Morgunblaðið - 31.10.1981, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 31.10.1981, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1981 Ársþing BSÍ ÁKSIMNG Badmintonsam- bands íslands verður haldið í dag, laugardag, í Snorrabæ og hefst kl. 10 f.h. Á dagskrá verður: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Framkomnar tillög- ur lagóar fram. 3. Önnur mál. 4. Stjórnarkjör. Fulltrúar á þinginu eru vin- samlegast bednir aó mæta stundvíslega. Sljitrn Uadminlnnsambands íslands. Haustmót JSÍ IIAIÍSTMÓT JSÍ verður haldið sunnudaginn 8. nóvember 1981 í íþróttahúsi Kennaraháskól- ans. Mótið nefst kl. 14. Áform- að er að keppa í 5 þyngdar- flokkum ef næg þátttaka fæst: 65 kg — 71 kg — 78 kg - 86 kg og +86 kg. (Ath. Mótið færist fram um eina helgi frá því sem áður var tilkynnt). Handknattleikur um helgina EFTIRTALDIR leikir fara fram í íslandsmótinu í hand- knattleik um helgina: Selfoss — laugard. 31. okt. kl. 15.00 3.d.ka. Selfoss—ÍA. Dómarar: Einar Sveinsson / Helgi Gunnarsson. Borgarnes — laugard. 31. okt. kl. 13.00 3.d.ka. Skallagr. —ÍBK. Dómarar: Friðjón Eðv. / Valdimar Björnsson. Sandgerði — laugard. 31. okt. kl. 14.00 3.d.ka. Keynir —Ögri. Dómarar: l*orgeir Pálsson / Guðm. Kolbeins. Njarðvík — laugard. 31. okt. kl. 13.00 2.d.kv. Grindavfk —Selfoss. Dómarar: l‘orgeir Pálss. / Guðm. Kolbeins. Akureyri — laugard. 31. okt. kl. 15.30 3.d.ka. Dalvík—l‘ór A. Dómarar: (>uðm. Lárusson / Birgir Björnsson. V estmannaeyjar — laugard. 31. okt. kl. 13.30 2.d.ka. I>ór V.-UMFA. Dómarar: Stefán Arnalds / Olafur llaralds. íslandsmótiö í blaki hefst í dag íslandsmótið í blaki hefst um helgina. Mótinu verður síð- an framhaldið í næstu viku. Leikirnir verða sem hér segir: Laugard. 31. okt. Laugarvatn kl. 15.00 IJMFL - l>róltur I. d. Laugard. 31. okt. Glerársk. Ak. kl. 15.00 UMSE — ÍS I. d. Laugard. 31. okt. Glerársk. Ak. kl. 16.15 KA — ÍS I.d. kv. Miðvikud. 4. nóv. Ilagaskóli kl. 18.30 1‘mllur — Víkingur 1. d. Miðvikud. 4. nóv. Hagaskóti kl. 19.45 fS — IJMFL I. d. I.augard. 7. nóv. Ilagaskóli kl. 16.00 Víkingur — IJMSE 1. d. Ilaustmót kvenna og 3. fl. piita í Vogaskóia, sunnudag I. nóvember kl. 10.00. ÍS, Þróttur og UBK taka þátt í kvennaflokki. HK, Þróttur, Víkingur og Stjarnan taka þátt í haust- móti 3. fl. pilta. • Þátttakendur íþróttafélags fatlaðra í Solna-leikunum í Stokkhólmi ásamt fararstjóra og þjálfara. I>jósm.: Kristján E. Fara út á Solna-leika Solnaleikarnir í Stokkhólmi eru alþjóðlegir leikar fatlaðra sem haldnir eru árlega fyrstu helgina í nóvember. Keppnisgreinar eru: boccía, borðtennis, bogfimi, curling lyftingar og sund. Á vegum íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík fara þangað Jón Ei- ríksson og Elísabet Vilhjálmsson til keppni í bogfimi, Sigurður Björnsson, Lárus I. Guðmundsson og Lýður Hjálmarsson í boccía. Þetta er í fyrsta sinn sem Islend- ingar taka þátt í móti erlendis í þessum greinum. Þátttakendur frá íslandi hafa oft náð góðum árangri á Solnaleikunum m.a. sigruðu þeir í borðtennis og sundi árið 1979. Félagið fékk styrk frá Búnað- arbanka Islands, Lionsklúbbi Garðabæjar og Bessastaðahrepp og Iþróttasambandi fatlaðra til að senda þátttakendur. Fararstjórar eru Guðmundur Arnórsson og Markús Einarsson. 430 mörk í 132 leikjum í ÞEIM 132 leikjum sem fram hafa farið í Evrópukeppnunum í knattspyrnu hafa verið skoruð 430 mörk. Eða 3,26 að meðal- tali í hverjum leik. Af 113 sigrum hafa 80 leikir unnist á heimavelli en 33 á úti- velli, 19 leikir hafa endað með jafntefli. í sjö tilvikum hafa lið komist áfram í keppninni á marki skoruðu á útivelli. Og í einu tilviki komst lið áfram á marki skoruðu úr vítaspyrnu. Föstudaginn 6. nóvember verð- ur drcgið í þriðju umferð í UEFA-keppninni í knattspyrnu. En liðin í Evrópukeppni meist- araliða og bikarhafa sitja hjá á meðan og leika ekki fyrr en um leið og fjórða umferð UEFA- keppninnar fer fram. Jón Páll kraftlyftingamaður er í góðri æfingu um þessar mundir. Styrkveiting norræna menningarmálasjóðsins nam kr. 350.000 Á undanrórnum árum hafa fram- kvæmdastjórar íþróttasambandanna á Norðurlöndunum komið árlega saman til fundar. 14. október sl. var slíkur fundur haldinn í Keykjavík og mættu þar frá íslandi: Hermann Guðmundsson, sem stjórnaði fund- inum og Björn Vilmundarson er var fundarritari. Frá hinum Norðurlöndunum; Em- anuel Kose og Bent Agerskov, Danmörku, Thor Hernes, Noregi, Bengt Sevelius, Svíþjóð og Kalevi Suortti, Finnlandi. Frá Færeyjum gat enginn mætt vegna samgöngu- erftðleika. Að venju tók framkvæmdastjóra- fundurinn til meðferðar sameiginleg viðfangsefni íþróttasambandanna á Norðurlöndunum og nú sérstaklega norræna samvinnu. ítarlega var rætt um Norræna Menningarmálasjóðinn og styrk- veitingar hans til íþróttalegra samskipta, sem árið 1982 nema kr. 350.000,00. Verkefni framkvæmdastjóra- fundarins var m.a. að gera tillögu um skiptingu á þessum styrk milli Norðurlandanna og var um það gerð samþykkt, þar sem m.a. seg- ir: Upphæð þeirri, sem Norræni Menningarmálasjóðurinn mun veita til íþróttalegra samskipta á árinu 1982, skal skipta þannig: 66% % skal koma í hlut íslands, Grænlands og Færeyja vegna ferðakostnaðar þeirra til hinna Norðurlandanna. Þar af skal Is- land fá 45%, Færeyjar 14% og Grænland 7%%. 33%% skal koma í hlut Dan- merkur, Finnlands, Noregs og Sví- þjóðar til þeira sérsambanda, sem taka þátt í mótum, fundum o.fl. á Íslandi, Færeyjum eða Grænlandi. Þá ræddi framkvæmdastjóra- fundurinn um þá samþykkt Norð- urlandaráðs að koma upp nor- rænni íþróttamiðstöð í Kiruna í Svíþjóð. Kom skýrt fram, að öll íþróttasamböndin telja þá sam- þykkt óraunhæfa. Einnig voru teknar til umræðu nýjar reglur Norræna Menningarmálasjóðsins um styrki til íþróttastarfs. Skúli og Jón fara vel nestaðir til Indlands NÚ UM helgina munu þeir Skúli Oskarsson og Jón Páll Sigmarsson halda utan til þátttöku í heimsmcist- aramóti kraftlyftingamanna í Ual- cutta í Indlandi eins og blöðin hafa þegar getið um. I sambandi við þá ferð hefur verið í gangi sérstök fjársöfnun til að fjár- magna ferðina. Ekki var um annað að ræða, því fjárhagur sambandsins leyfir ekki slík útgjöld. Hefur söfnunin gengið nokkuð vel þótt enn hafi endar ekki náðst sam- an. Öllum framlögum er veitt mót- taka með þakklæti. Sláturfélag Suðurlands ætlar sér að nesta þá Skúla og Jón til fararinnar. Þeir ætla sér að fara með stóra kælikistu til Indlands fulla af íslenskum mat. Nú á að næra sig á skyri, hangikjöti, osti, sviðasultu, harðfisk og öðru góð- gæti. Þessu á að skola niður með eplajóga, mjólk og ávaxtasafa. ís- lenskir íþróttamenn hafa oft feng- ið matareitrun erlendis á keppnis- ferðum en nú verður ekki tekin nein slík áhætta. Á síðustu Ol-leikum sem fram fóru í Moskvu, lögðust lyftinga- mennirnir í rúmið með slæma matareitrun ásamt öðrum íslensk- um keppendum. Gekk það svo langt að sumir þurftu að fara á sjúkrahús. — ÞR 50 ára $5 SU ■ ~ s = 5» 2 "i wm. ■ 9 S wk. Kl. 15.00 A-landsliö — Landslið 21 árs og yngri. Úrval Hemma og Ladda — Liö dr. Villa Skúla. Hatikár — Valur íþróttahúsiö v/Strandgötu Komið og sjáiö alla beztu hand- boltamenn landsins í dag. v ________________i HKD HAUKA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.