Morgunblaðið - 31.10.1981, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 31.10.1981, Blaðsíða 15
 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1981 15 HELGARVIÐTALIÐ Vér erum öll einnar ættar - segir Sigurgeir Þorgrímsson um ættfræöirannsóknir „Það má segja að ættfræð- ingar, eöa þeir sem fást við ættfræði, eigi sér fjögur kjörorð eða einkunnarorð, sem vel lýsa eðli greinarinnar,“ sagði Sigur- geir Þorgrímsson í samtali við Hlaðvarpann fyrir helgi, en Sig- urgeir hefur lengi stundað grúsk og ættfræðirannsóknir á Þjóð- skjala- og Landsbókasafninu. „Kjörorðin eru þessi; ættfræðin er móðir sagnfræðinnar. — Vér erum öll sömu ættar. — Enginn er sá konungur, er ekki er kom- inn af þrælum, og enginn er sá þræll er ekki eigi til konunga að telja, — og loks þetta: Enginn forfaðir fólks er í rauninni ætt- göfugri en annar,“ sagði Sigur- geir ennfremur. Ættfræðiáhugi er mikill á ís- landi, og því lék okkur forvitni á að vita, hvað það er sem Sigur- geir fæst við að rannsaka, og hvernig hann fékk „ættfræði- bakteríuna" sem sumir vilja svo nefna. „Ahugi minn kviknaði smám saman," sagði Sigurgeir, „faðir minn vann á BSR, og hann kom oft heim með erlend biöð, semég las af athygli. Á þeim fékk ég áhuga á landafræði, og skrifaði til dæmis íslandslýsingu átta ára að aldri, og fékkst við að teikna landakort. Áf landafræð- inni fékk ég áhuga á þjóðhöfð- ingjum hinna ýmsu landa, og síðan fékk ég áhuga á ættum þjóðhöfðingja. Þá styttist í að ég færi að kynna mér íslenska emb- ættismenn og embættismanna- töl, biskupatal, hirðstjóratöl og lögmannatöl, síðan komu ættir þessara manna, og síðan fór ég að grúska í minni eign ætt“. Sigurgeir segir, aðmvíða eigi kjörorð Alþjóðaskáksambands- ins betur við en hér á landi, vér erum öll einnar ættar. íslend- ingar séu náskyldir innbyrðis, og til dæmis geti allir núlifandi ís- iendingar rakið ættir sínar til allra landsnámsmannanna, sem á annað borð hafi átt afkomend- ur. Allir íslendingar eru komnir út af Jóni Arasyni, og allir eiga Ix)ft ríka Guttormsson á Möðru- völlum að forföður. Fleira mætti nefna, Snorri Sturluson er einn forfeðra allra íslendinga, og raunar einnig bræður hans, þeir Þórður og Sighvatur. Islenskir sjónvarpsáhorfendur voru ný- lega minntir á ógnir Sturlunga- aldar, og þar kom meðal annars fram að flestir Sturlungar voru vegnir í þeim átökum. Afkom- endur þeirra lifa þó enn, og í æð- um allra íslendinga rennur enn Sigurgeir l*orgrímsson, kunnur fyrir ættfrædiáhuga sinn og aðeins 14 ára sigraði hann í spurningakeppni í útvarps- þ.ollinum Vogun vinnur, þar sem spurt var um ættir kon- unga í Evrópu. — Uppiýsingar sínar hafði hann þá aðeins úr alfræðiorðabókum. blóð frá Sturlu Sighvatssyni, þó útþynnt sé að vísu eftir nær átta aldir! „Ættfræðin er í mínum huga annað og meira en nöfn og ár- töl,“ segir Sigurgeir, „og því hef ég kappkostað að safna sem mestum upplýsingum um forfeð- ur fólks, er ég tek saman ættir þess. Oft má finna skemmtilegar lýsingar í sagnaþáttum og þjóð- sögum, og þannig verður ættar- talan mun verðmætari, en ef að- eins væri að finna nöfn manna, fæðingarár og dánardægur í besta falli. En margt fleira má finna út úr ættfræðinni, alls kyns tölulegar uppiýsingar. Ég get til dæmis nefnt, sem merki um skyldleika okkar íslendinga, að maður fæddur 1943, einn sem ég hef rakið ættir fyrir, er kom- inn af Lofti ríka Guttormssyni, sem dó 1432, á 207 vegu. Sami maður er kominn af Birni ríka á 174 vegu, Vigfúsi Ivarssyni (d.1415) á 111 vegu, Þorvarði l,oftssyni á 92 vegu, Þorleifi Björnssyni á 64, Sveinbirni í Múla á 53, Guðmundi Arasyni á 43, Páli Jónssyni á 43, Hrafni lögmanni á 39, Torfa i Klofa á 37, Jóni Arasyni á 31, Jóni á Svalbarði á 30, og áfram af 13 mönnum á mismunandi vegu, frá 27 niður í l.“ Margvíslegar tölulegar upp- lýsingar nefndi Sigurgeir einnig, sem vegna plássleysis verða að bíða betri tíma. Sigurgeir segir að auðvelt sé að fara aftur til landnámsaldar, og hafi men’n áhuga megi fara um Jón Arason aftur til Adamas og Evu, og finna megi konunga og ræðis- menn, jafnvel frá því um 380, í Rómaveldi hinu forna, sem for- feður íslendinga. Ættir sagði Sigurgeir raktar eftir kirkjubók- um eftir að þær komu til síðla á 17. öld, þá manntöl, fornbréfa- safn, íslendingasögur og ættir fornmanna, þannig aftar og aft- ar uns ekki verður lengra komist í mvrkviðum fortíðarinnar. — AH KUREKAR: I Norskur kántrýsöngvari: Vill koma og halda tónleika á Islandi Hlaðvarpanum barst í vikunni bréf frá norska fyrirtækinu Nor plan, sem meðal annars er um- boðsfyrirtæki ýmissa skemmti- krafta í Noregi. Tilefni bréfkorns- ins er það, að Teddy nokkur Nel- son, sem er hvorki meira né minna en „Norges store country-artist“, hefur mikinn áhuga á að koma til íslands. Hefur Teddy í hyggju að halda hér konserta með hljóm- sveitinni Nashville Connection, sem un vera á hans snærum. I bréfi Norðmannanna segir, að þeir vilji gjarna komast í samband við einhverja íslenska aðila, vegna hinnar frómu óskar Nelsons kántrý-söngvara, og jafnframt lofa þeir góðum tónleikum ef af verði. Hlaðvarpinn kemur þessu hér með á framfæri við íslenska áhugamenn um country & west- ern-tónlist, sem eru víst margir hér á landi. Sinfóníu- tónleikar Tónlist Egill Friðleifsson Stjórnandi: Jean-Pierre Jacquillat Kinleikarar: Martin Berkovsky og Anna Málfríður Sigurðardóttir. Kfnisskrá: M. Bruch: Konsert fvrir tvö píanó og hljómsveit K. ('hopin: Kondo fyrir tvö píanó A. Dvorák: Sinfónía nr. 6 í I>dúr op. 73. Þriðju áskriftartónleikar Sin- fóníuhljómsveitarinnar fóru fram í Háskólabíói sl. fimmtu- dagskvöld og hófust með sjald- heyrðu verki, konsert fyrir tvö píanó og hljómsveit eftir Max Bruch. Bruch mun hafa samið fjölda verka og sum þeirra býsna stór í sniðum. Tímans tönn hefur þó líknað sig yfir þau flest nema fiðlukonsertinn fræga í g-moll sem oft heyrist og er gjarnan gefinn út á hljómplötu með Mendelssohn-fiðlukonsertinum. En þennan konsert fyrir tvö pí- anó og hljómsveit hafði undirrit- aður aldrei heyrt áður og er ekki viss um að hafa tapað af miklu, því tónsmíð þessi er heldur rýr í roðinu, þó fagmannleg vinnu- brögð Bruchs og rómantískt yf- irbragð verksins gæði það nokkrum þokka. Einleikarar voru þau Martin Berkovsky og Anna Málfríður Sigurðardóttir. Martin Berkovsky er feikn góður píanisti, tekniskur og ákafur og leikur hans mjög sannfærandi, jafnvel einnig hans leikrænu til- þrif við hljóðfærið. Anna Mál- fríður getur einnig vel við unað eftir þetta kvöld. Hún ræður yfir vandaðri tækni og öryggi og lék yfirvegað. Anna Málfríður er ein úr drjúgum hópi Isfirðinga, sem nú setja svip sinn á tónlistarlíf- ið, og á sjálfsagt eftir að láta að sér kveða í framtíðinni. All- nokkrar tilfæringar voru við- hafðar við flutning verksins og strengirnir færðir innar og ofar á sviðið en vant er, væntanlega til að gefa flyglunum aukið rými. Og þrátt fyrir minniháttar ónákvæmni milli píanista og hljómsveitar á stöku stað, má segja að flutningur hafi vel tek- ist. Það svaraði því kostnaði að dusta rykið af þessu hálf gleymda verki, þó það standist ekki samanburð við það besta, sem samið var á síðari hluta 19. aldar. Þau Anna og Martin léku síð- an Rondo fyrir tvö píanó eftir Fr. Chopin. Þrátt fyrir að höf- undur hafi aðeins verið sautján ára er hann samdi verkið ber það öll helstu einkenni hins persónulega stíls, sem svo mjög einkenna verk Chopins og birt- ast í angurværum laglínum, fín- legum hljómasamböndum og óbrigðulli smekkvísi í skala- hlaupum, trillum og öðrum skrautnótum. Píanistarnir gerðu þessu verki ágæt skil, þó Martin hafi verið hinn ríkjandi aðili. Það er vandi að spila á tvö píanó og þarf mikla nákvæmni í tón- taki sem sjaldan brást. Það vakti hinsvegar undrun mína að flygl- arnir voru af sitt hvorri ger- ðinni, nefnilega Bösendorfer og Stei-way, en blæmunur er á hljomi þessara hljoðfæra. Þetta kom strax í ljós í ábúðarm'iklu upphafi Bruch-konsertsins. Tón- leikunum lauk síðan með 6. sin- fóníu Dvoráks í D-dúr, sem nú hljómaði í fyrsta sinn í hljóm- leikasal hérlendis. Þetta er gott verk er ber höfundi sínum fagurt vitni og var hér rösklega flutt undir öruggri stjórn Jacquillat. Karl Ágúst lllfsson og Kagnheiður Steindórsdóttir í hlutverkum sínum. Myndin er tekin á æfingu. „Undir álminum“ frumsýnt á þriðjudag Teddy Nelson, einn kunnasti countrj'-sönfrva(;i_Norð,nani)a. ........ Á þriðjudagskvöldið frumsýnir Leikfélag Reykjavíkur eitt þekkt- asta og mest leikna verk banda- ríska leikritaskáldsins Eugene O’Neill, Undir álminum. Leikritið var frumsýnt í Bandaríkjunum ár- ið 1924 og vakti þegar í stað mikla athygli. Það hefur síðan verið eitt mest leikna verk höfundar, en hef- ur aldrei verið leikið hérlendis áð- ur. Árni Guðnason þýddi verkið, lýsingu annast Daníel Williams- son, Sigurður Rúnar Jónsson sér um tónlist, leikmynd og búningar eru eftir Steinþór Sigurðsson og leikstjóri er Hallmar Sigurðsson. Með stærstu hlutverk fara Gísli Halldórsson, Ragnheiður Stein- dórsdóttir og Karl Ágúst Úlfsson, sem nú leikur sitt fyrsta hlutverk hjá Leikfélaginu, en hann lauk námi frá Leiklistarskóla íslands sl. vor. Þá eru Sigurður Karlsson og Jón Hjartarson einnig í allstór- um hlutverkum, en meðal annarra leikara sem fram koma eru Jón .SigurbjórnnsoB, . MargréV - Helgn- Jóhannsdóttir, Emil Gunnar Guð- mundsson, Lilja Þórisdóttir o.fl. Sigurður Rúnar Jónsson kemur fram í hlutverki fiðlara og flytur megnið af tónlistinni í sýningunni. Það kom fram á blaðamanna- fundi í tilefni frumsýningarinnar, að þetta verk var upphaflega þýtt fyrir Leikfélagið fyrir u.þ.b. ald- arfjórðungi, en m.a. vegna hug- mynda höfundarins um mjög viða- mikla leikmynd fórst fyrir að ráð- ist yrði í uppsetningu verksins. Að sögn Steinþórs Sigurðssonar var sú leið valin við gerð leikmyndar- innar nú, að hugsa ekki um hæðir í húsi og herbergi, en leysa um- hverfið upp í leiksvæði sem að- greind eru, m.a. með lýsingu. í upphaflegum hugmyndum höf- undarins var gert ráð fyrir tveggja hæða húsi og garði í kring á sviðinu. Onnur sýning á Undir álminum verður á miðvikudagskvöld og - þriðja ■sýnrrtg á^mfflWftRSHfðltr * ’

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.