Morgunblaðið - 31.10.1981, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 31.10.1981, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. OKTOBER 1981 19 veita flokksfélögum þjónustu í þessu sambandi, og hægt verður að efna til umræðufunda um mál- efni, sem til eru á myndböndum. Virkasta og áhrifamesta áróðurstækið er maðurinn sjálfur í framhaldi af ósigri flokks okkar í síðustu kosningum voru margar skoðanir á lofti þar sem reynt var að útskýra eða skil- greina þennan ósigur. Einn áleit að nafngiftin hefði verið röng, annar áleit að flokkurinn hefði færst of mikið til hægri, sá þriðji áleit að ofmikilla ríkisafskipta- tilhneiginga gætti, sá fjórði taldi að menn töluðu ekki hver í takt við annan o.s.frv. E.t.v. er skýringanna að leita að einhverju leyti í sumum þessara þátta, jafnvel öllum, en það sem sennilega er mest áberandi eftir þetta er, og ber að taka tillit til, að það var mjög skammur tími, sem þessi kosningabarátta stóð, undir- búningstíminn mjög naumur. Það sem einna helst var áberandi var það, að flokkinn skorti talsmenn. Hann átti ekki nægilega marga málsvara, sem voru tilbúnir að taka undir málflutning forystu- manna og skoðanir til að fram- fylgja þeim á þeim stöðum þar sem þeir voru staddir. Astæður fyrir því eru eflaust margar. En til þess er fortíðin að læra af, og það eiga flokksfélögin að hafa í huga. Þau geta m.a. lært það að nauð- synlegt er, og það er hlutverk þeirra, að fræða og upplýsa félags- mennina um stefnu flokksins, um hin ýmsu mál, sem flokkurinn vill og ætlar að berjast fyrir, flokks- félögin hafa hlutverki að gegna gagnvart félagsmönnunum, að spurt sé spurninga og andsvara sé leitað í því skyni að gera sem flesta að sem bestum talsmönnum og málsvörum. Á tímum fjölbreyttrar fjölmiðl- unar og margvísiegra áróðurs- tækja stendur eitt upp úr. Virk- asta og áhrifamesta áróðurstækið er maðurinn sjálfur, maðurinn sjálfur með sannfæringu sína, hugsjónir og þekkingu að vopni. Mesti auður sem Sjálfstæðisflokk- urinn á, er einmitt fólginn í fólk- inu, öllum þeim flokksmönnum, sem aðhyllast stefnu hans, trúa á hugsjónir hans og eru tilbúnir að berjast fyrir framgangi þeirra. Þegar við stöndum öll sem eitt, okkar leysast málin. Ég sagði hér á undan að hver og einn sjálfstæðismaður beri ábyrgð á lífsviðhorfi sínu. Við skulum líta í eigin barm og spyrja okkur hvort við rækjum okkar skyldur við þær hugsjónir, sem felast í sjálfstæð- isstefnunní. Stöndum sem órofa heild að framboðum og stefnu- mótun í kosningum f vor Ljósm. Krisiján. Hér fara á eftir kaflar úr ræðu Kjartans Gunnarssonar, fram- kvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins, á landsfundi í fyrrakvöld: Nú eru liðin rúm tvö ár síðan síðasti landsfundur Sjálfstæðis- flokksins fór fram á fimmtíu ára afmæli hans. Þessi tvö ár sem síð- an eru liðin hafa vafalaust verið hin umbrotamestu í samanlagðri sögu flokks okkar. Hjá því hefur ekki farið að þær aðstæður sem sköpuðust þegar varaformaður Sjálfstæðisflokksins myndaði rík- isstjórn í andstöðu við meirihluta þingflokks og aðrar flokksstofnan- ir segðu til sín í öllu flokksstarf- inu. Stjórnarmyndunin hefur skipt sjálfstæðismönnum í stjórn- arsinna og stjórnarandstæðinga og þess sér víða stað í Sjálfstæðis- flokknum. Þrátt fyrir þessar stað- reyndir held ég að óhætt sé að fullyrða að starf Sjálfstæðis- flokksins, bæði á stjórnmálalegum og félagslegum vettvangi, hefur síðastliðin tvö ár verið mjög öfl- ugt. Um það bera vitni fjölmargar ráðstefnur og ótrúlegur fjöldi funda flokksins víðsvegar um landið, kröftug og fjölmenn þing og aðalfundir sjálfstæðisfélaga og margt annað. Flestir landsfundarfulltrúar minnast þess vafalaust að eftir kosningarnar 1978 var skipuð sér- stök nefnd á vegum miðstjórnar og þingflokks til þess að kanna úr- slit kosninganna í byggða- og al- þingiskosningunum 1978 og fjalla um ýmsa þætti í starfsemi flokks- ins. Þessi nefnd skilaði ýtarlegri skýrslu og gerði margvíslegar til- lögur um úrbætur, bæði í skipu- lagsmálum flokksins og starfs- háttum hans almennt. Á síðasta landsfundi voru samþykktar nokkrar breytingar á skipulags- reglunum í kjölfar tillagna þess- arar nefndar. Meðal annars var sett á fót sérstök framkvæmda- stjorn Sjálfstæðisflokksins og sér- stakar nefndir til að fjalla um fræðslumál flokksins annars veg- ar og útbreiðslumál hans hins veg- ar. Þá eru og í tillögum þessara nefnda settar fram hugmyndir um breytingar á skipulagi á skrifstofu miðstjórnar í Reykjavík. Nú hefur fengist nokkur reynsla af starfi þessara nefnda en hún er þó varla nægilega löng til þess að Kaflar úr ræðu Kjartans Gunn- arssonar fram- kvæmdastjóra Sjálfstæðisflokks- ins á landsfundi ég treysti mér til að fella dóm um það hvort þessar breytingar voru réttar eða ekki. Hins vegar þarf Sjálfstæðisflokkurinn, eins og öll önnur fjöldasamtök, að gæta sín vendilega á því að kafna ekki í bákni nefnda og skriffinnsku sem lítið gera annað en að senda á milli sín mál og tillögur án þess að endanleg afgreiðsla fáist á þeim. Sú höfuðtillaga sem nefndin frá 1978 gerði um breytingar á skrifstofuhaldi flokksins var í tvennu lagi. í fyrsta lagi þá yrði framkvæmdastjóri flokksins starfslegur yfirmaður allra starfsmanna flokksins, hvort sem þeir væru beint ráðnir til starfa á miðstjórnarskrifstofu eða ráðnir til starfa fyrir sérsambönd flokks- ins og í öðru lagi að stofnuð yrði sérstök fræðslu- og útbreiðslu- deild á miðstjórnarskrifstofunni og að henni ráðinn sérstakur framkvæmdastjóri. Stofnun fræðslu- og útbreiðsludeildarinn- ar varð svo að veruleika fyrir rúmu ári síðan og var Inga Jóna Þórðardóttir viðskiptafræðingur ráðin framkvæmdastjóri þeirra mála og hóf hún störf í október á síðastliðnu ári. Verkefni fræðslu- og útbreiðsludeildarinnar eru, eins og nafnið bendir til, að sjá um fræðslu- og útbreiðslumál flokks- ins, fylgjast með og starfa með málefnanefndum flokksins, ann- ast um samstarf málefnanefnd- anna og þingflokksins, undirbúa fundi og ráðstefnur og vinna al- hliða að stefnumótunarstarfi flokksins. Af þessari upptalningu sést að það eru engin smáverkefni sem þarna er við að fást og ég held að sú eins árs reynsla sem nú er komin á þessa starfsemi sýni glögglega að hennar var meir en full þörf og hún á eftir að skila miklum árangri í flokksstarfinu í framtíðinni. Endurheimtum meiri- hlutann í Keykjavík Áður en ég lýk máli mínu vil ég þó drepa í stuttu máli á þrjú atriði sem ég tel að Sjálfstæðisflokkur- inn þurfi sérstaklega að hyggja að í nánustu framtíð. Fyrst nefni ég að flokkurinn þarf að hyggja alvarlega að ger- breyttri tækni í öllum tjáskiptum og fjölmiðlun manna á meðal. Myndbandabyltingin, væntanleg- ur frjáls útvarpsrekstur og bylt- ing í prenttækni hefur gerbreytt stöðu bæði hins ritaða og talaða máls og þessi þróun gerir kröfur um allt önnur vinnubrögð af hálfu stjórnmálaflokks heldur en hingað til hafa tíðkast. Við þessu þarf Sjálfstæðisflokkurinn að bregðast án tafar. Þessari þróun hefur fylgt síharðnandi barátta um frítíma manna og þar þarf stjórnmálaflokkur á öllu sínu að halda ef hann ætlar ekki að verfra undir í samkeppninni. í öðru lagi tel ég að Sjálfstæðis- flokknum sé brýnt að athuga sinn gang vandlega í sambandi við þær miklu umræður sem nú fara fram um heimili og fjölskyldu og hlut- verkaskiptingu kynjanna. Æ fleiri konur afla sér menntunar sem karlmenn einir öfluðu sér áður og æ fleiri konur ganga nú til starfa og verkefna sem áður voru aðeins í höndum karlmanna. Mikil um- skipti hafa orðið í þessum málum á fáum árum. Sjálfstæðisflokkur- inn, sem vill standa vörð um heim- ilið og efla fjölskylduna sem grunneiningu í mannlegu samfé- lagi, vill jafnframt tryggja að hver einstaklingur fái til fulls not- ið hæfiieika sinna og geti leitað hamingjunnar með þeim hætti sem hann sjálfur kýs, og verður með virkum hætti að leita leiða til að sameina þessi sjónarmið. Að lokum ætla ég svo að nefna sveit- arsujórnarkosningarnar sem í hönd fara á vori komanda. í þeim kosningum verður það auðvitað meginmarkmið Sjálfstæðisflokks- ins að endurheimta meirihluta sinn í Reykjavík og bæta stöðu sína í öðrum sveitarstjórnum. I þessari kosningabaráttu þarf flokkurinn að leggja mikið undir, því vinningurinn er stór. Sigur sjálfstæðismanna í Reykjavík á vori komanda mundi verða Sjálfstæðisflokknum ómet- anlegur aflgjafi og hvati til nýrra og enn stærri átaka. En þess er ekki að vænta að sundraður Sjálfstæðisflokkur vinni slíkan sigur. Til þess að Sjálfstæðisflokk- urinn vinni sigur í sveitarstjórn- arkosningunum á vori komanda þarf hann allur að standa sem ein órofa heild að framboðum og mál- efnaundirbúningi. Þar má hvergi bera skugga á, þar verða heilindi og drengskapur að sitja í öndvegi. Ljósm. Kmilía. Kaflar úr rædu Matthíasar A. Mathiesen á landsfundi í gær unni, gerði því hugmyndir, sem síðan voru lagðar fyrir miðstjórn og þingflokk til umfjöllunar. Jafn- framt kaus nefndin þrjá menn til þess að kynna hugmyndir sínar fyrir fulltrúum annarra stjórn- málaflokka. Þá nefnd skipuðu Geir Hallgrímsson, Matthías Bjarnason og Matthías Á. Mathie- sen. Eftir umfjöHun þingflokks og miðstjórnar voru þessar hug- myndir sendar stjórnarskrár- nefnd, sem óskað hafði eftir svör- um frá þingflokkunum, en skýrslu um þessi mál hafði stjórnarskrár- nefndin sent þingflokkunum á sl. ári. Af viðbrögðum fulltrúa ann- arra stjórnmálaflokka má ætla, að ekki sé um mikinn ágreining að ræða og hægt sé að ná samkomu- lagi á grundvelli þessara hug- mynda. Hugmyndir kjördæmanefndar- innar liggja svo fyrir þessum landsfundi sem tillaga til ályktun- ar um breytingar á löggjöfinni um kjördæmaskipan og kosningar, sem ég leyfi mér að gera hér grein fyrir: „Landsfundur Sjálfstæðis- flokksins leggur áherslu á að vinna beri að lausn kjördæma- málsins með það að markmiði að: 1. kjördæmaskipan tryggi sem best jafnræði milli stjórnmála- flokkanna í landinu, 2 vægi atkvæða verði jafnara milli kjördæmanna en nú er, 3. sama kosningafyrirkomulag gildi um allt land, 4. kjósendum verði gefinn kostur á að kjósa persónulegri kosn- ingu. Þessum markmiðum verði náð hvort heldur með kosningum í ein- menningskjördæmum eða hlut- fallskosningum í stórum kjör- dæmum. Fram hefur komið, að lítill hljómgrunnur er fyrir einmenn- ingskjördæmum hjá hinum stjórnmálaflokkunum og því er lögð áhersla á, að markmiðum Sjálfstæðisflokksins í kjördæma- málinu verði náð með því að byggja á þeirri kjördæmaskipan sem nú er. Þetta verði gert með þeim breytingum að: 1. lágmarkstala þingmanna verði 60, en heimiluð verði nokkur fjölgun eftir því sem þarf til að ná jafnræði milli stjórnmála- flokka og jafna vægi atkvæða milli kjördæma, þannig að þingmenn gætu orðið allt að 70 að tölu, ef svo ber undir, 2. fjölgað verði kjördæmakosnum þingmönnum í þeim kjördæm- um, sem minnst hafa vægi at- kvæða, þannig að kjördæma- kosnir gætu orðið 55—60 í stað 49 og uppbótarsæti 4—5 með heimild til fjölgunar uppbót- arsæta, 3. reglur um úthlutun uppbótar- - sæta verði teknar til athugun- ar, 4. persónulegu kjöri verði komið við með því að kjósandinn eigi þess kost í prófkjöri, við kosn- ingar eða með öðrum hætti, að velja milli frambjóðenda á framboðslistum." Hér hefur í stuttu máli verið gerð grein fyrir störfum þeirrar nefndar, sem flokksráðs- og for- mannaráðstefnan kaus á sl. hausti, svo og þeim tillögum, sem fyrir landsfundinum liggja til af- greiðslu. Það er öllum ljóst, sem um þessi mál hafa fjallað, að hér eru ekki á ferðinni tillögur skv. hugmyndum þeirra, sem telja að atkvæðisrétt- urinn eigi að vera hinn sami hvar á landinu sem við búum. Hér eru enn einu sinni á ferðinni sam- komulagstillögur, þar sem reynt hefur verið að taka tillit til ólíkra sjónarmiða, en tilgangurinn með þessum tillögum er, eins og áður, að jafna kosningaréttinn frá því sem hann hefur verið og reyna að tryggja að Alþingi Islendinga verði ævinlega rétt mynd af stjórnmálalegum vilja þjóðarinn- ar. Sjálfstæðismenn hafa ávallt verið í fararbroddi til þess að ná fram leiðréttingu á kjördæma- skipan og kosningalögum. Þeim er betur ljóst en nokkrum öðrum, að réttlát kjördæmaskipan er hornsteinn lýðræðisþjóðskipu- lags og grundvöllur heilbrigðs stjórnarfars.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.