Morgunblaðið - 06.06.1981, Side 28

Morgunblaðið - 06.06.1981, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1981 LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR 25 sýningar á revíunni — og alltaf uppselt undirleikari er Jóhann G. Jó- hannsson leikstjóri sýningar- innar Guörún Asmundsdóttir. Rommí í leik- ferð um landið Á hverju sumri hefur Leikfélag Reykjavíkur farið leikferð um landið með a.m.k. eina af sýning- um liðins leikárs. Að þessu sinni hefur verið ákveðið að sýna leik- ritið Rommí úti um landið í sumar, en Rommí hefur nú verið sýnt stanslaust í rúmt ár hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Nú um hvítasunnuna verða sýningar orðnar 75 talsins. Þegar eru hafn- ar sýninga rí nágranna- byggðunum hér sunnanlands, en ráðgert er að hefja sýningar á Akureyri í júnílok, þegar leikárinu lýkur í Reykjavík. Eins og kunn- ugt er, hefur sýningin hlotið einstaklega góðar viðtökur, bæði leikstjórn Jóns Sigurbjörnssonar og leikur þeirra Sigríðar Hagalín og Gísla Halldórssonar í hlutverk- um leiksins. ÞJODLEIKHUSIÐ Annan hvítasunnudag verður rcvían Skornir skammtar eftir þá Jón Hjartarson og Þórarin Eldjárn sýnd í 25. sinn hjá Lcikfélagi Reykjavíkur. Gaman- söm ádeiia þeirra félaga. skemmtilegir söngvar og hittnar tilvitnanir i líðandi stund hafa reynst leikhúsgestum hið kær- komnasta skemmtiefni og upp- selt hefur verið á allar sýn- ingarnar til þessa og ævinlega með margra daga fyrirvara. Alls koma 11 leikarar fram í revíunni. Karl Guðmundsson syngur einsöng með karlakór, en karlakórinn leikur Kjartan Ragnarsson. La Bohéme sýnd á annan í hvítasunnu óperan La Bohéme verður á ján Jóhannsson. Sieglinde Kah- fjölum Þjóðhdkhússins að kvöldi man. Elín Sigurvinsdóttir og Jón annars dags hvítasunnu. Krist- Sigurbjörnsson syngja sem gestir Kristján Jóhannsson og Sieglinde Kahman í hlutverkum sínum í La Bohéme. um þessar mundir i nokkrum sýningum. Kristján syngur hiutverk Rud- olfos, Sieglinde syngur hlutverk Mimiar, Elín syngur hlutverk Musettu og Jón syngur hlutverk Collines. Aðrir söngvarar í aðal- hlutverkum eru eftir sem áður Halldór Vilhelmsson, John Speight, Kristinn Hallsson og Guðmundur Jónsson. — Það er Sinfóníuhljómsveit Islands sem leikur undir stjórn Jean-Pierre Jacquillat, en Sveinn Einarsson er leikstjóri, Þuríður Pálsdóttir að- stoðarleikstjóri og leikmyndin er eftir Steinþór Sigurðsson. Fólki er bent á að aðeins eru eftir fjórar sýningar á La Bohéme með þessari hlutverkaskipan, þ.e. sýningin á annan í hvítasunnu, þriðjudaginn 9. júní, föstudaginn 12. júní og sunnudaginn 14. júní. GALLERI RAUÐA HUSIO A AKUR Samsýning eins norðlensks og tvcogja sunnlenskra listamanna *> — í dag verður opnuð sam.^vn' ing eins norðlensks og þriggja sunnlenskra listamanna í Gaíi- erí Kauöa húsinu á Akureyri og stendur hún í tvær vikur. Sunnlendingarnir þrír <>ru þeir Daði Guðhjörnsson, sem hefur að haki nám i handiðn jafnframt námi i nýlistadeild Myndlista- og handiðaskóla ís- lands, Eggert Einarsson sem einnig nam í MIIÍ og Björn Roth fyrrverandi nemandi í MIIÍ. Sá norðlenski heitir Guð- mundur Oddur Magnússon og nam hann grafík og nvlist MHÍ. Listamennirnir hafa að baki þátttöku í fjölda listviðburða heima sem heiman. Á sýning- unni verða málun og prentun í hávegum höið ásáiíií flsifí klassískum listformum svo sem röiT^/intískum ljóðum og kamm- ertónlist. Á þessum tveimur yikum verður galleríið opið alla daga frá kl. 3—9 e.h., en möguleikar eru á að yfirsetumenn fáist ekki til að opna fyrr en kl. 6 e.h. vegna sumarvinnu. MUSICA NOVA „Skerpla 1981“ Á mánudag, annan dag hvíta- sunnu, hefst tónlistarhátið á vegum samtakanna Musica Nova, sem nú hafa endurvakið starfsemi sína eftir 10 ára hlé, og ber hátíðin yfirskriftina „Skerpla 1981“. Hefst hún með tónleikum á Kjarvalsstöðum á mánudaginn kl. 16 og lýkur með miðnæturtónleikum i Ilá- skólabíói sunnudaginn 21. júni, i lok skerplu. Á tónleikunum á mánudag verður frumflutt verkið „Árgerð ’81“, en það er eftir 12 tónskáld, sem öll eiga hlut að Musica Nova. Verkið er í tóif þáttum og bera þeir gömlu mánaðarnöfnin. Sautján hljóðfæraleikarar ann- ast flutninginn, en auk Árgerðar ’81 verða flutt verk eftir Charles Ives, Anton Webern, Ton de Leeuw og Edgard Varése. SAFNAHÚSIÐ Á SAUÐÁRKRÓKI Elías B. Halldórsson opnar máiverkusýnivgii SauAárkróki. 5. júní. ELÍAS B. Halldórsson listmálari opnar í dag inálverkasýningu í Safnáhúsi Skagfirðingá á Sauð- árkróki. Sýningin stendur aðeiíi.s yíir i 3 daga og lýkur að kvöldi annars í hvítasunnu. Á sýningunni eru 60 verk, unnin í olíu og pastel og eru þau öll til sölu. Elías hefur haldið margar einkasýningar hér og í Reykjavík og tekið þátt í fjölda samsýninga heima og erlendis. Kári.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.