Morgunblaðið - 06.06.1981, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 06.06.1981, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1981 25 Fylkingin fordæmir kjaraskerðingu ríkisstjórnarinnar Sumarbúðir sykursjúkra barna SUMARBÚÐIR fyrir sykursjúk born standa yfir frá 23. júni til 30. júní na'stkomandi og verða að Reykholti. t>að eru samtök sykursjúkra sem standa fyrir búðunum, en þau voru stofnuð 25. nóvember 1971 ojí eru nú milli 500 oií 600 meðlimir i þeim. Umsjónarmenn sumar- búðanna eru Steinunn Þor- steinsdóttir hjúkrunarfræðinK- ur ok SÍKurður Ólafsson. Auk þess mun Guðrún Þ. Hjaltadótt- ir sjúkrafæðissérfraíðinKur annast fræðslu i sambandi við mataræði sykursjúkra harna. Blaðamaður MorKunblaðsins hafði samband við Steinunni Þorsteinsdóttur ok spurði hana hvað börnin fengju að gera í sumarbúðunum. Sagði Steinunn að markmiðið með þessum búð- um væri að styrkja hvern ein- stakling með þennan sjúkdóm' því að þetta væru börn og unglingar sem væru háð foreldr- um sínum og þau vildu reyna að styrkja þau í að verða sjálfstæð- ir einstaklingar. Þau fá kennslu í sambandi við sjúkdóm sinn, þ.e. a.s. að sjá um meðferð og mikilvægi mataræðisins, insul- ingjafarinnar og hreyfingarinn- ar. Þeim er einnig kennt hvernig þau eiga að meðhöndla lyf, sprautur og þvagathugunarverk- færin. Auðvitað eru sumarbúðirnar ekki eingöngu kennsla, sagði Steinunn, heldur fá þau einnig að fara í sund, ferðalög, á hestbak, í leiki, haldnar verða kvöldvökur o.s.frv. — Hvenær var byrjað að hafa þessar sumarbúðir? — Þær hafa verið haldnar einu sinni áður, í fyrra. — Hvað eru mörg sykursjúk börn á landinu i augnablikinu? — Þau eru á milli 30 og 40. Öll börn geta fengið að komast í þessar sumarbúðir, sem eru syk- ursjúk og einnig þó að þau séu ekki í samtökum sykursjúkra. Aldurstakmörk eru engin. Það er hægt að skrá sig hjá mér, sagði Steinunn Þorsteins- dóttir, og einnig hjá Guðrúnu Þ. Hjaltadóttur fyrir 8. júní. Vikan kostar 750 krónur, en félagið kemur til móts við sumarbúðakostnaðinn. Morgunblaðinu hefur borizt eftirfarandi fréttatilkynning frá Fylkingunni: Þann 1. júní sl. hækkuðu laun verkafólks um 8,1%. Þessi hækkun er uppbót fyrir verð- hækkanir á tímabilinu 1. febrú- ar til 1. maí, sem verkafólk hefur orðið að þola óbættar til þessa. Áður en verkafólk fær fyrsta launaumslagið í hendur eftir þessa lúsarhækkun, hefur ríkis- stjórnin séð til þess að lunginn úr henni hverfur í verðhækkun- arskriðu. í kjölfar tilkynningar um hækkun verðbótavísitölu fylgdi glaðningur stjórnarinnar til verkafólks: — 44% hækkun húsaleigu, frá 1. maí. — 20—30% hækkun búvöru- verðs. — 15% hækkun bensínverðs. Fylkingin mótmælir harðlega síendurteknum árásum ríkis- stjórnarinnar á lífskjör verka- fólks, árásum sem fyrst og fremst beinast gegn láglauna- fólki. Þann 1. mars sl. sá ríkisstjórnin til þess að 8% var rænt af launum verkafólks, en hefur greinilega ekki þótt nóg að gert. Sífellt verður erfiðara fyrir verkafólk að láta tekjurnar hrökkva fyrir brýnustu lífs- AÐALFUNDUR Sambands ís- lenskra samvinnufélaga var hald- inn að Bifröst í Borgarfirði fimmtudag og föstudag. en þetta var 79. aðalfundur SÍS. Fundinn sóttu um eitt hundrað fulltrúar frá rúmlega 40 Sambandskaup- félögum. auk stjórnar Sambands- ins, framkvæmdastjórnar og nokkurra gesta. Sérmál fundar- ins var að þessu sinni „Stefnu- skrá samvinnuhreyfingarinnar" og verður tekin ákvörðun i því máli á næsta aðalfundi. sem haldinn vcrður árið 1982. Formaður Sambandsstjórnar, Valur Arnþórsson, setti aðalfund Sambandsins og minntist í upp- hafi látinna samvinnumanna. Fundarstjóri var kjörinn Steinþór Magnússon, Egilsstöðum, og Sig- urður Ingi Sigurðsson, Selfossi, til vara, en fundarritarar þeir Böðvar Jónsson, Gautlöndum, Jón Krist- jánsson, Egilsstöðum, og Baldvin Baldursson, Rangá, S-Þing. Valur Arnþórsson flutti síðan skýrslu stjórnar og skýrði frá helstu viðfangsefnum hertnar á liðnu ári og fjárfestingum á vegum Sam- bandsins á árinu. Að því loknu flutti Erlendur Einarsson for- stjóri skýrslu um rekstur Sam- bandsins á árinu 1980. Velta árið 1980 Heildarvelta Sambandsins nam 163.978 millj. gamalla króna, og jókst hún um 55.079 millj. eða 50,6% frá árinu á undan. Veltan skiptist þannig niður á einstakar deildir Sambandsins, búvörudeild 34.109 millj., sjávarafurðadeild 52.980 millj., innflutningsdeild 35.941 millj., véladeild 10.133 millj., skipadeild 11.519 millj., nauðsynjum, hvað þá þegar þessar lífsnauðsynjar eru stöð- ugt hækkaðar umfram annað. Þannig hækkaði framfærslu- vísitalan um 50,7% á tímabilinu 1. maí 1980 til 1. maí 1981. Verð algengustu landbúnaðarvara hækkaði hinsvegar um 60—70% á tímabilinu 1. júní 1980 til 1. júní 1981. Fylkingin fordæmir þann loddaraleik sem ríkisstjórnin viðhefur með frestun verðhækk- ana fram yfir útreikning vísi- tölu og bendir á að vinnubrögðin eru í anda fyrri ríkisstjórna. Hátt er talað um baráttu gegn verðbólgu, en herkostnaðinn er verkafólki einu ætlað að greiða; ef eitthvað skal skert er hand- hægast að krukka í kaupið að mati stjórnvalda og atvinnurek- endur eru ósköp sáttir við að- ferðina, enda ekki gengið á gróða þeirra. Síðast en ekki síst fordæmir Fylkingin farystu verkalýðs- samtakanna fyrir ábyrgðar- lausa afstöðu. Greiniíegt er að forysta Alþýðusambandsins metur meira að pólitískir sam- herjar ráðist á kjör félaga Alþýðusambandsins, heldur en að hefja baráttu gegn öllum árásum — hver sem sér um framkvæmdina. iðnaðardeild 18.635 millj. og smærri starfsgreinar 661 millj. Af veltu Sambandsins var um- boðssala 99.435 millj. eða 60,6%, samanborið við 63% árið á undan. Útflutningur Sambandsins var 76.751 millj. og jókst hann um 44,3% frá fyrra ári. Rekstrarniðurstaða Brúttótekjur Sambandsins urðu tæpur 31 milljarður króna og höfðu aukist um 71,6%, sem er töluvert meira en veltuaukningin. Helstu ástæður þessarar þróunar eru betri afkoma skipadeildar og minni hlutur umboðssölu í heild- arveltu en áður. Almenn rekstrargjöld námu röskum 20 milljörðum og höfðu hækkað á milli ára um 62,5%. Af öðrum helstu rekstrarliðum má nefna að brúttóvaxtakostnaður hækkaði um 83,9%, launagreiðslur um 59,3% og gengismunur og verðbætur lána um 238,5%. Tekjur af reglulegri starfsemi, þ.e. eftir rekstrargjöld, fyrningar og fjármagnsgjöld, námu samtals 1.271,9 milljónum króna, en tekju- afgangur fyrir lokafærslur varð 926,5 milljónir króna. Tekjuafgangi Sambandsins, þ.e. 926,5 milljónum króna, var ráð- stafað með eftirfarandi hætti: Endurgreitt var til frystihúsa samtals 360,4 milljónir króna. Vörubirgðir voru niðurfærðar aukalega um 300,0 milljónir króna. Óráðstafaður tekjuafgangur ársins nam þannig 266,1 miljón króna. FjárfestinRar Fjárfestingar Sambandsins á árinu voru með minna móti. Sam- tals fjárfesti Sambandið fyrir 1.251 millj. sem skiptist þannig að í fasteignum var fjárfest fyrir 353 millj. og í vélum og tækjum fyrir 898 millj. Starfsmenn Starfsmenn Sambandsins voru 1.824 í árslok 1980, en voru 1.814 í lok ársins 1979. Þar af voru skrifstofumenn 356, verslunar- og lagermenn 243, iðnaðar- og verka- menn 1.035, farmenn 134 og aðrir starfsmenn 56. Samhandskaupfélögin Sambandskaupfélögin voru 45 í árslok 1980. Félagsmenn þeirra voru 41.792, og hafði þeim fjölgað um 153 á árinu. Samkvæmt skýrslum hagdeild- ar Sambandsins um veltu félag- anna á árinu 1980 var heildarvelta þeirra félaga, sem skýrslugerðin nær til, 230.002 millj. á árinu sem leið, samanborið við 151.376 millj. árið á undan. Veltan skiptist þannig að sala vöru og þjónustu var 141.926 millj., sala landbúnað- arafurða var 63.926 millj. og sala sjávarafurða 24.150 millj. Velta félaganna jókst um 52% á milli áranna. Samkvæmt þessum skýrslum voru 22 félög gerð upp með hagnaði, samtals að upphæð 738 millj. en 15 félög voru gerð upp með halla að upphæð samtals 488 millj. Er því hagnaður umfram halla hjá félögunum 250 millj. Styrkir úr Menningarsjóði Á aðalfundinum skýrði Valur Arnþórsson stjórnarformaður SÍS frá því að sjórn Menningarsjóðs sambandsins hefði veitt fimm styrki úr sjóðnum, samtals að upphæð 105 þúsund krónur. Styrk- ina hlutu: Gigtarfélag Islands, kr. 25 þús., Sjálfsbjörg, vegna bygg- ingar endurhæfingarstöðvar á Ak- ureyri, kr. 25 þús., Styrktarfélag vangefinna, kr. 25 þús., Kristileg alþjóðleg ungmennasamskipti, kr. 15 þús., og til flugbjörgunarsveita voru veitt kr. 25 þús. Erfiðleikar iðnaðar Sambandsins Það kom fram í umræðum á fundinum að menn hafa þungar áhyggjur af þeim erfiðleikum sem við er að glíma í iðnrekstri Sambandsins, sérstaklega þó út- flutningsiðnaðinum. Þessir erfið- leikar stafa fyrst og fremst af verðbólgunni og hinum öru kostn- aðarhækkunum hér innanlands sem ókleift er að velta jafnóðum yfir í verðlag á erlendum mörkuð- um. Fram kom að á síðasta ári hafi fjármagnskostnaður iðnaðardeild- ar vaxið geysilega og orðið 16% af veltu hennar. Stefnuskrá samvinnu- hreyfinijarinnar Sérmál fundarins að þessu sinni var gerð stefnuskrár fyrir samvinnuhreyfinguna og hafði Hjörtur E. Þórarinsson, stjórnar- formaður Kaupfélags Eyfirðinga, framsögu um málið. Hjörtur skýrði frá umfjöllun KEÁ um stefnuskrármálið en það var rætt á 21 deildarfundi og síðan aðal- fundi félagsins og tóku um 700 manns þátt í þessari stefnumótun. Svipaða umfjöllun mun stefnu- skrármálið hafa fengið í flestum kaupfélögum landsins og félögum starfsmanna. Hjörtur rakti einnig aðdraganda þessa máls almennt og gerði grein fyrir nauðsyn hreyfingarinnar fyrir stefnuskrá. „Þar sem samvinnufélag starfar og nær að móta félagsumhverfi sitt,“ sagði Hjörtur m.a. „verða skilin milli vinnu og fjármagns ógreinileg, skilningur á sameigin- legum hagsmunum einstaklings og heildar meiri og stéttarbarátta missir merkingu." Að lokinni framsögu Hjartar urðu allmiklar umræður á fundin- um, en síðan var fundarmönnum skipt í umræðuhópa, sem fjölluðu nánar um málið. I morgun skiluðu umræðuhópar niðurstöðum sínum og urðu enn miklar umræður. Að lokum var samþykkt tillaga þess efnis að Sambandsstjórn skipi sjö manna nefnd sem semji frumvarp að stefnuskrá. í nefndinni séu full- trúar ólíkra skoðana og hagsmuna innan samvinnuhreyfingarinnar og fulltrúi frá LÍS. Frumvarpið verði sent kaupfélögunum fyrir 1. október og lagt fyrir aðalfund Sambandsins 1982. Ályktanir Þrjár ályktanir voru samþykkt- ar. í hinni fyrstu skoraði fundur- inn á stjórnvöld að taka til rækilegrar athugunar og leiðrétt- ingar rekstrarörðugleika iðnaðar- ins, sér í lagi ullariðnaðarins. Augljóst virðist, að þorri þeirra prjóna- og saumastofa sem nú eru í rekstri stöðvist ef ekkert verði að gert og mörg hundruð manns missi atvinnu sína. í annarri ályktuninni lýsti fundurinn áhyggjum sínum vegna lágra sölulauna á landbúnaðarvör- ur ok skoraði á stjórnvöld að hlutast til að heimiluð sölulaun hverju sinni hrökkvi a.m.k. fyrir sölu- og dreifingarkostnaði í smá- söluverslun. Þriðja ályktunin var á þá leið að samvinnuhreyfingin verði í farar- broddi í hinni nýju örtölvubylt- ingu og geri sitt til að hún verði almenningi til góðs. Þá var samþykkt tillaga um framlag í Menningarsjóð 200 þús. krónur og í Listasjóð 100 þús. krónur. Valur Arnþórsson ondurkjörinn stjórnarformaður Við kosningu til stjórnar Sam- bandsins var Valur Arnþórsson endurkjörinn formaður með yfir- gnæfandi meirihluta atkvæða og þeir Ólafur Sverrisson og Jónas R. Jónsson voru einnig endurkjörnir, allir til þriggja ára. í varastjórn voru kosnir til eins árs Helgi Rafn Traustason, Þorsteinn Sveinsson og Ólafur Ólafsson. Aðalendur- skoðandi til tveggja ára var kjör- inn Björn Stefánsson og varaendurskoðandi Benedikt Guttormsson. Aðalfundi SÍS lauk í gær: Brúttótekjur ta'pur 31 milljarður gkróna Starfsmenn 1824 um áramót

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.