Morgunblaðið - 25.03.1980, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 25.03.1980, Blaðsíða 36
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1980 Vltf> WORödK/ KAf«nu Því sendirðu mér ekki mæðra- launin heidur í pósti? Mál Höfða- bakkabrúar BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Eftir vel heppnaðar sagnir varð suður sagnhafi í góðum samningi i spilinu hér að neðan. En úrspilið heppnaðist ekki jafn- vel þó vel væri af stað farið. Norður gaf, allir á hættu. COSPER Norður S. KG3 H. 72 T. 752 L. ÁKD102 Vestur S. 7654 H. KD5 T. DG96 L. 43 Austur S 2 H. ÁG1093 T. K8 L. 98765 C0SPER8276 Norður 1 L 2 S Suður S. ÁD1098 H. 864 T. Á1043 L. G Austur SuAur Vestur 1 H 1S 2 H pass 4 Spaöar ok allir pass Hefurður heyrt það síðasta um hana Guddu? — Ert þú ekki hún'' „Hafi Leó S. Ágústsson þökk fyrir að halda máli Höfðabakka- brúar velvakandi. Aðalatriðin eru tvö og hafa því miður bæði farið fram hjá honum. Hið fyrra er að við ákvarðana- tökuna í þröngum hópi borgar- fulltrúa og embættismanna gleymdist að taka tillit til hags- muna íbúa í Árbæjarhverfi. Hugs- að var um nýgróðursettar plöntur í Ártúnsholti, hugsað var um hesta og hestamenn, fiskinn í ánum og veiðimenn en ekki fólkið í Elliðaárdalnum, sem til þessa hefur verið helztu njótendur um- hverfisins þar. Viku fyrir endan- lega ákvörðun borgarstjórnar barst hógvært bréf frá félaga- samtökum í Árbæjarhverfi með beiðni um kynningu á málinu. Það var hunzað. Síðara atriði er að brúin er röng fjárfesting, byggð á gömlum for- sendum. Stytting á akstursleið úr Árbæjarhverfi til Breiðholts og öfugt réttlætir ekki 700 milljón króna mannvirki sem leggur í rúst yfirbragð hverfisins og útivist íbúanna í Árbæ og Breiðholti. Umferðarálag íbúðargatna í Breiðholti eykst. Stytzta leið Leós úr Flúðaseli, þar sem hann býr, liggur um Vesturberg. Það eru einnig hagsmunir Breiðholts að Höfðabakkabrúin komi ekki, enda eru það einungis 7% af umferð- inni þaðan sem sækir í Ártúns- höfðann. Þess vegna hefur borizt öflugur stuðningur í Breiðholtinu gegn brúarsmíðinni. Vonandi sér Leó sig um hönd og bætist í hópinn. Þórir Einarsson, Hábæ 37, Reykjavík. • Hundalíf Mig langar að taka undir orð Lydiu Jörgensen í Velvakanda þar sem hún talar um réttindaleysi hunda. Mér skilst á bréfinu að hún sé búsett úti á landi og hundi hennar sé hótað lífláti aðeins af því að hann gelti. Ég þekki svolítið til hunda og af þeim kynnum veit ég að erfitt er að kenna þeim að segja annað en voff, voff. Útspil vesturs, hjartakóngnum, fylgdi hjartadrottningin, sem austur tók með ás og skipti í lauf. Ætlun hans var að rjúfa samband sagnhafa við blindan og gera honum lífið leitt, skyldu þrír trompslagir ekki nægja til að ná trompunum af hendi vesturs. Suður tók slaginn með gosanum. Síðan tók hann trompás og næsta trompslag með gosanum í blind- um. Þá kom tromplegan í ljós en henni mætti spilarinn með því að spila laufunum. í ás og kóng lét hann tvo tígla af hendinni en kónginn trompaði vestur og spil- aði enn hjarta. Tilneyddur tromp- aði sagnhafi í blindum en eftir það var ómögulegt, að komast hjá að gefa einn slag til viðbótar, annað- hvort á tigul eða á tromp. Einn niður. Út af fyrir sig voru fyrirætlanir sagnhafa nokkuð góðar. Hann ætlaði að neyða vestur til að trompa einu sinni svo að unnt yrði að ná síðasta trompi hans með kóngnum í blindum. En hans eigin afköst komu í veg fyrir þetta. Hjartaáttan var hættuspil, sem suður hefði átt að losa sig við sem fyrst og það í laufásinn. Þá hefði mátt trompa þriðja hjartaspil vesturs á hendinni og vinningur orðið öruggur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.