Morgunblaðið - 31.10.1981, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 31.10.1981, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1981 Alþjóðahermálastofnunin staðfestir: Jafnvægið hefur raskast Sovétríkjunum í vil • „Á síðustu 20 árum hafa Austurveldin hægt en örugglega breytt styrkleikahlutföll- unum sér í vil, þegar fjöldi vopna er talinn. Á sama tíma hafa Vesturveldin tapað tækni- legum yfirburðum sínum, en Atlantshafs- bandalagið treysti því áður, að gæði bættu upp það, sem á skorti í fjölda. J>ar með er ekki sagt, að Atlantshafsbandalagið hlyti að bíða ósigur í styrjöld, en menn geta ályktað svo, að þessi þróun sé það háskaleg, að tafarlaust verði að grípa til ráðstafana til að snúa henni við.“ l>essi orð eru ekki úr áróð- ursritum Reagan-stjórnarinnar, tilvitnunin er úr ársskýrslu Alþjóðahermálastofnunar- innar, London, sem mestrar virðingar nýtur fyrir áreiðanlegar upplýsingar og traustar rannsóknir á hermálum og alþjóðastjórn- málum. • l>að þykir ætíð mikill viðburður þegar ársskýrsla stofnunarinnar um styrkleika- hlutfoll herveldanna, The Military Balance, kemur út á haustin og svo var einnig að þessu sinni. Skýrslan staðfestir þá skoðun, að Káðstjórnarríkin hafi einkum á síðasta áratug raskað hernaðarjafnvæginu sér í hag, bæði á sviði kjarnorkuvopna og venjulegra vopna. Á sama tíma og hernaðarútgjöld á Vesturlöndum breyttust lítið á árum „spennuslökunar“, juku Káðstjórnarrfkin jafnt og þétt útgjöld sín. Nú er árangurinn kominn í Ijós. Víst er, að bilið milli herafla stórveldanna mun enn aukast á næstu árum Vesturveldunum í óhag, því að enn er fullur skriður á hinni geysilegu vígbúnaðarfram- leiðslu, sem ráðstjórnin hleypti af stað á þeim árum, er hún friðmæltist hvað ákafast við vestræn ríki. • AlþjóðahermálaStofnunin (International Institute for Strategic Studies) hefur nú starfað í röska tvo áratugi. Að stofnun henn- ar stóðu í upphafi breskir háskólamenn, stjórnmálamenn, blaðamenn og klerkar, en í þann hóp bættust síðan menn af fjölmörgu þjóðerni. Nú eiga menn frá um 60 löndum aðild að stofnuninni, sem er algjörlega óháð ríkisstjórnum. Meðal félaga eru margir af kunnustu fræðimönnum samtíðarinnar. • Hér fara á eftir kaflar úr áðurnefndri skýrslu Alþjóðahermálastofnunarinnar, þar sem fjallað er um styrkleika Austur og Vesturvelda með tilliti til vopna annarra en kjarnorkuvopna. Brésnjef virðir fyrir sér austur-þýska hermenn á gæsagangi. Alþjóða hermálastofnunin staðfestir, að Austurveldin hafi náð miklum yfirburðum yfir Vesturveldin, þegar fjöldi venjulegra vopna er talinn. Kauði herinn hefur einnig ótvíræða yfirburði yfir Atlantshafs- bandalaginu í kjarnorkuvígbúnaði í Evrópu. I>essa þróun má telja svo háskalega, segir í skýrslu Alþjóða hermálastofnunarinnar, að menn telji, að „tafarlaust verði að grípa til ráðstafana til að snúa henni við“. Austur-þýski herinn æfir efnahernað. Á árum „spennuslök- unar“ notuðu kommúnistaríkin tækifærið til að stórauka vígbúnað sinn. Eitt hið óhugnanlegasta við þessa hernaðar uppbyggingu var sú áhersla, sem þau lögðu á efna- og sýkla- hernað. Á sama tíma var slíkum hernaði lítill gaumur gefinn i Vesturlöndum, enda talinn villimannlcgur. í skýrslu Al- þjóða hermálastofnunarinnar segir, að Bandaríkjamenn telji, að hinn fjölmenni her, sem Sovétmenn hafa sérþjálfað I efnahernaði, hafi undir höndum 350 þús. tonn af efnavopn- um, en í Bandaríkjunum eru nú 42 þús. tonn af slíkum vopnum. Traustar heimildir eru nú fyrir því, að Sovétmenn og bandamenn þeirra hafi þegar beitt eiturvopnum í Afgan- istan og Suðaustur-Asíu. Kannsóknarnefnd Sameinuðu þjóð- anna kannar þetta mál. Rauði herinn í Kabúl. Margir telja inprás Sovétmanna í Afganistan beina afleiðingu af því, að þeir hafi náð yfirburð- um í vígbúnaði og breytt þannig valdahlutfóllunum í heimin- um sér í vil. Sovétmenn hafa gengið svo nærri sér með vígbúnaðaræði sínu, að þeir hafa ekki getað brauðfætt sig um árabil. I>essar fórnir, segja menn, hafa varla verið færðar til þess eins að láta vopnin grotna niður heima fyrir, enda segir á nýju frímerki frá Sovét, að Rauði herinn opni glugg- ann gagnvart umheiminum. Margir óttast, að á næstu árum muni Sovétmenn nota sér yfirburði sína yfir Vesturveldin til yfirgangs víða um heim og sjáist þess þegar glögg merki í Afríku, SuðausturAsíu og Rómönsku-Ameríku. Varsjárbandalagið hefur forystu í vopnasmíð — Varsjárbandalagið hefur yfir að ráða meira af vopnum af öllum gerðum að þvt er heita má... Helstu undantekningarnar frá þessari reglu eru eldflaugar gegn skriðdrekum, sem stjórnað er af sérþjálfuðum mönnum, allmargar gerðir herskipa og nokkrar gerðir flugvéla til sjóhernaðar. En þessar tölur leyna því, sem Varsjárbanda- lagið hefur þó einkum fram yfir Átlantshafsbandalagið, þ.e. að Austurveldin hafa samræmt vopnakost sinn og bardagaaðferðir. NATO á hér undir högg að sækja, þar sem bardagaaðferðir aðildar- þjóðanna eru ólíkar, og hjá þeim ægir saman sundurleitasta búnaði. Gildir þá einu hvort um er að ræða vopn eða flutningatæki. Af þessum sökum verður að halda uppi tvö- földu birgðakerfi, og nokkur vand- kvæði eru á því að nota hinn sund- urleita búnað eins bandalagsríkis í öðru ríki. — Það verður aðeins skorið úr um það í ófriði, hvort bandalag- anna stendur framar í tækni. Þeg- ar á heildina er litið, er sovéskur herbúnaður þó talinn sterkbyggð- ur, honum hættir lítt til að bila við ranga meðferð og hann virðist traustur. Aftur á móti stenst hann engan veginn þær kröfur, sem gerðar eru á Vesturlöndum um þægindi og öryggi fyrir hermenn. Enda þótt þessir ágallar þurfi lítt að koma að sök í fyrstu, gætu þeir aukið á slysatíðni og þannig dregið allverulega úr baráttuhæfni, þegar í hita orrustu væri komið ... Flugher NATO í vanda — Varsjárbandalagið hefur löngum ráðgert að skjóta eldflaug- um, hlöðnum kraftmiklu sprengi- efni, kjarnorku eða eiturefnum á skotmörk langt inni í óvinalöndum. En Ráðstjórnarríkin hafa líka á að skipa fleiri nýtísku sprengjuþotum en áður, og hættan, sem af þeim stafar, mun fara vaxandi, þegar til lengdar lætur. Um loftvarnir Varsjárbandalagsins er það að segja, að fjöldi orrustuflugvéla hef- ur bæst við aragrúa loftvarnar- eldflauga og stórskotavopna. Auð- sætt er, að flugher Atlantshafs- bandalagsins mundi veitast það erfitt verk að liðsinna landhernum á vígvelli í Evrópu. Frjáls verslun-Framtíð þjóðarinnar Útdráttur úr ræðu Gísla Blöndal, formanns Kaupmannafélags Aust- fjarða við setningu aðalfundar fé- lagsins 12. september sl. Frá því á síðasta aðalfundi Kaupmannafélags Austfjarða hef- ur margt á daga okkar kaup- manna drifið og af mörgu er að taka. Nokkur mál rísa hátt en önnur hafa látið minna yfir sér. Víða hefur málum nokkuð miðað áfram og í sumum náðist veru- legur árangur í baráttu okkar fyrir tilverurétti frjálsrar verzl- unar í hinum dreifðu byggðum landsins. Samt sem áður vantar mikið á að sú aðstaða hafi skapast að vöxtur og viðgangur þessara mik- ilvægu atvinnugrreinar teljist tr.vggður. EITT STÓRT MÁL í HÖFN Raunar má segja að aðeins eitt af okkar miklu baráttumálum hafi náð í höfn, en þará ég við „upp- færslu vörubirgða", sem tók gildi 15. maí sl. Hér er að sjálfsögðu stórt mál á ferðinni, en mér segir svo hugur um að margra hluta vegna sé þetta ekki komið í fram- kvæmd að öllu leyti hjá kaup- mönnum á landsbyggðinni a.m.k. Það gefur auga leið að þegar þjóð- in hefur verið heilaþvegin um margra áratuga skeið, með áróðri í þá átt að slík uppfærsla sé þjófn- aður þá verður síkum hugsunar- hætti ekki breytt með einu penna- striki. En við hljótum að fagna þessum mikilvæga áfanga og trú- um því að fleiri mikilvæg skref í átt til hagsbóta verzluninni séu framundan. í RÚST Ég nefndi það í upphafi að margt hafi á dagana drifið. Þegar við hittumst síðast var í fullum gangi á vegum samtakanna Við- skipti og verzlun, kynning á starfi kaupmannsins. Ég er þeirrar skoðunar að þær vonir sem við þá kynningu voru bundnar hafi fylli- lega staðist, og þetta orðið til þess að snúa svolítið uppá þróunina sem því miður gat varla verið óhagstæðari. Hinsvegar skeði það svo á liðnu sumri að kaupmenn í Reykjavík lentu í hár saman út af hinu svokallaða „lokunartíma- máli“, sem ég tel að hafi í einni svipan lagt í rúst allt það sem áunnist hafði með starfi Viðskipta og verzlunar. Það er ekki ætlun mín að blanda þessu máli frekar inn í umræður hér, en það hlýtur að vera von okkar að kaupmenn í Reykjavík leysi þessi mál farsæl- Iega, svo áfram megi halda á þeirri braut sem mörkuð hafði verið. NÁMSKEIÐ í síðustu kjarasamningum, sem gerðir voru, var ákvæði um, að haldin skuli námskeið fyrir verzl- unar- og skrifstofufólk. Er til- færsla milli launaflokka bundin þátttöku þess í slíkum fræðslu- námskeiðum. Sérstök nefnd kaupmannasam- takanna undirbjó fyrsta nám- skeiðið sem haldið var fyrripart sumars í Reykjavík. Tilhögun starfsfræðslunnar er, að þátttakendur stunda námið að þriðjungi til í vinnutíma, en að tveim þriðju hlutum í sínum frí- tíma. Námskeiðið er miðað við 45 stundir og lýkur með prófi. Meðal námsgreina má nefna vöruþekk- ingu, háttvísi í framkomu og framsetningu vöru, en margt fleira er tekið fyrir eftir því sem unnt er á svo stuttum tíma. Tilgangur fræðslunámskeið- anna er tvíþættur: Frá sjónarhóli starfsfólksins eru þau sókn til aukinnar þekkingar og hærri launa. Frá sjónarhóli kaupmanna og atvinnurekenda er stefnt að ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.