Morgunblaðið - 06.06.1981, Side 15

Morgunblaðið - 06.06.1981, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ1981 15 Svavar og Elsa á svölum íbúðar sinnar sem ar á efstu hæð Lunu-byggingarinnar á Gulinu strönd Lignano. Lignano skiptist i þrjá hluta, Gullnu ströndina (Sabbiadoro), Pineta og Rivera. I.jonm. RMN „Þekkjum ekki það sem fólk kallar brjálaða íslendinga í útlöndum" „Starf mitt á skrifstofunni snýr að mestu einungis að íslendingum svo mér fannst ég geta fariö hingað án þess að 'kunna ítölsku," sagði Elsa. „En svo hef ég lært málið smám saman. Fólk talar stundum um aö það hljótl að vera óráðlegt að fararstjórar fari hingað án þess að kunna ítölsku. En við tölum jú aðeins íslensku við farþegana okkar og mér finnst það því vera frumskil- yrði eitt að fararstjórar tali góða íslensku." „Allt að fyllast“ — Útsýn hefur nú 15 manna starfslið í Lignano, 10 stúlkur sem sjá um að þrífa íbúðir farþeganna, eina ráðskonu sem hefur umsjón meö starfi stúlknanna og 4 fararstjóra. íbúðirnar sem Út- sýn hefur í Lunu-byggingunni eru alls 80 auk þess sem ferðaskrifstofan býður upp á hótelhprbergi. „Við búumst við svipuðum fjölda gesta hingað og á sl. ári,“ sagöi Svavar. „Það var yfirfullt hjá okkur í fyrra og er að fyllast núna sem við eigin- lega áttum ekki von á.“ — Þið hafið þá ekki orðið vör víö samdrátt á sólarlanda- ferðum íslendinga? „Nei, við höfum ekki orðið vör viö neinn samdrátt. Utan- landsferðir erb orðinn fastur liöur hjá fólki og það lítur út fyrir að flestir geri ráð fyrir þeim er fjárhagsáætlun fjöl- skyldunnar er gerð.“ — Á veturna er Svavar kennari en Elsa vinnur hjá lögfræöingi. Ætla þau að halda því áfram að flytjast til Lignano á sumrin? ‘ „Viö gerum það meðan við höfum gaman af þessu starfi. Þetta er góð tilbreyting frá vetrarstarfinu," sögðu þau aö lokum. rmn. Hjónin Svavar Lárusson og Elsa Christensen hafa veriö fararstjórar ferðaskrifstofunn- ar Útsýnar í Lignano á ítalíu frá því feröir þangað hófust fyrir 7 árum. Þetta er því 8. sumarið sem þau hjónin dvelj- ast og starfa á Gullnu strönd Lignano (Lignano Sabbia- doro). Áður hafði Svavar verið fararstjóri hjá „Lönd og leiö- ir“. Hópur íslenskra blaða- manna dvaldist í Lignano á vegum Útsýnar fyrir nokkru og naut þar leiösagnar og aöstoðar Svavars og Elsu. Var þá einnig von þangað á tveimur fararstjórum til víð- bótar sem aðallega munu sjá um leiðsögn í ferðum um nágrenni Lignano. Það eru þau Birgir Steinsson, sem hefur verið leiðsögumaður í Lignano í 6 sumur, og Bryndís Schram sem nú er fyrsta sumarið sitt þar ytra. Elsa og Svavar sjá aðallega um aö aöstoöa farþegana í sjálfri Lignano og hafa aðsetur á skrifstofu Útsýnar í íbúða- byggingu þeirri sem farþeg- arnir búa í og nefnist Luna. Svavar hefur einnig yfirum- sjón með skipulagi ferða þeirra sem farþegunum er boðið upp á um nágrenni Lignano. „Hingaö hafa komið 13— 1500 íslendingar undanfarin sumur,“ sögöu þau hjónin er blaöamaður Mbl. ræddi stutt- lega viö þau í íbúð þeirra á Lignano. „Oft eru hér upp undir 300 manns í einu.“ „Það er mjög gott fólk sem kemur hingað, svo gott að ég á varla til orð yfir það,“ sagöi Elsa. „Við þekkjum ekki það sem fólk kallar brjálaöa ís- lendinga í útlöndum.“ — Þau eru líka mjög hrifin af þeim ítölum sem þau um- gangast hvert sumar. „Þetta er yndislegt fólk, mjög traust og gott. íslend- ingar eru líka vel liönir meðal Rætt viö Elsu Christensen og Svavar Lárusson fararstjóra í Lignano á Ítalíu þeirra, það er að segja meðan þeir eru ekki drukknir." — En það hljóta samt að koma upp einhver vandamál sem þið veröið að taka að ykkur? „Það segir sig sjálft að ýmislegt getur komið upp á og þá helst í sambandi við veikindi farþeganna eða eitt- hvað þess háttar,“ sagöi Svavar. „Þess vegna má segja að vinnutíminn sé ótakmark- aður, það er svo óendanlega margt og misjafnt sem getur komiö fyrir hvenær dags sem er.“ Frumskilyrði aö tala góða íslensku — Hvernig var að koma hingað í byrjun, fyrir 7 árum. „Það var töluvert miklu erfiðara en nú. Það tók sinn tíma að kynnast aðstæðum hér. íbúöir farþeganna voru þá líka miklu dreifðari en nú er. Þær voru ekki allar í Lunu-byggingunni eins og nú og lítið var um þjónustuaðst- öðu í byggingunni sjálfri. Við höfðum þá heldur ekki skrif- stofu en hún var tekin í notkun strax árið eftir.“ „Mér fannst það eiginlega taka allt sumariö að átta sig á fólkinu," sagði Elsa. Elsa og Svavar tala bæði góða ítölsku en höfðu hvorugt lært hana að ráði er þau fóru fyrst til ítalíu. Svavar hafði aðeins farið á ítölskunám- skeið í Þýskalandi en þau kunnu bæði nokkra spænsku. Hlutafjársöfnun Stálfélagsins: Gerumst öll eigendur eftir Hauk Sœvalds- son, verkfrœðing Hlutafjársöfnun Stálfélagsins stendur nú yfir meðal einstakl- inga, fyrirtækja og sveitarfélaga. Safna þarf 18 milljónum króna, en þegar hefur alþingi heimilað ríkis- stjórninni að gerast eignaraðili að stálverksmiðjunni sem nemur 12 milljónum króna, eða 40%. Undirbúningur stofnunar fyrir- tækisins, þ.e.a.s. rannsókn á arð- semi og tæknilegar forsendur, er einhver sá vandaðasti sem gerður hefur verið fyrir stofnun íslensks iðnfyrirtækis. Við umfjöllun iðn- aðarnefnda alþingis, sem var að mínum dómi ítarleg og vandlega unnin þrátt fyrir nauman tíma, komu ekki fram neinar veilur á málatilbúnaði þegar litið er til jæss að um langtímaáætlun er að ræða. Almennur áhugi Hlutafjársöfnunin hefur nú staðið yfir í tvo mánuði. Við sem vinnum að þessu verkefni, höfum næstum hvergi orðið vör við and- stöðu fólks við stofnun stálverk- smiðjunnar, þvert á móti virðist vera mjög almennur áhugi fyrir fyrirtækinu. Margbreytileg sjónarmið koma þar fram, t.d. efling atvinnulífs, umhverfisvernd, engin uppsöfnun á brotajárnshaugum, hæfileg verksmiðjustærð, ruslahaugum breytt í verðmæti, hreppapólitík ekki fyrir hendi o.fl. Ilagnaðarsjónarmiðið verður að ráða Því miður hefur hins vegar sáralítið sem ekkert gætt hagnað- arsjónarmiðsins, þ.e.a.s. að mönnum kynni að græðast fé með eignaraðild að fyrirtækinu, á því hafa menn ekki trú, þrátt fyrir hagstæðan útreikning. Vantrúin stafar ekki af því að arðsemisút- reikningarnir séu dregnir ú efa, heldur eru eftirfarandi röksemdir algengastar. 1. Hlutabréf eru skattlögð sem eign og arður er skattlagður sem tekjur. 2. Tilhneiging hlutafélaga til að halda hagnaðinum af rekstrin- um fyrir eigendum sínum, þ.e. a.s. greiða ekki arð og gefa ekki út jöfnunarbréf í samræmi við eignaaukningu fyrirtækisins. 3. Þægilegast er að leggja sparifé á verðtryggðan reikning í banka þótt vextir séu lágir. Almfenningur á auðvitað að leggja fé í almenningshlutafélög með hagnaðarsjónarmiðið efst í huga. Því er það skylda stjórna almenningshlutafélaga að gefa út jöfnunarbréf í samræmi við reglur skattyfirvalda hverju sinni, gæta þannig hagsmuna hluthafa og greiða hæsta mögulegan arð. Hlutabréfaeign er skattlögð til eignar (nú 1,2% af nafnverði hverju sinni), en tekjuskattur er ekki greiddur af 10% arði nema hlutabréfaeign einstaklings fari fram úr kr. 36.250.- eða hjóna fram úr kr. 72.500.-. Hlutabréfa- eign má því nema umtalsverðum upphæðum án þess að tekjuskatt þurfi að greiða af arði. Samkvæmt arðsemisútreikning- um á rekstri Stálfélagsins, mun félagið geta greitt að meðaltali á 15 ára tímabili yfir 11% arð. Nafnverð hlutabréfa ætti að vera hægt að hækka í samræmi við verðbólguna (lánskjaravísitölu), þar sem verðmæti framleiðslunn- ar mun fylgja verðlagi í ná- grannalöndunum, enda reiknað með því að hráefnisverð (brota- járn) og vinnulaun séu í samræmi við verðlag þar. Arðsemi hluta- bréfanna er því margföld saman- borið við þau kjör er best bjóðast fyrir verðtryggingu sparifjár af bönkum og ríki, enda eðlilegt þar sem um áhættufé er að ræða. Stofnum öll Stálfélagið Erlendis er algengt að almenn- ingur taki þátt í rekstri fyrirtækja með eignaraðild. Því miður er slík þátttaka alltof sjaldgæf hérlendis, heldur er venjan að bankar endur- láni sparifé almennings. Höfundur þessarar greinar hvetur engan til þess að hætta öllu sínu sparifé til hlutabréfakaupa í Stálfélaginu. En þar sem hlutur hvers þarf ekki að vera stór til þess að koma jafn arðvænlegu fyrirtæki á laggirnar, hvet ég alla landsmenn til þess að kaupa hlut. 5 þúsund króna hlut er t.d. hægt að eignast með 1500 króna fram- lagi og eftirstöðvar með fjórum 875 króna greiðslum á 6 mánaða fresti. Slíkar greiðslur eru mörg- um auðveldar, en þeir sem vildu leggja minna fram er gefinn kostur á lægri upphæðum, eða allt niður í 250 krónur (til þess að undanskilja engan). Við skulum því öll vera með og sameinast um stofnun fyrirtækis- ins. Allar upplýsingar eru gefnar á skrifstofu félagsins Austur- stræti 17, sími 16565 eða í sím- svara 29363. Sumarmatseðill: „Hversdagsmat- ur á góðu verði44 26 veitingastaðir innan Sam- hands veitinga- og gistihúsa munu nú í fyrsta sinn í sumar bjóða gestum sínum upp á svokallaðan Sumarmatseðil SVG. Með aðstoð Klúbbs mat- reiðslumeistara hefur verið gerður listi með 20 mismun- andi réttum. Munu veitinga- staðirnir 26. 10 í Reykjavík og 16 úti á landi. hafa minnst eina tvíréttaða máltíð af þessum matseðli í hvert mál. Hólmfríður Árnadóttir fram- kvæmdastjóri Sambands veit- inga- og gistihúsa sagði á fundi með blaðamönnum að á mat- seðlinum væri látlaus og góður hversdagsmatur og væri sett á hann sérstakt hámarksverð. Veitingahúsum er þó heimilt að hafa réttina ódýrari. Hólmfríður sagði tilgang þessa sameiginlega átaks vera að tryggja veitingahúsagestum kjarngóðan hversdagsmat á góðu verði. Hólmfríður var spurð að því hvers vegna matseðill þessi væri ekki á boðstólum á fleiri veitingahúsum í Reykjávík. Hún svaraði því til að hér væri um tilraun að ræða og væru veitingahúsin ekki fleiri til þess að hægt væri að fylgjast betur með því hvernig til tækist. Sumarmatseðillinn verður í gildi til 30. september n.k. en hann var tekinn í notkun um sl. mánaðamót. Formaður Sambands veit- inga- og gistihúsa er Áslaug Alfreðsdóttir. Félagið hét áður Samband veitinga- og gisti- húsaeigenda en nafni þess var breytt á sl. ári.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.