Morgunblaðið - 31.10.1981, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 31.10.1981, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1981 i HLAÐVARPINN , af BÓKUM: i Leitin að sannleikanum er það sem skiptir máli - segir Guðmundur Daníelsson rithöfundur „SjálfsaKt hefði én skrifað öðruvísi, hefði ég alist upp á öðr- um og allt öðruvísi slóðum en á suðurlandsundirlendinu, því um- hverfið og saga þess á sterk ítök í mer o(í þess sér víða merki í verkum mínum hyKK é({,“ sa({ði Guðmundur Daníelsson rithöf- undur, er tíðindamaður Hlað- varpans ræddi við hann í tilefni út({áfu ritsafns hans í vikunni. Við spurðum Guðmund einnig, hvort hann hefði einhvern tíma langað til að skrifa verk, en þó aldrei gert. „Já, mig hefði ef til vill langað tilað skrifa ákveðið verk, sem ég þó aldrei gerði og geri aldrei," sagði Guðmundur, „en hvað verk það er eða hvers vegna ekki varð úr þvi, það held ég að sé best að liggi í þagnargildi. — Já, ég mun halda áfram að skrifa fyrir því, en hvort útgefandi fæst veit ég auðvitað ekki, en mér er þetta svo eiginlent, að é({ verð að skrifa meðan ég get.“ — Fyrirmyndir að sögum þín- um og sögupersónum? „Jú, það eru ákveðnar fyrir- myndir að mörgum sögum mín- um, til dæmis má nefna Húsið, þar sem fyrirmyndin er sótt í Húsið á Eyrarbakka og íbúa þess, þá er Selfoss einnig nær- tækt dæmi, og þeir er þar byggðu upp, konur umhverfis fram- kvæmdastjórann. Söguefnið úr nágrenni mínu hefur leitað á mig, og oft eru persónurnar úr hópi þeirra sem ég hef mætt á leiðinni, en oftar ef til vill hug- arfóstur mitt. Ég ólst upp við Guðmundur Daníelsson rithöfundur fótskör ömmu minnar, sem kunni utan að mikið magn af sögum, bæði í bundnu og óbundnu máli, og þar er ef til vill að finna kveikjuna að áhuga mínum á skáldskap. Þá spyrðu um einkenni á skáldskap mínum, ég veit ekki hvað segja skal. Konur eru mikl- ir áhrifavaldar í sögum mínum, ef til vill vegna þess að ég var að stórum hluta til alinn upp af kvenfólki. Ef þú ert að spyrja um bókmenntastefnur, þá get ég að ég held að minnsta kosti sagt, að sósíalrealisti hef ég aldrei verið! — Slíku var haldið að mér á með- an ég var yngri, og ég fylltist mótstöðu við það. Ég hef andúð á öllu trúboði, en hef á hinn bóginn dálæti á frelsishugsjóninni. En frelsið er þó aðeins hugsjón og verður ekki annað, líkt og sann- leikurinn sem menn kannski finna aldrei. Menn finna sann- leikann ekki, en leitin að sann- leikanum er það sem mestu máli skiptir." — Þú hefur lesið bækur þínar . yfir nú, vegna endurútgáfunnar í ritsafninu? „Ég hef nú aldrei legið yfir eig- in bókum, en ég neyddist til þess að lesa þær yfir nú, það er rétt. Ekki hef ég þó breytt þeim, þó er stafsetningu breytt, og nokkrar útstrikanir hef ég einnig gert. í margar þeirra hef ég ekki litið áratugum saman, en nú verð ég að gera það. Það er erfið vinna, að lesa svona yfir, prófarkir og allt það, en ég hafði í því góða aðstoðarmenn." — Hvað er góður rithöfundur? „Ég veit það ekki, og þó. Ætli það sé ekki sá sem kemur því til skila, sem hann ætiar að segja, kgmur þvi til skila á listrænan hátt. Takist höfundi að koma því til skila,sem hann ætlar ser, þá finnst mér að hann eigi að fá jákvæða dóma.“ Birgir Hclgason við píanóið. I*eir eru ófáir krakkarnir á Akureyri, sem hafa verið í söngtímum hjá Birgi, og lög hans, sem Kór Barnaskóla Akureyrar hefur flutt, eru mörg hver vel þekkt. TONLIST: ■■■■■■■■ Lögin verða til við ljóðalestur - Spjallað við Birgi Helgason um nýja plötu með lögum hans NYLEGA kom út hjá Stúdíó Bimbó á Akureyri hljómplata með lögum eftir Birgi Helgason, sögkennara við Barnaskóla Ak- ureyrar. I kvöldró heitir platan, og við lög Birgis eru ljóð kunnra höfunda Norðanlands, auk texta eftir Birgi sálfan. Birgi þarf ekki að kynna á Akureyri, svo lengi hafa bæjarbúar, aldnir sem ung- ir, notið tónlistarhæfileika hans, en þar sem Hlaðvarpanum flaug í hug að aðra landsmenn fýsti að vita deili á honum, var slegið á þráðinn norður í vikunni. „Jú, jú, þar er rétt að þessi plata var að koma út“ sagði Birgir, þar sem við trufluðum hann frá kennslunni í barnaskól- anum — Barnaskóla íslandseins og norðanmenn nefna hann stundum í gamni. „Þetta er fyrsta platan sem er eingöngu með lögum mínum" sagði Birgir ennfremur, „en áður hafa aíl- mörg lög komið á ýmsum plöt- um, einkum hjá kór barnaskól- ans. Meðal annars átti ég lög á plötunni Kom blíða tíð, sem út kom í fyrra, og nú er verið að dreifa á ný. — Hvernig lög? Þetta eru svona lítil snotur lög, sem falla, að ég held, vel að text- anum. Upphafið að þessu er nú eiginlega það, að Jóhann Daní- elsson, söngvari, hafði hug á að syngja einhver laga minna inn á segulband, og bjóða útvarpinu til flutnings, en smám saman vatt það utan á sig, þar til þessi hljómplata var orðin að veru- leika." Birgir sagði erfitt að lýsa því fyrir öðrum hvernig lögin verða til en „ég les mikið af ljóðum, og oft fæ ég þá hugmyndina að ein- hverri laglínu, sem ég svo prjóna við, stundum passar það þó miklu fremur við eitthvað annað kvæði, og stundum verða lögin til eins og af sjálfu sér, það er engin algild regla í þessu efni. Upphaflega byrjaði ég að semja lög þegar mér fannst kórinn vanta lög, og þá var það oftast Tryggvi heitinn Þorsteinsson, skólastjóri, sem samdi ljóðin. — Fjöldi laga? það veit ég varla, 50-60-70 kannski." Fyrir nokkrum árum kom út bók með 10 lögum Birgis, Vorid kom heitir hún, og væntanleg er nótnabók með 12 einsöngs- og kórlögum. TRÚBOÐ: í kristniboðsieiðangri í úteyjum Vestmannaeyja GideonfélaRÍð, sem um árabil hefur dreift Biblí- unni víða um land, sendi Biblíu í allar úteyjar \ Gísli afhendir llalla Steina Álseyingi Biblíu Gideonfélagsins. Vestmannaeyja sl. sumar og var Gísli Friðgeirsson, skólameistari, gerður út af örkinni í þeim leið- angri. Sótti Gísli fyrst heim Bjarnarey og fékk síðan til liðs við sig Bjarnarey- inga til að heimsækja all- ar aðrar úteyjarnar og var kristniboðsförin farin á heiðskírum sumardegi. Meðfylgjandi myndir tók Grímur Gíslason þeg- ar leiðangursmenn sóttu Álsey heim og færðu stað- armönnum Biblíu, sem forseti Álseyinga þann dag tók á móti. Bjarnareyingarnir sem fóru í kristniboðsforina með Gísla Friðgeirssyni, sem cr lengst til vinstri með dóttur sína, en hægra megin við hann er Þorkcll Húnbogason, Guðjón Ármann Eyjólfsson, skólastjóri Stýri- mannaskóla íslands, Hlöðver Johnsen, Bjarneyjarbóndi, og Valur And- ersen með son sinn Frey.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.