Morgunblaðið - 31.10.1981, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 31.10.1981, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1981 17 RAGNHILDUR Helgadóttir, sem býður sig fram til varaformennsku í flokknum, tók til máls vid umræðu um drög að stjórnmálaályktun á landsfundinum, og sagði þá að flokkshagur og þjóðarhagur færu sjálfsagður hlutur, að þegar flokki gengur illa, þá er það kannað hvort ekki sé rétt að skipta um forystu Formennska í einum flokki er ekki einhver helgur dóm- ur sem maðurinn hefur öðlast ábúðarrétt á meðan honum endist líf og heilsa og aldur. Eg held, að eftir þau áföll sem Sjalfstæðisflokkurinn hefur orðið fyrir, eftir að háfa misst meiri- hlutann í Reykjavík, eftir að hafa misst fimmta hvern þingmann, eftir að hafa misst af stórum sigri í þingkosningunum 1979, þá hefði formaður átt að segja af sér, svo tekið sé mið af öðrum þingræðis- löndum, og óska þess sjálfur, að nýir menn reyndu. Þess eru dæmi, að formenn hafa verið settir af, hafi þeir ekki óskað eftir slíku sjálfir. Nú er það þannig að kjördæm- isráð flokksins, fleiri en eitt, hafa samþykkt að skora á formanninn að draga sig í hlé. Það er líka öll- um vitað, að á síðastliðnum vetri og vori, þá var það skoðun meiri- hluta þingmanna í Sjálfstæðis- flokknum, að rétt væri að skipta um formann. Það má vera að upp á síðkastið hafi ýmsir þessara manna gefist upp á þeirri skoðun. En samt sem áður má ekki ljá máls á þeirri hugmynd að gefa nýjum mönnum kost á að spreyta sig. Og aðal röksemdin fyrir því að núverandi formaður telur að ekki sé ástæða til að víkja, er sú, að það mundi engu breyta þótt nýr maður komi. Þetta er engin röksemd. Það er vitað að nýr formaður, mundi telja það höfuðskyldu sína að leita að öllum hugsanlegum leiðum til að leysa vandamál flokksins. Það hefur núverandi formaður ekki gert. Endurnýjun á þessum tveim- ur sætum mundi auðvitað gjör- breyta stöðunni, að minnsta kosti yrðu tilraunir gerðar og öll sú við- ' leitni sem hægt væri að beita," sagði Gunnar. Áróður um komnr únistahræsni Þessu næst vék Gunnar að orð- um Geirs Hallgrímssonar, þar sem hann fjallaði um að kommún- istar hefðu verið leiddir til önd- vegis í ríkisstjórn og í stjórn landsmálanna. I þessu sambandi sagðist Gunnar ekki minnast þess að Sjálfstæðisflokkurinn hefði samþykkt einhvern tíma að úti- loka samstarf við einhvern annan flokk. Minntist hann orða Ólafs Thors fyrrum förmanns Sjálf- stæðisflokksins þar sem hann hefði sagt að samstarf við Sósíal- istaflokkinn gæti í vissum kring- umstæðum verið æskilegt, og myndunar Nýsköpunarstjórnar- innar og vilja hans haustið 1959 er Viðreisnarstjórnin var mynduð. „Það á nú að vera höfuðglæpur að við skyldum hafa farið í stjórn með Alþýðubandalaginu og hörð- ust er atlagan gerð af hálfu for- manns flokksins og málgagni hans, Morgunblaðinu. Og tölu- verður kafli í ræðu hans í gær gekk út á það hvílíkir menn þetta væru og óaldarlýður, sem aldrei ætti að hafa neitt samneyti við. Nú var það þannig að í desem- bermánuði [1 grímssyni Hann taldi sig fyrst og fremst eiga að mynda þjóðstjórn og var mjög þrár við það og taldi það mögu- leika, sem við ýmsir aðrir töldum þó vera fyrirfram gjörsamlega dauðadæmt, þar sem hinir flokk- arnir vildu það ekki og einnig þar sem slík stjórn yrði gjörsamlega óstarfhæf. Úr hörðustu átt En þó að formaður flokksins hefði þetta nú að yfirvarpi, þá var það öllum þingmönnum vitanlegt, að hann var fyrst og fremst að reyna að mynda stjórn með sósíal- istaflokknum. Og til þess var Morgunblaðið sett í gang, að und- irbúa þann jarðveg. Fyrst reið á vaðið ágætur maður og sérfræð- ingur í utanríkismálum, Björn Bjarnason, sem hefur ekki verið mjög bendlaður við vináttu við kommúnista, og mælti með því að þessi leið yrði könnuð. Og síðan kemur sjálfur Styrmir Gunnars- son og skrifar sögulega grein sem hann kallar Sögulegar sættir. Þar boðar hann, að nú sé tími til kom- inn, til að mynda stjórn Sjálfstæð- isflokks og Alþýðubandalagsins,“ sagði Gunnar, og veifaði ljósriti af þeirri grein. Sagði Gunnar það taka út yfir allan þjófabálk og koma úr hörð- ustu átt, að þeir menn, sem í des- ember 1979 og janúar 1980 kröfð- ust þess og beittu sér fyrir því að mynda stjórn með Alþýðubanda- laginu væru nú í fararbroddi í árásum á sjálfstæðismenn í ríkis- stjórn fyrir að starfa með Alþýðu- bandalaginu. „Það er ekki hægt að nota um þetta annað orð en hræsni," sagði Gunnar og bætti við: „Eg er sannfærður um það, að ef þessi stjórn segði af sér, og formaður Sjálfstæðisflokksins fengi í fjórða sinn umboð til að reyna stjórnarmyndun, þá myndi hann og vinir hans á Morgunblað- inu ekki hika við að reyna stjórn með Alþýðubandalaginu, ef þess væri nokkur kostur." Sveitarstjórnar- kosningar Gunnar sagði, að formaðurinn hefði sagt að ríkisstjórnin yrði að segja af sér til þess að Sjálfstæðis- flokkurinn ætti möguleika á að vinna Reykjavíkurborg aftur í sveitarstjórnarkosningunum að vori. „Mér finnst nú ekki heil brú í þessari hugsun og vil undirstrika það, að við stjórnarsinnar munum vinna að þvi öllum mætti og af heilum hug með öllum sjálfstæðis- mönnum að vinna Reykjavíkur- borg aftur, og munum gera það á öðrum stöðum einnig. Agreining- urinn um ríkisstjórn á ekki að ná til sveitarstjórnarkosninganna. En ég vil minna á það, að nú nýverið hefur gerst sá atburður í Reykjavík, að undirlagi manna sem standa næst formanni flokks- ins, sem munu draga verulega úr vonum okkar og möguleikum á að vinna Reykjavík aftur. Það var sú samþykkt að hverfa frá opnu prófkjöri til lokaðs prófkjörs. Með þessari ákvörðun er verið að sparka miklum meirihluta kjós- enda Sjálfstæðisflokksins burt. Það getur enginn séð fyrir hversu skaðvænlegar afleiðingar þetta á eftir að hafa.“ Gunnar sagði síðar, að í lýðræð- isflokkum kæmu fyrir þau atvik, að menn hefðu þá sannfæringu, að þeir neituðu að beygja sig undir- vilja meirihlutasamþykkta. Það væri rangt að ætla að kúga slíka menn, það væri brot á reglum Sjálfstæðisflokksins og það væri brot á stjórnarskrá landsins. Hann sagðist þeirrar skoðunar að þegar það væri sannfæring ein- hvers manns að þjóðarhagur og hagsmunir flokks rækjust á, þá ætti þjóðarhagur að ráða. Vitnaði Gunnar í þessu sambandi í orð Tómasar Guðmundssonar og sagði að lokum, að samvizkan ein væri það vald sem frjálsir menn hlýddu. Aðrir, sem þátt tóku í umræð- um síðdegis í gær, auk þeirra, sem sérstaklega er getið í Morgunblað- inu í dag, voru Friðjón Þórðarson, Sigurður Óskarsson, Jónas Elías- son, Skjöldur Stefánsson, Styrmir Gunnarsson, Guðmundur Hanson, Svanhildur Björgvinsdóttir, Hall- dór Blöndal og Kári Jónsson. Ragnhildur sagði, að skilyrði yrðu til sátta í Sjálfstæðisflokkn- um ef ráðherrarnir úr Sjálfstæð- isflokknum drægju sig út úr stjórninni eftir að stjórnmála- ályktun fundarins, þar sem lýst væri vantrausti á ríkisstjórnina, væri samþykkt með glæsilegum meirihluta. Sagði Ragnhildur, að allar stofnanir Sjálfstæðisflokksins, sem til þess væru bærar, hefðu ályktað gegn ríkisstjórninni. Sagði hún að skýrari flokksreglur yrðu ekki til að sundra flokknum, heldur til að sameina sjálfstæð- ismenn í framtíðinni. Þyrfti flokkurinn á samheldinni forystu og heiðarlegum vinnubrögðum að halda. Ennfremur gerði Ragnhildur ýmsar ábendingar varðandi orða- lag stjórnmálaályktunarinnar og ræddi jafnframt hlutverk kvenna í flokksstarfinu. Ragnhildur Helgadóttir. Ragnhildur Helgadóttir sagði í ræðu sinni, að afstaðan til ríkis- stjórnarinnar setti flokkinn í vanda sem væri einstæður á b.vggðu bóli. Hafi nokkru sinni verið nauðsyn til að treysta for- ystuna í flokknum væri það nú. Ellert B. Schram á landsfundi í gær: Ekki í framboði við formannskjör ELLERT B. Schram, ritstjóri Vísis, lýsti því yfir í umræðum á lands- fundi Sjálfstæðisflokksins í gær, að hann hefði tekið ákvörðun um að vera ekki í framboði við for mannskjör í Sjálfstæðisflokknum á sunnudag, en það hefur nokkuð verið til umræðu undanfarna daga. Ellert B. Schram sagði, að hann kærði sig ekki um að framboð sitt yrði notað í sundrungarskyni. „Til þess hef ég ekki stofnað og það mun ekki verða,“ sagði Ellert ennfremur. Ellert B. Schram minnti á það, að hann hefði fyrir kosningarnar 1979 vikið úr sæti sínu á fram- boðslistanum „í þeirri barnalegu trú, að það gæti orðið öðrum ' sjálfstæðismönnum fordæmi til flokkshollustu. í sakleysi mínu trúði ég því að gerðir mínar, gætu orðið öðrum áminning og hvatn- ing til að standa saman í nafni flokksins." Ellert B. Schram kvaðst hafa Ellert B. Schram. fengið nóg af bræðravígum og hann væri ekki einn um það. Hann kvaðst trúa því, að þess væri ekki langt að bíða, að Sjálfstæðisflokkurinn risi upp aftur, sterkur, voldugur og sam- einaður. Skipulagsbreytingum hreyft ÞKJAK tillögur um breytingar á skipulagsreglum Sjálfstæðisflokks- ins komu fram á landsfundi á fimmludagskvöld. Geir H. Haarde, formaður Sam- bands ungra Sjálfstæðismanna, kynnti svohljóðandi viðbót við 10. grein skipulagsreglna, er fjallar um flokksráð og bætist fyrir aftan orðin „Ekki má taka ákvörðun um afstöðu flokksins til annarra stjórnmálaflokka nema með sam- þykki flokksráðs" þessi setning að tillögu Geirs H. Haarde og fleiri: „Þingmenn flokksins, sem taka sæti í eða lýsa stuðningi við ríkis- stjórn, sem mynduð er í andstöðu við ákvörðun flokksráðs, teljast með því hafa sagt sig úr Sjálf- stæðis^ok^."^. M | . ,.M6t Geir H. Ilaarde OlafurG. Kinarsson llelena Albertsdóltir í greinargerð með tillögunni, sem undirrituð er af 14 mönnum í stjórn SUS og Sigurði Óskarssyni, formanni Verkalýðsráðs Sjálf- stæðisflokksins, og Margréti R. Einarsdóttur, formanni Lands- sambands Sjálfstæðiskvenna, seg- ir að hún^jlöjrð f^mT frjirnha/dr , af áskorun sama efnis, sem SUS þing samþykkti nær einróma í ágúst. Miði tillagan að því að koma í veg fyrir, að sama ástand skapist aftur í flokknum og varð við myndun núverandi ríkisstjórn- ar. . Olifffir G, | Einarsson. ,fprm,aður , þingflokks sjálfstæðismanna, lagði til, að 17. grein skipulags- reglna Sjálfstæðisflokksins orðist svo: „Þingflokkurinn kýs sér í upp- hafi hvers þings formann, vara- formann og ritara. Að öðru leyti setur þingflokkurinn sér starfs- reglur, sem flokksráð staðfestir.“ Helena Albertsdóttir hreyfði þeirri tillögu munnlega, að við kjör formanns og varaformanns yrði viðhöfð svipuð aðferð og við biskupskjör, þessir aðilar yrðu kjörnir bréflega af öllum flokks- bundnum sjálfstæðismönnum. Öllum tillögum var visað til skipulagsnefndar landsfundarins, sem auk þeirra hefur fleiri hug- myndir um breytingar til með- i íorðar.l 1 j i ii | 6s f il)' . j. 1is/ i > Ragnhildur Helgadóttir: Flokkurinn þarf á samheldinni forystu að halda

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.