Morgunblaðið - 06.06.1981, Síða 41

Morgunblaðið - 06.06.1981, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ1981 41 Fulltrúar lækna og ráðuneyta á samningafundi. Eru kröfur lækna svindl? Ö.H. skrifar: „Kommúnistaráðherranum Svavari Gestssyni er nú stillt upp við vegg, að hans eigin sögn, og á nú erfitt með að kyngja kröfum lækna. Nú galar hann eins og krakkarnir þegar þau eru í leik því að nú er þetta auðvitað svindl, þegar hann á í hlut sem ráðherra. Læknar sameinaðir að baki kröíum sínum Þó eru þetta alveg sömu að- gerðirnar og hann og hans kommaklíka hefur iðkað árum saman, t.d.í verkalýðssamtökun- um, og þá auðvitað gegn stjórn- völdum, þegar þeir sjálfir hafa verið utan stjórnar. Þeir hafa þannig notað blekkingar í mörg- um málum, aöeins sjálfum sér til framdráttar, ekki verkafólki. En nú í læknadeilunni er sá stóri munur, að læknar munu almennt vera sameinaðir að baki sínum kröfum. Kommúnistar hafa á hinn bóginn oftast komið sér fyrir á vafasömum forsendum í flestum þeim félögum, sem þeir hafa ráðið og hafa þannig geta hrundið af stað verkföllum og glundroða ár eftir ár, án þess að hafa haft meirihluta félags- manna á bak við sig. Þeir hafa þannig ráðið ferðinni vegna and- varaleysis meirihluta félags- manna og oft vegna mistúlkunar á lögum félaganna. Nú heyrum við hjáróma rödd Og svo má ekki gleyma þjösna- skapnum í verkföllunum undir stjórn þessara legáta. Eða muna ekki allir eftir ofbeldi þeirra t.d. við að ryðjast inn í farartæki hins almenna borgara hér við borgartakmörkin og hella niður kannski einum lítra af mjólk, svo að ekki sé nú farið út í alvarlegri mál, sem eru þó allt of mörg og má gjarna rifja upp á næstunni, svona til glöggvunar. Nú heyrum við hjáróma rödd kommúnistans, sem galar, þegar hans eigin aðferð er notuð gegn honum sjálfum: Þetta er svindl." Lítil saga úr Þórscafé Sigurlaug Halldórsdóttir skrif- ar: Við ætluðum í Hollywood. En eins og alltaf var þar óendanleg biðröð, svo við báðum bílstjórann að halda áfram. „í Þórscafé takk.“ Þar var ástandið lítið betra, en fjárráðin leyfðu ekki lengri öku- ferð. Ut var stigið og við fórum í biðröðina. Síðan leið og beið, tveir komu út, fimm, tólf og tuttugu og þrír og við biðum þolinmóð og köld. Þá kemst þú ekki inn. En meðan á biðinni stóð upp- götvuðum við að annar herranna var ekki með bindi. Varð nú uppi fótur og fit. Skóreimar hans voru leystar, hnýttar saman og á þær bundinn bindishnútur. Vægast sagt lélegt bindi. Svo lélegt að ekki var þorandi að sýna sig með það í dyrunum. Hvað áttum við til bragðs að taka? Jú, hinn herrann var með belti, nokkuð í grófara lagi, en þegar búið var að hnýta á það bindishnút og smeygja sylgj- unni undir jakkakragann, þá var beltið alls ekki ósannfærandi bindi. Áfram þokaðist röðin og inn fórum við, ég og herrann með beltið um hálsinn. En beltislausi herrann var stöðvaður í dyrunum. „Ert þú í jakka?" Nei, hann var í frakka, buxum, skyrtu, sokkum, skóm, nærbuxum og með bindi, en ekki í jakka. „Þá kemst þú ekki inn“, og við tvö sem inn vorum komin fórum út. „Ég skal lána honum jakkann minn“ kallaði einhver út úr húsinu. Allir vildu hjálpa en enginn var í tveim jökkum. Og inn fórum við Að vísu var ég í jakka, gamla, notaða karlmannajakkanum sem ég keypti á flóamarkaði hérna um árið. „Auðvitað, farðu í jakkann minn,“ sagði ég og stóð nú á næfurþunnum kjólnum í kuldan- um. „Nei, hann fer ekki inn í kvenmannsjakka", sagði konan sem sá um dyravörslu ásamt nokkrum karlmönnum. Það var sama hvað ég reyndi að sannfæra hana, hún var greinilega búin að gera það upp við sig að við værum leiðindapakk sem ekki færi inn hvað sem tautaði og raulaði. Eftir langar fortölur og útskýringar á uppruna jakkans datt einum okkar í hug að bera saman hnepp- ingu jakkans góða og jakka dyra- vörslukonunnar. Og þar kom sönnunin, jakkinn var viður- kenndur karlmannsjakki. Og inn fórum við, maðurinn með beltið um hálsinn, maðurinn í jakkanum með ermarnar rétt niður fyrir olnboga og ég. í jakkann varð hann að fara Við settumst niður úti í horni uppi og þar fór maðurinn úr jakkanum, sem var ekki einu sinni „pönk“ með þessa ermasídd. En ekki leið á löngu þar til tveir starfsmenn birtust og annar sagði kurteislega: „Viltu gjöra svo vel að vera í jakkanum." „En mér er heitt og ég sá mann á skyrtunni niðri?“ „Já, við erum einmitt að ganga um staðinn og kanna þetta mál og við biðjum menn að vera í jökkunum." Og í jakkann varð hann að fara. HugsiÖ málin upp á nýtt Hvar vorum við eiginlega? Vor- um við á skemmtistað eða á barnaheimili? Við skiljum það mæta vel og metum það að staðurinn vilji skapa sér vissan standard á klæðnaði fólks, svo sem jakki og bindi, en belti um hálsinn og jakki með ermar á olnbogum: Hvaða standard er það? Og hvaða réttlæti er það að setja karlmönnum skilyrði í klæðaburði en ekki kvenfólki? Við gátum ekki betur séð en þarna inni væru konur í snjáðum galla- buxum, bol og sandölum. Sumar eins og nýkomnar frá því að gefa hænsnunum. Forráðamenn Þórscafé (og ann- arra skemmtistaða þar sem skil- yrði eru sett í sambandi við klæðaburð gesta), hugsið þið mál- in upp á nýtt. Tíðarandinn er breyttur og þessi stefna ykkar er úrelt. Og svo lengi sem gerður er greinarmunur á kynjum í þessu sambandi, þá er hún fáránleg." Þessir hringdu . . Umhirða kirkju- garðsins fyrir neð- an allar hellur Kr. G.J. Sig. hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Eg hef í nokkur undanfarin ár séð um hirðu á leiði í Hafnarfjarðar- kirkjugarði. Nú er svo komið, að ég get ekki lengur orða bundist yfir þeirri vanhirðu sem er á garðinum, en hún er fyrir neðan allar hellur. Ulgresið þar, sem er elfting, vex óheft og kemur orðið í veg fyrir að hægt sé að koma nokkrum gróðri á legg. Er þetta sérstaklega slæmt í eldri hluta garðsins. Þá vil ég geta þess sem mér finnst bæði óviðeigandi og smekklaust athæfi, en það er að hestamenn virðast nota stígana í garðinum sem reiðgötur. Það sést greinilega á hófförunum þar. Mér finnst að bæjaryfirvöld ættu að hyggja betur að málefn- un. þessa staðar, og þarna á skilyrðislaust að vera verndaður friðarreitur. Fyrsta stjórn og nokkrir þeirra er stóðu að stofnun Lúðrasveitar Garðabæjar. talið frá vinstri: Bergþór Úlfarsson, formaður Æskulýðs- ráðs Garðabæjar, Hörður Rögnvaldsson, Einar Kr. Pálsson. Alma Hansen, Hildur Jóhannesdóttir, Trausti Ævarsson, formaður nýkjör- innar stjórnar, Logi Runólfsson og ómar Ingólfsson. JC Garðar stofn- ar lúðrasveit J.C. GARÐAR í Garðaba1 gekkst fyrir stofnun Lúðrasveitar Garðabæjar nýverið í samvinnu við Æskulýðsráð Garðabæjar. Garðabær hefur síðustu árin orð- ið að leita til Reykjavíkur eftir lúðrasveitum til að leika við hátíðleg tækifæri svo sem á sumardaginn fyrsta og þjóðhátíð- ardaginn og eru miklar vonir bundnar við að vel takist til með rekstur hinnar nýju lúðrasveitar. Stofnfundur lúðrasveitarinnar var haldinn 25. marz sl. og var Trausti Ævarsson kjörinn for- maður stjórnar lúðrasveitarinnar. Lúðrasveitin mun njóta aðstöðu og leiðsagnar af hendi Tónlistar- skólans í Garðabæ. Skólastjóri skólans er Alma Hansen. Æfingar eru þegar hafnar og væntir hljómsveitin þess, að henni bætist fljótt liðsafli, en fjöldi ungs hljómsveitarfólks úr Garðabæ hefur leitað þátttöku í lúðra- sveitum í nágrannabyggðarlögun- um. Sorpstöð Suður- lands tekin til starfa SORPSTÖÐ Suðurlands tók til starfa hinn 15. maí sl. Þá höfðu 7 sveitarfélög á Suðurlandi að til- hlutan Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga gert samning um sameiginlega sorpmóttóku og eyðingu og frágang á sorpi. Að þessum samningi standa Selfoss- bær. Hveragerðishreppur, Sand- víkurhreppur, Eyrarbakka- hreppur, Stokkseyrarhreppur, | Rangárvallahreppur og Hvol- hreppur. Keyptur hefur verið troðari til þjöppunar og frágangs á sorpinu. Jarðvegi er blandað saman. Þessi vél er 28 tonn að þyngd og sérstaklega gerð fyrir þessa starfsemi. Hefur hún verið þrautreynd í Þýskalandi og gefist mjög vel. Gústaf Sigjónsson flutti hana inn fyrir 2 árum. Vélin var prufukeyrð í nokkrar vikur sumarið 1979. Síðan var henni lagt og kom tvennt til. Annars vegar erfið fjárhagsstaða eigandans og hins vegar vantaði fyrst og fremst samstöðu sveitarfélaga að þessum rekstri. Nú er verið að girða svæðið og ræsa fram grunnvatnið. Þá verður höfð til viðbótar fokheftigirðing inni á svæðinu, þar sem losun fer fram. Þau vinnubrögð sem þarna verða höfð eiga að koma í veg fyrir allt fok, alla brennslu og reyk, alla rottuplágu og fuglager. Svæðið má laga og fullgera til ýmissa fram- tíðarnota, svo sem vegarstæðis, ræktunarlands, byggingarlóða eða útivistarsvæðis, allt eftir því sem skipulagsyfirvöld óska eftir. Úmsjónarmaður stöðvarinnar er Arnar Árnason. Stöðin er opin virka daga 10—12 og 13—18, á laugard. 13—15 en lokað á sunnu- dögum og almennum frí- og helgi- dögum. Flugleiðir hætta að fljúga milli Glasgow og Kaupmannahafnar ÁÆTLUNARFLUGI Flujf- leiða milli Glasgow og Kaup- mannahafnar lauk föstudag- inn 29. maí sl„ en ástæöa þess, er krafa brezku flugmála- stjórnarinnr um að félagið dragi sig út af þessari flug- leið. en sem kunnugt er hafa samningaumleitanir um áframhaldandi leyfi félagsins ekki borið árangur. Flug milli Keflavíkurflug- vallar og Glasgow mun þrátt fyrir þessa breytingu halda áfram og verður flogið á mánu- dögum og föstudögum. Skrifstofa Flugleiða í Glas- gow mun starfa til 1. október nk., en vegna þess sem að ofan greinir verður sú breyting, að Flugleiðir hætta skrifstofu- rekstri í borginni, en í húsnæð- inu tekur til starfa nýtt fyrir- tæki, „Iceland Airtours", sem er ferðaskrifstofa og verður hún rekin af núverandi yfir- manni Flugleiða í Glasgow, Stuart Cree. Þessi nýja ferða- skrifstofa mun einbeita sér að sölu íslandsferða og ferða milli Skotlands og annarra Norður- landa. Ennfremur mun hún skipuleggja ferðir íslendinga um Bretland. Stuart Cree, eigandi og stjórnandi þessarar nýju ferða- skrifstofu er íslendingum að góðu kunnur, en hann hóf störf hjá Flugfélagi íslands 1. janú- ar 1964. Fyrst sem sölumaður, en hefur undanfarin ár verið yfirmaður skrifstofu Flugleiða í Glasgow og stjórnandi sölu- svæðis félagsins í Skotlandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.