Morgunblaðið - 25.03.1980, Síða 40

Morgunblaðið - 25.03.1980, Síða 40
Lækkar hitakostnaðinn Síminn á afgreiöslunni er 83033 ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1980 Bensínið: 53 króna hækkun Þar aí 37 kr. til ríkisins BEIÐNI olíuíélaganna um hækk- un á bensíni var algreidd á fundi verðlagsráðs í gær. Mun bensínlítrinn hækka úr 370 krón- um í 423 krónur eða um 14,3%. Akvörðun um nýtt verð á gasoliu og svartolíu var frestað. Samkvæmt upplýsingum, sem Mbl. aflaði sér í gær munu aðeins rúmlega 16 krónur af þessari 53 króna hækkun á bensíni renna til olíufélaganna vegna erlendra verðhækkana, gengissigs og ann- arra kostnaðarhækkana. Afgang- urinn, tæplega 37 krónur eða 69% munu renna tii ríkisins í formi vegagjalds, tolla, söluskatts og annarra gjalda. En eins og fram hefur komið mun ríkissjóður not- færa sér heimild til hækkunar á vegagjaldi til samræmis við hækk- un byggingarvísitölu. Ofan á allt saman leggst svo söluskattur og tollar á innkaupsverðið. Ríkisstjórnin á eftir að sam- þykkja þessa hækkun. Ef hún afgreiðir hækkunina á fundi sínum í dag hækkar bensínið væntanlega strax á morgun, að öðrum kosti síðar. Þessir þrír félagar dubbuðu sig upp einn daginn, sögðust vera orðnir stórir og ætluðu að labba út í heim. Heimsreisa þeirra varð reyndar ekki löng í það sinn, því það fór að rigna allhressilega og þá var drýgst að snúa heim, en kempurnar heita Olafur, Guðbjartur og Breki. Niðurtalning með fyrirvörum um breytingar á efnahagsforsendum ríkisstjórnarinnar Samþykkt að kaupa Volvo STJÓRN Strætisvagna Reykja- víkur samþykkti i gærkvöldi tillögu um að gengið verði til samninga um kaup á 20 undir- vögnum við Iægstbjóðanda. sem er Volvo og Nýju bilasmiðjuna hf. um smiði yfirbygginga. A fundi stjórnarinnar í gær- kvöldi kom fram sameiginleg tillaga frá fulltrúa vagnstjóra, Bergi H. Ólafssyni, fulltrúa Al- þýðuflokksins, Birgi Þórhalls- syni og fulltrúum Sjálfstæðis- flokksins, Sveini Björnssyni og Sigríði Ásgeirsdóttur um að gengið yrði til samninga við lægstbjóðanda um kaup á undir- vögnum og Nýju bílasmiðjuna um smíði yfirbygginga á þær. Var tillagan samþykkt með 3 atkvæðum, en fulltrúar Alþýðu- bandalags og Framsóknarflokks, Guðrún Ágústsdóttir og Leifur Karlsson sátu hjá. VIÐSKIPTARÁÐHERRA hefur kynnt verðlagsráði með hverjum hætti rikisstjórnin hyggst fram- fylgja ákvæðum málefnasamn- ingsins um takmarkanir á hækk- un verðlags á árinu. en ríkis- stjórnin gerði þar um samþykkt á fundi sinum sl. fimmtudag. Samkvæmt þeim upplýsingum. sem Mbl. hefur tekizt að afla sér mun rikisstjórnin ætla sér að framfylgja málinu þannig, að hún staðfesti ekki hækkanir um- fram ákvæði málefnasamnings- ins en þó með svigrúmi gagnvart breytingum á gengi, kostnaðar- hækkunum erlendis og með fyrir- vara um breytingar á efnahags- forsendum ríkisstjórnarinnar. Samkvæmt afgreiðslu verðlags- ráðs í gær á bensínverði hækkar bensínið um 14,3% í verði, en af 53ja krónu hækkun á lítra, eru 37 krónur vegna hækkunar á skött- um ríkisins. Tómas Árnason viðskiptaráðherra, sagði, er Mbl. spurði hann í gærkvöldi, hvernig Viðræður í Luxemborg um framtíð Flugleiða: Luxemborgarmenn vilja áframhald Ameríkuflugs SAMGÖNGURÁÐHERRAR íslands og Luxemborgar sátu f gær fund með fulltrúm Flugleiða þar sem rætt var um stöðu og framtíð N-Atlantshafsflugs félagsins. Að sögn Steingrims Hermannssonar samgönguráðherra eru rikisstjórnir landanna reiðubúnar að veita félag- inu ákveðinn stuðning og verði nú Flugleiðir að meta hvort hann er nægur. Steingrímur Hermannsson vildi ekki skýra í einstökum atriðum frá efni tillagnanna, en þær verða nú ræddar í ríkisstjórnum landanna og ganga m.a. út á afnmám lendingar- gjalda o.fl. atriði til lækkunar rekstr- arkostnaði félagsins og gæfist með Matthías Bjarnasón utan dagskrár í gær: Vaxandi vanskil út- vegs og fiskvinnslu Hver verða viðbrögð ríkisstjórnar? ÞAÐ var upplýst i umræðu utan dagskrár á Alþingi i gær að heildarvanskil togara hjá Fiskveiðasjóði næmu 3.200 m.kr., vanskil annarra skipa 2000 m.kr. og vanskil vegna fasteigna fiskvinnslufyr- irtækja 2.400 m.kr. Samtals eru vanskil sjávarútvegs hjá Fiskveiða- sjóði 7.600 m.kr. Þetta eru vanskil af höfuðstóli fyrir utan vexti. Vanskil sömu aðila hjá Byggða- sjóði nema rúmum 1000 m.kr. Matthías Bjarnason spurði ráð- herra, hvort þessi skuldastaða sjávarútvegsins, hækkandi til- kostnaður innanlands og verð- lækkun á sölumörkuðum erlendis, væri tilefni til nýrrar skattlagn- ingar á útgerðina, sjö krónur á gaslítra og sjöþúsund krónur á svartolíutonn, til að jafna orku- verð í landinu, en þrálátur orð- rómur væri á kreiki þar um. Þá vakti Matthías Bjarnason athygli á því að í 47 daga af 84, sem af væru ársins, hefði ekkert fiskverð verið gildandi í þessu landi útvegs og fiskiðnaðar. Sjó- menn og útvegsmenn gerðu kröfu til fiskverðshækkunar til sam- ræmis við hækkun verðbóta á laun 1. marz sl., þ.e. um 6,67%, en fiskvinnslan vildi 12% fiskverðs- lækkun, vegna versnandi rekstr- arstöðu. Spurðist hann fyrir um, hvort og þá hvenær og hvern veg stjórnvöld hygðust grípa inn í þann vanda, sem væri á höndum hjá helzta undirstöðuatvinnuvegi þjóðarinnar. Tómas Árnason viðskiptaráð- herra svaraði því til, að ríkis- stjórnin hefði enga ákvörðun tekið um aðspurða skattlagningu á út- gerðina vegna orkumála. Svör um gengislækkun til stuðnings út- flutningi voru óljós, enda töldu ráðherrar varhugavert að gefa fyrirfram upplýsingar um hugsan- legar gengisbreytingar. Vitnuðu þeir til ákvæða í stjórnarsáttmála um aðhald í gengismálum. — Sjá nánar á þingsíðu bls. 30. því aukið ráðrúm til að kanna breiðari rekstrargrundvöll og halda Ameríkufluginu áfram á meðan. Sagði hann fundinn hafa verið gagn- legan og fram hafa komið mikinn áhuga Luxemborgara á að Flugleiðir héldu áfram Ameríkufluginu, en um 120 þarlendir menn starfa við það auk þess sem Luxair hefur ákveðinna hagsmuna að gæta t.d. varðandi framhaldsflug farþega Flugleiða. Þá kvða Steingrímur hugsanlegt aukið samstarf Flugleiða við Luxair og jafnvel Cargolux. Sigurður Helgason forstjóri Flug- leiða kvað engar ákvarðanir hafa verið teknar. Kvaðst hann aðspurður ekki vera bjartsýnni en áður á framtíð Atlantshafsflugsins, en menn vildu meta stöðuna raunsætt og skoða þau atriði er styrkt gætu reksturinn. Smjörlíki hækkar um 18% VERÐLAGSYFIRVÖLD hafa heimilað rúmlega 18% hækkun á smjörlíki og hefur hækkunin þegar tekið gildi. Venjulegt borðsmjörliki hækkar úr 718 i 850 krónur hvert kíló og kostar þvi 500 gramma smjörlikis- stykki 425 krónur en kostaði áður 359 krónur. slík hækkun samrymdist niður- talningaráformunum, að gert væri ráð fyrir sérstökum hækkunum vegna uppsafnaðs vanda af verð- hækkunartilefnum fyrir síðustu mánaðamót. Mbl. spurði þá, hvernig skattar ríkisins féllu und- ir slíkan uppsafnaðan vanda og sagði ráðherra þá, að skattar ríkisins væru samkvæmt lögum. „Þessir hlutir eru að vísu farnir að skekkjast mikið og því þarf að endurskoða þá. En slík endurskoð- un getur ekki farið fram þannig að hún hafi áhrif á ákvörðun um bensínhækkun nú. Menn verða að gera sér grein fyrir því að ef þeir vilja minnka tekjur ríkisins, þá verður að skera niður á móti,“ sagði Tómas. Þrír milljarðarnir: Erlent lán með milligöngu Búnaðarbanka „UNDIRBÚNINGUR lántökunn- ar hefur farið íram, að svo miklu leyti sem hægt er meðan Alþingi hefur ekki afgreitt málið. En það er reiknað með að taka erlent lán fyrir milligöngu Búnaðarbanka íslands fyrir allri upphæðinni, en frá lánstíma og lánskjörum verð- ur ekki gengið fyrr en málið er afgreitt frá Alþingi,“ sagði Pálmi Jónsson, landbúnaðarráð- herra, er Mbl. spurði hann um útvegun 3ja milljarða króna til útflutningsuppbóta á landbúnað- arvörur, en það mál frestaðist fram yfir nýafstaðið þinghlé. „Það er reiknað með að Byggða- sjóður greiði 500 milljónir króna á ári í þrjú ár, en að öðru leyti endurgreiðir ríkissjóður lánið, nema ef ónotaður útflutningsbóta- réttur kemur til,“ sagði ráðherr- ann. Mbl. spurði Pálma, hvort hann vænti slíks ónotaðs réttar á næst- unni: „Nei,“ svaraði ráðherrann. „Ekki á þessu ári eða því næsta. En hvað framtíðin ber í skauti sínu eftir það, skal ég ekkert um segja."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.