Morgunblaðið - 25.03.1980, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 25.03.1980, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1980 35 Jón Halldór Hannesson form. íslenska íhugunarfélagsins: Innhverf íhugun og samf élagið Svar við grein herra Sigur- björns Einarssonar biskups Herra Sigurbjörn Einarsson rit- aði sl. þriðjudag grein í Morgun- blaðið um Innhverfa íhugun og Innhverfa íhugun sidhi kerfið. Við lestur greinarinnar varð mér ljóst að við, kennarar í Innhverfri íhugun, höfum varla staðið okkur nógu vel í að kynna þessar aðferð- ir, því í grein biskups kom fram talsverður misskilningur um eðli og tilgang aðferðanna og vildi ég nú bæta þar nokkuð um. Hér er um að ræða tvær aðferð- ir: annars vegar Innhverfa íhugun og hins vegar Innhverfa íhugun sidhi kerfið. Sautjánhundruð íslendingar hafa lært Innhverfa íhugun á stuttum námskeiðum hjá íslenska íhugunarfélaginu. Spurningin sem Herra Sigurbjörn veltir fyrir sér er hvort iðkun Innhverfrar íhug- unar, sem kennd er undir hand- leiðslu Maharishi Mahesh Yoga, sé trúariðkun. Allir sem lært hafa Innhverfa íhugun svo og við sem kennum tæknina vitum að svo er ekki. Innhverf íhugun er nefnd tækni vegna þess að áhrifamáttur henn- ar byggir eingöngu á grundvallar lögmálum mannshugans. íhugun- in felst í því að beita einfaldri aðferð til að leyfa athyglinni að leita inn á við til dýpri og fíngerðari sviða hugans. Eðli huga okkar er að leita að meiri ham- ingju, greind og orku — og dýpri svið huga okkar búa einmitt yfir meiri möguleikum og greind. Eðli hugans samkvæmt leitar því at- hyglin áreynslulaust inn á við sé réttri aðferð beitt. Tæknin er því algjörlega óháð trú og skoðun iðkandans. Hann þarf ekki einu sinni að trúa því að íhugunin hafi áhrif. Ahrifin koma alveg jafnt fram fyrir það. Þótt Innhverf íhugun og Inn- hverf íhugun sidhi kerfið (Il-sidhi kerfið) komi frá Maharishi Ma- hesh Yoga og Veda hefðinni er auðvitað ekki þar með sagt að um indverskar eða hindúískar aðfcrð- ir sé að ræða. Newton uppgötvaði þyngdarlögmálið en engum dettur þó í hug að halda því fram að þyngdarlögmálið sé enskt eða kristið. Á sama hátt er ekki rétt að þau grundvallar lögmál vitund- arinnar, sem aðferðir Maharishi byggja á og aðferðirnar sjálfar, séu á einhvern hátt takmarkaðar við Indland. Hér er um að ræða hagnýtar aðferðir sem allir geta notfært sér. Trú og traust gegnir engu hlutverki í iðkuninni. Hlut- irnir snúast einfaldlega um það, að hagnýta sér ákveðna þekkingu og njóta árangursins. Áhrif þess að iðka Innhverfa íhugun (eða the Transcendental Meditation technique) hafa verið margrannsökuð við rannsókhar- og menntastofnanir víða um heim. Fyrir utan þá líkamlegu og and- legu hvíld, sem í ljós hefur komið að fæst meðan á iðkuninni stend- ur, má nefna að sköpunarhæfni, greind og orka iðkenda eykst við reglulega iðkun. Aðrar rannsóknir hafa sýnt að íhugunin kemur að góðu haldi sem vörn gegn ýmsum sjúkdómum. læg tækni haft bætandi áhrif á samfélagið og umhverfið? Það er von að herra Sigurbjörn spyrji þessarar spurningar því vissulega er hugmyndin sérkennileg við fyrstu kynni. En hér er þó um vísindalega uppgötvun að ræða: Við iðkun þessara aðferða hefur komið í ljós að grunnsvið hugarins er óbundið. Allt mætist þar og þess vegna hefur iðkandi þessara aðferða hljóð áhrif og allt um- hverfið þegar hann hreyfir við þessu sviði. Einnig hefur komið í ljós að í grunnsviði hugarins, sviði minnstrar örvunar, eru öll lögmál náttúrunnar til staðar í óhöndlan- legu formi. Allt starf huga okkar er grundvallað á þessu sviði og því eru öll þau lögmál sem stýra hugsun okkar og athöfnum til Innhverf íhugun hefur einnig fengið mikla viðurkenningu og stuðning lækna. Rúmlega 100 v-þýzkir læknar hvöttu t.d. stjórn- völd þar til að stuðla að því að kennsla í Innhverfri íhugun væri hluti heilbrigðiskerfisins. í Dan- mörku töldu 36 læknar að í mörgum tilvikum mætti lækna sjúkdóma með Innhverfri íhugun fremur en að gefa út tilvísanir á taugalyf. Svipuð bresk lækna- nefnd benti á að öfugt við mörg lyf og læknisaðgerðir væri Innhverf íhugun með öllu hættulaus og áhrifin byggðust stöðugt upp. Þeir bentu einnig á að þessi aðferð hefði verið rannsökuð meir en nokkur önnur andleg þroskaaðferð og renna menn því ekki blint í sjóinn þegar þeir ákveða að læra tæknina Innhverfa íhugun. En hvernig getur einföld hug- staðar þar í kjarna formi. Innhverf íhugun hreyfir við þessu sviði því athyglin nálgast það og skynjar — en IÍ-sidhi kerfið felst aftur á móti í því að starfa frá þessum „heimkynnum" allra náttúrulaga og lífga þetta hljóða svið enn meira upp. Þau áhrif á umhverfið sem af þessu hljótast eru alltaf samstillandi og lífuppbyggjandi því lögmál nátt- úrunnar verða einfaldlega virkari og þau stefna ávallt í þróunarátt. Eðlisfræðingar (á sviði skammtafræðinnar) lýsa grunn- sviði efnis og orku, sem liggur handan við fíngerðustu efniseind- ir á mjög svipaðan hátt og hér er gert, þ.e. að allt starf náttúrunnar hefjist frá þessu óbundna tóma- sviði og því sé það grunnsvið allra lögmála náttúrunnar. í ljós hefur komið að með IÍ-sidhi kerfinu Jón Halldór Hannesson getur vitundin haft bein áhrif á efnisheiminn og bendir það til þess að þessi tvö svið, þ.e. grunn- svið hugarins og grunnsvið efnis- ins, séu þau sömu. Tær vitund er því sameiginlegt grunnsvið og snertipunktur allrar náttúrunnar, (sjá nánar mynd) og það er frá þessu sviði sem hin hljóðu sam- stillandi áhrif berast til alls um- hverfisins frá iðkendum. Þótt þessar fullyrðingar komi vísindamönnum og sérfræðingum á sviði vitundar ekki svo mjög á óvart tekur eðlilega nokkurn tíma þar til leikmenn átta sig á mikil- vægi þeirra. Allar mikilvægar vísindaupp- götvanir hafa í fyrstu mætt tor- tryggni og svo er sjálfsagt einnig um þá uppgötvun að til sé grunn- svið efnis, orku og hugar og að til séu aðferðir til að lífga upp grunnsviðið. Ástand mála í heim- inum í dag er þó þannig að mikilvægt er, að sem minnstur tími fari til spillis og að skjótt hefjist upp sterk jákvæð bylgja samræmis og samstillingar. IÍ-sidhi kerfið hefur enn ekki verið rækilega kynnt í fjölmiðlum og bíður það betri tíma, en hérlendis iðka 17 einstaklingar þetta kerfi. Gefst iðkendum tæki- færi til að iðka saman í hóp eru áhrif IÍ-sidhi margföld. Um þetta atriði snerist nýlega áskorun okk- ar til stjórnvalda. Skorað var á ríkisstjórnina að skapa 50 ein- staklingum ákjósanleg skilyrði til að iðka IÍ-sidhi kerfið saman (t.d. í heimavist) í sex mánuði. Ef þetta yrði gert væru þau hljóðu sam- stillandi áhrif sem þessi hópur hefði á allt þjóðlífið það sterk að tala mætti um stökkbreytingu á lífsgæðum okkar. I áskoruninni var áætlað að kostnaðurinn við þessa frarm kvæmd yrði um 60 milljónir. í þessari tölu eru innifalin laun handa iðkendum, kennslugjald, fæði og húsnæði í sex mánuði. Hér er auðvitað um mjög lága upphæð að ræða, sem mundi sennilega varla hrökkva fyrir útlögðum kostnaði, og er því mikill misskiln- ingur hjá herra Sigurbirni að ætla að með áætluninni eigi að fjár- magna „sjóð“ Maharishi Mahesh Yoga. Svipuð áætlun var framkvæmd í Rhode Island fylkinu í Bandaríkj- unum árið 1978. Áætlunin fólst einfaldlega í því að 300 iðkendur IÍ-sidhi kerfisins iðkuðu aðferðir sínar í kyrrð og næði á hóteli nokkru en skiptu sér annars ekk- ert af gangi mála í fylkinu. Fylkisyfirvöldin fylgdust ná- kvæmlega með nokkrum þáttum, sem nota má til að „mæla“ gæði lífsins og báru þá saman við fyrri ár. í ljós kom að sjálfsmorðum fækkaði um 41,8%, morðum um 39,5% ránum um 22%, umferðar- slysum um 10,4%, dauðsföllum almennt um 8,2%, tóbakssala minnkaði um 1,6%, áfengissala um 9% og atvinnuleysi um 26,1% — svo eitthvað sé nefnt. Gunnari Thoroddsen forsætis- ráðherra var afhent ýtarleg skýrsla um niðurstöður Rhode Island áætlunarinnar um leið og hann fékk í hendur áskorun um að hrinda svipaðri áætlun í fram- kvæmd hér á landi. Honum var einnig tjáð að ef svipaður árangur næðist ekki hér innan 3—6 mán- aða yrði útlagður kostnaður ríkis- ins endurgreiddur. Niðurstöður Sidhi-áætlunarinn- ar á Rhode Island svo og niður- stöður rannsókna á IÍ-sidhi kerf- inu sýna að ekki er hægt að leggja of ríka áherslu á mikilvægi þess að hrinda sidhi-áætlun í fram- kvæmd hér á landi sem allra fyrst og ættu allir, fyrirtæki, stjórn- völd, kirkjan, félagasamtök og aðrir velviljaðir aðilar, sem bol- magn hafa til að stuðla að fram- kvæmd þessarar áætlunar, að taka höndum saman um að hrinda henni í framkvæmd. I raun hefur verið sýnt að með vitundartækni Maharishi Mahesh Yoga megi stjórna straum tímans, beina honum frá sundrung, vanda- málum og óreiðu í átt til samlynd- is, hamingju og framfara. Það er því rétt að nefna þá hreyfingu, sem að baki þessum áhrifum stendur, þ.e. alla iðkendur Inn- hverfrar íhugunar og IÍ-sidhi kerfisins, „Heimsstjórn tíma- skeiðs uppljómunar“. Ekki er þó um pólitíska stjórn að ræða sem keppir við ríkisstjórnir, heldur stjórn,. sem starfar eingöngu á sviði tærrar vitundar, grunnsviði efnis orku og hugar. Þaðan skapar hún góðan jarðveg þannig að ágæt markmið ríkisstjórna megi verða að veruleika. Fyrir herra Sigurbirni og öðrum kirkjunnar mönnum sem fyllst hafa tortryggni gagnvart því hve margir íslendingar hafa lært Inn- hverfa íhugun, vakir áreiðanlega einungis gott. Margt hefur komið frá Indlandi á undanförnum ára- tugum sem vissulega á ekkert erindi til íslands og er því ástæða til að vera á varðbergi. Ég er fyllilega sammála þeim mönnum sem leggja áherslu á að viðhalda íslenskum menningarsérkennum en tel að einmitt með Innhverfri íhugun og IÍ-sidhi kerfinu megi efla og vernda íslenska menningu. Hér er þó ekki rúm til að fara nánar út í þá sálma, en ritstjóri Morgunblaðsins hefur góðfúslega veitt leyfi fyrir birtingu ýtarlegr- ar greinar um þetta efni og bíður hún birtingar hjá blaðinu. Norrænt fóstrunámskeið Norrænt fóstrunámskeið verður haldið á Hótel Loft- leiðum í Reykjavík dagana 12.—19. apríl. Þátttakend- ur verða 120 frá öllum Norðurlöndunum þar af 30 íslenskir. Dagskrá námskeiðsins verður með þeim hætti að deginum er skipt niður í fyrirlestra og hópvinnu og auk þess verður farið í heimsóknir á dagvistar- heimili. Þátttakendum gefst einnig kostur á að fara í dagsferð að Gullfossi og Geysi ef veður leyfir. Þeir sem flytja fyrirlestra á námskeiðinu verða: Ulla Britta Bruun frá Svíþjóð flytur erindi um dagvistarheimili frá hug- myndafræðilegu sjónarmiði. Björn Eriksson frá Danmörku flytur erindi um áhrif stjórnmála á þróun dagvistarheimila. Gunnel Holmström, Finnlandi flytur erindi um hvert er álit samfélagsins og fjölskyldunnar á dagvistarheimilum. Frá Noregi koma tveir fyrirles- arar, þeir Peter Ville og Per Linge. Munu þeir hafa samvinnu í flutn- ingi erindis síns og nefna það: „Dagvistarheimili sem skapandi uppeldisumhverfi." Af Islands hálfu hafa 4 íslensk- ar fóstrur unnið að erindi er þær kalla: „Mismunandi sjónarmið á uppeldislegu starfi á dagvistar- heimilum á íslandi." í starfshópn- um eru: Heiðdís Gunnarsdóttir, Sigurlaug Gísladóttir, Sigríður Stefánsdóttir og Sólveig Ásgeirs- dóttir. Fóstrufélag íslands sótti um styrk til Norræna menningar- málasjóðsins vegns námskeiðsins og var félaginu veittur styrkur að upphæð 3,6 milljónir íslenskra króna. Fóstrufélag íslands er meðlim- ur í N.F.S., Nordisk Förskolelær- eres Samrád. Megintilgangur N.F.S er að stuðla að góðri sam- vinnu á milli fóstra á Norðurlönd- unum. Stjórn N.F.S. hittist einu sinni á ári í því landi, er hefur stjórn sambandsins á hendi hverju sinni. Skrifstofa norræna fóstrusambandsins flyst á milli Norðurlandanna annað hvert ár og er nú á íslandi. Sú hefð hefur skapast, að það land, sem rekur skrifstofuna hverju sinni standi fyrir fóstrumóti í lok tímabilsins. Tónleikar KÓR Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar heldur tónleika í kirkju Óháða safnaðarins, mið- vikudaginn 26. mars n.k. Á efn- isskránni eru ýmis lög, bæði innlend og erlend, sem kórinn hefur æft síðan um áramót. Leiðrétting ÞAÐ VAR sr. Ólafur Magnússon í Arnarbæli, sem jarðsöng Einar Benediktsson skáld, en ekki sr. Ólafur Ólafsson eins og mishermt var í grein minni, „Við gluggann“, 21. marz sl. — Lesendur afsaki og leiðrétti. Árelíus Níelsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.