Morgunblaðið - 31.10.1981, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 31.10.1981, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1981 11 — Varsjárbandalagið nýtur sem fyrr góðs af staðlaðri birgða- og viðgerðarþjónustu fyrir flugvélar. Megnið af flugvélum bandalagsins getur ekki athafnað sig nema á endurbættum flugbrautum, en fjöl- margir nýtísku flugvellir eru til reiðu með traustum flugskýlum. Á hinn bóginn á NATO erfitt upp- dráttar vegna skorts á flugvöllum og óhæfilega margra flugvéla- gerða, enda þótt verulegt átak hafi verið gert til að bæta úr þessu með stöðlun (flugvéla) og styrkingu flugbrauta. Átlantshafsbandalagið hefur trúlega enn yfirburði i al- mennri rafeindatækni og kann ef til vill að hafa meiri sveigjanleika í flugstjórn og flugumsjón í ófriði, en Varsjárbandalagið leggur kapp á gagnráðstafanir og dregur þann- ig á NATO í rafeindatækni. Austurveldin hafa raskað valdajafnvæginu Á síðustu 20 árum hafa Austur- veldin hægt en örugglega breytt styrkleikahlutföllunum sér í vil, þegar fjöldi vopna er talinn. Á sama tíma hafa Vesturveldin tapað tæknilegum yfirburðum sínum, en Atlantshafsbandalagið treysti því áður, að gæði bættu upp það, sem á skorti í fjölda. Þar með er ekki sagt, að Atlantshafsbandalagiö hlyti að bíða ósigur í styrjöld, en menn geta ályktað svo, að þessi þróun sé það háskaleg, að tafar- laust verði að grípa til ráðstafana til að snúa henni við. — Styrkleikahlutföllin milli Atlantshafsbandalagsins og Var- sjárbandalagsins verða ekki metin af neinni vissu með því að bera saman liðstyrk, bardagasveitir eða herbúnað. I fyrsta lagi skarar Varsjárbandalagið fram úr í ýms- um greinum, en Atlantshafsbanda- lagið í öðrum og miklir annmarkar eru á því að bera yfirburði annars bandalagsins saman við yfirburði hins á einhverju öðru og ólíku sviði. Yfirburði annars bandalagsins í skriðdrekum getur hitt t.d. jafnað með því að safna að sér alls kyns vopnum til varnar. í öðru lagi er enginn vegur að beita tölfræði á þætti, sem skipta sköpum í hern- aði, svo sem þjálfun, siðferðisþrek, herstjórn, vígdirfsku og landfræði- lega kosti. I þriðja lagi er engin vissa fyrir því, hvernig vopnavið- skiptum yrði háttað, ef þau á ann- að borð hæfust... — Styrkleikahlutföllin eru enn þannig, að þær þjóðir, sem hæfu árás, yrðu að hætta miklu. Árás- arveldin gætu talið sjálfum sér trú um það, að með því að draga saman her og neyta síðan liðsmunar mætti ná árangri á afmörkuðum vígvelli. En hitt virðist ljóst, að hvorugt bandalaganna hefur þann styrk, sem gert gæti sigurinn vísan. Afleiðingarnar fyrir árásarmenn- ina væru ófyrirsjáanlegar og áhættan, sem þeir tækju, óskapleg, einkanlega ef gripið yrði til kjarn- orkuvopna og ófriðurinn magnað- ist. ATLANTSHAFSBANDALAGIÐ VARSJARBANDALAGID 1970 1980/81 '■ ■ eða samdrattur l% Núverandi styrkur Núverandi styrkur uknirtg eöa samdrattur i% 1980/81 1970 74 80 + 8,1% MMttM Herdeildír MMMMMtMMM 0% 170 170 10.900 14.900 + 3 7% Skriðdrekar + 70% 54.400 32.000 6.400 8.200 + 28% í í í Fallbyssur yfír 100 mrty^ LVU.V^V^Vik.VVfcVL + 28% 15.100 11.800 Ekki vitað 200 Ekki vitað J. Fjölhlaðnir eldflauga- pallar +* ****&■ Ekki vitað 3.500 Ekki vitaö Ekki vitað 7.500 Ekki vitað á. JL A. J á. á á. Loftvarnabyssur V Ár VÝ- V VvV Ekki vitað 7.500 Ekki vitað Ekki vitað 2.000 Ekki vitað .Ív A Loftvarnaeldflaugar .i i 1 Ekki vitað 8.500 Ekki vitað 3.300 3.300 0% Orrustuvélar v V V V -V V -v -V + 11% 8.000 7.200 Ekki vitaö 800 Ekki vitaö Sprengjuvélar -4* 4» 4« 4« 4< Ekki vitað 5.000 Ekki vitað Ekki vitað 900 Ekki vitað Flutningavélar Ekki vitað 1.500 Ekki vitað 41 32 -22% Stór herskip + 36% 38 28 31 18 -42% Flugmóðurskip + 100% 4 2 492 320 -35% Tundurspillar, freigátur og korvettur ' <éi . i A i láil + 40% 321 229 186 157 - 16% — — — Tundurskeytabátar _ . — -* - + 29% 327 254 257 269 + 4,7% Kafbátar + 25% 478 382 Ekki vitað 275 Ekki vitað Landgönguskip Ekki vitað 235 Ekki vitað 800 650 - 19% Skammdrægar kjarnorku- sprengjuvélar + 86% 650 350 250 300 + 20% Skammdrægar kjarn- , .vvvvvvvvvvvv + 62% 1.300 800 0 18 — á. + 134% 1.430 610 48 144 + 200% 4 / S S S Sy Meðaldrægar kjarnorku- eldflaugar í kafbátum A - 60% 18 45 90 390 + 333% + + Meöaldrægar kjarnorku- sprengjuvélar -+ -+* + -4* + 52% 1.250 820 1.084 2.152 + 98% Langdrægar kjarnorku-v eldflaugar s 'uvvuuu + 323% 5.500 1.300 656 4.848 + 639% s s / Langdrægar kjarnorku- eldflaugar í kafbátum \ + 328% 1.300 304 400 300 - 25% ^ Langdrægar kjarnorku- sprenguvélar - 12% 150 170 Samanburður á herstyrk Atlantshafsbandalagsins og Varsjárbandalagsins Taflan hér að ofan birtist á dögunum í þýska blaðinu WELT am SONNTAG. Efnið í hana sótti blaðið í skýrslu sem Werner Max, formaður varn- armálanefndar þýska sambandsþingsins lagði fyrir þingið. Tölurnar eiga aðeins við Evrópu nema þegar fjallað er um herskip, kafbáta og langdræg kjarnorkuvopn. Þær tölur lýsa stöðunni á heims- mælikvarða. Við mat á kjarnorkustyrknum er ekki miðað við fjölda þeirra tækja, sem geta flutt kjarnorkusprengjur, heldur eru sprengjurnar sjálfar taldar. hæfara starfsfólki, sem af aukinni ánægju og þekkingu þjónar við- skiptavinunum. NÝSTÁRLEÍiT VIÐTAL I all nýstárlegu viðtali í útvarp- inu nýlega, við Tómas Árnason viðskiptaráðherra og þingmann okkar, kom fram álit hans á smá- sölu álagningu búvara, sem hefur verið eitt af baráttumálum okkar frá upphafi að fá leiðrétt. Ljóst er að sala á hinni svokölluðu vísitölu- vöru vegur mun þyngra hjá okkur en stórmörkuðunum í Reykjavík. Hér er því raunverulega um lífs- hagsmuni matvöruverzlana að ræða og fróðlegt verður að fylgj- ast með ákvarðanatöku 6 manna nefndarinnar. Stjórnir Félags matvörukaup- manna og Félags kjötverzlana hafa að undanförnu beitt sér mjög í þessu máli og rituðu þau ráð- herra nýlega bréf þar um. Gísli Blöndal Við hljótum að trúa því, ef eitthvað er takandi mark á ráð- herranum, að nú hilli undir leið- réttingu í þessu máli. Að vísu á hann við ramman reip að draga þar sem eru ráðherrar Alþýðu- bandalagsins, en við skulum samt leyfa okkur að vona hið besta. FJÁFRESTING KAUPFÉLAGANNA RANNSÓKNAREFNI Það hlýtur að vera okkur öllum áhyggjuefni að verzlanir á lands- byggðinni hafa á liðum árum verið að týna tölunni. Nægir þar að nefna Selfoss og Kjörbúð Bjarna á Akureyri. Einhverra hluta vegna virðist þetta ekki svo mjög þjaka kaupfélögin ef marka má fjarfest- ingu þeirra bæði í verzlun og öðr- um atvinnugreinum að undan- förnu og er það raunar rannsókn- arefni út af fyrir sig. VEXTIR INN í VERÐIÐ •I verðlagsmálum ber vaxtamál- ið hæst. Við teljum það bæði sjálfsagt og eðlilegt að smásölu- verzluninni verði heimilað að reikna vexti af vöruvíxlum inn í útsöluverðið með sama hætti og heildverzlunin gerir. Hér er um að ræða einn stærsta kosnaðarlið í verzlunarrekstri í dag. Einnig að söluskattur af flutningskostnaði verði felldur niður svo og að sjálfsögöu hinn sérstaki skattur á verzlunarhúsnæði, því hann kem- ur enn harðar niður á verzluninni úti á landi vegna hins mikla birgðahalds, sem eðlilega þarf sitt húsnæði. DREIFBÝLISNEFND Á fulltrúaráðsfundi KÍ sl. vetur var samþykkt tillaga um skipun sérstakrar nefndar um verzlun í dreifbýli, sem í ættu sæti fulltrúar frá öllum landsfjórðungunum. Við hljótum að binda nokkrar vonir við að nefnd þessi verði skipuð nú í haust og hefji störf, þar sem samræma mætti baráttumál okkar vítt og breitt um landið. Þar gæti ég vel hugsað mér að kæmi á dagskrá fræðslumál, vöru- flutningar og flutningskostnaður, og raunar margt fleira sem eru sérstök vandamál okkar í dreifbýl- inu, umfram Reykjavíkursvæðið. Að lokum góðir fundarmenn vil ég þakka það traust sem mér var sýnt á síðasta aðalfundi'með því að gefa mér kost á að vera i for- svari fyrir kaupmenn á Austur- landi. Þá vii ég þakka meðstjórn- armönnum mínum fyrir samstarf- ið og einnig stjórn og starfsfólki Kaupmannasamtaka íslands, og læt í ljós þá ósk og von að kaup- mannafélag Austfjarða og Kaup- mannasmtök Island megi eflast og dafna á komandi árum, þjóðinni allri til heilla. Frjáls verzlun — framtíð þjóð- ar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.