Morgunblaðið - 06.06.1981, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.06.1981, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JUNI1981 Kappflug hundrað flugvéla yfir Atlantshaf: Fyrstu flugvélarnar til Reykjavikur í kvöld UM KLUKKAN 21 í kvöld eru væntanleKar himjaö fyrstu íluifvélarn- ar er taka þátt í kappflugi yfir Atlantshaf frá París til New York og aftur til haka. Keppni þessi er háð stendur yfir í París. Að sögn Sveins Björnssonar hjá Flugþjónustunni taka um eitt hundrað flugvélar þátt í keppn- inni, og er um helmingur þeirra eins hreyfils flugvélar. Fyrstu flugvélarnar voru ræstar á Le Bourget-flugvellinum í París í morgun, og verður síðasta vélin tengslum við flugsýningu, sem nú ræst á mánudag. Gera forsvars- menn keppninnar ráð fyrir, að rúmlega 90 flugvélanna hafi við- komu í Reykjavík til eldsneytis- töku á leiðinni vestur um haf, en vart nema milli 60 og 70 á austurleiðinni. Gert er ráð fyrir hagstæðum byr til baka, og munu Yfirmaður varnarliðsins á fundi í Reykjavík: Varnarliðið á niunda áratugnum fleiri flugmenn þá freista þess að ná í einum áfanga frá Gander á Nýfundnalandi til Shannon á Ir- landi. Hins vegar blása vindar þannig í dag, að byr er hagstæður til vesturferðarinnar, en mótbyr bakaleiðina. Að sögn Sveins Björnssonar má gera ráð fyrir því, að fyrstu flugvélarnar á bakaleiðinni hafi hér viðkomu á þriðjudag eða jafnvel fyrr, en sú kvöð hvílir á öllum þátttakendum, að þeir hvíli sig í a.m.k. 24 klukkustundir í New York. Þess má að lokum geta, að margir þátttakendanna í flug- keppninni hafa undirbúið sig af kostgæfni fyrir keppnina, og þeg- ar farið nokkrar ferðir fram og aftur yfir hafið síðustu vikurnar. Ottó afhentur í dag BÆJARÚTGERÐ Reykjavlkur fær I dag afhentan nýjan togara. Ottó N. Þorláksson RE 203. Skipið var smíðað í Stálvík í Garðabæ, og er myndin tekin af skipinu við bryggju í Hafnarfirði í gær. Ljósm. (ludjón. Skoðanakönnun Vísis: Sjálfstæðisflokkuriim ynni borgina á ný Fylgishrun hjá meirihlutaflokkunum VARÐBERG og SVS (Samtök um vestræna samvinnu) halda sameig- inlegan fund á Iiótei Sögu, Att- hagasal. þriðjudaginn 9. júní. kl. 20.30. Ra,ðumaður er Richard A. Mar- tini. aðmíráll. yfirmaður Varnar- liðsins á Keflavíkurflugvelli. Umræðuefni flotaforingjans verð- ur staða Varnarliðsins nú í upphafi nýs áratugs og nefnist „Varnarliðið á níunda áratugnum". Þess skal getið að Richard A. Martini lætur senn af embætti yfirmanns Varnarliðsins hér á landi og hverfur til starfa í Washington. ÍBVog Víkingar sigruðu TVEIIt LEIKIR fóru fram í 1. deildarkeppninni í knattspyrnu í gærkvöldi. Lið ÍBV sigraði lið FII á Kaplakrikavelli 2—0, eftir að staðan í hálfleik hafði verið 1—0. Mörk ÍBV skoruðu þeir bra*ður Sigurlás og Kári Þorleifssynir. Á Akureyri léku Þ<ir og Vík- ingur. Víkingar sigruðu örugg- lega með þremur mörkum gegn engu. Staðan í hálfleik var 1—0, þeim i hag. Lárus Guðmundsson skoraði tvö mörk í leiknum og Jóhann Þorvarðarson eitt. Nánar verður sagt frá leikjunum á íþróttasíðu blaðsins á morgun. Skorað er á félagsmenn beggja félaganna að fjölmenna á fundinn og taka með sér gesti. Richard A. Martini er fæddur í Norway, Michigan, 15. janúar 1932. Hann lagði stund á framhaldsnám við háskólann í Utah og útskrifaðist þaðan árið 1954. Að því loknu fór hann í flugskóla sjóhersins í Pensa- cola á Flórída, en lauk þvi námi í Naval Air Station Hutchinson í Kansas árið 1956. Flotaforinginn hefur frá þeim tíma gegnt fjölda- mörgum ábyrgðarstörfum í banda- ríska sjóhernum bæði í Bandaríkj- unum og erlendis, þ.á m. var hann í flugsveit sem staðsett var hér á landi og Azoreyjum á árunum 1969 til 1971. Frá þeim tíma hefur hann starfað á vegum sjóhersins í flota- málaráðuneytinu í Washington og öðrum mikilvægum stofnunum bandariska flotans. Richard A. Mar- tini er sautjándi yfirmaður varnar- liðsins á íslandi, en við því embætti tók hann 18. ágúst 1978. (FréttatilkynninK) SAMKVÆMT skoðanakönnun sem daghlaðið Vísir birti í gær, kemur fram að Sjálfsta'ðisflokk- urinn myndi vinna meirihlutann í borgarstjórn á ný. ef kosið væri nú. í könnuninni fékk Sjálfstæð- isflokkurinn stuðning 71,0% þeirra sem afstöðu tóku, Alþýðu- handalagið 17,1%, Alþýðuflokk- urinn 6,6% og Framsóknarflokk- urinn 5,3%. í heildarniðurstöðunum fékk Sjálfstæðisflokkurinn stuðning 45,8%, Alþýðubandalag 11,0%, Al- þýðuflokkur 4,2% og Framsóknar- flokkur 3,4%. 35,6% þeirra sem spurðir voru tóku ekki afstöðu til flokkanna, þar af sögðust 23,3% þeirra vera óákveðin. I Vísi kemur það fram að nokkur munur er á svörum fólks þegar spurt er um afstöðu í þingkosningum annarsvegar og borgarstjórnarkosningum hins- vegar. Til dæmis kemur það fram að Sjálfstæðisflokkurinn nýtur stuðnings 71% þeirra sem spurðir voru þegar um borgarstjórnar- kosningar er að ræða, en 60,7% kváðust styðja flokkinn í þing- kosningum. 6,6% sögðust styðja Alþýðuflokkinn í borgarstjórn, en 11,9% á Alþingi. 5,3% töldu sig standa næst Framsóknarflokkin- um í borgarstjórn, en 10,4% á Alþingi. Minnstur munur er á svörum stuðningsmanna Alþýðu- bandalagsins, þar sögðust 17,1% styðja flokkinn í borgarstjórn, en 17% á Alþingi. Þá eru í blaðinu bornar saman SOVÉZKI skákmeistarinn David Bronstein er væntanlegur til landsins 12. júní nk. en hann mun leiðbeina islenzkum skák- mönnum um fjögurra vikna skeið í sumar. Þorsteinn Þorsteinsson, vara- forseti Skáksambands íslands, niðurstöður könnunarinnar ann- ars vegar og úrslit í síðustu borgarstjórnarkosningum hins vegar og er samanburðurinn þannig (úrslit kosninganna innan sviga): Alþýðuflokkur 6,6% (13,42%), Framsóknarflokkur 5,3% (9,38), Sjálfstæðisflokkur 71,0% (47,44%) og Alþýðubanda- lag 17,1% (29,76%). Einnig kemur það fram í blaðinu að samkvæmt könnuninni fengi borgarstjórn- armeirihlutinn stuðning 18,1% þeirra sem spurðir voru, en Sjálf- stæðisflokkurinn 45,8%. David Bronstein tjáði Mbl. í gær, að lögð hefði verið mikil áherzla á það að fá Bronstein hingað til leiðbeininga- starfa, því hann væri í fremstu röð á því sviði. Dráttur hefði orðið á svari frá sovézkum skákyfirvöld- um en nú væri jákvætt svar komið. „Það verður mikill fengur fyrir okkur að fá Bronstein og við erum þegar byrjaðir að skipu- leggja námskeiðahald," sagði Þorsteinn. Bronstein er á sextugsaldri. Hann tefldi á Reykjavíkurskák- mótinu 1974. óánægðir lóðaumsækjendur í Framsóknarflokknum skrifa borgarráði: Hógværð verður til þess, að á okkur er skellt hurðum í KJÖLFAR ióóaúthlutunar i Öskjuhlíð og Fossvogshverfum, þar sem framhoð lóða var mun minna en fjöidi umsækjenda. hafa borgarráði Reykjavikur borist tvö bréf frá óánægðum umsækjendum sem ekki fengu úthlutun. Þeir menn sem skrif- að hafa „hinu háa horgarráði" eins og það er orðað í bréfun- um, eru Helgi Hjálmarsson arkitekt. fulltrúi Framsóknar- fiokksins i byggingarnefnd horgarinnar og fyrrum fulltrúi flokksins i skipulagsnefnd og Hrólfur Ilalldórsson, fram- kvamdastjóri Menningarsjoðs, en hann hefur verið i forystu- sveit flokksfélaga Framsóknar- flokksins í Reykjavík um ára- bil. í bréfi Helga kemur það fram að tilefni bréfs hans sé það mat sem lagt sé til grundvallar synj- unarinnar, „og á ég þar við hið svonefnda punktakerfi, sem mælir hæfni umsóknar," segir í bréfinu. Síðan segir: „Ég mót- mæli þeim forsendum sem rýra umsókn mína og það sem vekur furðu er að borgarstjórn, sem hefur á að skipa sérfræðingaliði, setji sér ekki vandaðri vinnu- reglur." Þá segir Helgi að brugð- ið hafi verið frá kerfinu og sýni það hve „illa er að þessum málum staðið." Hrólfur Halldórsson rekur í Mótmæli forsendum sem rýra umsókn mína, segir í bréfunum bréfi sínu ástæður sínar fyrir því að hann sótti um einbýlis- húsalóð í Fossvogi, en honum var synjað vegna punktaskorts. í bréfi Hrólfs segir, þegar um synjunina er fjallað: „Var vísað til einhvers sem kallað er punktakerfi, en þó mátti maður lesa í dagblöðum áður en úthlut- un fór formlega fram, að undan- tekningar voru gerðar á punkta- kerfinu, t.d. fékk fyrrverandi ráðherra og foreldrar einhverra barna úthlutað lóðum án þess að þurfa að sitja við sama borð og aðrir. „Segist Hrólfur furða sig á því að þeir borgarbúar sem ekki hafi gert mikið af því að sækja um lóðir, „að þá skuli hógværð okkar verða til þess, að á okkur er skellt hurðum." í lok bréfs síns segir Hrólfur að litlar líkur séu á því að hann muni sækja oftar um lóð í borginni, „við höfum þegar leit- að eftir lóð í nágrannabyggðum borgarinnar, og er við flytjum frá Reykjavík munum við hætta öllum skattgreiðslum til borgar- innar, því það getur forréttinda- fólk Reykjavíkur gert,“ segir Hrólfur. Bronstein leiðbeinir íslenzkum skákmönnum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.