Morgunblaðið - 06.06.1981, Side 22

Morgunblaðið - 06.06.1981, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ1981 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 70 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 4 kr. eintakið. N úllpunktsstefna stjórnvalda Það kom margt athyglisvert fram í setningarræðu Gunnars Guðjónssonar, stjórnarformanns SH, á aðalfundi samtak- anna í fyrradag. Hann staðhæfði að þrátt fyrir góðan árangur í sölustörfum hefði ekki tekizt að halda í við verðbólguna, sem hrjái íslenzkan atvinnurekstur, né forða því að gengið væri á fjármagn og afkomu frystihúsanna. Árið 1980 var dæmigert fyrir þessa þróun, að dómi stjórnarformannsins. Útflutt aflamagn var þá svipað og árið áður en verðmætisaukning, í krónum talin 43,5%. Á sama tíma var verðbólguvöxturinn hinsvegar 58%. Allt árið 1980 var barist fyrir því að koma heildinni á svokallaðan núllpunkt en tókst ekki. Formaður SH sagði verðhækkanir á Bandaríkjamarkaði gera lítið meira en bæta stöðu Verðjöfnunarsjóðs, — miðað við skuldbindingar sem hann tók á sig í ársbyrjun. Við gerum þær kröfur til stjórnvalda, sagði hann, að þau sjái til þess að sérhverri vinnslugrein séu búnar rekstraraðstæður sem leiði til jákvæðrar afkomu. Millifærslur á góðri afkomu einnar vinnslugreinar til að leiðrétta lélega afkomu annarrar, eða útjöfnun, sem færir alla á núllpunktinn afkomulega, er hættuleg stefna, sem getur eyðilagt jákvæða alhliða framþróun í íslenzkum fiskiðnaði. Krafa okkar er sú, að vegna innlendrar verðbólguþróunar, sem gerir söluaðilum íslenzkra sjávarafurða erlendis ókleift að mæta innlendum tilkostnaðarhækkunum, með hækkun söluverðs erlendis, verði að tryggja sérhverri vinnslugrein, frystingunni sem öðrum, viðeigandi rekstrar- grundvöll, sagði formaður SH að lokum í setningarræðu sinni. Staða Alþýðubandalagsins í verkalýðshreyfingunni Þjóðviljinn birti á dögunum viðtöl við verkamenn, sem sóttu aðalfund Dagsbrúnar. Umsagnir þeirra vóru mjög neikvæð- ar bæði í garð ríkisstjórnarinnar og „sendiherra" Alþýðubanda- lagsins í launþegasamtökunum. Verkamaður, sem spurður var um ríkisstjórnina og stöðu hennar meðal almennings, sagði orðrétt: „Það var mátulegt á fólkið að fá hana yfir sig. Það veit nú, hvað það hefur kosið yfir sig. Þetta er eintómt kjaftæði, sem þeir láta út úr sér. Maður bjóst við stuðningi við verkafólkið í landinu, en þetta er alltaf sama sagan. Þeir mega heldur betur breima ef þeir ætla að fá stuðning næst!“ Annar sagði, aðspurður um verkalýðsforystuna, hvern veg hún hefði staðið sig: „Djöfullega. Það ætti að reka þá alla.“ Sá þriðji kvað svo að orði um forystu Verkamannafélagsins Dagsbrúnar, að sögn Þjóðviljans: „Það þarf að bylta í okkar félagi. Það er ekki staðið við samninga og það þýðir ekkert að kvarta við félagið, forystan er ekki til viðtals." Þjóðviljinn hefur jafnframt eftir einum viðmælanda sínum: „Þeir tóku af okkur 7% og nú eru að skella yfir verðhækkanir rétt einu sinni ...“ Þannig var hljóðið í verkamönnum sem sóttu aðalfund Dagsbrúnar, að sögn Þjóðviljans. Þessi ummæli og ýmislegt annað bendir til þess að veldi Alþýðubandalagsins í verkalýðs- hreyfingunni sé að molna innan frá. Þetta er í sjálfu sér ofur eðlilegt, í íslenzkri stjórnmálasögu hefur enginn stjórnmála- flokkur svikið jafn mörg kosningaloforð til jafn fjölmennra þjóðfélagshópa jafn rækilega á jafn skömmum tíma og Alþýðubandalagið í ríkisstjórn. Sýnið varúð og tillitssemi Hvítasunnuhelgin er ein mesta ferðamannahelgi hér á landi. Þessvegna er ástæða til að minna fólk á þrjú mikilvæg atriði, sem vert er að hafa ríkt í huga. í fyrsta lagi að sýna tillitssemi og varúð í umferð á vegum úti. Sýnum samstöðu í þeirri viðleitni að fyrirbyggja slys í umferðinni um þessa helgi og framvegis. I annan stað er rétt að hafa í huga að slys gerast víðar en á vegum úti, ekki sízt á veiðivötnum og í ám, sem við sækjum gjarnan heim á þessum árstíma. Sýnið fyllstu aðgæzlu, hvern veg sem þið verjið helgarfríinu. Síðast en ekki sízt er rétt að minna okkur öll á að umgangast landið okkar með hlýhug og tillitssemi. Skiljið hvorki eftir ykkur sár á gróðurlendi né rusl á áningarstað. Gleðilega hvítasunnuhelgi, heima og heiman. Ingólfur Aðalsteinsson framkvæmdastjóri kynnir starfsemi Hitaveitu Suðurnesja fyrir landstjóranum og fyltrdarliði hans. Við hlið landstjórans stendur forseti íslands og lengst til hægri á myndinni er Eirikur Alexandcrsson. og Lily Schreyer, kveðja viðstadda áður en þau stíga inn i Ljósm. Emilla. Opinberri heimsókn landstjóra Kanada lokið LANDSTJÓRI Kanada. Edward R. Schreyer, og kona hans Lily, fóru af landi brott kl. 12.30 í gær ásamt föruneyti sínu og lauk þar með opinberri heimsókn landstjórahjónanna til íslands. Við brottförina kvaddi forseti íslands, frú Vig- dís Finnbogadóttir, landstjóra- hjónin við einkaflugvél þeirra á Keflavikurflugvelli. Á flug- völiinn voru einnig mætt for- sætisráðherrahjónin og utan- ríkisráðherrahjónin ásamt fleirum til þess að kveðja land- stjórahjónin. Á leiðinni frá Reykjavík til Keflavíkurflugvallar heimsótti landstjóri Kanada ásamt föru- neyti sínu Hitaveitu Suðurnesja í Svartsengi í fyigd með forseta Islands. Þar tóku á móti þeim Eiríkur Alexandersson, stjórn- arformaður, og Ingólfur Áðal- steinsson, framkvæmdastjóri. í stuttri ræðu, sem Eiríkur hélt við þetta tækifæri þakkaði hann landstjóra Kanada þann heiður er hann sýndi Suðurnesja- mönnum með því að hafa áhuga fyrir að skoða orkuverið í Svartsengi. Þá kynnti Ingólfur starfsemi Hitaveitunnar fyrir landstjóranum en að því búnu var gestunum sýnt orkuverið og athafnasvæði þess. Við þetta tækifæri gróðursetti landstjóri Kanada þrjár Alaska- aspir, sem hann hafði með sér, í innireit í móttökusal Hitaveitu Suðurnesja en mæltist til að þær yrðu fluttar á einhvern stað úti undir beru lofti er tækifæri gæfist. Meðan landstjórinn skoðaði orkuverið í Svartsengi hafði landstjórafrúin notað tímann til að verzla í fríhöfninni og hittust þau aftur á Keflavíkurflugvelli þar sem þau kvöddu forseta Islands og fleiri viðstadda. Landstjóri Kan- ada gróðursetur þrjár Alaska-aspir í innireit í móttökusal Hita- veitu Suðurnesja með aðstoð Eiriks Alexanderssonar, stjórnarformanns. Að baki þeim stendur forseti ís- lands. frú Vigdis Finnbogadóttir. Landstjórahjónin, Edward R. Schreyer einkaflugvél sina á Keflavikurflugvelli.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.