Morgunblaðið - 06.06.1981, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.06.1981, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ1981 Norðmenn selja vopn Ósl«. 5.júní. Frá [rclta ritara MorKunblaðsinx. I.aurr. NORÐMENN eru í fyr.sta skipti komnir í röð mcstu herKagnaút- flytjenda heims. Samkvæmt töl- um friðarrannsóknarstofnunar- innar í Stokkhólmi eru þeir i áttunda sæti. Samkvæmt þessum upplýsing- um hafa tekjur Norðmanna af hergagnasölu numið 4,2 milljörð- um norskra króna á undanförnum fjórum árum. Þessi hagnaður er af sölu Penguin-flugskeyta til Grikklands, Tyrklands og Svíþjóð- ar og hraðskreiðra varðbáta til Svíþjóðar. Hins vegar eru Norðmenn — auk Finna — eina þjóðin sem ekki hefur selt vopn til Þriðja heims- ins. „Við Norðmenn höfum mjög sttangar reglur um vopnasölu til útlanda. Það er aðeins leyfilegt að selja til Norðurlanda og banda- manna okkar í NATO,“ segir Thorvald Stroltenberg landvarna- ráðherra. Ernest Lefcver Járnbraut- arslys í Póllandi Varsjá. 5. júní. — AP. FARÞEGALEST og flutningalest rákust á skammt suðvestur af Varsjá í gær með þeim afleiðing- um að a.m.k. 25 manns létu lífið og átta slösuðust. Slysið var hið versta frá því 19. ágúst í fyrra er 56 fórust og tugir slösuðust í árekstri farþega- og flutningalestar milli Lodz og Byd- goszcs. Washinxton. 5. júní. AP. Utanrikisnefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings lagðist i dag gegn útncfningu Ernest Lefevers í stöðu mannréttindafulltrúa stjórnar Reagans forseta. og er það i fyrsta skipti að tilncfningu í embætti í tið Reagans er hafnað af þingnefnd. Nefndin lagði til með 13 atkvæð- um gegn fjórum, að öldungadeildin hafnaði tilnefningunni. Leiðtogi repúblikana í deildinni, Howard Baker, sagði góðar horfur á því að deildin yrði ekki við tilmælum utanríkisnefndarinnar, og sam- þykkti tilnefningu Lefevers. Formaður utanríkisnefndarinn- ar, repúblikaninn Charles H. Percy, greiddi atkvæði gegn Lefev- er. Hann sagði, að árangur stefnu stjórnarinnar í mannréttindamál- um og traust manna á stefnunni, færi að verulegu leyti eftir því, hvaða menn veldust til að tala fyrir þeirri stefnu, og því væri Lefever ekki heppilegur fulltrúi stjórnarinnar í mannréttindamál- um. Alan Cranston, leiðtogi demó- krata í öldungadeildinni, bjóst við því í dag, að tilnefning Lefevers yrði felld í deildinni, en ef svo færi yrði það verulegt áfall fyrir Reag- an forseta. Reagan hefur engan bilbug látið á sér finna þrátt fyrir andstöðuna við Lefever, og formælandi Hvíta hússins sagði, að endanleg afstaða utanríkisnefndarinnar hefði ekki komið á óvart. Formælandinn neitaði að svara spurningu fréttamanna um það hvort stjórn Reagans hygðist leggja að öldungadeildarmönnum repúblikana „að sýna hollustu" og samþykkja tilnefningu Lefevers. Frændi forsetans í Guatemala myrtur (lUatemalahorK. 5. júní. AP. FR/ENDI Fernando Romeo Lucas Garcia hershöfðingja. forseta Guatemala. hefur verið rænt og mágur hans var myrtur að sögn yfirvalda. Tólf aðrir féllu í átök- um vinstrisinna og hægrimanna. Skæruliðar vopnaðir vélbyssum st()ðvuðu bifreið franda forset- ans. Nery Lucas Grauc, og mágs hans. Edwin Roderico Paz Beltet- on, í suðurhluL höfuðhorgarinn- ar. Paz Belteton virðist hafa reynt að flýja, en féll fyrir vébyssuskot- hríð. Lucas Grauc virðist hafa særzt. Engin samtök hafa lýst sig ábyrg á morðinu og mannráninu. I hverjum mánuði falla um 200 manns í átökum vinstrisinna og hægrimanna í Guatemala. Rólofíra í Salvador Varnarmálaráðherra E1 Salva- dor, José Guillermo Garcia hers- höfðingi, tilkynngi í dag, að út- göngubann yrði stytt aðfaranótt laugardags, frá 7 e.h. til 5 f.h. í 11 Chun vill fund S«>ul. 5. júni. AP. CHUN Doo-hwan, forseti S-Kóreu, hvatti í dag enn einu sinni til leiðtogafundar hans og Kim II- sung, forseta N-Kóreu í því mark- miði að sameina ríkin tvö á Kóreu- skaganum. Chun lagði til að fuhd- urinn yrði haldinn í einhverju þriðja ríkinu, ef það mætti verða til þess að koma honum í kring. Norður-Kóreumenn hafa þráfald- lega hafnað óskum S-Kóreumanna um fund af þessu tagi. e.h. til 5 f.h., þar sem dregið hefði úr ofbeldi. Þeir, sem eru á ferli eftir að útgöngubann hefst, eru yfirleitt skotnir. Fimmtán hundruð manna her- lið, sérþjálfað í baráttu gegn uppreisnarmönnum, hóf sókn í dag með stuðningi herflugvéla og þyrlna gegn einu helzta vígi skæruliða í héraðinu San Vincente í miðhluta E1 Salvador. Um 22.000 landsmenn hafa fallið síðan í okt. 1979. í Nicaragua sagði Humberto Ortega Saavedra varnarmálaráð- herra í dag, að ríkisstjórnin hefði nýlega eflt varnir landsins, vegna þess að landinu væri ógnað. Hann mun hafa átt við nýlegar yfirlýs- ingar Bandaríkjastjórnar með harðri gagnrýni á byltinguna í Nicaragua. Yfirlýsing Ortega var óbeint svar við fréttum frá Washington um að sandinistastjórn vinstri- sinna í Nicaragua hefði nýlega fengið rússneska T-55 skriðdreka og hafið mikla eflingu hersins. Handtökur í Suður-Afríku Utanríkisnefndin haf nar Lefever JóhanncsarborK. 5. júní. AP. HUNDRUÐ hermanna vopn- aðir rifflum og búnir gas- grímum lokuðu svæði í kyn- blendingahverfinu Westbury í Jóhannesarborg í dag og óeirðalögregla leitaði á heim- ilum og handtók hundruð unglinga. Lögreglan segir að tilgangur húsleitanna sé að hafa hendur í hári „forsprakka" tveggja daga mótmælaaðgerða stúdenta. Um 100 börn hafa verið hand- tekin síðan ókyrrðin hófst á miðvikudaginn og rúmur helm- ingur þeirra ákærður fyrir óeirðir á almannafæri. Allir þeir sem voru handteknir á miðvikudag og fimmtudag munu hafa verið látnir lausir. Lögregluaðgerðirnar fylgja í kjölfar nemendamótmæla gegn handtöku nemendaleiðtogans Aziz Jardine þegar hann hafði hvatt til þess að hátíðarhöld á 20 ára afmæli lýðveldisins í Suður-Afríku yrðu hundsuð. Aðeins um helmingur nem- enda í gagnfræðaskólum í kyn- blendingahverfunum í Jóhann- esarborg mættu í tíma í dag. Óeirðirnar breiddust út til hvíta nágrannahverfisins West- dene í nótt þegar skotið var á ökumann og benzínsprengju kastað í húsgagnaverzlun. Unglingar sáust hlaupa frá staðnum, en enginn var hand- tekinn og engan sakaði. Tekjur þing- manna hækka I>ondon. 5. júní. — AP. LAUN brezkra þingmanna hækka í næstu viku um 18% og vcrða árslaun þeirra 13.950 sterl- ingspund, eða jafnvirði 200.000 króna, að því er tilkynnt var i dag. Ilér er að hluta um hækkun sem samið var um á siðasta ári að ræða. Margir þingmenn urðu til að gagnrýna þessa launahækkun í dag, á tímum mikils atvinnuleysis og á sama tíma og iðnverkamenn væru beðnir að stilla launakröfum sínum í hóf. Nýjar flaugar í Bandarikjaflota WashinKton. 5. júni. AP. STJÓRN Ronald Reagans hefur heimilað sjóhernum að smiða nýja langdræga stýriseldflaug sem getur hæft skotmörk langt inni i Sovétrikjunum að sögn hlaðsins „Washington Star" i dag. Yfirmenn í flotanum segjast vona að sögn blaðsins að hægt verði að koma stýriseldflaugun- um fyrir í kafbátum og ofansjáv- arskipum um mitt ár 1982 og taka þær að fullu í notkun 1985. Eldflaugarnar munu diaga lengra en þá 598 km sem leyfi- legt er samkvæmt SALT II, sem stjórnir Bandaríkjanna og Sov- étríkjanna samþykktu 1979 en öldungadeild Bandaríkjaþings hefur ekki staðfest. Afstaða Reagan-stjórnarinnar er sú að Salt II sé ekki bindandi lagalega séð þar sem hann hefur ekki verið staðfestur. En stjórn- in hefur sagt að hún muni þó standa við ákvæði hans svo framarlega sem Rússar geri það líka Bandarískir embættismenn telja að Banðaríkjamenn hafi yfirburði yfir Rússa á sviði stýriseldflauga og vilja að þeir færi sér það í nyt að sögn blaðsins. Flotaforingi nokkur sagði að sjóherinn vildi búa eins mörg skip stýriseldflaugum og mögu- legt væri. Stjórnin mun hafa fullvissað sjóherinn um að hann þurfi ekki að hafa áhyggjur af frekari takmörkunum á lang- drægni stýriseldflauga, hvort sem þeim væri skotið frá skipum eða frá landi að sögirblaðsins. Jafnframt hefur fulltrúadeild- in samþykkt áætlun um smíði hergagna að verðmæti 6,99 milljarða dollara og þar með yrði varið háum upphæðum til MX-eldflaugarinnar, sem enn ríkir óvissa um, og herliðs aust- an Súez-skurðar. Vesco horfinn Nassau. 5. júní. — AP. Embættismenn á Bahamaeyj- um staðfestu i dag, að fjárglæframaðurinn Robert Vesco, sem verið hefur á flótta undan bandarískri réttvísi frá því 1972, væri á bak og brott frá Bahamaeyjum og væri eins og hann hefði gufað upp, þvi engin vitneskja væri fyrir hendi um núverandi dvalarstað hans. Sagði embættismaðurinn, að Vesco hefði fyrir skömmu skilað húsinu sem hann leigði, og það eitt væri vitað um ferðir hans, að hann hefði siglt frá Nassau á snekkju sinni síðastliðinn föstu- dag, og vissi enginn hvert ferð- inni var heitið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.