn nýja boðskap um sambandseðli lífsins og hverrar hjálpar má vænta frá lengra komnum vinum annarsstaðar í alheimi. Enn er þjóðin ósamstillt um Vestur S. K865 H. - T. DG1042 L. G832 Austur S. 1093 H. K1092 T. 875 L. 1097 Og auðvitað hefur þú ætlað að taka fyrstu trompslaginn með á og spila síðan t.visvar að hendinni svo austur fái aðeins einn slag. „Fjólur — min Ijúfa" Framhaldssaga eftir Else Fischer Jóhanna Kristjónsdóttir pýddi 67 iögreglumaAur kom inn með kápu sem hann lagði á borðið fyrir framan Bernild. Gætilega og með þýðingarmiklu augna- ráði dró hann sérkennileg og sterk gleraugu upp úr vaaan- um. — Og hvar fannst þetta? spurði Bernild. — Kápan fannst saman- kuðluð uppi í geymslunni á háalofti, en fröken Wainberg viðurkennir að þetta sé hennar kápa. Ilún segir að vfsu að hún hafi síðast séð gleraugun í vasa Lydiu og að hún hafi lagt þau á borðið vegna þess hún hafi ckkert um þau vitað, en ég sé á henni að hún segir ósatt. — Og þá verðum við að byrja upp á nýtt. Sendið fröken Wainberg inn. — Ég veit ekkert um þessi gleraugu. Susanne barðist við grátinn og horfði þrjózkulega á lögregluforingjann. — Þau voru í vasa yðar. — Já. það sá ég, en hver sem er gat komið þeim fyrir þar. Og það eitt að kápan mín var kuðluð saman og falin bendir til að einhver sé sá sem vill skella skuldinni á mig, svaraði Susanne. — Það var augljóst að kápan yrði skoðuð, ekki sízt cf hún væri samankuðluð og hálf- falin. Það var ekki nóg að setja gleraugun í vasa henni niðri í forstofunni, því að þá er ekki vfst að neinum hefði fundist eitthvað grunsamlegt við það. Ef kápan aftur á móti var týnd svo að allir fóru að leita og svo íinnst hún af furðulegri tilviljun... — Þér eruð furðuiega æstar yfir glcraugum sem finnast af tilviljun í vasa yðar, sagði Bernild rólega. — Við höfum ekki einu sinni rætt um hver hafi átt þessi gleraugu. — Með tilliti til þess að hver sjónvarpsglápari þekkir gleraugu Einars Einarsens, byrjaði Susanne. — Við höfum ekkert sagt um hvort þetta væru gleraugu Einars Einarsens. Rödd Bernilds var í meira lagi hranaleg. — Við höfum aðeins sagt að þessi gleraugu hafi verið í kápuvasa yðar. Við höfum ekki gcngið úr skugga um hvort Einar Einarsen átti þau. Til þess þarf sérfræðing og við verðum einnig að láta athuga hvort á þeim eru fingraför. — Þá finnið þér áreiðanlega ffn fingraför á þeim. Susanne settist niður í stólinn gegnt lögreglu- foringjanum og reyndi að hafa vald á sér. Svo bætti hún við: — Þér finnið væntanlega fingraför mín og Lydiu. Gleraugun voru í vasa Lydiu og ég tók þau upp þegar hún var dáin og lagði þau á borðið. — Þér tókuð þau upp úr vasa hennar, þegar hún var dáin? — Ég veit vel að yður tekst að búa allt til úr engu, svaraði Susanne hljómlausri röddu. — Ég tók þau upp vegna þess ég fann það var eitthvað bart í vasanum þegar við vorum að hagræða henni á sófanum og þá setti ég þau á borðið.'þar sem hver og einn gat síðan tekið þau. — Eða í kápuvasa þar sem ^ átti að fela þau, þangað til betri felustaður hefði fundist, svaraði Bernild. Susanne beit á vör sér. — Mér finnst ég vera að gefast upp á þessu öllu, sagði ' hún. — Fjölskyldunni meðtal- inni. Martin hatar mig fyrir það sem ég sagði um peningana og nú hefur einhver bætt gráu ofan á svart og lagt gleraugun í vasa minn og reynt að láta þetta líta mjög grunsamlega út með því að henda kápunni mirini upp í geymslu. Eg sé auðvitað að alltof margt bendir á mig, en hvað get ég gert... — Sagt sannleikann, sagði Bernild í hvatningartón. — Segið mér það sem þér vitið, segið mér allt hversu smávægi- legt sem það kann að virðast.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.