Morgunblaðið - 06.06.1981, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.06.1981, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1981 Storm P. Enginn nema grínistinn og heimspekingurinn Storm P. hefði getað sagt þá ódauðlegu setningu „Það er erfitt að spá, einkanlega um framtíðina.“ Þetta heyrum við stundum haft eftir honum hér á landi, og margt annað af hans vörum hefur komist til almennings víða um heim. Eins og við Islendingar vitum manna best, eru Danir sérdeilis glaðlyndir og gjálífir, og má þakka guði fyrir, að léttlyndir eru sumir á Norður- löndum. Þeir þjóðflokkar, er þann hluta heimsins byggja eru þó fremur þekktir að öðru en léttleika og glaðlyndi. Sem sagt Danir hafa þar sérstöðu, og einn mesti glaðvaerðarmaður þeirra var teiknarinn og málarinn Storm P. Frægastur er Storm P. fyrir teikningar sínar í dagblöð og tímarit, enda ótrúlegt, hvað eftir hann liggur á því sviði. Hver kannast ekki við hina frægu drengi, Peter og Ping, svo að ég nefni aðeins tvö dæmi um snilli Storm P., og allar uppfinningar hans, sem eru ótrúlega skemmti- legar og jafnvel mætti segja praktískar, en vafasamt er, hvort þær geta keppt á útflutn- ingsmarkaði á við til að mynda Danfoss, sem svo ágætlega spar- ar hitaveituna fyrir okkur hér í vetrarkuldanum. Og þó, hver veit nema Storm P. sé meiri hitagjafi en margan grunar. Útflutningsvara eru verk hans, eftir VALTÝ PÉTURSSON Nú spyrja menn: Hvað er málari að skrifa um bók, og það meira að segja bók um skip? Það er ósköp eðlilegt, að menn spyrji, en ástæðurnar eru fleiri en ein. I fyrsta lagi er þessi bók Fjölva ekki síður myndabók en lesmál, og allar myndir eru teiknaðar eða málaðar. I öðru lagi: Sá, er þetta ritar, hefur verið, frá því hann man eftir sér, bókstaflega brjálaður í skip og allt, er þeim tilheyrir. Þá er það komið á blað, góðir hálsar. Fjölvi hefur látið frá sér fara að undanförnu hvert stórvirkið af öðru; má þar minnast síðustu listasögu, sem vakti sérstakan áhuga þeirra, er vilja fræðast um myndlist nútímans. Nú er það alþjóðleg útgáfa um skip, sem er rituð í upphafi af ítala og hefur víða komið á markað. Enda <-r hér um svo dýra útgáfu að ræða, að vart er hugsanleg nema á alheimsmarkaði. Það eru það sannast á sýningunni í Norræna húsinu, sem hingað er komin frá safni Storm P. í kóngsins Kaupmannahöfn. Dýrin hans Storm P. og börnin eru á þessari sýningu, og ef satt skal segja eru nokkuð margar teikningarnar, og það er ekki áhlaupaverk að gera sér grein fyrir öllum þeim gersemum, er nú hanga á veggjum Norræna hússins. Ég held ég verði að játa, að mér tókst það hvergi á þeim tíma er ég var þar innan veggja en ég skemmti mér herlega og það munaði engu, að ég fengi Carlsberg-bragð í vitin við að sjá kallana hans Storm P. njóta lífsins, taka það rólega og slappa af. Hugdettumaður var Storm P. með svo miklum fídus-krafti, að engan teiknara þekki ég, sem kemst í spor þessa slátrarasonar í Danmörku. Tækni Storm P. með penna sinn er afskaplega örugg, og hann getur gert hvað sem er með nokkrum strikum. Þarna á sýningunni er að finna meðal annars sjálfsmynd, sem er gerð á svo léttan og lipran hátt, að meistari eins og Matisse hefði ekki notað línuna betur. Það er annars hlægilegt að vera að benda á einstök verk á þessari sýningu. Hér er allt af fyrsta flokki og verður ekki betur gert. Glaðværðin er alls staðar, og hún er græskulaus og hnitmiðuð, svo að hvergi svíður undan nístandi háðinu, allt er iðandi af kæti og lífi, þannig að maður hrífst með, og þegar íslendingar engjast sundur og saman af áhrifunum, já, þá er mælirinn fullur, mundi einhver segja. í Einu verð ég samt að finna að þessari sýningu. Þar er engin sýningarskrá, og ekki hjálpar það til að melta allt, er á boðstólum er. Þetta er afar bagalegt og eiginlega óskiljan- legt í sambandi við eins merki- lega sýningu og raun ber vitni. Það er sannarlega mikill feng- ur að fá að kynnast þessum verkum Storm P. Auðvitað eru margir hér á landi, er kannast við kímni þessa merkilega teikn- ara, en ég yrði ekki hissa, þótt færri þekktu til málverka hans. Landar Storm P. kunna vel að meta snilli og glaðværð þessa ágæta listamanns. Um hann hafa verið skrifaðar bækur, bæði um hann sjálfan og einnig um mm Hér er allt af fyrsta 7 flokki og verður ekki betur gert. Glað- værðin er alls staðar, og hún er græskulaus og hnitmiðuð, svo að hvergi svíður undan nístandi háðinu. list hans. Það er skemmtileg lesning, sem ég veit, að til er í Norræna húsinu, og ég er viss um, að þeir, sem sjá þessa sýningu í kjallara hússins, munu hafa ánægju af að kynnast Storm P. betur. Að lokum langar mig til að minnast á einn góðvin minn meðal málara í Danmörku, er upplifði það að bera Storm P. til grafar. Ekki veit ég, hve oft þessi atburður hefur borist í tal mill- um okkar, en eitt get ég fullyrt: Þessi ágæti vinur minn hélt því ætíð fram, að þessi einstaki atburður í lífi hans hefði verið einn sá sorglegasti og um leið einn sá merkilegasti. Þeir höfðu verið samtímamenn og miklir vinir. Þessi litla frásögn gefur ef til vill svolitla hugmynd um, hvern hug danskir listamenn báru til Storm P. Ég held, að fáum sýningum sé hægt að mæla eins með og þessari sýningu Storm P. í Nor- ræna húsinu. Hún er stórkost- lega skemmtileg, og sem allra flestir ættu að notfæra sér þetta tækifæri til að sjá snilldarlegar teikningar og gleðjast um leið með heimspekingnum og húmor- istanum Storm P. Skipabók Fjölva hundruð mynda í þessari bók og drjúgt lesmál. Þar að auki hefur vferið bætt við upprunalegu út- gáfuna íslenskri skipasögu, eða réttar væri að nefna hana drög að íslenskri skipasögu, því að þar virðist vera stiklað á stóru. Einn vinur minn af Engeyjarætt sagði við mig, eftir að hafa flett bókinni: „Þetta er vond bók, engin mynd af Engeyjarlaginu." Það var nú það. Það er nú samt talað um EngeyjarLgið, og það er talað um allar mögulegar tegundir og gerðir skipa, allt frá því menn fóru fyrst að tleyta sér á alls konar efnum, er höfðu þann eiginleika að sökkva ekki. Teikningarnar í þessari Skipa- bók Fjölva eru yfirleitt mjög vel gerðar, og hér kemur fram dálítið skemmtilegt fyrir mynd- listarmenn, því að hér sannast, að ljósmyndin nær hvergi sömu frásögn um gerð skipa og teikn- ingin. Hér rennur ekkert saman, hér er hægt að sjá hvern hlut á ^ Teikningarnar í þessari Skipabók Fjölva eru yfirleitt mjög vel gerðar, og hér kemur fram dálítið skemmtilegt fyrir myndlistarmenn, því að hér sannast, að ljós- myndin nær hvergi sömu frásögn um gerð skipa og teikningin. ££ sínum stað, lögun og séreinkenni hverrar tegundar o.s.frv. Þessar myndir eru sjálfsagt gerðar af sérfróðum mönnum, en ekki get ég gert að því, að mér finnst íslensku skipin ekki eins vel gerð og þau erlendu. Þarna er að finna mikinn fróðleik um her- skipaflota stórveldanna og haf- skipin stoltu, er stundum rak j&ó-r -éc*. hér við með skemmtiferðafólk, eiga sinn kapítula. Annars er alger óþarfi að telja hér allt upp, sem í þessari ágætu bók er að finna. Fyrir nokkrum árum kom út önnur bók um skip, hjá Almenna bókafélaginu og var mikill fengur að henni fyrir þá stráka, sem ekkert eldast, hvað skip áhrærir. En þessi bók frá Fjölva er allt annars eðlis og því ágætt að eiga báðar. Eftir að ég eignaðist þessa bók Fjölva, hef ég haft af henni mikla ánægju og gríp oft til hennar, þegar þyngist skap. Það er alltaf sama sagan: Fyrr en ég veit, er hugurinn kominn á flakk og farinn að ferðast á forláta farkostum. N ef skatturinn og gam la fólkið - eftir Halldór Blóndal, alþm. Þingmenn allra flokka stóðu sam- an um það á síðustu dögum þingsins að stofnaður skyldi Framkvæmda- sjóður aldraðra. Þetta er þjóðþrifa- mál. Ég veit ekki hver sagði það fyrstur manna, að eins og hér væri búið um sumt gamalt fólk, væri hæpið að við Islendingar gætum kallað okkur menningarþjóð. En undir þetta tek ég. Brýnasta verk- efnið nú er að búa svo í haginn fyrir gamla fólkið, að enginn þurfi að kvíða því að verða afræktur í ellinni og bjargarvana. Sú skylda hvílir á alþingismönnum að sjá svo um, að framkvæmdasjóður aldraðra styrk- ist á næstu árum og geti gegnt hlutverki sínu. Góðir skattar og vondir Samkvæmt lögunum um Fram- kvæmdasjóð aldraðra verður höfuð- tekjustofn hans nýr nefskattur, 100 kr. á mann, er gefi af sér um 10 millj. kr. á þessu ári. Þetta er svipuð fjárhæð og lækkun sjúkratrygg- ingagjaldsins, en óhjákvæmilegt var að setja þetta sjónarspil á svið, þar sem rikisstjórn þóttist þá fremur standa við fyrirheitið um lækkun beinna skatta. Það virðist svo sem hún hafi fundið nýtt lögmál þess efnis, að sumir skattar séu góðir og aðrir vondir. En vitaskuld var miklu einfaldara að marka ákveðinn hluta sjúkratryggingagjaldsins til þess- ara þarfa og hefði sparað skattstof- unum fyrirhöfn og skriffinnsku auk margvíslegs aukakostnaðar, sem af því leiðir að búa til nýjan skatt í þessu þjóðfélagi skriffinnskunnar. Ég gerði ítrekaðar tilraunir til þess að fá ríkisstjórnina til að leggja eitthvað af mörkum frá sjálfri sér eða úr ríkissjóði til framkvæmda- sjóðs aldraðra eöa svo sem helming þess, sem þjóðinni er ætlað að greiða með nýjum sköttum, en það var eins og að berja steininn. Virðist 10 millj. kr. þó ekki hærri upphæð en svo, að ástæðulaust ætti að vera að stofna til nýrrar skattheimtu þeirra vegna, heldur snúa sér að því að hagræða rekstrinum. Ef rétt yrði að verki staðið í þeim efnum yrði víða fundið fé. Hagstæð afkoma ríkissjóðs er venjulega aðeins á pappírunum — af því að ríkisreikn- ingurinn sýnir ekki greiðsluárið. Verðtryggður tekjustofn Verðbólgan er af stærðargráðunni 50% og auðvitað gagnslaust að ákveða upphæð í eitt skipti fyrir öll til Framkvæmdasjóðs aldraðra. Reynslan sýnir líka, að nauðsynlegt er að tengja framlög hins opinbera til slíkra sjóða verðbólgunni með einum eða öðrum hætti, ef þau eiga ekki að glata verðgildi sínu. Sú leið var farin til að efla byggðasjóð að ætla honum 2% af heildartekjum ríkissjóðs. Við þetta mark hefur að vísu ekki verið staðið, en það hefur rekið á eftir stjórnvöldum og opnað leiðina fyrir réttmætri gagnrýni, þegar áhuginn fyrir byggðastefn- unni hefur dofnað eins og til að mynda hjá núverandi ríkisstjórn. Þó hefur þessi leið reynzt einna skást. Þess vegna lagði ég til að framlagið til Framkvæmdasjóðs aldraðra mið- aðist við tekjuöflun fjárlaga og næmi 0,3% eða um 16 millj. kr. á þessu ári. Það var svo eftir öðru, að þingmenn stjórnarflokkanna gátu ekki fallist á þessa leið, en þráður- inn verður tekinn upp að nýju. Betur má ef duga skal Víst er rík fjárþörf víðs vegar í þjóðfélaginu. Samgöngumálin hafa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.