Morgunblaðið - 06.06.1981, Side 42

Morgunblaðið - 06.06.1981, Side 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1981 Ljósm. MbJ. Guðjón B. • Leikmenn meistaraflokks FH á æfingu. Á þeim var engan bilbug að finna. Þeir voru ákveðnir i því að standa sig vel i næstu leikjum ok selja sík dýrt. „Knattspyrnan í vor hefur verið hreint ut sagt ömurlega slök“ - segir þjálfari FH Ingi Björn Albertsson „ÞAÐ ER erfitt að þjálfa ok leika með sama iiði, en ég er keppnismaður og það er erfitt að standa fyrir utan þetta. Ég tel að þetta komi vel út þar sem ég hef mjög góðan aðstoðarþjálfara Þórir Jónsson. Hann sér um stjórnunina á liðinu utan vallar. Við stillum okkur vel saman og þetta rekst ekki á. Hvað sjálfan mig varðar er ég ekki enn búinn að ná mér fullkomlega af þeim meiðslum sem ég hlaut. En vonandi lagast þetta þegar líða tekur á sumarið, sagði þjálfari FH Ingi Björn Albertsson. Ingi Björn er leikmaður sem allir knattspyrnuáhugamenn kannast við. Hann lék lengi með Mfl. Vals og var landsliðsmaður í knattspyrnu. Síðan varð hann fyrir slæmum meiðslum í hné og ökla og varð að hætta knatt- spyrnuiðkun um skeið. Ingi Björn sagði að það hefði verið með öllu óvíst er hann tók að sér þjálfun FH-liðsins hvort hann gæti leikið með liðinu. En svo hefði komið á daginn að meiðslin voru á bata- vegi. — Við höfum æft vel og erum í góðri líkamlegri æfingu. Hins veg- ar þurfum við að stilla okkur betur saman í leikjum. Það sem hefur háð okkur er að við höfum ekki getað stillt okkar sterkasta liði upp ennþá vegna meiðsla. En þetta á eftir að koma hjá okkur. Það er ýmislegt sem við þurfum að bæta. Við þurfum að læra að leika boltanum betur frá vörninni þegar við á. Meta hvenær á að hreinsa eða byggja upp samspil. Þetta er á réttri leið. En það er ekki nóg að vörnin standi sig, miðjuleikmenn- irnir verða að leika vel líka. Svo og framlínuleikmennirnir. Knattspyrnan í vor hefur verið hreint út sagt ömurlega slök. Það vantar í hana allt þetta fína. Höfuðorsökin fyrir því er sú að liðin hafa æft á malarvöllum og leikið þar líka. Við í FH höfum til dæmis aðeins tekið eina æfingu á grasi. Að mínum dómi á að sleppa því alveg að leika á malarvöllum. Við eigum að fresta mótinu þang- að til hægt er að leika á grasi. Það Ingi Björn Albertsson má leika fleiri leiki á skemmri tíma. Ég er alfarið á móti því að leikið sé á gervigrasi, miðað við þá þekkingu sem ég hef á því. „Okkur vantar afgerandi góða boltamenn í íslenska knattspyrnu í dag. Við eigum sterka varnar- leikmenn. En markaskorara og snjalla framlínumenn vantar." Knattspyrnan í dag er svipuð og hún var á árunum 1969 til 70. Árin 1974 til 78 fór hún uppávið. Tímabilið hefur byrjað verr nú en í fyrra. Og var þó slæmt þá. Það sem vantar hjá liðunum er leik- gleði, meiri hreyfing leikmanna inn á vellinum. Stöðuskipting og hlaup inn í eyður. Vinna bolta- lausir. Það er eitt sem ég vil taka fram, sagði Ingi Björn. — Varðandi félagaskipti hér á landi. Ólafur Danivalsson sem lék áður með Val, og tók þátt í innanhússmóti með þeim í vetur verður ekki löglegur hjá FH fyrr en eftir tvo mánuði. En leikmenn sem eru að koma frá Þýskalandi þeir Ragnar Margeirsson og Sigurður Grét- arsson geta farið að leika eftir einn mánuð, frá félagskiptum. Þetta er óréttlæti og tóm vitleysa, sgði Ingi Björn. - ÞR. „Ætla að leika knatt- spyrnu næstu 10 árin“ - segir Viðar Halldórsson leikreyndasti maður FH LEIKREYNDASTI maður FH-liðsins í knattspyrnu er Viðar Hall- dórsson. Hann hefur leikið rúmlega 280 leiki fyrir félag sitt i meistaraflokki. Viðar var mjög hress að vanda er Mbi. ræddi við hann og sagðist vera í góðri æfingu um þessar mundir. Að vísu hefur hann átt við meiðsli að striða, og varð að taka sér hvíld frá æfingum í hálfan mánuð. Viðar tognaði illa i lærvöðva. Viðar sagðist ætla sér að halda áfram að leika knattspyrnu næstu 10 ár, hann væri rétt að byrja. Varðandi yfirstandandi ís- landsmót sagði Viðar: „Það er alveg ljóst að við FH-ingar verð- um í fallbaráttunni í deildinni að þessu sinni. Við vorum frekar óheppnir í fyrstu þremur leikjum okkar. Það er margt sem hjálpast hefur að. Leikmenn hafa átt við meiðsli að stríða o.fl. Á móti KA vorum við hinsvegar mjög slakir. Liðið kom beint úr flugvélinni í leikinn og slíkt kann ekki góðri lukku að stýra. En það er bjart- sýni ríkjandi í herbúðum okkar. Við eigum eftir að snara inn nokkrum stigum í næstu leikjum. Liðin í 1. deild eru mjög jöfn að getu. Ekkert eitt sker sig úr, og því getur allt skeð. Knattspyrnan svona í upphafi mótsins hefur verið frekar slök, enda hafa flestir leikirnir farið fram á malarvöllum. Á þeim er vonlaust að leika góða knatt- spyrnu. Og að mínum dómi stend- ur það knattspyrnunni hér á landi fyrir þrifum hversu slæm aðstað- an er. Við verðum að fara að koma okkur upp gervigrasvelli. Við FH-ingar verðum sennilega fyrst- ir til þess. Við eigum að setja gervigras á malarvöllinn okkar. Vonandi rætist sá draumur ein- hvern tíma. Þá finnst mér vanta toppa í íslenska knattspyrnu í dag. Það er máske eðlilegt þar sem þeir sem eitthvað sýna eru svo til strax teknir I atvinnumennskuna. Að lokum sagðist Viðar vera mjög ánægður með þjálfara FH-liðsins Inga Björn Albertsson. Það stæði liðinu ekki fyrir þrifum að hafa leikmann sem þjálfara. Þó væri nauðsynlegt að sá hefði góðan aðstoðamann og það hefði Ingi Björn. Þórir Jónsson sér vel um þá hlið mála. — ÞR. Viðar Halldórsson „Liðin svipuö aö styrkleika“ - segir Þórir Jónsson j***" ------' > *—■•**** Þórir Jónsson „ÞETTA á eítir að verða erfitt en við ætlum að selja okkur dýrt í þeim leikjum sem framundan eru,“ sagði Þórir Jónsson liðsstjóri FH. „Okkur mun bætast goður liðsauki á næstunni. Þá verða þeir ólafur Danivals- son og Guðmundur Kjart- ansson iöglegir með liðinu. Að mínum dómi höfum við síst verið lakari en mótherj- ar okkar i fyrstu leikjum mótsins. Þar undanskil ég leikinn gegn KA. Við höfum æft vel að undanförnu og munum stefna uppá við. Það sem við þurfum að leggja áherslu á er að bæta varnarleikinn. Við höfum fengið á okkur of mikið af mörkum. Það hefur haft sín áhrif að leikið hefur verið á möl. Við erum betri á gras- inu. Ég vil engu spá um úrslit í mótinu. Mér sýnist öll liðin vera svipuð að styrkleika. En það á máske eftir að breytast þegar líða tekur á rnótið." - ÞR Pálmi Jónsson „Er ekki of bjartsýnn“ „ÉG ER ekki of bjartsýnn á framhaldið en vona samt að þetta komi á næstunni. Við hljótum að geta náð okkur i nokkur stig." sagði Pálmi Jónsson. Pálmi sem leikur framherja sagðist eiga von á því að vörn Fram yrði erfiðasta vörnin við að eiga. En bætti við að vörn ÍA hefði ekki fengið á sig mark, og það segði sína sögu. „Ég skoraði fimm mörk i mótinu í fyrra og er ákveðinn í því að gera betur í ár,“ sagði Pálmi. — ÞR J

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.