Morgunblaðið - 31.10.1981, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 31.10.1981, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1981 37 lega úr brennandi bíl sínum í Hafnarfirði. Hann „fékk tals- vert höfuðhögg", en hún „missti strax meðvitund við áreksturinn", „ . .ef við hefðum þá þurft að fara að losa beltin, hefði það ábyggilega verið orð- ið um seinan." Nú vakna margar spurn- ingar,- Ef þau hefðu nú bæði verið í öryggisbeltum, hefði hann þá hlotið höfuðhögg og heilahristing og hefði hún þá misst meðvitund? Honum „tókst að komast út úr flakinu og ná henni út fyrir um leið og eldurinn braust úr“. Hefði hún verið með meðvitund, hefði hún þá kannski komist út af eigin rammleik og hann ekki þurft að eyða dýrmætum tíma í að ná henni út? Og hefðu þau þá kannski hlotið minni brunasár vegna þess að þau hefðu fyrr sloppið frá eldin- um? Þessum spurningum verð- ur e.t.v. aldrei svarað, en ekki mundi ég í þeirra sporum þora að fullyrða að í þessu tilfelli hefðu beltin gert illt verra." Dekurbörn vín- drykkjunnar J.P. skrifar: „Góði Velvakandi! Ég vil eindregið taka undir þau orð sem birtust hjá þér eftir hana Árnýju. Allur leik- araskapurinn kringum fylli- bytturnar er orðinn óþolandi. Ég hefi kynnst mörgum slík- um um ævina og veit, eins og frúin, að drykkjuskapur þess- ara manna er ekkert annað en sjálfselska og leti. Það er ósköp þægilegt að vera „stikk-frí“ alla daga og láta aðra vinna fyrir sig og hafa aliar áhyggjur og ábyrgð, en valsa sjálfur í sæluvímu áhyggjuleysisins. Ég hefi unn- ið með túramanni í 11 ár, sem fór á 3ja til 5 vikna túra á þeim tíma, svo til undantekn- ingarlaust, þegar mest var að gera haust og vor, fyrir utan alla aðra drykkjutúra. Svo er verið að dekra við þessa menn, segja að þeir séu sjúklingar og veikir, byggð fyrir þá og rekin dýr hressingarheimili og spít- alar, svo þeir geti nú hraustir og heilbrigðir byrjað næstu túra, þegar þeir eru komnir út. Á sama tíma þurfa raunveru- legir sjúklingar að bíða mán- uðum saman eftir spítala- plássi. Er þetta svo himin- hrópandi skömm, að ég er undrandi á því, hvað margir góðir menn láta þessi dekur- börn víndrykkjunnar og áhyggjuleysisins hafa sig að fífli. Ég hefi aldrei þekkt vín- drykkjumann sem ekki hefur getað hætt, ef hann virkilega þurfti á því að halda.“ Þörfin er sáralítil Eiríkur Ásgeirsson, forstjóri SVR, hafði samband við Velvak- anda og hafði eftirfarandi að segja: — Vegna kvörtunar Ragn- heiðar Gísladóttur höfum við látið kanna það síðustu daga, hvað þörfin fyrir að opna skýlið á Hlemmi fyrr en nú er gert er mik- il, vegna farþega sem taka fyrstu vagnana þar á morgnana, og hefur komið í ljós að þessi þörf er sára- lítil, eða sem nemur u.þ.b. 1 'á far- þega á vagn, og er það auðvitað lítið á okkar maelikvarða. Hins vegar hafa bílstjórarnir, sem aka á þessum tíma, nú fengið fyrir- mæli um að yfirgefa ekki vagnana frá því að þeir koma á Hlemm og fram að brottfarartíma. Þessir hringdu . . . Þoli illa að vera lengi í tóbaksreyk Sjúklingur með dulda fötlun hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Ég þakka útvarpinu fyrir þáttinn „Dulin fötlun", sem fjall- aði um hjarta- og brjóstholssjúk- dóma, svo og þeim sem þar komu fram. Ég er gamall hjarta- og berklasjúklingur og mitt vanda- mál er að ég þoli mjög illa að vera lengi í tóbaksreyk. Þá fæ ég óstöðvandi hósta og verki í háls og brjósthol og getur það varað í heila nótt. Þar af leiðandi hef ég einangrað mig og fer lítið á mannamót. Þetta leiðist mér, þar sem ég er að eðlisfari félagslynd. Nú datt mér í hug, hvort blessaðir læknarnir vildu ekki hjálpa mér og öðrum þeim sem eins er ástatt fyrir, með því að setja í dagblöð og aðra fjölmiðla beiðni til reyk- ingamanna um að reyna að draga úr reykingum í návist þessara sjúklinga. I von um að þetta geti orðið sendi ég öllum hlutaðeigandi bestu kveðjur. Hvað felst í svo- kallaðri skrefa- talningu Helga hringdi og hafði eftirfar- andi að segja: — Það er mikið búið að fjalla um réttmæti hinnar svonefndu skrefatalningar. En er nú ekki kominn tími til að rifja það upp, hvað raunverulega felst í þeirri breytingu sem Póstur og sími hefur undirbúið? Væri hægt að fá svar við því sem allir skilja? Endurflytj- ið þetta ágæta efni Á.B. skrifar: „Ágæti Velvakandi! Ég hef mikinn áhuga á því að þú komir þessu á framfæri fyrir mig sem ég nú ætla að kvabba í þér með. I haust var útvarpið með þætti á morgnana sem mér fundust góðir og skemmtilegir. Hétu þeir „Með Esju vestur um í hringferð". Höfundur og flytjandi: Höskuldur Skagfjörð. En það var miðþátturinn sem ég vildi sérstaklega gera að umtalsefni. Þar minntist Höskuldur á hrein- dýraveiðar okkar tslendinga. Það voru orð að sönnu hjá honum, að við berum okkur ekki að sem skyldi við þær veiðar og væri vert að umræðu um þetta efni væri haldið á loft á öðrum vettvangi, en hún ekkj látin niður falla. Við verðum að gera þess- ar veiðar mannúðlegri. Vegna atvinnu minnar missti ég af þriðja þættinum og leyfi mér því að fara fram á það við Ríkisútvarpið, að þetta ágæta efni verði endurflutt. Með þökk.“ Ögrun vid atvinnu- öryggi farmanna MORGUNBL.4ÐINU hefur borizt eftirfarandi samþykkt félagsfundar Stýrimannafélags íslands, sem hald- inn var 22. október: „Fundur haldinn í Stýrimanna- félagi íslands 22. október 1981 harmar þá óheillaþróun, sem átt hefur sér stað á síðastliðnum ár- um, að farskipum í eigu íslend- inga hefur sífellt farið fækkandi, en á sama tíma hafa útgerðirnar tekið í sína þjónustu erlend leigu- skip, sem mönnuð eru útlendum áhöfnum. Telur fundurinn að hér sé um hreina ögrun við atvinnuöryggi ís- lenskra farmanna að ræða, sem verði að vinna gegn.“ VARST ÞAÐ ÞU sem baóst um stórkostlegan veislumat á vægu verói? Viö kunnum ráð við því. Þú þarft aöeins að hringja í sima 45123 á milli kl. 16.00—19.00 og panta rétt dagsins. Þú trúir þvi kannske ekki, en fyrir 195 kr. færðu rjómalagaða spergilsúpu, ofnsteikt aligrísalæri (Búrgal- es, eins og Bjarni kokkur kallar það) og frómasfyllta súkkulaðibolla. Namma Namm!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.